Morgunblaðið - 11.02.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.1975, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1975 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1975 19 2. DEILD KR — KA19-18 Þorleifur Ananfasson, hinn lagni línumaður KA-liðsins hefur þarna snúið á KR-ingana Björn Blöndal og Símon Ólafsson, en skot hans misheppnaðist. MÖNNUM var heldur betur orSið heitt í hamsi er leik KR og KA I 2. deildar keppninrti I handknattleik var að Ijúka í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Strax og dómararnir gáfu merki um leikslok, sáust hnefar á lofti, og lágu fleiri en einn i gólfinu er rimmunni lauk. Slik bolabrögð og menn beittu þarna eiga ekki að sjást i leik, og væri ekki nema maklegt að hinum seku væri alvarlega refsað. Hins vegar er engin aganefnd til í handknattleiksíþróttinni hérlendis, þannig að þátttakendur í henni virðast geta komist upp með hvað sem er, án þess að hljóta nokkur málagjöld. KR-ingar höfðu heppnina með sér i hinni jöfnu viðureign á sunnudaginn, og sigruðu 19—18, þannig að þeir eru enn með i baráttunni um 1. deildar sætið. Raunar má segja að þeir hafi einnig haft dómarana, Eystein Guðmundsson og Þorvarð Björnsson, með sér, en oft var furðulegt hvað þeir sáu i gegnum fingur við KR-ingana sem léku þennan leik af mikilli hörku og leiðst áberandi oft að verjast KA-mönnunum inni i teignum, þótt sliku eigi að hegna með vitakasti. Varla leikur það á tveimur tungum að sá handknattleikur sem sást i þessum leik var allur af hálfu Akureyringanna. — Og þó, einn einstaklingur i KR-liðinu, Hilmar Björnsson, sýndi hvað eftir annað góða takta og skoraði mörk með fallegum og fjölbreyttum skotum. Hann var eini KR-ingurinn sem lék ekki þennan leik bara af kröftum. Gangur leiksins var sá, að KR-ingarnir höfðu oftast yfir i fyrri hálfleiknum 1—2 mörk, en KA tókst þó að jafna og komast einu marki yfir skömmu fyrir lok hans. En Haukur Ottesen átti síðasta orðið i hálfleiknum og jafnaði fyrir KR, 8—8. í seinni hálfleik var svo sama baráttan uppi á teningnum. Sjaldan munaði nema einu marki og var það ekki fyrr en Björn Blöndal skoraði 19 mark KR-inga örskömmu fyrir leikslok sem sigur þeirra var tryggður. Beztu menn KR í þessum leik voru Pétur Hjálmarsson markvörður og Hilmar Björnsson, sem segja mátti að væri eini útileikmaðurinn sem gerði laglega hluti. Liðið virðist hins vegar vera fremur agalítið og leikur mjög gróft. Beztir I liði KA voru þeir Halldór Rafnsson sem þó var um of skotgráðugur, Þorleifur Ananíasson sem barðist vel og opnaði fyrir félögum sfnum og Gauti I markinu, sem varði hvað eftir annað vel. KA-liðið gerir annars marga skemmtilega hluti, en skortir nauðsynlega yfirvegun þegar mikið reynir á. MÖRK KR: Hilmar Björnsson 6, Björn Blöndal 5, Haukur Ottesen 3, Jóhann Svavarsson 3, Þorvarður J. Guðmundsson 1, Bogi Karlsson 1. MÖRK KA: Halldór Rafnsson 7, Geir Friðgeirsson 6, Hörður Hilmarsson 2, Þorleifur Ananíasson 2, Jóhann Einarsson 1. — stjl. UBK—KA 20-27 KA frá Akureyri þurfti ekki að hafa ýkja mikið fyrir þeim tveimur stigum sem liðið náði út úr viðureign sinni við Breiðablik ! 2. deildar keppninni f handknattleik á laugardaginn. Það var aðeins fyrstu mfnúturnar sem svolítil barátta var ! leiknum, en sfðan tóku KA-menn af skarið og voru búnir að tryggja sér sigurinn er flautað var til leikhlés, en þá var staðan 9:3, þeim f vil. Seinni hálfleikurinn bar þess greinileg merki að þeir KA menn höfðu ! huga erfiðan leik við KR-inga sem þeir áttu framundan. Þeir lögðu ekki hart að sér og hættu ekki á átök ! varnarleiknum. Mikið var þv! skorað af mörkum f seinni hálfleiknum, þar sem Breiðabliksmenn virtust einnig slappa af i varnarleik slnum. Úrslitin urðu 27:20 sigur Norðanmanna, en lengst af höfðu þeir haft 10 mörk yfir. KA-liðið sýndi öðru hverju ! þessum leik afbragðsgóðan handknattleik, einkum ! vörn sinni ! fyrri nálfleiknum, sem nánast var lokuð. Bezta leikmanns Breiðabliksliðsins, Harðar Más, var svo vel gætt, eftir að hann hafði skorað tvö fyrstu mörk UBK-liðsins, að hann gat nánast ekkert hreyft sig, og við það rann allur móður af Kópavogsmönnum. j sókninni gerðu Akureyringarnir einnig marga skemmtilega hluti, þegar þess þurfti með, og var það einkum og sér ! lagi Hörður Hilmarsson, sem var maðurinn á bak við það bezta sem liðið gerði. Ekki er það vafamál, að Hörður hefur tekið út mikinn þroska sem handknatt- leiksmaður f vetur, og hann hefur óvenjulega gott auga fyrir þvi sem er að gerast á vellinum — á góðar llnusendingar, auk þess sem hann notfærir sér út í hörgul þau færi sem honum gefast sjálfum. Var mikil fjölbreytni i skotum Harðar í þessum leik. Auk hans áttuæ þeir Þorleifur Ananiasson og Ármann Sverrisson ágætan leik með KA-liðinu, einkum sá fyrrnefndi sem hefur mjög góðar hreyfingar bæði i vörn og sókn, þar sem hann opnar vel fyrir samherjum sínum, jafnframt þv! sem hann er laginn að skapa sjálfum sér færi. f Breiðabliksliðinu áttu þeir Daníel og Helgi Þórissynir einna beztan ieik. en Steinþór Steinþórsson gerði einnig laglega hluti og er efnítegur handknatt- leiksmaður. Mörk UBK: Hörður M. Kristjánsson 4, Steinþór Steinþórsson 4, Danlel Þórisson 4. Magnús Steinþórsson 2, Helgi Þórisson 2. Bjarni Bergsson 2, Valdimar Bergsson 1, Jóhannes Gunnarsson 1. Mórk KA: Hörður Hilmarsson 7, Þorleifur Ananfasson 6, Ármann Sverrisson 6, Geir Friðgeirsson 5, Jóhann Einarsson 1, Halldór Rafnsson 1, Guðmundur Lárusson 1. — stjl. Valsmenn sem annað lið frá fyrstu leikjunum í mótinu í haust Stefán Gunnarsson, bezti maður Valsliðsins ( leiknum á sunnudaginn, hefur þarna komizt f færi inn á línuna og skorar. Ásgeir Elíasson er aðeins of seinn til varnar. Agúst Svavarsson, Brynjólfur Markússon og Steindór Gunnarsson fylgjast með. Þegar fylgst er með leikjum Valsliðsins um þessar mundir, og þeir bornir saman við leiki liðsins í upphafi Islandsmótsins ( haust, er harla ótrúlegt að þetta skuli vera sama liðið. Þá var það stund- um nánast sem átján barna faðir í álfheimum, en nú sýnir það hvern ieikinn öðrum betri, og er ótrúlegt að sú sigurganga liðsins sem hófst er það vann Gröttu í fyrri umferð mótsins verði stöðv- uð fyrr en þá að móti loknu. Ann- ars er það gömul saga og ný, að ákaflega er hæpið að spá um frama íslenzkra íþróttaliða. Þau geta oft verið sem goshver. Gosið annan daginn, en legið niðri hinn daginn. En hvernig svo sem úrslit | Islandsmótsins verða að lokum, leikur það ekki á tveimur tungum að um þessar mundir er Valsliðið sýnilega sterkara en önnur ís- lenzk handknattleikslið. ÍR-ingar hafa oft gert Vals-| mönnum skráveifu í Islandsmót-! inu í handknattleik, en þegar lið- in mættust á sunnudagskvöldið í Laugardagshöllinni, lék aldrei vafi á því hvort liðið var betra. Það var aðeins einu sinni sem ÍR-ingar höfðu yfir í leiknum, eft- ir að þeir höfðu skorað fyrsta markið, og einu sinni var staðan jöfn, um miðjan fyrri hálfleik. Upp úr því náðu Valsmenn að taka leikinn í sínar hendur og oftsinnis náði liðið að sýna ljóm- andi fallegan handknattleik, en af honum hefur mótið í vetur verið of fátæklegt. Þetta gerðu Vals- menn jafnvel þótt þeirra bezti1 maður, Ólafur H. Jónsson, væri ekki upp á sitt allra bezta. A því áttu líka fæstir von. Ólafur var burðarás íslenzka landsliðsins í Norðurlandamótinu á dögunum, og því ekki nema eðlilegt að það sæti í honum. Nafni hans Bene- diktsson í markinu var hins vegar í ham í leiknum og varði flest það sem hægt var að ætlast til þess að hann tæki. Er það Valsliðinu meira en lítill styrkur að Ólafur skuli vera að koma svona vel upp, en hann er sá íslenzkur markvörð- ur sem mesta möguleika hefur á því að komast í fremstu röð, fyrr og síðar. Það er helzt Hjalti Ein- arsson, þegar hann var i beztri æfingu sem þolir samjöfnuðinn. Þegar Valsvörnin var upp á sitt bezta gekk hún undir nafninu mulningsvélin. Nú er vél þessi greinilega komin aftur í gang, en sá er munurinn á henni nú og verið hefur áður, að varnarleikur- inn er allur miklu átakaminni og prúðari en var. Virðist sem Vals- menn þurfi ekki svo mikið á belli- brögðum að halda í varnarleik sínum. Þeir eru einfaldlega nógu fljótir til þess að trufla, þannig að það þarf ekki að vera að stöðva með grófum brotum á siðustu stundu. Þetta er aðalsmerki góðs varnarleiks i handknattleik og þannig leika t.d. mörg A- Evrópuliðin. Þar er ekki mikið um að leikmönnum sé vikið af leikvelli — þeir kunna að leika ^ vörnina, eru fljótari en andstæð- ingurinn og einnig fljótir að meta hvað hann ætlar sér að gera og stöðva það. Þótt ÍR-ingar töpuðu þessum leik með sex mörkum, verður ekki sagt að þeir hafi átt slakan leik. Reyndar hafði liðið ekki spennt sig þeim megingjörðum sem það var gyrt í leiknum við FH á dögunum, enda fékk það ekki að gera eins mikið nú og þá. Sóknar- leikur liðsins hefur friskast mikið við það að Guðjón Marteinsson leikur með því að nýju, en hann virtist vita um helztu veikleika Ólafs Benediktssonar í Valsmark- inu og kunna að notfæra sér þá. Skoraði Guðjón mörk með falleg- um og snöggum skotum í leikn- um. Mesti gallinn í sóknarleik IR- liðsins virtist vera sá að of mikið var leitað upp á miðjuna, en það hættir flestum íslenzkum liðum til að gera. Það tókst mjög sjaldan að teygja verulega á Valsvörn- inni, en það hefði þó sennilega verið vænlegast til árangurs. Um tima freistuðu iR-ingarnir þess að taka bæði Gísla Blöndal og Ólaf H. Jónsson úr umferð, en við það losnaði um Guðjón Magnússon, sem gerði raunar út um leikinn með tveimur mörkum í röð, þegar skammt var til leiksloka. Sá leikmaður sem kom einna bezt frá þessum leik var Stefán Gunnarsson, Valsmaður, sem greinilega er að komast í sitt allra bezta form um þessar mundir. Baráttuþrekið bregst honum aldrei, og að venju vann hann mjög vel fyrir félaga sína í leiknum, með þvi að „blokkera1'. Og í vörninni stendur Stefán feti framar en flestir aðrir íslenzkir handknatt- leiksmenn. Bæði bindur hana vel saman og er ákeðinn að stöðva andstæðinga sína. Er vissulega slæmt til þess að vita, að Stefán skyldi ekki fá tækifæri til þess að spreyta sig með íslenzka landslið- inu í Norðurlandamótinu á dög- unum, og má mikið vera ef það sem liðinu skorti ekki helzt þar voru leikmenn á borð við hann. Nú eru framundan tveir leikir við júgóslavnesku bronsmennina frá siðustu heimsmeistarakeppni i handknattlei, og má mikið vera, ef ekki verða gerðar verulegar breytingar á íslenzka landsliðinu fyrir þá leiki, og vonandi gefst Stefáni þá tækifæri. Eftir leikina á sunnudaginn má segja að Valur og Vikingur standi bezt að vígi í baráttunni um Is- landsmeistaratitilinn í ár. Viking- ur þó öllu betur, þar sem liðið hefur tapað einu stigi minna en VaJur. Má mikið vera ef þaö verð- ur ekki úrslitaleikurinn i mótinu er lið þessi mætast í Laugardals- höllinni 12. marz n.k. LIÐ lR: Hákon Arnþórsson 3, Ásgeir Elfasson 2, Guðjón Marteinsson 3, Sigtryggur Guðlaugsson 1, Steinn Öfjörð 1, Ágúst Svavarsson 2, Hörður Árnason 1, Gunnlaugur Hjálmarsson 3, Jens G. Einarsson 1, Brynjólfur Markússon 2, Hörður Hákonar- son 1, Bjarni Hákonarson 1. LIÐ VALS: Ölafur Benediktsson 3, Gisli Blöndal 2, Gunnsteinn Skúlason 2, Stefán Gunnarsson 4, Ágúst Ögmundsson 3, Ölafur H. Jónsson 3, Guðjón Magnússon 2, Steindór Gunnarsson 2, Jóhann Ingi Gunnarsson 1, Bjarni Guðmundsson 1, Jón Breiðf jörð Olafs- son 2. Jón Astvaldsson, aðþrengdur af vararleikmönnum Fram skorar eitt marka sinna í leiknum á sunnudaginn og nýtur við það aðstoðar Kristins Ingólfssonar (nr. 11) FRAM ÚR BARÁTTUNM? ALLAR LlKUR eru á þvf að Fram sé nú úr baráttunni um lslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik karla í ár. Á sunnudags- kvöldið varð liðið að bfta í það súra epli að tapa með tveimur mörkum fyrir Armanni, 17—19, og hafa Framarar þar með tapað alls sjö stigum í keppninni. Má vera að of snemmt sé að afskrifa Framarana, en það er þó óhætt ef þeir leika ekki betur en þeir gerðu á sunnudagskvöldið. Það hafði greinilega mikil áhrif til hins verra fyrir liðið að Björgvin Björgvinsson lék ekki með því, en hann er nú fluttur austur á Egils- staði. Nú var nánast engin ógnun á línunni hjá Fram — nokkuð sem sjaldnast hefur gerzt f leikj- um liðsins. Ekki er hægt að segja að þessi vetur hafi verið Framlið- inu hagstæður. Fyrst missti það Axel Axelsson út til Þýzkalands, sfðan urðu þeir Arnar Guðlaugs- son og Sigurbergur Sigsteinsson frá vegna meiðsla og loks yfirgaf Björgvin liðið. Munar um minna en slík skakkaföll, og eðlilegt að það taki nokkurn tíma fyrir liðið að fylla í skörð hinna ágætu leik- manna. Því verður heldur ekki á móti mælt að Ármenningar voru við sitt bezta á sunnudagskvöldið. Það er eins og þeir tvíeflist oft þegar þeir leika við Fram og nái sínu bezta út. Vörn liðsins var a.m.k. með allra bezta móti, og þegar sá gállinn er á henni, stendur hún vörnum beztu is- lenzku liðanna fyllilega á sporði. Greinilega munaði miklu fyrir Armenningana að Stefán Haf- stein lék nú aftur með liðinu, en hann er ódrepandi baráttugarpur í vörninni, og kann að leika hana betur en margir aðrir. Þá hafði það ekki lítið að segja fyrir Ár- menninga að Jón Astvaldsson var í sínu allra bezta formi, og kom Fram strax út af laginu með fallegum mörkum sem hann skor- aði með uppstökkum. Það er furðulegt hvað þessi lágvaxni pilt- ur getur stokkið hátt og skotið fast, og það er full ástæða fyrir andstæðinga hans að láta hann ekki ná þeim skrefum sem hann þarf í uppstökkið, en oftast voru Framararnir aðeins og seinir út á móti honum. Það voru ekki allir sem spáðu vel fyrir Ármannsliðinu s.l. haust — og sennilega hafa þeir verið fáir sem ekki áttu von á því að það yrði i baráttunni á botninum í vetur. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þetta lið leikur nú betur en það hefur oftast gert áður og í því eru margir ungir og bráðefnilegir piltar. Má þar nefna til þá Stefán Hafstein, Hörð Harðarson og Pétur Ingólfsson, en sá síðast- nefndi er sennilega yngsti leik- maðurinn sem nú leikur i 1. deild- ar liði, en er mjög útsjónarsamur og rólegur leikmaður, sem vex með hverju verkefni sínu. Ár- menningar ættu ekki að þurfa að kvíða framtíðinni í handknatt- leiksíþróttinni, ef þessir piltar halda saman, og fá góða þjálfun. Furðulega lítil ógnun var oft í sóknarleik Framaranna í þessum leik — stundum jaðraði hreinlega við tafir, er leikmennirnir léku knettinum á milli sin fyrir framan Ármannsvörnina, án þess að það virtist miða að einhverju ákveðnu. Og allt spilið var mjög þröngt — gekk upp á miðjuna. Auðveldaði þetta Ármenningum mjög vörnina. Þetta atriði ættu Framararnir að geta lagað, þegar Sigurbergur Sigsteinsson kemur aftur inn í liðið, en hann er einn fárra islenzkra han'dknattleiks- manna, sem kann að fara vel inn úr hornunum, Þá komu innáskipt- ingarnar hjá Framliðinu manni eilítið spánskt fyrir sjónir. Stundum var öllum beztu leik- mönnum liðsins haldið fyrir utan í einu, og Guðmundur Sveinsson, sem býr yfir miklum skotkrafti og er yfirleitt laginn leikmaður, var nánast ekkert með í leiknum. Hann kom aðeins inná í seinni hálfleik — kaldur af bekknum, og árangurinn varð auðvitað eftir því. Bezti leikmaður Framliðsins í þessum leik var Hannes Leifsson, en það er piltur sem er í mjög mikilli framför, hefur bæði mikinn stökkkraft og getur skotið fast. Það helzta sem Hannes virð- ist vanta er meiri rósemi og yfir- vegun, en hann átti nokkrar hæpnar tilraunir í þessum leik. Hið sama mátti segja um Stefán Þórðarson. Þegar sá piltur lærir að hafa betri stjórn á sér og lætur ekki mótlætið fara nema hæfilega í taugarnar á sér, þá er hann orðinn handknattleiksmaður í fremstu röð. Jón Ástvaldsson var beztur Ár- menninga i þessum leik — lang- virkasti og hættulegasti sóknar- leikmaður liðsins og jafnframt kvikur og harður af sér í vörn- inni. Um frammistöðu Stefáns Hafsteins hefur áður verið getiö, en vert er einnig að minnast á Hörð Kristinsson. Það er leik- maður sem ekki ber mikið á i leiknum, en vinnur gífurlega vel fyrir lið sitt og fórnar sér fyrir skytturnar. Jens Jensson skoraði lagleg mörk úr hornunum og sú ógnun sem hann skapaði þar teygði mikið úr Framvörninni. LIÐ ARMANNS: Ragnar Gunnarsson 2, Olfert Naabye 1, Björn Jóhannesson 2, Stefán Hafstein 3, Gunnar Traustason 1, Hörður Harðarson 2, Pétur H. Ingólfsson 2, Jón Astvaldsson 4, Jens Jensson 2, Hörður Kristinsson 2, Kristinn Ingólfsson 2, Skafti Halldórsson 1. LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 2, Guðmundur Sveinsson 1, Pálmi Pálmason 2, Árni Sverrisson 1, Stefán Þórðarson 2, Pétur Jóhannesson 2, Arnar Guðlaugsson 2, Guðmundur Þorbjörnsson 2, Kjartan Gíslason 1, Þorgeir Pálsson 1, Ragnar Ililmarsson 2, Hannes Leifsson 3. Stjarnan—Þróttur 18-26 STJARNAN kom verulega á óvart i upphafi leiks sina við Þrótt i 2. deildar keppninni ! handknattleik á laugardaginn, en þá mættust liðin á heimavelli Stjörnunnar. Lengst af i fyrri hálfleik var Stjarnan sterkari aðilinn i leiknum og hafði yfir í mörkum. Liðið lék þá skynsamlega — öfugt við Þróttarana, sem greinilega höfðu mætt mjög sigurvissir til þessa leiks og ekki búizt við mótspyrnu. Eftir að Þróttur hafði skorað tvö fyrstu mörkin náði Stjarnan að jafna, og komast tvö mörk yfir. Var það siðan ekki fyrr en á tölunni 6:6 sem Þrótti tókst að jafna, og var þá langt liðið á hálfleikinn. Fram til þessa tima hafði vörn Stjörnunnar staðið sig með ágætum, og markvörðurinn, Kristján Rafnsson, varið vel. Undir lok hálfleiksins náði Þróttur svo loks að keyra hraðann vel upp i leiknum, og kom þá greinilega fram mismunurihn á liðunum. Mestan hlut að máli átti Bjarni Jónssin, þvi þótt hann væri tekinn úr umferð stjórnaði hann sínum mönnum og rak þá áfram. Staðan i hálfleik var 11:8 fyrir Þrótt. í seinni hálfleiknum var svo nánast um einstefnu að ræða. Þróttarnir léku þá ágætan handknattleik, sérstaklega í sókninni og skoruðu falleg mörk. Virðast flestir leikmenn liðsins geta skotið, en enginn þó eins vel og Bjarni Jónsson sem gerði t.d. eitt mark með þrumuskoti langt fyrir utan punktalinu. Beztu menn Þróttar í þessum leik voru auk Bjarna, þeir Sveinlaugur Kristjánsson, sem er mjög vaxandi leikmaður, Trausti Þorgrimsson og Guðmundur Gústafsson, markvörður, sem varði oft mjög laglega. Stjörnuliðið lék allvel ! fyrri hálfleiknum, en missti si'ðan alveg af lestinni ! hinum seinni. Einna beztir i leiknum voru Kristján Rafnsson, markvörður, Guðfinnur Sigurðsson og Kristján Ólason. Markakóngur liðsins, Gunnar Björnsson, var mjög lítið inná i leiknum og skoraði aðeins tvö mörk, bæði úr vítaköstum. Mörk Stjörnunnar: Guðfinnur Sigurðsson 3, Kristján Ólason 3, Jón Jörunds- son 3, Arni Arnason 2, Gunnar Björnsson 2, Geir Ingimarsson 2, Magnús Teitsson 1, Guðmundur Ingvason 1. Mörk Þróttar: Biarni Jónsson 7, Sveinlaugur Kristjánsson 5, Halidór Bragason 2, Friðrik Friðriksson 2, Gunnar Gunnarsson 2, Björn Vilhjálmsson 2, Trausti Þorgrimsson 2, Jóhann Frimannsson 2, Konráð Jónsson 2. — stjl. UBK—Þór 15-17 Á SUNNUDAG léku i hinu nýja íþróttahúsi i Garðahreppi, Ásgarði, Þór frá Akureyri og Breiðablik. Sú barátta var lengst af nokkuð jöfn, en þó hafði Þór ávallt frumkvæðið. Þórsarar skoruðu tvö fyrstu mörkin, en Breiðablik jafnaði þegar i stað. Eftir það var jafnt á flestum tölum og i hálfleik var staðan 7—7. Síðari hálfleikurinn var þeim fyrri nokkuð likur. Þór skoraði oftast á undan, en Breiðablik svaraði i sömu mynt. Þórsarar voru þó sterkari á endasprettinum og sigruðu með 1 7 mörkum gegn 1 5. Það er greinilegt að lið Breiðabliks er i mikilli framför. Liðið hefir yfir mörgum ágætum handknattleiksmönnum að ráða, en þeim hefir til þessa ekki tekist að ná vel saman, en nú virðist sem það atriði sé að komast i lag. Að þessu sinni var Daniel Þórisson einna sterkastur þeirra Breiðabliksmanna. Það var ekki að sjá að Akureyringarnir legðu sérlega hart að sér i þessum leik. Liðið getur áreiðanlega betur en þarna kom fram. Annars leikur liðið fremur einhæfan og hægan handknattleik, en sú aðferð hefir þó gefið þeim allgóðan árangur. í leiknum gegn Breiðabliki var Gunnar Gunnarsson bestur ásamt Þorbirni Jenssyni Þá varði Tryggvi Gunnarsson vel á köflum. Gunnar Kjartansson og Kjartan Steinback dæmdu og komust vel frá sínu. Mörkin Þór: Gunnar Gunnarsson 5(1 v), Aðalsteinn Sigurgeirsson 5(3v), Árni Gunnarsson 3(2v), Þorbjörn Jensson 2, Einar Björnsson eitt mark. Breiðablik: Daníel Þórisson 6(1v), Hörður Kristjánsson 2(1v), Þorsteinn Steinþórsson 2, Bjarni Bjarnason, Helgi Þórisson, Kristján Jóhannsson, Magnús Steinþórsson og Valdimar Bergsson eitt mark hver. Sigb.G. Ilörður Már. bezti leikmaður L’BK-iiösins á þarna skottilraun f leik LBK og Þórs á sunnudaginn. KR—Þór 25-21 KR ÁTTI í litlum erfiðleikum með Þór i 2. deildinni á laugardag. Þeir náðu þegar i upphafi öruggri forystu, sem þeir héldu leikinn út. Það var allur annar bragur á leik KR á laugardaginn heldur en þegar þeir mættu Leikni i bikarnum í vikunni, KR-ingar ætluðu sér greinilega sigur, enda ef þeir hefðu tapað hefði liðið þar með verið úr baráttunni á toppnum. í fyrri hálfleik sýndi KR sýnar bestu hliðar. Þeir náðu fljótlega yfirburða stöðu, 9—4, eftir tuttugu mín. leik og staðan i hléi var 1 5 mörk gegn 9. í síðari hálfleiknum féll leikur KR niður á mun lægra plan, enda sigurinn tryggður. Leiknum lyktaði siðan með öruggum KR-sigri, 25 mörkum gegn 21. Þegar KR leikur eins vel og liðið gerði i fyrri hálfleiknum, er enginn efi á að ekkert liða 2. deildar stendur KR snúning. En KR-liðið hefir ekki fyrr i vetur náð eins vel saman. Það er liðinu gifurlegur styrkur þegar Haukur Ottesen leikur með, það kom glöggt I Ijós á laugardaginn. Auk hans áttu Hilmar Björnsson og Björn Blöndal mjög góðan leik Þá var Bogi Karlsson traustur að vanda. Þór frá Akureyri hefir þegar tapað fjórum stigum i deildinni, og ætli liðið sér sigur þolir það ekki fleiri töp. Annars er liðið nokkuð einhæft og virðist ekki eiga erindi i 1. deild. i leiknum gegn KR var Benedikt Guðmundsson einna bestur, ásamt Þorbirni Jenssyni og Gunnari Gunnarssyni. Slakir dómarar voru Haukur Hallsson og Örn Pétursson. Mörkin. KR: Hilmar 7(3v), Haukur 7(3v), Björn 6, Þorvarður Guðmundsson 3, Bogi og Ævar Sigurðsson eitt mark hvor. Þór: Benedikt 6(2v), Þorbjörn og Gunnar 5 hvor, Árni Gunnarsson 4(3v), Einar Björnsson eitt mark. Sigb.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.