Morgunblaðið - 07.11.1974, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974
KARDIMOMMUBÆR-
INN OPNAÐI í GÆR
Nú er unga fólkinu
aftur boöiö upp á heim-
sókn í ' Kardimommu-
bæinn, en hann var fyrst
sýndur í Þjóðleikhúsinu
1960. Slíkum vinsældum
átti leikurinn þá að
fagna, aö hann var
sýndur í tvö ár samfleytt.
Aftur var hann sýndur
síóar en alls hafa tæplega
60 þús. manns séð Kardi-
mommubæinn og hefur
ekkert barnaleikrit, sem
sýnt hefur verið á ís-
landi, átt slíkum vinsæld-
um að fagna. Það er vel
til fundið hjá Þjóðleik-
húsinu að taka upp sýn-
ingar á þessu bráðfyndna
leikriti með jöfnu milli-
bili, því unga fólkið vex
úr grasi og þetta leikrit
bregzt engu barni og
reyndar ekki neinu full-
orðnu fólki heldur, því
það er ekki síður fyrir
fullorðna þótt það sé
samið fyrir börn. Á
æfingunni, sem við fylgd-
umst með, var t.d. liæði
eldra fólk og börn og ekki
var unnt að gera upp á
milli hvor aldursflokkur-
inn skemmti sér betur.
Um 50 leikarar leika í
Kardimommubænum. Þá
frægu fíra, Jesper,
Kasper og Jónatan leika
þeir Bessi Bjarnason,
Randver Þorláksson og
Þórhallur Sigurðsson.
Soffíu frænku leikur
Guðrún Stephensen og
leikstjóri er Klemenz
Jónsson. 9 manna hljóm-
sveit undir stjórn Carls
Billichs leikur.
Soffía frænka.
Hanna Valdfs Guðmundsdóttir leikur Camillu.
Nú er eitthvað á seyði.
Svipmyndir frá æfingu
Þarna er yngsti leikarinn í
Kardimommuhænum, Guð-
mundur Klemenzson, en hann
leikur úlfaldastrák.
Einar Sveinn Þórðarson leikur
Tommy.
í Þjóðleikhúsinu
Þðrður Þórðarson leikur Remó.
Hljómsveit Kardimommubæjar ber sig
Einn af köttunum I bænum.
Fjöidi dýra kemur fram í leikritinu.