Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974
Þorbjörg Hannibalsdóttir
frá Klett — Minning
F.27. júnf 1884
D. 12. okt. 1974.
„Harða blíða, heita sterka sál,
hjarta þitt var eldur,
gull og stál“
Þessar hendingar urðu mér
fyrst I huga, þegar ég heyrði að
Þorbjörg væri dáin. Raunar
kynntumst við ekki persónulega
fyrr en tvö síðustu æviár hennar.
Og hún var níræð 1 vor, 27.
sólmánaðar. Þá var veizla hjá Ás-
geiri eldri syninum, gestir og
gaman að lifa.
Samt er Þorbjörg ein fyrsta
kona, sem ég heyrði mikið talað
um með aðdáun og virðingu.
Hún var vaxin upp í skriðuhlíð-
um allsleysis og örbirgðar á ber-
angri munaðarleysis í byrjun.
Foreldrar hennar börðust við
skortinn unz yfir Iauk.
Hann stóð helsár við slátt. Þrýsti
að sér görnunum sem gengu
út við kviðslit, milli þess sem
hann brýndi ljáinn til þess er
hann féll á teiginn. Hún mátti
siðan slíta af sér allan hópinn,
áður en hún lézt. Svona var lífið á
Islandi fyrir aðeins 90 árum. Þor-
björg kom sem smábarn til hjón-
anna á Kletti i Gufudalssveit, Þor-
bjargar og Þórðar. Það voru góð
hjón, sem réttu mörgum
munaðarlausum börnum hjálpar-
hönd. Hann jafnan glaður, góður
og gestrisinn. Hún heiðarleg, stór-
brotin kona, ströng og siðvönd.
Enginn hafði meiri áhrif á Þor-
björgu en nafna hennar og fóstra.
Hún þakkaði það ævilangt, að ein-
mitt hún hefði búið hana bezt
undir stranga lifsbaráttu sem eld-
ur, gull og stál, mótað, hert og
meitlað. Aginn og heiðarleikinn
efldi til átaks og sigurs i öll-
um raunum lífsgöngunnar. Eng
inn varð minnisstæðari, enginn
andlega skyldari.
Erfðirnar urðu stórar við slíkt
uppeldi, við afar fjölbreytt störf
úti og inni. En hver stund notuð
t
Elskuleg fósturmóðir mín og systir,
SIGNÝ ÓLAFSDÓTTIR,
Njarðargötu 9,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavlk föstudaginn 8. nóv. kl.
1.30 e.h.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristín Pétursdóttir,
Sigurbjörg Ólafsdóttir.
t
Móðir okkar
LAUFEY BÖÐVARSDÓTTIR
Búrfelli
andaðist í Landspítalanum í Reykjavik að morgni 6. nóvember.
Börnin.
t
Eiginmaður minn,
GÍSLI GUÐNASON,
verkstjóri,
lézt í Borgarspitalanum 5. nóvember.
Jóna Kristmundsdóttir.
t
SIGURÐUR GÍSLASON,
Sörlaskjóli 1 3,
verður jarðsunginn í Fossvogskirkju föstudaginn 8. nóvember kl, 3
síðdegis.
Þórhildur Guðmundsdóttir
og fjölskylda.
t Þökkum innilega veitta samúð við andlát og jarðarför.
GUÐMUNDAR J. ÓLAFSSONAR,
Selvogsgrunni 31
Anna Halgadóttir, Sigurbjörg Guðmundsd.,
Ólafur Guðmunds., Sigriður Sæmundsdóttir.
Sigurbjörg Guðmundsd., Auðun Ágústsson,
Elín Karlsdóttir, Arnþór Pálsson,
Helgi Þ. Sigurðsson
og barnaböm.
t Útför eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa.
JÓNS HELGASONAR,
Blönduholti,
Kjós,
fer fram frá Reynivallakirkju laugardaginn 9. nóvember kl. 2 e.h.
Lára Þórhannesdóttir,
Helgi Jónsson, Hrefna Gunnarsdóttir,
Herdis Jónsdóttir, Sigurður Brynjólfsson,
Þóra Jónsdóttir, Haukur Bergmann,
Björg Jónsdóttir, David Weils,
Axel Jónsson, Guðrún Gisladóttir,
Skarphéðinn Pálsson
og barnabörn.
Cí/AD MITT r m 1 flH t: 1
J VAK M###
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég skil ekki, hvað átt er við með orðunum „eilfft Iff“ f Jóh.
, 3,16: „Til þess, að hver, sem trúir á hann, glatist ekki, heldur
hafi eilfftlff
Þegar við tölum um eilíft líf, höfum við ekki
aðeins lengd þess í huga, heldur þá tegund lífs, sem
Guð leggur þeim í brjóst, er treysta Kristi.
Kristur sagði: „Ég er kominn, til þess að þeir
hafi líf og nægtir“ (Jóh. 10,10). Þetta líf, sem
Kristur gefur, er meira en tilvera. Guð gaf okkur
líkamslífið við fæðinguna. Eins gefur hann okkur
andlegt líf, þegar við þiggjum tilboð hans um eilíft
líf. Þetta er kallað að fæðast að nýju. Jesús sagði
við Nikódemus forðum: „Yður ber að endurfæð-
ast“ (Jóh. 3,3). Það merkir ekki, að Guð neyði
þetta líf upp á okkur. Það táknar einfaldlega, að
við verðum að fæðast aftur, ef við viljum lifa
ævinlega í návist hans. Við verðum að opna and-
legu lífi hans aðgang að hjörtum okkar. „Mér
finnst ég vera eins og fyrirlitleg hefðarfrú", sagði
Elísabet Fry, áður en hún sneri sér til Drottins,
„öll í því ytra, en innantóm.“ Andlega lífið, sem
Guð gefur okkur fyrir Jesúm Krist, veitir saðn-
ingu. Við öðlumst „innri fyllingu“.
Það táknar líka eilíft í þeirri merkingu, að þetta
líf tekur aldrei enda, það er ævarandi. Já, það það
þýðir líf á himnum með Kristi.
Aldarminning
til lestrar, sem afgangs varð sem
augnablik.
Síðar urðu því margs konar
störf henni leikur einn. Hús-
freyja, móðir, fósturmóðir, kaup-
kona, hjúkrunarkona, matselja,
allt unnið af drenglund, myndar-
brag, með höfðingsblæ og bið-
lund. Alltaf kjarkmikil, stórbrot-
in, áræðin, sigrandi. Hún sómdi
sér jafnvel sem allslaus móðir „á
mölinni" I kreppunni, eins og hún
hafði gert sem efnuð kaupmanns-
frú í vaxandi velsæld. Nokkur
notuð frímerki urðu auðlegð í
höndum hennar. Sparsemi, nýtni,
nægjusemi og örlæti fylgdist að á
þann hátt að „kostgangararnir"
kölluðu hana móður. Gistivinir
ortu henni lofgjörð. Samt tregaði
hún ævilangt ástvin, sem hún
hugði týndan.
Saga Þorbjargar gæti orðið met-
sölubók hjá þjóð, sem kynni að
meta kosti sinna beztu barna.
Síðast var hún ótrúlega ein á
stóru heimili .fyrir aldraða, ákaf-
lega góðu heimili, þar sem hún
fann sig þó aldrei alveg. Hún
þakkar samt öllum sem voru
henni vel, Auðunni frænda sfn-
um, Þorgeiri fósturbróðurnum
trygga, lækninum góða, honum
Karli, börnum slnum, tengda-
börnum, fósturbörnum og niðja-
hópnum stóra, en bezt henni Ingu
dóttirinni, sem alltaf sýndi svo
mikla umhyggju, nærgætni, bið-
lund og tryggð.
Þorbjörg unni æskustöðvum
• sínum alla tíð og dvaldist síðast
oft í huganum við gengin spor og
öðrum gleynd í mos og lyngi
heima á Kletti.
Hún var ákaflega hreinskilin
kona, einörð og djörf. Hún kunni
ekki að hræsna og sannleiksást
hennar var einstök, helgur dóm-
ur, hver sem átti í hlut. öllum
sem vildu vita eitthvað meira um
Þorbjörgu Hannibalsdóttur og
hennar ævisögu skal vísað á
Sunnudagsblað Tlmans að vori
1973.
Hún gengur nú til starfa á
Ljósalandi eilífðardraumsins.
Árelfus Nielsson.
Aldarafmæli frú Jóhönnu G.
Olgeirsson kaupkonu var 18. ág.
síðast liðin.
Isafjarðarkaupstaður, Reykja-
víkurborg, Winnipegborg I
Canada höfðu því láni að fagna og
heiðri að telja frú Jóhönnu meðal
sinna borgara. Alsstaðar var Ijós
þar sem hún fór, -ljósið bar hún
með sér. Ekkert aumt mátti hún
sjá, hvort heldur var hjá fólki eða
málleysingjum, án þess að vilja
bæta úr því. Hún var virt og elsk-
uð af öllum þeim, sem af henni
höfðu nokkur kynni. Auðnin var
lfka mikil, eftir að hún hvarf vin-
um sínum, sýnilegum augum, inn
á svið sólarstranda næstu tilveru.
Jóhanna var mjög vel gefin,
eins og hún átti ætt til. Hagorð, en
um það vissu mjög fáir. Vel máli
farin, hélt fast sinni skoðun.
Ávallt glöð, viðkvæm, stórbrotin,
en mild og hlý, kjarkmikil og
stjórnsöm, trygglyndust allra.
Gestrisin og höfðingi heima að
sækja.
Jóhanna hafði flesta þá mann-
kosti og glæsileik er konur geta
borið. Hún var ekki stór vexti, en
allt yfirbragð hennar góðmann-
legt og virðulegt. Einstaklega ró-
legt og rannsakandi augnaráð.
Mér er sú minning bernsku og
æskuáranna afar kær, er ég fékk
að fara til ömmu. ömmu vildi hún
sjálf að ég kallaði sig. Sóttist ég
eftir sögum hennar, en hún virtist
ótæmandi sagnabrunnur og sagði
vel frá, allt söguefni stóð ljóslif-
andi fyrir manni. Margbreytileg-
ar voru þær, sumar skáldsögur og
ævintýr með gamanyrðum, höfðu
sfna töfra, eða huldufólkssögur.
Sögurnar hennar ömmu voru
eftirsótt hnossgæti.
Jóhanna var fædd að Stærra-
Árskógi viðEyjafjörð 18. ág. 1874.
Foreldrar hennar voru hjónin
Ingunn Stefánsdóttir stúdents og
umboðsmanns að Snartarstöðum
og Gísli skipstjóri Jónsson.
Jóhanna var tvígift. Fyrri mað-
ur hennar var VilhjálmurOlgeirs-
son frá Vatnsleysu í S.-Þing.,
seinni maður Árni Sveinsson frá
Isafirði. Seinustu æviárin dvaldi
hún að sjúkradeild Hrafnistu.
Með frú Jóhönnu Gísladóttur
Olgeirsson hneig i valinn góð-
gjörn og forvitur kona.
Helgi Vigfé.sson.
t
Alúðarþakkir fyrir áuðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og
jarðarför,
MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR
skólastjóra.
Marla og Sverrir SigurSsson.
t
Þökkum innilega hluttekningu við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞORBJARGAR HANNIBALSDÓTTUR.
Ingunn Ásgeirsdóttir. Jón Egilsson,
Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, Kristinn Bergþórsson,
Ásgeir M. Ásgeirsson,
Baldvin Þ. Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Systir mín,
JÓHANNA SVEINSDÓTTIR
lést að Vifilsstaðaspítala 5/11.
Sesselja Sveinsdóttir.
t
Við þökkum af hjarta auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför,
KONRÁÐS MATTHÍASSONAR,
Langholtsvegi 142.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 3 C
Landspitalanum.
Viktoría Eggertsdóttir,
Sigríður Unnur Konráðsdóttir, Ægir Vigfússon,
Guðlaug Konráðsdóttir, Agnar Þór Haraldsson,
og barnabörn.
t
Við þökkum hjartanlega öllum,
sem sýnt hafa samúð og hlýhug
við fráfall og útför,
YNGVA LOFTSSONAR
múrarameistara.
Vandamenn.