Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974
33
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jöhanna v
Kristjönsdóttir
þýddi ,
ió mig að koma. Þegar vió komum
þangað, baö hann mig að verða
þessum ákveðna manni samferða
aftur til Bandaríkjanna og sjá um
hann kæmist í gegnum tollinn og
skilja síðan við hann. Hann sagði
mér þetta væri gert í þína þágu,
en að þú mættir aldrei fá að vita,
að ég hefði komið nálægt þessu á
neinn hátt. En það var svo mikil-
vægt að ég varð að taka þátt I þvi,
vegna þess að hann þorði ekki að
treysta neinum öðrum til þess. Ég
var látin sjá manninn einu sinni
og siðan fylgdumst við að í leigu-
bil út á flugvöll og sátum saman í
vélinni til New York.
— Guð minn almáttugur! sagði
Huntley Cameron. — Ég skal
drepa hann! Ég skal sjá til þess að
hann leiki aldrei svona á nokkurn
mann framar. Og þú hefur gert
þetta?
— Já, ég gerði það, sagði hún.
— Eg hélt þú væriir með ein-
hverjar ráðagerir i huga gegn
stjórninni, þú hefur leikið slíkar
kúnstir áður. Af því sem hann
sagði dró ég þá ályktun þú legðir
þig í mikla hættu og ég mætti
ekki bregðast þér. Því kom ég
með manninn.
— Og hvað svo? Hafði svo eng-
inn samband við þig? Hann var að
reyna að átta sig á því í huganum,
hvaða afleiðingar það gæti haft að
King hafði búið svo um hnútana
að rekja mátti slóð mannsins til
Elizabethar, frænku hans. Hún
hafði komið með morðingjann til
Bandaríkjanna. En áður en hann
leyfði sér að velta fyrir sér, hvað
gæti legið 'þarna að baki, vildi
hann fá að vite meira um mála-
vexti og hvað sterkar likur væru á
því að- rekja mætti slóð mannsins
til hans.
V — Og hvað svo. Þið ferðuðust
saman, og þú skildir wið hann j
flugvellinum.
— Nei, svtíraði Elizabeth. —
Nei, ég skildi ekki við hann þar.
Enginn varáþar til afl sækja hann
og hann átti ekki i neiy hús að
venda. Hann hefur verið i íbúð
minni siðasta hálfa mánuðinn.
Þangað til King kom aftur frá
Vestur-Þýzkalandi. Þá lét hann
sækja hann.
— Ætlarðu að segja mér að
hann hafi búið hjá þér i hálfan
mánuð!
Hann trúði ekki sinum eigin
eyrum. Hann starði á hana eins og
naut á nývirki, örvita og neitaði
að trúa þvi sem hann heyrði stúlk-
una segja. Ægileg hætta vofði yfir
honum nú. Þetta var ótrúlegt.
Þetta gat ekki átt sér stað!
—Hvað er hann að gera hingað,
Huntley? Hún talaði lágt og ró-
lega. Stundin var kominn og hann
gat ekki annað en svarað henni.
Og hún hræddist það svar sem
hann kynni að gefa henni.
— Hvað sagði King þér — hann
hlýtur að hafa sagt þér eitthvað?
Hann varð að tefja tímann,
hann vissi ekki hversu mikið hún
vissi, eóa hvort hún hafði getið
sér til um eitthvað. í tvær vikur
hafði hún verið ein með þessum
manni. Og hún var farin að
skynja eitthvað. Þess vegna hafði
hún komið til Freemont. Til að
ræða það við hann augliti til aug-
litis.
— Hann bar i mig lygar og aftur
lygar, sagði Elizabeth. Hún fann
til rósemdar núna. Huntley
Cameron var sá aóili, sem nú var
skelfingu lostinn. Hann virtist
hafa elzt um mörg ár á þessum
fáu minútum. — Hann sagði að
maðurinn væri í einhverjum
tengslum við Mafiuna. Hann
sagði mér einberan þvætting og
bætti þar um í gróðurhúsinu, rétt
við nefið á þér í kvöld. Og þá lét
hann mig lofa því aftur, að ég
segði þér aldrei frá því að ég væri
viðriðin þetta mál.
— Þú segir að þetta séu lygar.
Huntley greip þetta hálmstá eins
og drukknandi maður. — Hvernig
getur þú vitað að það er ekki
sannleikurinn?
— Vegna þess að ég þekki
manninn, sagði hún. — Hann
sagði mér að vísu ekki mikið af
sjálfum sér. En ég veit hann er
atvinnuhermaður, en ekki eitur-
lyfjabraskari eða á snærum Mafi-
unnar.
Hún beið. Hann svaraði engu.
Hún tók sígarettu úr gullsleginni
öskju og kveikti í.
— Ég fer til lögreglunnar,
frændi. Ég ætla að hreinsa að
minnsta kosti sjálfa mig, svo að
þér er eins gott að segja sann-
leikann.
— Það er rétt sem þú segir um
manninn, svaraði hann og hellti
sér skjálfandi höndum viskii í
glas. — Hann er atvinnumorðingi.
Og hvað með það? — Tókst hon-
um kannski að komast yfir þig
meðan hann bjó hjá þér eða hvað?
Hann hló kulahlátri og horfði á
hana. Á þessu augnabliki hataði
hann Élizabethu meira en flest
annað í heiminum. Hún hafði ris-
'ið gegn honum. Hún hafði sigrað
hann og hann sá i augum hennar
að hún naut sigursins.
— Launmorðingi, endurtók
hann. — Hann skýtur mann fyrir
peninga, skilurðu. Hvernig lízt
þér á það? Fer um þig sæluhroll-
ur við tilhugsunina um að hafa
látið slikan mann samrekkja þér?
— Hvern á að drepa? spurði
hún. — Þú ert morðinginn,
Huntley, og ekki hann. Þú og
Eddi King. Hver er hann?
— Ef þú ferð til lögreglunnar,
sagði hann, — þá veiztu hvað það
hefur upp á sig. Kannski þú getir
snúið þig út úr því, já ég sagði
kannski. En það er langt frá þvi
víst þeir trúi á sakleysi þitt. En
við skulum athuga, hvað það
hefói í för með sér. Ég yrði hand-
tekinn. King lika. Og þessi maður.
Og allt kemst upp, Elizabeth.
Þáttur okkar allra í málinu og
ekki hvað sizt litla sæta ástar-
ævintýrið þitt ótinds Iaunmorð-
ingja. Það gerist er þú ferð til
lögreglunnar, hvorki meira né
minna.
Hann hallaði 'sér aftur í sætinu
og reyndi að slaka aðeins á og
þóttist tala í alvöru. Hún færi
ekki til lögreglunnar. Hann skyldi
sjá til þess. Hann gat séð til þess
að frænka hans kæmist ekki frá
Freemont. Ef hann kallaði verð-
ina á vettvang kæmu þeir innan
fárra sekúnda. Og hann borgaði
þeim vel. Síðan myndi hann snúa
sér að Eddi King.
— Ég hef engan áhuga á að fara
til lögreglunnar, sagði Elizabeth.
Ég hef aldrei ætlað mér það. En
ég varð að segja eitthvað svo að
þú fengist til að vera hreinskilinn
við mig.
Skyndilega varð hún að setjast
niður, hún hafði svo ákafan
hjartsslátt að henni fannst hún
vera að springa og fæturnir
skulfu og vildu ekki bera hana.f|>
Moróingi... maður sem skaut
og drap fyrir nokkur þúsund
dollara... hún greip hendi fyrir
augun og reyndi að ná valdi yfir
sér. Hefði það skipt einhverju
máli? Hún vissi að ást
hennar á Bruno Keller var það
fegursta sem hún hafði
kynnzt á ævi sinni. Það skipti
i Dúnninn fundinn
I Mbl. sJ. laugardag var skýrt
frá því, að 6 kilóum af æðardún,
að verðmæti 140 þúsund krónur,
hefði verið stolið úr dúnhreins-
unarstöð SlS á Kirkjusandi. Frétt
þessi hafði þau áhrif, að til
lögreglunnar hringdi um helgina
maður, sem ekki vildi láta nafns
sins getið, og skýrði frá þvi, að
dúninn væri að finna í bil inni í
Súðarvogi. Fór lögreglan á stað-
inn og stóð það heima, dún-
pokarnir voru á palli númera-
lauss vörubils. Komst allur dúnn-
inn til skila.
Velvakandi svarar í slma 10-100
kl. 1 0 30 — 11.30, frá mánudegi
til föstudags
^fisheppnuð
viðskipti
*Reynir Grímsson, Braga-
götu 29, kom að máli við okkur og
sagði^sinar farir ekki sléttar í
samskiptum við danskt fyrirtæki,
sem verzlar með úr. Fyrirtæki
•þetta hafði á sínum tíma auglýst
varning sinn í blöðum hér, og
gátu menn skrifað og fengið úrin
send.
Reynir sagðist hafa freistazt til
að skrifa til Gammelgaards Ur-
Import í Kaupmannahöfn, og
hefði hann skömmu siðar fengið
sent frá þeim svo kallað sportúr
með skeiðklukku og ýmsum öðr-
um útbúnaði. Urið er af Cimier-
gerð.
Urið kostaði 3.500 krónur, en
þegar innflutningsgjöld og annar
kostnaður hafði verið lagður ofan
á þetta verð var úrið komið upp í
6.000 krónur, en það þótti Reyni
allmikið og meira en hann átti
von á í fyrstu. Hann gerði sér þó
ekki rellu út af þvi, en leysti út
úrið, sem sent var I póstkröfu.
Kálið var ekki sopið þótt i ausuna
væri komið, því þegar Reynir fór
að athuga úrið kom i ljós, að það
gekk alls ekki eins og sagt var í
auglýsingunni, t.d. var skeið-
klukkan góða varla annað en
skífan þegar til átti að taka. Nú
fór Reynir með úrið til úrsmiðs,
sem gat frætt hann um það, að
úrið væri með afbrigðum lélegt,
hann gæti ekki fengið í það vara-
hluti hér á landi. Þetta væri svo-
kallað skólaúr, og hefði hann
getað fengið betri vöru fyrir
helming þess, sem hann hafði
gefið fyrir sportúrið.
Reynir sagðist ekki gera ráð
fyrí^ því að hann fengi leiðrétt-
ingu á þessum viðskiptum, heldur
sæti hann uppi með úrið. Hins
vegar sagðist hann vilja vara aðra
við, sem kynnu að hafa glapizt á
þessari girnilegu auglýsingu.
Sagðist hann vita til þess, að
mikið af úrum frá þessu danska
fyrirtæki lægi hér á tolli og biði
þess að vera leyst út.
Saga Reynis sannar það, að ekki
er allt gull sem glóir. Sannast
sagna erum við hissa á því, að
nokkur skuli kaupa úr, án þess að
hafa gengið úr skugga um að
varahlutaþjónusta sé fyrir hendi
og ábyrgð sé tekin á vörunni. Auk
þess er það löngu vitað, að úr og
klukkur er hagkvæmt að kaupa
hér á landi, og verð á þessum
nauðsynlegu gripum lægra hér en
í flestum nágrannalöndum.
% Ómerkilegt
áróðurshjal
Vilhjálmur Vilhjálmsson
skrifar:
„Laugardaginn 2. nóvember s.l.
var á dagskrá útvarpsins í hvorki
meira né minna en eina og hálfa
klukkustund svokallað austur-
þýzkt kvöld. Stjórnandi þáttarins,
Franz Gislason sagnfræðingur,
notaði tímann vel í þágu vina
sinna austur frá, dásamaði óspart
dýrðina í austri og fékk sér til
liðsinnis hóp manna, sem kepptist
við að lýsa unaðsemdinni, er þeim
náðarsamlegast hlotnaðist að
verða aðnjótandi í nokkurn tfma.
Þátturinn var frá upphafi til
enda ein lofrolla um hið „fagra
mannlíf“ og „manneskjulega
kerfi“, sem fóík þetta fékk að
kynnasflí meðan dvöl þeirra stóð
yfir í y^stur-Þýzkalandi, og ósköp
hlýturaBfið hér uppi á islandi að
vera folki þessu dapurlegt miðað
við dásemdina i AusturÞýzka-
landi. En það var ekki hjal þessa
saklai^sa meðreiðarfólks Franz
•GIslasonarT fyrrnefndum þætti,
sem korn mér til að senda Velvak-
andá’fámnar línur, heldur vísvit-
andi ósannindi varðandi siðari
heimsstyrjöldina og ekki sízt
ýmislegt sem hefði mátt koma
fram, en af einhverjum ástæðum
var þagað yfir.
£ Að fara
lipurlega með
sannleikann
Ekki var minnzt á hernað-
arbandalag Stalíns og Hitlers né
skiptingu þeirra á Póllandi i bróð-
erni.
Ekki var minnzt á það, að síðari
heimsstyrjöldin hófst formlega
með því, að eitt vesturveldanna,
Bretland, sagði Hitler strið á
hendur, þegar árásin var gerð á
Pólland. Stalín beið aðeins sins
hluta án þess að hreyfa legg eða
lið.
Ekki var minnzt á morðin á
foringjum pólska hersins, sem
átti sér stað á rússneskri grund.
Ekki var minnzt á það, að Hitler
reisti Þýzkaland úr rústum
Weimar-lýðveldisins með sömu
harðstjórn og Walter Ulbricht
siðar beitti Austur-Þjóðverja.
Ekki var minnzt á þau þræla-
tök, sem austur-þýzka þjóðin var
tekin með múrnum mikla, sem
lokaði heila þjóð inni i vinnubúð-
um.
Ekki var minnzt á uppreisn.
verkamanna i Austur-Berlín laust
eftir 1950, sem barin var niður
með rússneskum skriðdrekum.
Ekki var minnzt á, að það voru
Vesturveldin, sem með árás
vestanfrá á Hitlers-Þýzkaland og
með fórnfúsri hjálp við Rússa,
björguðu austurvígstöðvunum.
Það var heldur ekki minnzt á
það, að hið frjálsa Vestur-Þýzka-
land varð sterkast allra þjóða
heims eftir að hafa verið rúið inn
að skinni eftir ófarir striðsins,
sem Hitler leiddi yfir það, og þar
eru allir frjálsir ferða sinna út og
inn og geta talað og hugsað eins
og fólki sýnist, án íhlutunar og
yfirvalda.
Þannig var heldur ekki minnzt
á, að með árás vestanfrá losuðu
Vesturveldin Rússa undan hæl
nasismans, en þakkirnar voru
„Kalda stríðið" og innlimun
flestra nágrannaríkja Rússa í net
sovézkra heimsvaldasinna, þ. á m.
Austur-Þýzkalands.
Það er i sjálfu sér ekki óeöli-
legt, að holskefla margskonar
áróðursþátta tröllriður nú dag-
skrá útvarpsins. Áróðursþátt-
urinn „Austur-þýzkt kvöld“ er í
fullu samræmi við starfsaðferðir
núverandi meirihluta útvarps-
ráðs, sem senn sér fyrir enda
valdaferils sins. En tímann skal
nota vel meðan tækifæri gefst.
Og vel á minnzt, — hvenær var
tekinn upp sá háttur að minnast
afmæla þjóða og þjóðarbrota í
Ríkisútvarpinu eins og hér hefur
verið gert? Er þetta ný stefna
Utvarpsráðs, eða ráðstöfun dag-
skrárdeildar? Verður þessari
stefnu framfylgt i framtiðinni?
Vilhjálmur Vilhjálmsson."
— Victor Borge
Framhald af bls. 5
anna, m.a. Concertgebouw I Amster-
dam, Konunglegu sinfóníuhljóm-
sveitinni T Kaupmannahöfn, Phil-
harmoniu hljómsveitinni i London og
sinfóniuhljómsveitunum i Phila-
delphia, Cincinnati, Detroit og
Cleveland. Siöastliðið sumar kom
hann fram með sinóníuhljómsveit-
inni i Houston og er sagður hafa
bjargað þvi, að hægt yrði að halda
áfram sumarhljómleikum hennar.
Heimili á Victor Borge I Greenwich
í Connecticut og hús i St. Croix á
Jómfrúreyjum. Þar dvelst hann i frí-
stundum með eiginkonu sinni,
Sönnu og fimm bömum þeirra hjóna,
sem flest eru uppkomin og gift, en
koma með barnabörnin að hitta
þennan skemmtilega afa, þegar
tækifæri gefst. Eða þá að fjölskyldan
fer saman F siglingu, þvi að Borge er
ákaflega elskur að bátum., „Stóru
B-in þrju i minu lifi," segir Borge,
„eru — Beethoven, Bach og Bát-
arnir".
Þess má geta, að veuföfejóri'á
árshátíð Sinf^niuhljómsKflkarionpr
verður Gunnar Thoroddsi
ráðherra — og að venju
teikurinn með þvi að hljómsveitin
leikur Vinarvalsa. AðgöngumWasala
að árshátiðinni hefst þriðjwdaainn
12. nóv. að Hótel Sögu og vJK
jafnframt tekin frá borð.
voizrawijui I m
n^*#tarianar
u heWHMns-
þá
SERVERSLUN
MEÐ
SVÍNAKJÖT
i
SÍLD & FISKUR
Beigstaóastræti 37 sími 24447
Verk
smidju
útsala
Opin fimnUudagn
frá kl.2-9
á útsölunni:
Flækjulopi
Hespulopi
Flækjuband
Endaband
Prjónaband
Yéfnaðarbútar
Bílateppabútar
Teppabútar
Teppamottur
ALAFOSS HF
IMOSFELLSSVEIT