Morgunblaðið - 05.02.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.02.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 1975 19 Bjarni Guömundsson deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu Bjarni Cfuðmundsson, fyrr- verandi deildarstjóri í utanrikis- ráðuneytinu, verður jarðsunginn í dag frá Dómkirkjunni kl. 1.30. Bjarni var um áratuga skeið einn þeirra manna, sem settu svip á bæinn og síðar borgina. Bjarni var meðal fjölhæfustu menntamanna landsins. Hann var málamaður með afbrigðum, mælti og ritaði m.a. á þýzka, franska og enska tungu. Var hann löggiltur sem skjalaþýðandi i tveim hinum siðasttöldu þjóðtungum. Hann kunni góð skil á islenzk- um og erlendum bókmenntum, að fornu og nýju, svo og á islenzkum þjóðháttum og atvinnuvegum. Bjarni þýddi mörg leikrit á islenzku og tók þátt í samningu skopleikja. Hann heimfærði m.a. þýzkan dægurlagakviðling: „Was kann der Siegismund dafiir dass er so schön ist,“ til islenzkra að- stæðna sumarið 1932. I fyrstu beindi hann þessu meinlausa skopi að ungum fjör- miklum fulltrúa á Pósthúsinu i Siglufirði, er Stefán hét Baldvins- son. „Hvað getur hann Stebbi gert að því þótt hann sé sætur og geri allar stelpur vitlausar i sér.“ Síðar breytti Bjarni skopbragnum lítils háttar svo að hann ætti við Stefano íslandi. Varð þá þetta vinsæla stef á hvers manns vörum um skeið. Bjarni var manna kátastur, fjöl- fróður og lagvís. Hann var leikinn i þvi að halda uppi skemmtilegum viðræðum. Bjarni annaðist sem fulltrúi og deildarstjóri i utanríkisráðuneyt- inu móttöku á erlendum Þjóð- höfðingjum og fyrirmönnum, sem hingað lögðu leið sina og var fylgdarmaður þeirra innanlands. Hann leysti þetta starf þannig af höndum, að Islendingum var sómi að. Einnig var Bjarni oft aðstoðar- maður forseta Islands og íslenzkra ráðherra á ferðum þeirra erlendis. Bjarni varð blaðafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins og síðar ríkis- stjórnarinnar. Þegar vér Islendingar höfðum stofnað lýðveldið árið 1944 urðum vér að koma þannig fram gagn- vart öðrum þjóðum, að vér leyst- um vandann, sem fylgdi vegsemd- inni. Bjarni Guðmundsson var einn þeirra Islendinga, sem átti hlut að þvi, að islenzkir fulltrúar hafa I háttum sínum og fram- komu ekki staðið að baki full- trúum annarra þjóða í þessum efnum, þegar þeim hefur verið að mæta innanlands eða utan. — O — Bjarni var ekki fullra 19 ára, er hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík vorið 1927. Stundaði hann nám í norrænum fræðum við Háskóla Islands í þrjú ár og síðan nám í blaðamennsku í Berlin og i bók- menntum o.fl. við Sorbonne háskólann í París. Árið 1932 kom hann aftur heim og starfaði að skrifstofu- og verzl- unarstörfum, blaðamennsku og útgerð. 1 nokkur ár var hann full- trúi hjá fyrirtækinu Kol & salt. Árið 1944 varð hann blaðafulltrúi í utanrikisráðuneytinu. Upp frá því starfaði hann hjá íslenzku utanrikisþjónustunni, mest hér heima, en var þó um tima sendi- ráðsritari í París. Á yngri árum sínum starfaði Bjarni hjá mér um tima að skrif- stofustörfum og við útgerð. Var hann undra fljótur að kynnast mönnum og málefnum. Hann var aufúsugestur og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom, þá, eins og jaínan fyrr og síðar. Bjarni samdi nokkur sönglög, svo sem hið alkunna lag við kvæði Þórbergs Þórðarsonar: „Seltjarnarnesið er lítið og lágt“. — O — I’oreldrar Bjarna, sem nú eru látin, voru hinn alkunni gullsmið- ur Guðmundur Guðnason, Símonarsonar frá Laugardælum í Hraungerðishreppi og kona hans Nikolina Hildur Sigurðardóttir, sem átti ætt sina aó rekja til Einars Jónssonar „borgara" þ.e. kaupmanns, í Reykjavík, sem var faðir Ingibjargar, konu Jóns Sigurðssonar forseta, og föður- bróðir forsetans, því að þau hjón- in voru bræðrabörn. Bjarni var fæddur 27. ágúst 1908. Hann andaðist 28. janúar 1975. Bjarni var kvæntur Gunnlaugu Vilhjálmsdóttur Briem, fram- kvæmdastjóra Söfnunarsjóðs Is- lands, hinni mestu myndarkonu. Tók hún við starfi föður síns við Söfnunarsjóðinn. Hún andaðist 19. júni 1970. Þeim Bjarna varð fjögurra barna auðið, eins sonar, Bjarna, sem þau misstu af slysförum, og þriggja dætra, en þær eru: Kristín, kona Hrafnkels Thorlaciusar arkitekts, Hildur, kona Þorbergs Þorbergssonar verkfræðings og Steinunn, gift tékkneskum kvikmyndagerðar- manni, Vasalka. Eru þau búsett i Bandaríkjunum. Systkini Bjarna eru: Gunnar, forstjóri Synfóniuhljómsveitar- innar, kvæntur Kristínu Matthíasdóttur i Siglufirði, Hall- grímssonar, Kjartan, tannlæknir, kvæntur Svövu Jónsdóttur, Sig- fússonar frá Ærlæk í Öxarfirði. Sigríður, gift Halldóri Halldórs- syni prófessor frá ísafirói, bróðursyni dr. Björns Bjarnason- ar frá Viðfirði. Guðni, rektor Menntaskólans í Reykjavík, kvæntur Katrínu Ölafsdóttur, Sveinssonar i Firði, Ólafssonar og fyrri konu hans, Kristbjargar Sig- urðardóttur af Innugastaðaætt. Við Bjarni Guðmundsson vor- um nágrannar á uppvaxtarárum okkar og leikbræður. Öll nutum við systkinin vináttu hans. Bjarni var heilsuhraustur lengst af ævi sinnar, en siðustu árin var heilsa hans tekin að bila. Nú að leiðarlokum minnist ég margra ánægjustunda með Bjarna með þakklæti og votta dætrum hans og venzlafólki og systkinum samúð mína við fráfall hins fjölfróða og glaðlynda manns. Sakna nú margir góðs vinar í staó. Sveinn Benediktsson. Einhver bezti drengur, ánægju- legasti og notalegasti maður, sem ég hefi kynnzt, Bjarni Guðmunds- son, fyrrum deildarstjóri í Utan- ríkisráðuneyti, er hniginn i val- inn. Með honum hverfur einn skemmtilegasti og hnyttnasti full- trúi sinnar kynslóðar á Islandi. Hann sá skoplega hluti flestum betur og kunni manna bezt að finna þeim hæfilegan búning. Hann orðaði þá venjuiega á þann góðlátlega hátt, sem honum var eiginlegur, en stundum nokkuð skarplega, ef feitt var á stykkinu. Bjarni Guðmundsson hafði með öðrum orðum þann guódómlega eiginleika, sem nefnist skopskyn, og þá náðargáfu að geta miðlað öðrum af því. Þessa sér víða staði, þótt hér verði ekki rakið. Frumþættirnir í miklum gáfum Bjarna Guðmundssonar voru frá- bær næmi og stórkostlegt minni, svo að fáa hefi ég vitað taka hon- um fram að þessu leyti. Hann virtist geta munað megnið af þeim fróðleik, sem hann hafði numið með lestri eða á annan hátt. Hann var fjölmenntaður og margvís maður. Hann var meðal annars það, sem á erlendum mál- um er kallað „polyhistor“. Bjarni var frábær málamaóur, vel mælt- ur á ensku, frönsku og þýzku auk Norðurlandamála, og nokkuð kunni hann í öðrum málum. Hon- um var létt um að læra tungumál, en vitaskuld nam hann þau ekki átakalaust, enda gerði hann sér grein fyrir fræðilegri greiningu þeirra og undirstöðu. Þannig kunni hann öll aðalatriði latneskrar málfræói allt til hinztu stundar og kenndi skólapiltum latínu, ef svo bauð við að horfa. En veigamest alls er þó, að hann kunni móðurmál sitt. Hann skrif- aði ljóst og lipurt mál. En hann kunni einnig mállýti og slangur og brá því fyrir sig, ef við átti. En slíkt var aðeins til gamans gert. Bjarni Guðmundsson hafði mikinn áhuga á heimsmálum, heilbrigt mat á fréttum og mikið öryggi I meðferð staðreynda. Allt það, sem nú hefir verið talið, gerði Bjarna að afburðagóðum blaðamanni, enda var aðalstarf hans við fjölmiðla og samband við fjölmiðla. Áhugamál Bjarna voru miklu viðtækari en nú hefir verið greint. Hann unni listum og var kunnáttumaður um þær. Bar þar hæst tónlist, leiklist og bók- menntir. Hann kallaði ekki allt ömmu sina í þessum efnum, því að hann var vandlátur, enda smekkmaður mikill. Liklega hefir tónlistin verið honum kærust. Hann naut ekki aðeins þess að hlýða á flutning tónverka, heldur las hann verkin, eins og um bók- menntir væri að ræða, og átti nokkurt safn fjölraddabóka. Hygg ég, að slíkt sé sjaldgæft um aðra en atvinnumenn hér á landi. Sýnt er af þvi, sem sagt hefir verið, að áhugamál og gáfur Bjarna Guðmundssonar voru óvenjufjölþætt. Sumir hafa haft það á orði við mig, að hann hafi verið á rangri hillu. Hann hefði fremur átt að vera kennari og fræðimaður. Sannarlega hafði hann hæfileika til sliks. Það má vel vera hending, að hann kaus það starf, sem hann hlaut. Og ég hygg, að hann hefði orðið mjög vel liðtækur, hvert starf, sem hann hefði valið sér. Hann átti nefnilega miklu fleiri „réttar" hillur en „rangar". Hann hefði sómt sér vel á mörgum hillum í lifinu, orðið til nytja og skemmt- unar í flestum störfum. Bjarni Guðmundsson hafði flestum mönnum fágaðri fram- komu. Hann var heimsborgari í þess orðs bezta skilningi. Heims- borgarasnið hans stafaði ekki af þvi, að hann hafði dvalizt í mörg- um iöndum og kynnzt mörgum þjóðum. Framkoma hans var eðlislæg. Hann var vel ættborinn maður og hlaut i vöggugjöf hið bezta úr ættum sinum. Framkom- an og viðhorfin til lifsins áttu rætur i því milda hugarfari, sem gerði það að verkum, að honum þótti vænt um fólkiö i kringum sig og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var mjög ættrækinn, og það sýndi, að honum var ljóst, að til foreldranna og ætta sinna sótti hann styrk sinn. En þótt hann mæti ættir sínar og þjóð- erni mikils, var ekkert fjær hon- um en rígur og rembingur. Hann mat hvern mann og hverja þjóð eftir verðleikum, enda var hann víðsýnn maður, gæddur heil- brigðri dómgreind. Ég hefi þekkt Bjarna Guómundsson náið i þrjátiu og fimm ár, verið tiður gestur á heimili hans og látinnar konu hans, frú Gunnlaugar Briem, mjög merkrar konu. Og margt annað höfum við átt saman að sælda. Orð mín eru fá. Þau eiga aðeins að vera hinzta kveðja frá mér og konu minni til vinar og bróður, sem aldrei verður bættur. Halldór Halldórsson. SU VERÖLD, sem var heimurinn allur i augum ungs drengs, stóð neðan Öðinstorgs. Austurmörk þessarar veraldar voru Matthías- artún, þar sem nú er byggðin ofan Týsgötu, með hús og hús á stangli, vesturmörkin voru grjótgarður- inn kringum Brennu. Einshvers- staðar i suðri var Nönnugata þar sem frændur bjuggu, en í norði Skólavörðustigur. Þar var tugt- húsið og er enn, þar var Fjallkon- an sem löngu er horfin, þar var öðlingurinn Benedikt Sveinsson og hans fólk. Þar var lika freist- ing í fallegum rófugarði. En fyrst og fremst voru það húsin þrjú neðan Öðinstorgs, öll nr. 8, að- greind með A og B. Þar bjuggu þrjár kynslóðir í nánu sambýli. Þessi nafli veraldarinnar var aldrei nefndur annað en „Lóðin“. Og hvilik lóð. Afi hafði byggt öll þessi hús. Afi segi ég. Ekki var hann'afi minn, og þó átti ég engan annan afa. Hann var afi lóðar- innar og hét Guðni Símonarson, var gullsmióur og ævintýr- ið sjálft holdi klætt og verð- skuldar sögu. Afturámóti var hann raunverulegur afi Bjarna og þeirra systkina, en fóstr- aði móður mína. Þvi finnst mér við fráfall Bjarna sem nú sé* bróðir genginn. Hvenær man ég hann fyrst? Því veróur ósvarað, þvi allt er þetta einsog lag þar 1 sem engin nóta er vanslegin og engri ofaukió, og við þetta lag sofnar maður siðast. Þó veit ég með vissu, að hann vakti fyrstur manna áhuga minn á myndlist. Sjálfur var hann góður teiknari og átti að vinum myndlistarmenn og músikanta, en það var fámenn- ur hópur í þá daga. Hann átti fyrsta raunverulega málverkið sem ég sá. Það greypti sig svo í hug minn að aldrei gleymist. Hvað var það? Vatnsmýrin, eftir angan og óþekktan listamann: Jón Engilberts. Einn góðan veð- urdag stóð á borði hans önnur mynd, litil. Lárus Ingólfsson hafði málað helgimynd á asbest- plötu en hún datt siðar og brotn- aði og ég sé eftir henni enn í dag. Þá var ég aðeins 12 ára. Niu ár eru talsverður aldursmunur á þessum árum. Þess naut ég þó fremur en hitt þar sem Bjarni var. Hann sjálfan skipti það engu máli og talaði við mig eins og ég væri jafnaldri hans, oft að sjálf- sögðu um hluti sem ég bar ekki skyn á, — það var yndi hans að filósófera, það reyndum við öll og kölluðum hann enda prófessor- inn. Svo var sungið og spilað. Það voru að minnsta kosti fjögur píanó i þessum húsum. Ætli þaó hafi ekki verið met þess tima? Á eitt þeirra kompóneraði hann slagarann fræga um Seltjarnar- nesið, litið og lágt. Bjarni var svo alhliða í áhuga sinum um allt sem að listumlautað annarslíkur hef- ur ekki orðið á vegi mlnum og entist það ævina út. Hans ljóðskáld var Tómas, og honum á ég að þakka sæla andvöku- nótt þvi hann eignaðist Fögru veröld á fyrsta útgáfudegi og það eintak las ég sömu nótt með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Hann kynnti mig fyrir meist- ara Kjarval, þó ekki myndlistar- manninum heldur fílósófnum Kjarval. Þá varð ég áhreyrandi rökræðna um hetjur. Ekki gleym- ist það heldur, þvi þar mættust tveir góðir, og niðurstöður um- ræðnanna harla óvenjulegar. Á seinni árum er mér það máské furðan mesta þegar um öxl er litið. hve margir músíkantar voru samansafnaðir á takmörkuðu svæði þessarar veraldar. Tveir vinir Bjarna, og þá að sjálfsögðu okkar æfðu sig á nr. eitt við Óð- insgötu á fiðlu og píanó: Björn Fransson og Hjörtur Halldórsson síðar skáld og menntaskólakenn- ari. A nr. 4 var sveitamaður úr Skagafirði að syngja, og svo vel var sungið að ærslafullir leikir hljóónuðu: Stefán Guðmundsson siðar Islandi. í kjallaranum á nr. 6 spilaði Gabriel erkiengill á trompet á sunnudagsmorgnum. Þá voru morgunhelgar hljóðar í Reykjavik svo allt nágrennið hlustaði: Eggert Jóhannesson, járnsmióur. A nr. 8 B söng Jón Guðmundsson og á neðri hæðinni lék Sigurður Isólfsson á pianó. Á austurmörkum veraldarinnar við Lokastíg var menntaskólastrákur sem smalaði okkur hrekkjusvín- unum uppí holt til að syngja i kór: Einar Kristjánsson síðar óperu- söngvari. Þaó gerði nú reyndar Gunnar, bróðir Bjarna, líka. Nú smalar hann saman symfóniunni, svo að hrekkjusvínin mega vel við una aó hafa verið upphafið. Þetta var baksvið lóðarinnar ásamt óteljandi litríkum persónum sem gengu þar um garða, — töfra- heimur mannlifs og kynlegra kvista. Þegar Bjarni hélt utan og settist að hjá framandi þjóðum, var hið sama uppi á teningnum og fyrr. Hann nennti að skrifa mér stáklingnum, og bréfin voru öll einsog viðtakandinn væri full- þroska maður, ekki þessi venju- legu sem menn láta frá sér fara: „Komdu sæll, — af mér er allt gott að frétta — bless.“ Þau voru ítarleg, filósófisk, myndskreytt og skemmtileg, — það var næst því að hann væri sjálfur kominn. Bjarni var alltaf sjálfum sér sam- kvæmur og breyttist ekkert i lífs- formi sinu þó nú hefði þroskabil okkar aukist og það svo um mun- aði. Og heim kom Bjarni, og það var sami Bjarni og fór. Þrátt fyrir alhliða áhuga Bjarna á listum hygg ég að tónlistin hafi átt rik- astan þátt i honum. Það var arfur foreldranna. Ennþá lætur í eyr- um mér rödd Guðmundar H. Guðnasonar gullsmiðs, föður Bjarna. Hann var músikalskur. Og það var Nikólina móðir hans líka. Við sögðum alltaf Lína og Billi. Það var gott og traust fólk og hjónaband þeirra traust og gott. Það væri kynlegt að eiga ætt sína að rekja til slíks fólks sem afi var, Lína og Billi.ef það skipti það sköpum. Og svo fór einnig um Bjarna. I huga mér verður hann það sem kallað er drengur góður, og einhver nóta væri vanslegin i laginu sem maður sofnar síðast við, væri hann ekki þar. Því óska ég okkur öllum til hamingju fyrir að hafa átt hann. Atli Már. Stundum er maður óþyrmilega minntur á, að töfrar Reykjavikur miðrar tuttugustu aldarinnar muni ef til vill brátt heyra fortíð- inni til, þótt enn sé ekki búið að ryðja burt öllum fallegu timbur- húsunum, breikka skuggsælar, aðlaðandi götur hennar og breyta ilmandi trjágörðum hennar i bila- stæði. Kynslóðin, sem gæddi þennan bæ lifi, er smám saman að hverfa af sjónarsviðinu. Einn þeirra manna, sem manni fannst persónugervingar þessarar sælu tiðar, var Bjarni Guðmunds- son, blaðafulltrúi. Hann var einn af þessum mönn- um, sem gátu skapað umhverfi með persónu sinni og gætt hverja þá götu, sem hann gekk um, anda Suðurgötunnar; hlýleika, sjarma, kúltúr og huggulegheitum. Eins og Suðurgatan fyllist á hverju vori af angandi, nýút- sprungnu brumi, þannig var Bjarni síungur, leiftrandi af húmor og útgeislun. Minnisstætt verður það, hve auðvelt honum veittist að vinna hug ungra menntaskólanema, sem leituðu til hans hér fyrr á árum og báðu hann um að þýða leikrit Herra- nætur. Þá þurfti ekki að hafa áhyggjur af kynslóóabili. Bjarni varð einn af hópnum á augabragði. Greið- vikni hans og drengskapur komu enn í ljós síðar, þegar leita þurfti til hans fyrirvaralitið, vegna þess, að snara þurfti gamanmálum i bundnu máli á erlendar tungur eða stytta erlendum þjóðarleið- togum stundir. Þá var hann i essinu sínu og húmorinn óbrigðull eins og glögg- lega sér stað i fjölmörgum revíu- söngvum hans, sem á sínuni tima urðu fleygir á augabragði. Kynni min af Bjarna Guðmundssyni voru ekki löng, en þeim mun eftirminnilegri, og það glitrar á þau eins og perlu i sjóði minninganna. Hann hafði til að bera persónuleika, sem ekki gleymist, þá tegund húmors, sem er svo sjaldgæfur hér á landi, svo mannlegur, hlýr og tær. Gagn- menntaður og fjölfróður séntil- maður fram i fingurgóma. Húmanisti í beztu merkingu þess orðs og góður drengur. Bless- uð sé minning hans. Ómar Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.