Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1974 Utvarpsumræður um stefnuræðu forsætisráðherra: Efnaliagsvandinn rauði þráður umræðnanna UmræSur um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram á Alþingi sl. þriðjudagskvöld. Hér á eftir verður gerð grein fyrir umræðunum, en stefnu- ræða forsætisráðherra hefur áður verið birt. Karvel Pálmason, SFV, sagði, að enn væri öllum I fersku minni, að forystumenn Framsóknarf lokksins hefðu ekki fengist til þess fyrir kosn- ingar að gefa afdráttarlausar yfirlýs- ingar um, að þeir stefndu að vinstri- meirihluta á Alþingi. Því hefði verið haldið fram, að þeir myndu nota fyrsta tækifæri til þess að stFga til hægri og mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisf lokknum. Mikill meiri- hluti kjósenda hefði óskað eftir vinstri stjórn. En því miður hefði Alþýðuflokkurinn gefið Ólafi Jó- hannessyni ástæðu til þess að sllta viðræðum um myndun vinstri stjórn- ar. Það hefði komið eins og gusa úr heiðskýru lofti, þegar samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins var mynduð. Þingmaðurinn sagði. að menn hefðu lltt orðið fróðari um stefnu rlkisstjórnarinnar eftir lestur stefnu- yfirlýsingarinnar F ágúst og enn væru menn litlu nær eftir stefnuræðu for- sætisráðherra. Hún væri einnig helst athyglisverð fyrir það, sem ekki hefði verið sagt. Forsætisráðherra hefði ekki minnst á þá málaflokka, er heyrðu undir ráðherra Fram- sóknarflokksins. Hann hefði þó talað um verðlagsmálin, sem væru enn eitt dæmið um. að Sjálfstæðisflokk- urinn, flokkur auðmagnsins, róði stefnu stjórnarinnar. Þá hefði for- sætisráðherrann einnig minnst á gamanleik utanrFkisráðherrans. En ekki hefði t.d. verið minnst einu aukateknu orði á skatteftirlit. Karvel sagði ennfremur. að stjórn- arþingmennirnir væru sammála um að draga úr fjárveitingum til þeirrar stórkostlegu uppbyggingarstefnu, sem vinstri stjórnin hefði staðið að. Almenningur hefði orðið þess var, hverjir það væru, sem ættu að bera byrðarnar. Ríkisstjórnin hefði lagt gegndarlausar álögur á launþega og engar IFkur væru til þess, að laun- þegasamtökin gætu unað sliku, enda bæru forréttindahóparnir ekki sinn hlut. Einskis góðs væri að vænta af samskiptum rFkisstjórnarinnar við launþegastéttirnar. Þá lagði hann áherslu á, að úttekt yrði látin fram fara á stöðu atvinnufyrirtækjanna. Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, minnti Karvel Pálmason á það, að hann hefði verið fúsastur allra fúsra til að samþykkja vantraust á vinstri stjórnina og binda enda á IFfdaga hennará sl. þingi. Versnandi viðskiptakjör, verð- bólga og óraunhæfir kjarasamning- ar, sem í senn hefðu ofgert atvinnu- vegunum og leitt til aukins launa- misréttis, hefðu valdið vanda í efna- hagslFfinu, rekstrarerf iðleikum at- vinnuveganna og öryggisleysis um atvinnuhorfur almennings. Af þessum sökum hefði fyrrv. for- sætisráðherra gert allt, sem i hans valdi hefði staðið, til að skapa sam- stöðu um lausn efnahagsvandans. Hann hefði boðið upp á þjóðstjórn, samstjórn allra flokka, F vor, og boð- ið að vFkja úr forsætisráðherrastarfi, ef leitt gæti til samstöðu gegn vandanum. Þegar þær tilraunir hafi mistekist. hafi hann gripið til þing- rofs og efnt til nýrra kosninga. Frá- farandi stjórn hafi hinsvegar sett ýmis bráðabirgðalög, sem verið hafi fyrstu skrefin til lausnar efnahags- vandans og á flestan hátt mótað þær aðgerðir, sem núverandi rikisstjórn hafi sFðan gripið til. Ráðherrann ræddi fjárlög fráfar- andi stjórnar. Hann sagði fjárlög að mestu bundin af öðrum lögum, sem ákvæðu útgjaldaþungann. Raun- verulegt áhrifasvið ráðherra við samningu fjárlaga væri þvF þrengra en flestir hygðu. Hækkun fjárlaga F sinni tFð hefði m.a. orsakast af þessu, því að framkvæmdaáætlun var tekin inn í fjárlög, axlaður ýmiss útgjaldaþungi, er sveitarfélögin báru áður, og loks hefði verðbólgan þá eins og nú haft sitt að segja. Ráðherrann ræddi og nýframlagt fjárlagafrumvarp og kvað það á ýms- an hátt eiga eftir að breytast F með- förum Alþingis. Þá ræddi hann ýmis hagsmunamál landbúnaðarins. er undir hans ráðuneyti heyra. Að lokum vék ráðherrann IFtils- háttar að vinstristjórnarviðræðum F vor. Hann kvað Framsóknarflokkinn hafa gengið heilan til þess leiks. Viðræður hefðu hinsvegar strandað á óbrúanlegri andstöðu Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks hvors til annars. sem skrif málgagna flokk- anna á þessum tlma væri gleggst vitnisburðurinn um. Framsóknar- flokkurinn hefði ekki fyrir kosningar útilokað samstarf við nokkurn stjórnmálaflokk, ef málefnaleg sam- staða næðist. Eftir að kommar og kratar hefðu sameiginlega útilokað nýja vinstri stjórn, hefði Fram- sóknarf lokkurinn, sem ábyrgur flokkur, gengið til málefnalegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um úrlausn á aðsteðjandi vanda at- vinnuveganna og efnahagslFfsins. svo sem hagsmunir þjóðarheildar- innar hefðu krafist. Lúðvik Jósepsson, Abl., sagði, að mörgum hefði þótt stefnumörkun stefnuyf irlýsingar rFkisstjórnarinnar óljós, þegar hún var birt. Stjórnar- flokkarnir hefðu fyrst og fremst sam- ið um skiptingu embætta en ekki málefna. Stefnan væri nú að skýrast þannig að unnt væri að átta sig á henni. Þingmaðurinn sagði, að lýs- ing forsætisráðherra á heildarathug- un á stöðu þjóðarbúsins frá þvF á miðju þessu ári væri mjög villandi og segði aðeins hálfan sannleikann. Hagur ríkissjóðs hefði samkvæmt þessari athugun verið góður, en gjaldeyrisstaðan hefði verið óhag- stæð. Annað hefði engum dottið F hug vegna hins mikla innflutnings skipa og annarra atvinnutækja. Áætlaður taprekstur útgerðarinnar hefði verið talinn nema 1344 milljónum króna, þegar færðar hefðu verið afskriftir upp á 1369 milljónir króna. Talið hefði verið, að tap fisk- vinnslunnar myndi nema 1400 milljónum króna þegar tekið hefði verið tillit til 400 millj. kr. afskrifta og saltfiskverkun og skreiðarverkun hefðu verið reknar með 1500 millj, kr. hagnaði, sem væri meiri en tapið á frystingunni. Þessar tölur sýndu, að hér væri um bókhaldslegt tap að ræða. Afkoma atvinnuveganna hefði ver- ið góð fram á mitt ár 1974. Efna- hagsvandinn. sem við hefði verið að glFma, hefði verið F þv! fólginn að koma þurfti F veg fyrir áframandandi hækkanir verðlags og kaupgjalds, þvF að ella hefði orðið taprekstur hjá atvinnufyrirtækjunum. Þá hefði þurft að draga úr gjaldeyriseyðslu landsmanna. Nú væri ætlun rlkisstjórnarinnar að eyða með öllu kjarabótunum frá sFðustu samningum. SFðan væri boð- að afnám verðlagseftirlits. Þetta væri ómenguð Fhaldsstefna. SFðan ræddi hann um ráðstafanir rFkis- stjórnarinnar F sjávarútvegi og hélt þvl fram, að hlutaskiptakjör sjó- manna hefðu verið skert. Stefna rFkisstjómarinnar væru sú að lækka framlög til framkvæmda úti á landi, lækka laun og draga úr félagslegum framkvæmdum, en færa þess F stað fjármagn frá launþegum til atvinnu- rekenda. Gylfi Þ. Gislason sagði stefnuræðu forsætisráðherra ekki stórhuga boð- un F framkvæmdum né fyrirheitum til landsf ólksins. Á þjóðhátFðarári fengi þjóðin lýsingu á þeim aðstæð- um F þjóðarbúskapnum, sem lýstu F senn samdrætti og þrengri kjörum almennings og þar með undangeng- inni óstjórn og dugleysi. Ræða for- sætisráðherra væri að grunntóni stjórnarandstöðuræða. gagnrýni á fráfarandi rikisstjórn, sem samstarfs- flokkurinn, Framsóknarflokkurinn, hefði haft forystu F. Framsóknar- flokkurinn væri faðir efnahagsvand- ans. Alþýðubandalagið hin tilkvadda móðir. Þessi stefnuræða lýsti þvF ekki heilshugar samstarfi. SIFk sam- starfsbyrjun lofaði ekki góðu um framhaldið né lyktirnar. Framsóknarflokkurinn hefur um 20 ára skeið lýst Sjálfstæðisflokkn- um sem hættulegasta aflinu F ís- lenzkum stjórnmálum. Hann hefði nú kúvent svo rækilega ! þessu efni, sem og afstöðu sinni til varnarmála, verðlagsmála og fleiri mála, að hlið stætt dæmi þekktist ekki. Fyrirheitin og hugsjónirnar væru faldar á bak við ráðherrastólana. Kjör launafólks væru nú verri og launamisréttið meira en verið hefði fyrir sFðustu kjarasamninga. Kjara- skerðing hefði að vFsu verið óhjá- kvæmileg, við núverandi aðstæður, en hún kæmi ekki réttlátlega niður, á ýmsa væri ranglega hallað, einkum sjómenn. Ýmsir þættir F efnahagsstefnu stjórnarinnar, varnarmálastefnu, F útfærslu landhelgi, aðhaldi ! rlkis- rekstri, umbótum F skattamálum o.fl., væru skynsamlegir. Megingall- inn væri þó sá. að svo virtist sem samstarfsflokkarnir hefðu ekki enn komið sér saman um heildarstefnu F efnahagsmálum, er þeir gætu báðir staðið heilshugar að. Of snemmt væri þó að dæma þessa rlkisstjórn. Hún ætti rétt á starfstíma og starfs- friði. Alþýðuflokkurinn myndi styðja hana F öllum góðum málum, sem hún kynni að beita sér fyrir. En hann myndi IFka veita henni sterkt aðhald og nauðsynlega gagnrýni. Afstaða flokksins til stjórnar og málefna yrði mótuð af ábyrgð og málefnalega sem áður. Ólafur Ragnar GrFmsson sagði IFt- inn hluta þjóða heims bua við raun- verulegt lýðræði. Kosningar á fjög- urra ára millibili væru aðeins ytri búnaður þess. Lýðræði þyrfti að byggja á raunverulegu trausti milli þjóðar og stjórnvalda. Formaður Framsóknarflokksins teldi það ekki hina réttu spila- mennsku stjórnmálanna að segja fyrir kosningar hvem veg skyldi unn- ið eftir kosningar. Þessvegna hefði vinstra fólki verið gefið undir fótinn fyrir kosningar um nýja vinstri stjórn, án þess að loka fyrirheitnu leiðinni til stjórnarsamstarfs við (haldið. Þessvegna hefði verið boðið önnur stefna F vamarmálum fyrir kosningar en framkvæmd hefði verið eftir þær. Það hefði tekið núverandi öryggismálastefnu F framkvæmd, en þrjár vikur, með góðum árangri, að framfylgja stefnu Fhaldsins Sjálfstæðisflokkurinn væri allsráð- andi F stefnumörkun núverandi rfkis- stjórnar. í stefnuyfirlýsingu hennar væri aðeins drepið á tvö atriði, sem heyra undir ráðherra Framsóknar- flokksins: varnarmálin og verðlags- málin, þar sem gert væri ráð fyrir veru hersins en brottför verðlags- eftirlitsins. Framsóknarf lokkurinn hefði hælst um af þv! ákvæði stefnu- yf irlýsingarinnar, að byggðasjóður hlyti 2% af niðurstöðum fjárlaga. Þetta væri, þvF miður, ekki stefna Framsóknarflokksins. Halldór E. Sigurðsson hefði á þingi flokksins hótað þvF að segja af sér sem fjár- málaráðherra, ef slFk stefna yrði upp tekin. Þetta stefnuatriði væri þvF einnig blóm Sjálfstæðisflokksins, sem hefði flutt það mál á þingi áður. Ólafur sagði vinstri menn knúna til að gjalda varhug við lögmáli spila- mennskunnar. Framsóknarflokkur- inn hefði brugðist hlutverki s!nu og kjósendum. Hvatti hann vinstri- og samvinnumenn til samfylkingar með Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, sagði, að við stjórnarskiptin ( haust hefði ekki orðið breyting á utanrFkisstefnu fslands. Öryggi landsins yrði áfram tryggt með aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfi við BandarFkin. Hyrningarsteinar F stefnu fyrri rFkis- stjórnar væri enn þeir sömu og áður aðild að Sameinuðu þjóðunum, Norðurlandaráði og Atlantshafs- bandala.ginu. UtanrFkisráðherra sagðist óhikað mundu halda áfram eins og F vinstri stjórninni að eiga gott samstarf við þjóðir AsFu og AfrFku, Norðurlanda- þjóðirnar og Atlantshafsbandalags- þjóðirnar. Hann sagðist slðan mundu kappkasta að eiga gott samstarf við allar þjóðir. ÞvF næst sagði ráðherrann, að ein breyting hefði þó orðið, þ.e. F varnar- málum. Sá samningur, sem nú hefði verið gerður við BandarFkin fjallaði um breytingar á framkvæmd varnar- samningsins en ekki breytingar á honum sjálfum og þyrfti þvF ekki að leggja hann fyrir Alþingi. Öllum framkvæmdum yrði hagað þannig að sem minnst röskun yrði af þeim fyrir Fslenskt efnahagslFf. Að lokum sagði ráðherrann, að tillögur Framsóknar- flokksins frá þv! I fyrri rlkisstjórn væru geymdar en ekki gleymdar. Þór Vigfússon, siðari ræðumaður Alþýðubandalagsins, ræddi einkum um það, sem hann kallaði sameigin- leg hermál íslands og Bandarlkj- anna, og framkvæmd utanrikisráð- herra á stefnu Framsóknarflokksins ( þeim málaflokki, við nýgerðan samn- ing við BandarFkjamenn. Hann sagði Einar Ágústsson hafa lofað þvF, hvern veg sem þessi samningur yrði og hvort sem hann fæli ( sér uppsögn varnarsáttmálans eða ekki, að leggja niðurstöðurnar fyrir Alþingi. Nú kæmi annað hljóð úr horni, þar sem ráðherrann væri. Hann sagði utan- rikisráðherra fullyrða, að ! rétta átt miðaði. að endanlegu marki, brottför hersins, F samningi þessum. Sitt mat væri hinsvegar, að F ranga átt mið- aði. ef fyrirhuguð takmörkuð fækk- un varnarliðsmanna leiddi til þess, að íslendingar tækju nú upp störf, hernaðarlegs eðlis, á erlendum mála. Þór Vigfússon sagði Bandarfkja- menn, er utan vallar byggju nota 270 (búðir. Þegar tillit væri tekið til fyrirhugaðrar fækkunar um 480 her- menn, kæmi þv( spánskt fyrir sjónir, að byggja þyrfti 468 nýjar Fbúðir. úr varanlegu efni á vellinum. Hér skyti skökku við og framkvæmdirnar bentu ekki til þess, að varnarliðið væri að fara á morgun eða F næstu viku. LFkti ræðumaður utanrlkæráðherra við gamlan bónda úr kjördæmi hans, er leitt hefði hestalest á leið úr kaupstað út F sandbleytu. þar sem hann sjálfur og hestarnir sátu fastir. Bóndinn hefði verið þann veg á sig kominn, að hann hefði ekki getað metið aðstæður, barið fótaskokkinn og sagt: „Þetta gengur vel, það mjakast." Á sama hátt og hraða mjakaðist lestin hjá utanrtkisráð- herra að settu marki Framsóknar- flokksins um brottför varnarliðsins. Benedikt Gröndal, A, sagði, að keypt vinátta kólnaði gjarnan og það ætti vel við núverandi rFkisstjórn. Stjórnarflokkarnir hefðu keypt vin- áttuna og ekki væri að sjá hlýtt vináttuþel F skrifum stjórnarblað- anna. Þingmaðurinn sagði sFðan, að ekki mætti búast við þvF, að vináttu- þelið hlýnaði þegar fyrir alvöru yrði farið að skipta embættum. Núverandi ríkisstjórn hefði lagt gFfurlegar álögur á almenning meðan kaupgjald hefði verið fast. TFminn væri enn að afsaka það, að Fram- sóknarflokkurinn skyldi varpa af sér vinstri klæðunum og Halldór E. Sigurðsson hefði enn ( þessum um- ræðum þurft að verja þessar póli- tFsku sjónhverfingar. Þá sagði þingmaðurinn, að al- menningi hafi blöskrað aðgerðir rFkisstjórnarinnar á sumarþinginu en nú hefðu menn fallið F stafi, þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram. is- lenska þjóðin ætti við mikla erfið- leika að etja. Stjórnarandstaðan hefði ekki beitt sér alvarlega gegn rFkisstjórninni, en mikilvægt væri, að ríkisstjórnin kæmi til samstarfs við stjórnarandstöðuna og fjötdasam- tökin. En mikið hefði á skort T þeim efnum. Viðtakandi og fráfarandi formaður Alþýðuflokksins "samskipa" F ræðustól sameinaðs þings: Benedikt Gröndal og Gylfi Þ. GFslason. Þingmenn Alþýðubandalagsins: Ragnar Arnalds, Þór Vigfússon og Eðvarð Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.