Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974
21
Þingsályktun-
artillöaur
Rafvæðing strjálbýlis — út-
breiðsla sjónvarps — þróun-
arsvæði — varanleg gatnagerð
Rafvæðing dreifbýlis.
Steingrímur Hermannsson
o.fl. leggja fram tillögu til
þingsályktunar um rafvæðingu
dreifbýlis. Efni: Ríkisstjórnin
láti vinna og leggja fram á Al-
þingi fyrir vorið 1975 tveggja
ára ályktun um áframhaldandi
rafvæðingu strjálbýlis.
ÍJtbreiðsla sjðnvarps.
Steingrímur Hermannsson
o.fl. flytja þingsályktunartil-
lögu um útbreiðslu sjónvarps.
Efni: Ríkisstjórnin láti gera
þriggja ára áætlun um út-
breiðslu sjónvarps, m.a. til báta
á fiskimiðum. Að því sé stefnt,
að öll býli og bátar á fiskimið-
um megi njóta sjónvarpsút-
sendinga að þessari áætlun
framkvæmdri.
Ölafur Ragnar Grímsson.og
Karvel Pálmason leggja til, að
Alþingi álykti um skiptingu
landsins í þróunarsvæði. Alykt-
unin geri ráð fyrir, að ríkis-
stjórnin leggi fram frumvarp á
yfirstandandi þingi um þessa
skiptingu. Skipting i þróunar-
svæði verði í samræmi við
byggðavanda einstakra héraða.
Hún verði lögð til grundvallar i
fjárfestingarmálum, skattamál
um, húsnæðismálum, sam-
göngumálum, menntamálum og
heilbrigðismálum. Atvinnuupp^
bygging verði öflugri þar sem
byggðavandinn er mestur.
Skipulagning opinberrar þjón-
ustu taki mið af skiptingu
landsins í þróunarsvæði, en sú
skipting verði endurskoðuð á
f jögurra ára fresti.
Varanleg gatnagerð
Helgi F. Seljan o.fl. flytja
þingsályktunartillögu um auk-
inn stuðning við varanlega
gatnagerð í þéttbýli og rykbind-
ingu þjóðvega. Efni: Ríkis-
stjórnin auðveldi sveitarfélög-
um varanlega gatnagerð. Stefnt
verði að 5 ára framkvæmda-
áætlun i þessu efni, sem taki til
allra þéttbýlisstaða með 200
íbúa eða fleiri. Áætlanagerðin
miðist við lánsfjárútvegun til
sveitarfélaga, hlutur sveitar-
félaga í bensínskatti verði auk-
inn. Ríkið taki á sig stóraukna
hlutdeild í rykbindingu þjóð-
vega, er liggja um þéttbýlis-
staði.
Könnun á fjárhagsstöðu fyrirtækja
Karvel Pálmason og Ölafur
Ragnar Grfmsson flytja þings
ályktun um könnun á raun-
verulegri fjárhagsstöðu at-
vinnufyrirtækja. Skal rikis-
stjórnin skipa níu manna nefnd
til þessarár könnunar, sam-
kvæmt tilnefningu stjórnmála-
flokks og nokkurra launþega-
samtaka. Nefndin skipti með
sér verkum og hraði störfum,
og skal Þjóðhagsstofnun og
Seðlabanki Islands veita henni
þá sérfræðilega aðstoð, sem
þörf er á, en rikissjóður
griða allan kostnað við
störf hennar. Flutnings-
menn telja könnun þessa
nauðsynlega varðandi efna-
hagsráðstafanir, er miða að þvi
að flytja fjármagn frá launþeg-
um til atvinnufyrirtækja í land-
inu.
Fvrirspurnir
SL. þríðjudag voru lagðar fram
á Alþingi nokkrar fyrirspurnir
til ráðherra.
Ingólfur Jónsson spyr, hvort
fyrirhugað sé að lækka verð á
rafmagni til húshitunar á þann
veg, að rafhitun verði ekki
dýrari en olíuhitun. Fyrir-
spurninni er beint til iðnaðar-
ráðherra.
Ölafur Ragnar Grfmsson spyr
um, hvort ríkisstjórnin muni
leggja fram á yfirstandandi
þingi frumvarp til laga um
virkjun Bessastaðaár í Fljóts-
dal og ef svo sé hvort stefnt sé
að því, að virkjunin taki til
starfa árið 1978.
Karvel Pálmason og Geir
Gunnarsson spyrja fjármála-
ráðherra, hvort ríkisstjórnin
hafi í hyggju að nýta fjárlaga-
heimild til handa Hafnarbóta-
sjóði um 50 m.kr. lántöku, til að
létta greiðslubyrði hafnarsjóða.
Helgi F. Seljan spyr mennta-
málaráðherra: 1) hve mörg fé-
lagsheimili hafa notið styrktar
úr sjóðnum frá upphafi, hve
mörg muni njóta framlags á
yfirstandandi ári og um
byggingu og byggingaráform
félagsheimila 2) Hver staða
sjóðsins sé gagnvart félags-
heimilum og 3) hvort sjóðurinn
hafi tekið þátt í viðhaldi eldri
félagsheimila og þá hve mörg-
um og að hvaða marki.
fliwnci
Lagafrumvarp:
Framkvæmdasjóður Suðurnesja
GUNNAR SVEINSSON, vara-
maður Jóns Skaftasonar á þingi,
flytur frumvarp til laga um
Framkvæmdasjóð Suðurnesja.
Verkefni sjóðsins skal vera að
veita lán til einstaklinga, fyrir-
tækja og sveitarfélaga á Suður-
nesjum, til atvinnuuppbyggingar.
Tekjur sjóðsins skulu vera: 2% af
veltu verktakafyrirtækja á Kefla-
víkurflugvelli, 1/3 af aðstöðu-
gjöldum, sem greidd eru af starf-
Kosið 1 fjár-
veitinganefnd
Kjörið var í fjárveitinga-
nefnd sameinaðs þings í
fyrradag. Kosningu hlutu:
Jón Árnason (S), Steinþór
Gestsson (S), Pálmi Jóns-
son (S), Lárus Jónsson
(S), Ingvar Gíslason (F),
Þórarinn Sigurjónsson
(F), Gunnlaugur Finnsson
(F), Karvel Pálmason
(SFV), Jón Á. Héðinsson
(A) og Geir Gunnarsson
(K).
semi á vellinum, 4% af veltu frf-
hafnar og 2% af veltu flughaf nar.
Markmið flutningsmanns með
flutningi frumvarpsins er, sam-
kvæmt greinargerð er því fylgir,
að sjóðurinn stuðli að þeirri at-
vinnuuppbyggingu á Suður-
nesjum, í útgerð, fiskvinnslu og
öðrum greinum, að landshlutinn
verði atvinnulega séð undir þá
tíma búinn, að varnarliðið hverfi
úr landi.
Rangæingar —
Breiðfirðingar
Spilakvöld verður í Lindarbæ föstudaginn 8.
þ.m. kl. 8.30.
Fcxrmenn félagsins gera grein fyrir félagsstarfi
vetrarins.
Stjórnirnar.
Höfum til sýnis og sölu
mjög fallegan
Tundirbird árg. '71.
SVEINN
FORD
FORD HUSINU
EGILSSON HF
SKEIFUNN117 SÍMI 85100
Uppmælingaflokkur
í mótasmíði ca. 4 — 6 menn óskast við
stórbyggingu úti á landi.
Upplýsingar gefur Þorgeir Kristjánsson.
Sími 97-8144.
Bílstjóri
Óskast til að keyra sendiferðabíl og til
aðstoðar í vörugeymslu. Þarf að vera
vanur bílstjóri og reglusamur.
Kristjánsson H.F.
Ingólfsstræti 12.
Coca Cola,
Draghálsi 1.
Stúlka óskast á rafmagnslyftara. Þarf að
hafa bílpróf.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 82299.
Atvinna óskast
Ungt par óskar eftir vinnu. Hafa bæði
stundað nám við V.í. og hafa reynslu í
hinum ýmsu störfum.
Listhafendur vinsamlegast hringi í síma
28219 eftirkl. 7.
Sendisveinn
Óskum eftir að ráða ungling til sendi-
sveinastarfa.
Uppl. veitir starfsmannastjóri á skrifstofu
okkar. Skúlagötu 20.
Sláturfélag Suðurlands.
Verkamenn
Óskum eftir að ráða karlmenn til ýmissa
starfa í fyrirtæki voru.
Allar nánari uppl. veitir starfsmannastjóri
á skrifstofu okkar Skúlagötu 20.
Sláturfélag Suðurlands.
Matsvein og
háseta vantar
á 250 tonna togbát sem gerður er út frá
Reykjavík. Siglingar fyrirhugaðar..
Upplýsingar hjá skipstjóranum í síma
16074. ‘
Framkvæmdastjóri
óskast
til iðnfyrirtækis í fataiðnaði úti á landi.
Verksvið fjölbreytt og áhugavert, en
nokkurrar verzlunar- og bókhaldsþekk-
ingar er krafist.
Fyrirtækið er í þéttbýli í góðum sam-
göngutengslum bæði við Reykjavík og
aðra þéttbýlisstaði í viðkomandi lands-
fjórðungi.
Húsnæði á staðnum er fyrir hendi.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu vorri að Höfðabakka 9, Reykjavík og
er þar svarað frekari fyrirspurnum
varðandi starfið.
HANNARR S.F.
Reks trarráð gja far
Sími 38130.