Morgunblaðið - 11.02.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1975
Gunnar Thoroddsen á Alþingi:
Járnblendiverksmiðjan ný stoð
íslenzku efnahags- og atvinnulífi
Frumvarpið um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði var til 1. umræðu f
efri deild Alþingis í gær. Gunnar Thoroddsen orkuráðherra fylgdi
frumvarpinu úr hlaði í ítarlegri ræðu. Eggert Þorsteinsson (A) lýsti
stuðningi síns þingflokks við aðild tslendinga að eign og rekstri
slíkrar verksmiðju, með fyrirvara um einstök atriði. Stefán Jónsson
(K) mælti hins vegar gegn frumvarpinu í nafni Alþýðubandalagsins.
Ræða orkuráðherra fjallaði m.a. um aðdraganda málsins, sér-
fræðilegar athuganir og kannanir þess, eignaraðild og rekstrarfyrir
komulag fyrirtækisins, þýðingu þess fyrir þjóðarbúið og einstök
byggðarlög sem og nauðsynlegar mengunarvarnir. 1 annan stað fjall-
aði ræða hans um nýtingu innlendra orkugjafa almennt, tengsl stór-
virkjana og orkufreks iðnaðar, og raforkumál og iðnvæðingu einstakra
landshluta, m.a. Norður- og Austurlands.
Vegna takmarkaðs rýmis í blaðinu verða hér og nú aðeins birtir þeir
kaflar úr ræðu ráðherrans, er snerta væntanlega járnblendiverk-
smiðju einvörðungu.
Islendingar eigi
55% hlutafjár.
Varðandi fyrirkomulag þessa
samstarfs er gert ráð fyrir, að hér
verði um hlutafélag að ræða, og
að hlutaféð verði 24 millj. dala. I
þessu frv. er gert ráð fyrir því, að
Union Carbide eigi 45% í fyrir-
tækinu, en íslendingar 55%. 55%
af þessu hlutafé eru því 13.2
millj. Bandaríkjadollara eða um
það bil 1575 millj. ísl. kr., eins og
getið er i 3. gr. frv. Þetta framlag
af Isiands hálfu, hlutafjárfram-
lag, hefur verið gert ráð fyrir að
taka að láni. Liggur það nokkurn
veginn Ijóst fyrir, að slíkt lán
mun fáanlegt með viðunanlegum
kjörum. Það hefur einnig verið
kannað eftir því sem unnt er,
hvort slík lántaka kynni að draga
úr eðlilegum lántökumöguleikum
Islands að öðru leyti á erlendum
mörkuðum, og er talíð af þeim,
sem fróðastir eru i þeim efnum,
að svo muni ekki véra. Þetta fyrir-
tæki þykir bæði það sérstaks eðlis
og það áiitlegt um arðsemi, að
lántaka í því skyni yrði ekki talin
mundu draga úr almennum láns-
fjármöguleikum islands á erlend-
um markaði.
Varðandi eignaraðild í þessu
fyrirtæki kom ýmsar leiðir til
greina. I fyrsta lagi gæti komið til
greina sú leið, sem valin var, þeg-
ar álverksmiðjan var reist, þannig
að íslendingar séu ekki eignar-
aðilar, heldur eigi hið erlenda
fyrirtæki verksmiðjuna. Kostur-
inn við þetta fyrirkomulag er
fyrst og fremst sá, að með þessu
tekur Island ekki á sínar herðar
neina áhættu af þessum rekstri.
Önnur hugsanleg leið væri sú, að
Islendingar ættu einir slíka verk-
smiðju. A því eru ýmsir annmark-
ar, með þeim hætti þyrfti Island
að leggja fram miklu stærri hlut
en nú er gert ráð fyrir. 1 annan
stað taki landið á sig mikla
áhættu þar sem það bæri eitt
ábyrgð og áhættu af þessum
rekstri. En það, sem skiptir ekki
minnstu máli í þessu sambandi er
það, að framleiðsla eins og sú,
sem hér ræðir um, krefst svo
mikillar tækniþekkingar og
reynslu, að það er ákaflega hæpið,
að Islendingar gætu nema þá á
löngum tíma og fyrir offjár sjálfir
öðlast þá reynslu og þekkingu, ef
þeir verði einir um hituna. Þess
vegna hefur verið talið eðlilegra
að velja þriðju leiðina, sem er sú,
að íslendingar verði eignaraðilar
að þessu fyrirtæki, en hið erlenda
fyrirtæki, sem hefur áratuga-
reynslu í þessu efni, yrði með-
eigandi, þátttaka þess fyrst og
fremst æskileg frá sjónarmiði Is-
lands, vegna þess að það leggur
fram tækniþekkingu, sérleyfi og
sérfræðinga, sem til þarf, og ekki
síst það, sem ég drap á áður, að
fyrirtækið hefur yfir að ráða
mjög vel skipulögðu sölukerfi,
sem er ómetanlegt í þessu sam-
bandi.
Þegar viðræður voru hafnar við
Union Carbide, var það skilyrði
sett af hálfu íslensku ríkisstj., að
tsland ætti meiri hl., þ.e.a.s.
minnst 51%, í verksmiðjunni. I
fyrstu taldi Union Carbide hæpið
að ganga að þeim skilyrðum vegna
þess að í flestum ef ekki öllum
tiivikum, þar sem það fyrirtæki
hafði reist verksmiðjur i öðrum
löndum, hafði það sjálft átt meiri
hl. Hins vegar gekk það síðar inn
á þetta skilyrði, en tjáði þá full-
trúum rikisstj., að ef Union Car-
bide ætti ekki meiri hl., þá kærðu
þeir sig ekki um að eiga meira en
um þriðjung. Þannig er það til
komið, sem gert var ráð fyrir á s.i.
vetri og vori í þeim till., sem þá
Iágu fyrir, að Isiand væri með
65% aðild og Union Carbide með
35%.
Eftir stjórnarskiptin, þegar
þetta mál var allt tekið til með-
ferðar að nýju, þótti ríkisstj.
ástæðulaust, að Island ætti meira
en ríflega helming. Varð það
niðurstaðan eftir allítarlegar við-
ræður við hið bandaríska fyrir-
tæki, að hlutföllin yrðu 55% eign-
araðild Islands og 45% af hálfu
Union Carbide, eins og þetta frv.
og samningar, sem þvi fylgja,
byggjast á.
Sú framleiðsla, sem hér um
ræðir, byggist auk þeirra hráefna,
sem ég nefndi á orku. Samningar
hafa nú tekist við þetta fyrirtæki
um orkuverð, sem verður að telj-
ast vel viðunandi. Fyrir liggur
álitsgerð Landsvirkjunar, sem
birt er sem fskj. með frv., þar sem
þetta kemur fram. Verðið er í
stórum dráttum þetta, sem nú
skal greina. Það er skilið milli
forgangsorku og afgangsorku, og
að því er snertir forgangsorkuna,
þá verður orkuverðið fyrstu tvö
árin 9,5 bandarískt mill, en mill
er þúsundasti hluti úr dollara,
þ.e.a.s. fyrstu tvö árin 1.12 kr. á
hverja kw-stund. Eftir tvö ár
hækkar svo þetta verð á forgangs-
orkunni upp í 10 mill eða kr. 1.18.
Að því er snertir afgangsorkuna,
þá verður hún fyrstu árin 'A miil
eða 6 aurar, en hækkar síðan í
Járnblendiverksmiðjan:
Alþýðuflokkur með —
Alþýðubandalag móti
Ræða Gunnars Thoroddsen
orkuráðherra, er hann mælti
fyrir frumvarpi til laga um
járnblendiverksmiðju, er að
hluta til birt á öðrum stað hér á
þingsfðu Morgunblaðsins.
Aðrir, sem til máls tóku I
umræðunni, voru Eggert Þor-
steinsson (A), sem mælti með
meginefni frumvarpsins, og
Stefán Jónsson (K), er mælti
gegn því.
Eggert Þorsteinsson sagði að
mál þetta hefði átt langan að-
draganda og hlotið vandlegan
undirbúning þriggja orkuráð-
herra: Jóhanns Hafsteins,
Magnúsar Kjartanssonar og
Gunnars Thoroddsen. Ahugi
hefði frá upphafi verið fyrir
hendi, eins og bezt kæmi fram í
athugun þriggja ríkisstjórna,
sem allir þingflokkar, utan
SFV, hefðu átt aðild að. Þing-
flokkur Alþýðuflokksins væri í
meginatriðum samþykkur efni
frumvarpsins, með fyrirvara
Eggert Þorsteins- Stefán Jönsson al-
son alþingismaóur. þingismaður.
um einstök atriði, m.a. fjár-
mögnun væntanlegrar hafnar.
Stefán Jónsson (K) mælti
gegn frumvarpinu í nafni Al-
þýðubandalagsins. Hann taldi
að samningur sá, er nú lægi
fyrir, myndi valda tjóni: efna-
hagslega, menningarlega og
pólitískt. Hið erlenda fyrirtæki
væri síður en svo traustvekj-
andi. Vinnubrögð við könnun
þessa máls væru vítaverð, raun-
ar móðgun við alþingismenn.
Sérfræðingar ríkisstjórnarinn-
ar, bæði hagfræðingar og verk-
fræðingar, hefðu verið blekkt-
ir, raunar væru þeir „menntað-
ir undir það að vera blekktir".
Þeir aðhæfðu ekki menntun
sína íslenzkum staðháttum og
þjóðlffi. Þeirra hugsun væri
bundin iðnaðarþjóðfélaginu, en
þjóðfélag okkar væri „hjarð-
manna- og veiðimannaþjóðfé-
lag“. Hann taldi mengunar-
hættu verulega og vitnaði til
fyrri fullyrðinga hinna sér-
menntuðu varðandi kisilgúr- og
álverksmiðju, sem stönguðust á
við fengna reynslu. Kísilgúr-
verksmiðjan væri vel á veg
komin með að eyðileggja Mý-
vatnssveit og umhverfi álvers-
ins væri ofmettað mengun.
Hann vitnaði til álits sérfræð-
inga um minkarækt, síðan hefði
komið kísilminkaverksmiðja og
álminkaverksmiðja. Nú væri
röðin komin að stálminkaverk-
smiðju.
Hann sagði Alþýðubandalag-
ið á móti þessu frumvarpi. Að
vísu væri einstakir flokksmenn
ekki andvígir því á sömu for-
sendu. Menn hefðu ólíkar skoð-
anir í þeim flokki og byggðu
andstöðu sína á mismunandi
forsendum.
Er fundartíma lauk í deild-
inni hafði þingmaðurinn ekki
lokið máli sínu. Hann sagðist
myndu tala a.m.k. tvo tíma til
viðbótar, er málið kæmi á ný til
umræðu í deildinni.
byrjun 3. árs upp i 1.4 mill eða
16.5 aura, á 5. ári í 1.8 miil eða 21
eyri og í byrjun 7. árs hækkar það
í 2.4 mill eða 28 aura. Þegar tekið
er meðalverð, þá er það fyrstu
árin 5 mili eða 59 aurar og hækk-
ar eftir 6 ár upp í 6.2 mill eða 73
aura.
Þá er ákvæði um það i
samningsdrögunum, að orkuverð-
ið skuli endurskoða á fjögurra ára
fresti. Það skal hækkað hlutfalls-
lega jafnt og orkuverð norsku
ríkisrafveitnanna til norsks
iðnaðar. Þegar orkuverðið er
skoðað í samanburði við orku ann-
ars staðar, kemur það í ljós, að
forgangsorkuverðið er mun
hærra heldur en orkufrekur
iðnaður greiðir nú almennt, bæði
í Noregi og i Bandaríkjunum.
Gunnar Thoroddsen orku-
ráðherra.
Að því er snertir skiptingu miili
forgangsorku og afgangsorku, þá
er sú skipting orðin verulega hag-
stæðari nú heldur en hún var
áður og verður að teljast mjög
viðunandi. Að því er orkusamn-
ingana í heild varðar verður að
teljast, að þeir séu okkur hag-
stæðir. En þá kemur upp sú
spurning, er þá nægileg orka til
handa þessari verksmiðju? Er
hætta á því, að orkuskortur verði
til annarra nauðsynja? Niður-
staðan af könnun á því er sú, að
orkan sé næg og það muni ekki
skapa örðugleika, þó að samið sé
um raforkusölu til þessarar verk-
smiðju. En orkusalan til hennar
mun nema frá 60 til 68 megawött-
um á ári.
Mengunarvarnir
I sambandi við mengunarvarnir
hefur verið lögð á það megin-
áhersla, bæði af fyrrv. og núv.
ríkisstj., að þeirra verði gætt til
hins ítrasta. I þeim drögum að
aðalsamningi, sem birtur er með
frv. má sjá í 7. gr„ þ.e. á bls. 28 í
frv., að þessu hefur verið gaumur
gefinn. I þeirri gr. segir svo um
umhverfis- og öryggismál:
Hönnun vérksmiðjunnar,
bygging og rekstur skuli í öllu
vera í samræmi við núgildandi og
síðari lög og reglugerðir á Islandi
varðandi mengunarvarnir og
öryggi, heilbrigði og hreinlæti á
vinnustað og þá staðla, sem settir
eru samkv. þessum 1. og reglu-
gerð. Járnblendifélaginu ber að
gera allar varúðarráðstafanir til
að varna tjóni á umhverfi verk-
smiðjunnar af hennar völdum og
að hanna mannvirki verksmiðj-
unnar þannig, að þau fari sem
best í umhverfinu. Meginefni
þessa samningsákvæðis er svo
einnig tekið upp i 11 gr. frv.
í sambandi við þessa verk-
smiðju kemur auðvitað margt til
athugunar. Það kemur til athug-
unar í fyrsta lagi, hvort loftefni
eða ryk eða reykur kemur frá
verksmiðjunni, sem skaðlegt gæti
orðið. Enn fremur hvort frá-
rennsli frá verksmiðjunni gæti
skapað hættu, enn fremur föst
úrgangsefni og loks og ekki síst
allt vinnuöryggi og vinnuvernd í
verksmiðjunni. I þessu sambandi
má geta þess, að áður fyrr hafa
ýmsar málmblendiverksmiðjur
verið þannig úr garði gerðar, að
mikill reykur og margskonar
óhollusta hefur frá þeim stafað.
En hin síðari ár er það hvort
tveggja, að ýmis fyrirtæki og þar
er þetta fyrirtæki, Union Carbide,
í fararbroddi, hafa lagt í það
mikla vinnu og mikið fé að finna
ráð til þess að útiloka sem mest
mætti verða mengun og önnur
óholl áhrif. I öðru lagi hefur þess
gætt víða um heim og ekki síst í
Bandaríkjunum, að mjög strangar
reglur hafa verið upp teknar af
heilbrigðiseftirliti í þessum lönd-
um. Hjá okkur er reglugerð um
varnir gegn mengun af völdum
eiturefna og hættulegra efna frá
1972 og þar er svo áskilið, að leyfi
til verksmiðjureksturs eins og
þessa, sem hér ræðir um, veitir
heilbrmrh. og áður en slíkt leyfi
er veitt, skuli hafa verið leitað
umsagnar heilbrigðiseftirlits
ríkisins, náttúruverndarráðs,
öryggiseftirlits ríkisins, siglinga-
málastofnunar og eiturefna-
nefndar, eftir þvJ sem ástæða
þykir til. Til þess að kanna svo
þessi mál sem best, hefur stór-
iðjunefndin aflað upplýsinga og
fulltrúar frá henni farið til
Bandaríkjanna til þess að kynna
sér sem best meðferð þessara
mála þar. Enn fremur hafa bæði
forstöðumaður heilbrigðiseftirlits
ríkisins, Baldur Johnsen yfir-
læknir og starfsmaður hans,
Eyjólfur Sæmundsson verkfræð-
ingur, báðir farið vestur um haf
til að kynna sér sem best þessi
mál, ekki aðeins hjá þessu fyrir-
tæki, sem er viðsemjandi okkar,
heldur hjá heilbrigðisyfirvöldum,
náttúruverndarráði og öðrum
slíkum aðilum þar vestra.
Það eru gerðar ráðstafanir til
þess, að hv. iðnaðarnefnd þessar
deildar, sem fær málið til með-
ferðar og sem væntanlega mun
vinna að þessu máli ásamt með
iðnn. Nd., fái nú strax, þegar mál-
inu hefur verið vísað til þeirra,
ítarlega grg. frá heilbrigðiseftir-
liti ríkisins um þetta mál allt. Og í
þeirri ítarlegu grg., sem heil-
brigðiseftirlitið hefur samið, eru
öll þessi atriði rakin rækilega,
hvaða hættur eru í sambandi við
mengun og hvaða ráð séu þar til
varnar. Það er of langt mál að
rekja þettá hér í þessari fram-
sögu, en málið verður væntanlega
rætt rækilega á fundum nefndar-
innar. Ég skal þó aðeins taka það
fram, að varðandi loftmengun eða
reyk frá verksmiðjunni, hafa nú
verið fundnar upp og notaðar með
ágætum árangri sérstakar aðferð-
ir til þess að safna reyk og ryki
saman með svokölluðum pokasí-
um, og árangurinn, sem þegar
hefur náðst í þvi efni, er að 99%
af þessum ryk- eða loftefnum nást
þar og verður unnið úr þeim að
nýju. Úr þeim úrgangi, sem þann-
ig fæst, eru gerðir kögglar, er
notaðir eru að einhverju leyti til
framleiðslunnar að nýju. Einnig
hefur komið til orða, að Sements-
verksmiðja rikisins gæti nýtt
þessa köggla til sinnar fram-
leiðslu. Það mál er til athugunar.
Varðandi frárennsli frá verk-
smiðjunni, er þar ekki talið, að
það þar sé um neinn skaðvald að
ræða, því að kælivatnið, sem not-
að er, er í lokuðu kerfi og fer ekki
út. Að því er snertir föst efni, þá