Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 27

Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1974 27 Horfðu hiktaust a... iMuín /tSKULYÐSVIKA Kf U.M & K. 3 -9. NOV 1974 Amtmannsstig 2b Kl 8,30 eh Hvað eru KFUM & KFUK? KROSSGOTUR Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason. 17 ára og eldri. Vikulegir fund- ir eru með vönduðu kristilegu efni og á sunnudagskvöldum eru almennar samkomur, sem eru öllum opnar. Hér hefur verið talið upp það helzta í starfi KFUM & K og að öðru leyti látum við myndirnar tala. Frekari upplýsingar um starfið má svo fá á aðalskrif- stofu félaganna, Amtmannsstíg 2b. Hér í Reykjavík og víðar á landinu hafa KFUM & K leit- azt við að ná til barna og ungl- inga með starfsemi sína. Félög- in starfa í deildum, yngri deild- ir (Yd.) eru fyrir börn á aldrin- um 9—12 ára. Börnin eru köll- uð saman á vikulega fundi. Á þessum fundum er haft efni við hæfi barna. Sérstaklega er lögð áherzla á boðun Guðs orðs, enda er tilgangur félaganna sá frá upphafi. Einnig er starf- rækt svokölluð vinadeild (Vd.) fyrir drengi á aldrinum 7—9 ára. Fundaform hjá þeirri deild er svipað og í yngri deild félag- anna. Sunnudagaskólí fyrir þau allra yngstu er einnig starf- ræktur og mun það vera elzti sunnudagaskóli landsins. Hann er til húsa að Amtmannsstíg 2b, svo og í Breiðholti. Yfir sumartfmann þegar allt deildastarf í félögunum liggur niðri, starfrækja þau sumar- starf. KFUM hefur sumarbúðir fyrir drengi í Vatnaskógi. Þar gefst drengjunum tækifæri til að taka þátt í heilbrigðum leikj- um og íþróttum. i Vindáshlíð er KFUK með sumarbúðir. Þar er ákjósanlegur staður fyrir ungar stúlkur til að eiga góðar stundir við skemmtun og uppfræðslu i Guðs orði, sem er mikil á báð- um þessum stöðum. Unglingadeildir (UD.) KFUM & K eru ætlaðar unglingum á aldrinum 13—17 ára. Reynt er áð hafa vandað efni fyrir unglingana, gestir eru fengnir í heimsókn og farið er í ferðalög. Fundir eru viku- lega á veturna og á sumrin eru „leikjakvöld" á félagssvæðinu við Holtaveg. Árlega er haldin unglingavika, þá eru samkomur á hverju kvöldi í heila viku sérstaklega fyrir unglinga. Um verzlunarmannahelgina er unglingamót i Vatnaskógi. Þangað sækja árlega um 300 unglingar og'er farið í ýmsa leiki og íþróttir stundaðar. Aðaltilgangur þessara móta er samt sá að boða Guðs orð og miðar allt starf félaganna að því að segja bæði ungum og öldnum frá Guði og hjálpræðis- verki hans í Jesú Kristi. 1 framhaldi af þessu er rétt að iiefna námskeið, sem nú stendur yfir fyrir félagsfólk. Það er biblíu- og trúfræðinám- skeið og er það m.a. haldið til að gera starfsfólk hæfara til að útbreiða boðskap Biblíunnar, en barna og unglingastarf er nú á 10 stöðum í Reykjavík og ná- grenni, sem yfir 100 sjálfboða- liðar annast. Aðaldeildir (Ad.) eru fyrir Að Hólavatni við Eyjafjörð eru sumarbúðir KFUM & K á Akureyri. Um þessa helgi er haldið þar æskulýðsmót og í framhaldi að því er síðan æskulýðs- og kristniboðsvika í húsi félaganna á Akureyri. Yfirskrift vikunnar er: Trú þú á Drottin Jesúm. Margir ræðu- menn taka þátt í samkomunum m.a. guð- fræðingarnir Benedikt Arnkelsson og Gunn- ar Sigurjónsson og Ingunn Gísladóttir, kristniboði. Samkomur verða hvert kvöld vik- unnar 3.—10. nóv. kl. 20:30. Ljósmyndir: Ragnar Gunnarsson og Ragnar Thor Sigurösson. Frú Kristfn Möller formaður KFUK sýnir Yd-stúlkunum félagsmerkið. Yngri-deildarfundur KFUM f Langagerði A ungiingamótum er hlustað vel... ... og Ifka skvett úr sér. Utisamvera í Vatnaskógi. Arni Sigurjónsson, formaður KFUM, ávarpar unglingana. Æskulýðskór KFUM & K Æskulýðs- vika 1 þessari viku hefst svonefnd æskulýðsvika KFUM & K. Hún hefur verið haldin um áraraðir og er til þess að koma á fram- færi boðskap Biblíunnar um Jesúm Krist, nú undir yfir- skriftinni: Horfðu hiklaust á Jesúm. Nefnd skipuð fulltrúum félaganna hefur undirbúið vik- una í ár pg er hún með líku sniði og áður, samkomur hvert kvöld kl. 20:30. Á þeim tala ungir ræðumenn úr hópi félags- manna og mikið verður um söng. Ekki færri en 6 mismun- andi sönghópar láta til sín heyra og má búast við fjöl- breytilegri tónlist frá þeim. Eitt er þó sameiginlegt: Allir hóparnir syngja um Jesúm Krist, syngja um það, sem hann vill gera fyrir menn i dag. Við hvetjum ungt fólk til að sækja Hljómsveitin Rut leikur og syngur tvö kvöld. Hér sjáum við einn meðlima. samkomur vikunnar og athuga hvað þar fer fram, það verður enginn fyrir vonbirgðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.