Morgunblaðið - 07.11.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1974
25
Vinarkveðja:
Gísli Ingibergs-
son rafverktaki
Þar sem hann hefur nú lokið
jarðlífsgöngu sinni, langar mig að
minnast hans með nokkrum
orðum. Þau verða að vísu ákaf-
lega fátækleg, en bakvið þau
liggja djúpar tilfinningar, vegna
svo margra minninga, sem rifjast
upp í huga mér við yfirlit okkar
kynna, sem hófust fyrir liðlega 32
árum. Þá vorum við báðir ungir,
fullir af lífsþrótti og framtíðar-
draumum. Hann var kaupstaðar-
barn, en ég sveitadrengur.
Það voru ýms vandamál, sem
upp komu í þá daga, í samskiptum
unglinga, engu siður en nú. Sum
þeirra voru þess eðlis að manni
fannst stundum erfitt að komast
yfir þau. Þá stóð aldrei á Gísla að
rétta fram hlýja hönd og hugarfar
til hjálpar, væri þess kostur.
Ég man eftir atvikum hjá okkur
báðum, sem virtust svo stór, en
eru þroskuðum mönnum ekki svo
mikilvæg nú. Þau hverfa manni
samt ekki úr minni. Að glíma
saman við þau vandamál, er samt
svo mikils virði að þau gera menn
að mönnum og vini að vinum. Þá
var þess vegna mér mikill fengur
að fá að kynnast Gisla eins og
hann var, traustur, hógvær, og
reglusamur og góður vinur. Hafi
ég ekkert mótast af mannkostum
hans við þessar aðstæður, er það
áreiðanlega ekki honum að
kenna.
Eftir margra ára samstarf
okkar, fer ekki hjá því að margar
minningar rifjist upp f huga
mínum við þessi vegamót lifsins.
Þó að við síðar höfum ekki hitst
nema endrum og eins bera þær
minningar birtu og yl i sál mína
og fylla hug minn söknuði yfir að
vita af því að við eigum ekki eftir
að sjást, hittast og talast við,
hérna megin grafar. Það var ein-
mitt við vegamót, að ég hitti Gisla
síðast í sumar, með konu og
dóttur. Milli okkar fóru nokkur
vinaleg orð, að vanda og að lokum
gengum við hvor sína götu.
Þannig er lifið. Þetta var
smækkuð mynd af okkar kynnum,
menn hittast og kveðjast.
Fyrir nokkru síðan dó gamall
húsbóndi okkar, frændi minn, og
lærifaðir okkar beggja. Ég hafði
hugsað mér að kveðja hann með
nokkrum orðum, sem fórst þó
fyrir. Hins vegar las ég ummæli
Gísla eftir hann. Fyrir þau vil ég
þakka honum. Hann sagði
reyndar það sem ég hefði sjálfur
viljað segja. Ég er með þessu að
sýna fram á hvað lífið er skrítið.
Hvernig menn mótast af þeim,
sem þeir umgangast, lifa og starfa
með. Menn veita þessu kannski
ekki athygli, fyrr en við nánari
athugun. Maðurinn veit stundum
ekki hvað hann hefur átt, fyrr en
hann hefur misst það. Um leið og
ég lít til baka á liðna tíð, er mér
efst í huga þakklæti fyrir allt það
góða, sem Gisli sýndi mér.
Hafi ég haft þroska til að læra
eitthvað af því, sem ég efast ekki
um, þakka ég guði fyrir að hafa
kynnst honum.
En vilji guðs ræður. Gísli er
horfinn sjónum okkar, sem eftir
stöndum og minnumst hans.
Kannski er maður orðinn gamall
á þessa lifs mælikvarða, en ein-
hvern veginn fínnst mer vinunum
fjölga, hin síðari ár, sem hverfa
bak við móóuna miklu. Fátt kysi
ég fremur, nær kall mitt kemur,
en hann yrði meðal þeirra sem
tækju á móti mér, með sínu hlýja
handtaki líkt og áður og við
fengjum að starfa saman við
þennan eilífðar ljósgjafa.
Ég bið guð að geyma hann og
senda konu hans og börnun og
öðrum ætíingjum styrk í sorginni,
við hið sviplega fráfall.
Far þú í friði friður guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Guðjón Ormsson.
Fæddur 10. október 1920.
Dáinn 23. október 1974.
í SVIPTIBYLJUM hins mann-
lega lífs eru það stundum hinir
sterku stofnarnir, er lenda í þeim
strengnum, sem ekkert fær
staðist.
Við, sem enn stöndum utan
þessa strengs, erum óþyrmilega
minnt á þessa staðreynd, er við
hvörflum huga heim að Langa-
gerði 2, og virðum fyrir okkur
verksummerkin eftir þá hel-
storku, er þar hefur nú knúið
dyra.
Húsbóndinn, Gísli Ingibergs-
son, rafvirkjameistari, önnur
meginstoð þess fyrirmyndar-
heimilis, er horfinn i svo skjótri
svipan, að þetta trausta heimili
riðar nú á grunni. Ég segi ekki til
falls, þvi von min er sú, að
heimilið fái staðist þessa raun, að
því marki, sem til má ætlast að
1/2"
borvélar
fyrir tré
og járn
til
afgreiðslu
strax.
G. Þorsteinsson og Johnson
Ármúla 1, simi 8-55-33.
hann það sjálfur með sinni prúð-
mannlegu og farsælu framgöngu í
öllu sínu lifi og ábyrgðarmikla og
vandasama starfi, þar sem í engu
mátti út af bera, svo öryggi ann-
arra væri ekki stefnt í þann voða,
sem óbætanlegur gat orðið. Þessi
siðbúnu orð min eru hér fram sett
sem örlitill virðingar- og þakk-
lætisvottur fyrir það, sem Gisli
var mér og mínum á hinni löngu,
en þó svo allt of stuttu samleið
okkar.
Gisli Ingibergsson, þessi prúði
og hægi, en þó atorkusámi elju-
maður, sem enn gat aldurs vegna
átt langan starfsdag fyrir hönd-
um, er nú horfinn úr okkar hópi,
en verk hans og minningar um
liðnar samverustundir, skipa sér
á bekk með þvi besta í huga
mínum um ókomnaframtíð.
Ég votta eiginkonu, börnum og
öðrum aóstandendum dýpstu
samúð mína og fjölskyldu
minnar.
Friðþjófur Hraundal.
Fleiri
sólargeislar
Lægra verð!
Þrátt fyrir alþ/ódlega verdbólgu
hefur okkur tekist að lækka verðið
á sólargeislanum frá Flórída.
Fáið yður TROPICANA í fyrramálið.
Það kostar minna en áður.
mannlegur máttur megni, og er
þar fyrir að þakka, hvaó vel var
til þess vandað að allri gerð, bæði
af húsbóndans hálfu og hinna,
sem að unnu og eftir standa.
Fyrir skömmu siðan brá nokk-
urri bliku á loft hvað áhrærði
heilsufar Gísla, en svo var hún
dauf og fór að þvi er virtist dvin-
andi, að ekki sýndist ástæða til
þess að óttast svo mjög um að vá
væri fyrir dyrum, en þetta
reyndist aðeins svikalogn.
Vetur konungur hefur nú
gengið í garð að Langagerði 2 i
tvenns konar merkingu þeirra
orða, eftir óvenju bjart og sælu-
rikt sumar, þvi fer ekki hjá þvi,
að nú kólni um sinn. Þá er gott að
geta ornað sinum innra manni
við yl þess liðna i „von um vor
vetrar eftir bylinn".
Ekki var það ætlun mín að
rekja hér út i hörgul æviferil
Gfsla Ingibergssonar, eða sveipa
hann einhverjum yfirdrifnum
sæmdarljóma frammi fyrir þeim,
sem ekki til þekktu. Slíkt hefði
ekki verið að skapi Gisla. Og fyrir
þeim, sem hann umgekkst í sínu
daglega lifi og starfi, þarf ekki að
kynna manninn, svo vel gerði
SÓL HF.
PHILIPS oi) CARAVELL
frystikistur
„model 1975” $ £HI.LIP.S.
stórkostlegt tírval-allar stæróir
HEIMILISTÆKI SF.
Verið velkomin í verzlanir okkar Sætúni 8 og Hafnarstræti 3
símar 15655 - 20455.