Morgunblaðið - 05.02.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.1975, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Ferðabílar hf. bilaleiga Vetrarfrí Lokað í febrúar. Annast allar* raSlagnlr og viðgerðir Hver er kosturinn? Hann er sá, að það er 1. Þéttir 2. ‘ Sjálfvirkur hreinsari Sem þýðir: betri ending, betri kæling minni bensíneyðsla, aukið öryggi. Reynið næst Autolite þ jónsson & co Skeifunni 17 Sími 84515. Vaxandi vandi Augu almennings eru að opn- ast fyrir viðblasandi staðreynd- um efnahagsvandans og afleið- ingum þess, að þjóðin hefur um árabil eytt mun meiru en hún hefur aflað. Jafnframt býður mönnum í grun, að enginn stjórnmálaflokkur geti hvft- þvegið sig af ábyrgð á heima- þætti verðbólgusköpunar og eyðslu umfram aflafé, þó hlutur þeirra sé að vfsu ólfkur f því efni. Og það, sem meira er um vert, allur þorri þjóðar- innar gerir sér nú grein fyrir því, að viðhorf og þrýstingur heildarinnar á stóran hlut f höfuðsökinni. Verðmætasköpun og gjald- eyrisöflun, sem að meginhluta til er háð aflabrögðum og verð- lagi sjávarafurða á heimsmark- aði, krefst varúðar, framsýni og fyrirhyggju. Sveiflur f afla- brögðum og verðlagi sjávar- afurða eru ekki ný sannindi, sem nú skjóta óvænt upp kolli, miklu fremur Iangtfma reynsla, sem auðvelt var að draga lærdóma af. Nauðsyn þess að geyma fyrningar frá góðæri til samdráttartfma, að eiga gilda vara- og verðjöfn- unarsjóði, segir nú til sfn á ný, e.t.v. f rfkara mæli en nokkru sinni fyrr. Þjóðin hefur um mörg undanfarin ár mætt mikilli hagsæld, bæði f aflabrögðum og verðlagi sjávarafurða. 1 stað þess að búa f haginn fyrir heildina, til að mæta tfmabil- um eins og þvf, er nú gengur yfir, var eytt án fyrirhyggju, svo ekkert er eftir til að mæta hinum mögru árunum. 1 lok vinstri stjórnar áranna var tóm- ur gjaldeyrisvarasjóður, tómir verðjöfnunarsjóðir, tómir fjár- festingarsjóðir, tómur rfkis- sjóður og hrikaleg skuld^söfn- un sú arfleifð, sem eftir var skilin. En deilur um fortíðina, hvers sé sökin, eru ekki tfma- bærar f dag og leysa raunar engan vanda. Það, sem veltur fyrst og fremst á, er að skapa samheldni og samstöðu þjóðar til að mæta vaxandi vanda af einurð og viljafestu. Þegar á reynir getur þjóðin bezt sannað og sýnt, hver hún er f raun og veru. Afstaða flokkanna I ræðu og riti um efnahags- mál undanfarið virðist fátt á milli bera, ef grannt er skoðað, f viðhorfi og afstöðu einstakra flokka og stjórnmálamanna. Eðli vandamálanna og úrlausn- ir eru ekki ágreiningsefnið, heldur meira og minna til- gangslausar og ótfmabærar ásakanir um orð og afstöðu á liðnum tíma. 1 raun má segja, að forystumenn allra fslenzkra st jórnmálaflokka, nema Al- þýðubandalagsins, hafi viður- kennt aðsteðjandi vanda, eðli hans og stærð, og nauðsyn skjótra og raunhæfra við- bragða. Forystumenn Alþýðu- flokksins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna hafa í því efni talað mjög á sama veg og talsmenn rfkisstjórnarinnar, þótt í stjórnarandstöðu séu. Afstaða Alþýðubandalagsins kemur þó engum á óvart. Erfið- leikar og samdráttur f þjóð- félaginu eru að þess mati æski- legur starfsvettvangur. Það hefur alltaf talið pólitfska afia- von meiri f gruggugu vatni öng- þveitis en f heilbrigðu and- rúmslofti batnandi lífskjara. Það hefur alltaf talið erfiðleika og tilheyrandi óánægju æski- legan jarðveg fyrir öfga sfna, sem fáir lfta við á tfmum jafn- vægis og velgengni. Alþýðu- bandalagið hefur algjöra sér- stöðu meðal fslenzkra stjórn- málaflokka. Þessa sérstöðu hef- ur þvf tekizt sæmilega vel að fela og dylja, en nú er hún ótvfræð, auðsæ öllum, sem sjá vilja. En hætt er við að kommúnist- ar reikni dæmið skakkt. Við brögð almennings eru með öðr- um hætti en þeir gerðu ráð fyrir. Almenningur er þroskaðri og hefur heilbrigðari dómgreind en þeir vilja vera láta. Asakanir hans á hendur stjórnvöldum nú eru fremur á þann veg, að þau hafi gert of lítið og of seint. Og hann mun fremur meta þor og þrek til að mæta erfiðleikunum en póli- tfskan loddaraleik. ORÐ í EYRA Lífsmörk Þar kom að því að lifsmark sást með þjóð vorri og var ekki seinna vænna eftir þúsund ára búsetu í þvísa landi og rúmlega það. Snillíngar og séní hafa fest á filmu lífshætti þeirra vor- manna íslands sem neita að lifa prógrammeruðu lífi einsog það heitir á góðu máli framtíðarís- lendínga. Myndarlegt og glæsilegt æskufólk, vel snyrt og klætt og afbragðs vel máli. farið, sýndi sauðsvörtum almúganum, sem vinnur einsog maskínur frá 9 til 5 og sefur aðallega á nött- unni, hversu fánýtt er kapp- hlaupið við klukku og verkefni. Best að hafa allt á sama stað, einsog Egill Vilhjálmsson sagði að visu fyrir margt laungu, og láta alla krónómetra standa. — Og að sjálfsögðu er ekki glóra í því að sóa dýrmætum persónu- leika sins í að glápa á imbakass- ann, hlusta á útvarp eða giugga í blöð. Betra að hafa plötur, og svo getur maður alltaf komist í fjölmiðla hjá minútuþrælonum sem eyða auronum sinum í slík- an þokka. Annars sáust lífsmörkin viða i téðu listaverki. Ósjaldan brá fúlskeggjuð framtíðarvera fingrum i makka sinn og má mikið ef það útaffyrir sig ber ekki vott um lífsmark og fram- takssemi ónefndra lífvera. Þó ekki væri fyrir annað ber verk- ið nafn með rentu. Og mikið hlakkar maður nú til þeirra tíma þegar svokall- aðri kjarnafjölskyldu, borgara- legri og úreltri, hefur verið sundrað í eitt skipti fyrir öll en kjarnafólk í hópsambýli, étandi kjarnfóður i kjarnaeldhúsum í klukkulausum þéttbýliskjörn- um, verður kjarninn úr þjóð- inni. Það getur auðvitað hver með- alfæðíngarhálfviti skilið að það er greinilega stórum náttúr- legra líf að föndra við leður og dútla við glymskratta en sækja sjó, smíða hús, leggja vegi eða elta styggan ásauð útum allar þorpagrundir. Og þó enn hafi ekki séðst mikið lífsmark með þeim snill- Ingum sem pródúseruðu filmu- bút með því nafni þá eru vor- menn nútímans aldeilis ekki af baki dottnir. Enda ekki úr nein- um söðli að detta. Alyktanir um frœðslumál frá Bandalagi kvenna AÐALFUNDUR Bandalags kvenna í Reykjayík, haldinn dagana 6. og 7. nóvember 1974, ályktar eftirfarandi: 1. Aðalfundurinn skorar á borgarráð og fræðsluráð Reykjavíkurborgar að hraða sem auðið er framkvæmdum til úrbóta á þvi vandræðaástandi sem nú ríkir í mataræði barna og unglinga á grunnskólastigi og vill í því sambandi benda á eftirfarandi: 1) Komið verði á mjólkursölu \?AÐ ER 6ÚIP AÐ BANNA MÉR AQ SKRIFA W)fc RÉR BÖBB / 0?T/ ÞAO VÆR'l L'lKA ÖPARFA FYR'iRHÖFN 7 EG MUNDI EKK) GLEYMA ÞVÍ \/ÍKH \0 Sf&^úND ■rz*- ?í' til ungmenna í öllum skólum á grunnskólastigi. 2) Komið verði á sölu á brauð samlokum með hollu áleggi í öllum skólum á grunnskólastigi og hætt sölu á sætabrauði. 3) Athugun verði látin fara fram á því, hvort ekki geti verið heppilegt að nota i þessu skyni til bráðabirgða færanlegt hús- næði þar sem húsnæði er ekki þegar fyrir hendi. 2. Aðalfundurinn ítrekar fyrri áskorun sína til hæstvirts Alþingis og ríkisstjórnar að beita sér fyrir þvl, að allir iðn- skólar landsins verði gerðir að rikisskólum með fullkominni verknámskennslu. Jafnframt beinir fundurinn því til sömu aðila, að þeir hlutist til um það, að verknámsmenntun verði gerð jafn eftirsóknarverð og aðrar menntabrautir 3. Aðalfundurinn itrekar enn áskorun slna frá fyrri fundum til Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, að hún láti birta stuttar, gagnyrtar áminningar um löglegan útivistartíma ung- menna I fjölmiðlum, aðallega sjónvarpi og útvarpi. (Dæmi: Foreldri, veistu hvar barnið þitt er núna, klukkan er...?). Jafnframt fer bandalagiðþess á leit við barnaverndarnefnd, að hún hlutist til um það, að sett verði upp I Strætisvagna Reykjavikur spjöld með áminn- ingum um útivistartima ung- menna svo og ýmis hegðunar- mál. 4. Aðalfundurinn vill enn á ný áminna forráðamenn barna um þá miklu hættu, seirt börn um stafar af hinni sívaxandi umferð. Jafnframt skorar fund- urinn á forráðamenn barna og lögreglustjóra að herða á eftir- liti með útivist barna og hvetur dómsvaldið til róttækra að- gerða í þessum efnum, t.d. með því að beita sektum ef þurfa þykir, sbr. 44. gr. reglugerðar um vernd barna og ungmenna. 5. Aðalfundurinn itrekar fyrri áskorun sina til lögreglu- stjórans í Reykjavík að breyta gildandi reglum um ökuskir- teini þannig, að þau verði að endurnýja árlega frá 17 ára aldri til tvitugs og verði þá hverju sinni veitt með sömu skilmálum og eins árs skírteini eru veitt nú. 6. Aðalfundurinn skorar á forráðamenn sjónvarps að hefja sem fyrst tilraunir með skólasjónvarp og að taka aftur upp tungumálakennslu, þar sem vitað er að mikill áhugi er á tungumálakennslu í sjón- varpi. 7. Aðalfundurinn skorar á fræðsluyfirvöld að auka fræðslu um skaðsemi tóbaks- reykinga (t.d. með myndasýn- ingum) og sjá um að þessi fræðsla verði stöðugt í gangi. Jafnframt beinir fundurinn þvi til sömu aðila að vera vel á verði gagnvart neyslu fikni- efna. 8. Aðalfundurinn beinir þeirri áskorun til hæstvirts Alþingis og rikisstjórnar að hraða sem auðið er afgreiðslu „frumvarps til laga um heimil- isfræðaskóla", sem legið hefur fyrir Alþingi siðan 1973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.