Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
48. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 Prentsmiðja MorgunblaSsins.
Símamynd AP.
jArnbrautarslys — Slökkviliðsmenn að starfi i einum vagni lestarinnar sem
ók gegnum brautartálma í Moorgate-stöðinni í London i gær. Þetta er mesta
neðanjarðarjárnbrautarslys í sögu Lundúna.
Ræningjarnir 1 París
hurfu „út í buskann”
Lest ók á
- 29 fórust
London, 28. febrúar.
AP. Reuter. NTB.
ALLT AÐ 29 biðu bana og 90
slösuðust þegar neðanjarðarjárn-
brautarlest fullhlaðin farþegum
ók á fullri ferð á múrvegg í enda
Viðræður
að nýju í
Danmörku
Kaupmannahöfn 28. febr.
NTB.
AÐILAR vinnumarkaðarins i
Danmörku hófu nýjar viðræður f
dag til að afstýra verkföllum sem
geta náð til 300.000 verkamanna.
Sigurd Wechselmann rfkis-
sáttasemjari stjórnaði viðræðun-
um. Hann hefur þegar notað rétt
sinn til að fresta verkföllunum f
hálfan mánuð.
Þótt ekkert hafi verið látið upp-
skátt um viðræðurnar er talið vfst
að aðallega hafi verið fjallað um
vfsitölubætur. Vinnuveitendur
vilja afnema þær en verkamenn
halda þeim og sáttasemjari reyn-
ir að finna málamiðlunarlausn.
Simamynd AP.
MANNRAN — Þessi mynd af vestur-
þýzka stjórnmálamanninum Peter Lorenz,
blindgangna í jarnbrautarstöð f
miðborg Lundúna i dag.
Þetta er mesta slys 150 ára sögu
neðanjaróarjárnbrauta Lundúna.
Tiu klukkustundum eftir slysið
var sagt að búizt væri við að fleiri
lík fyndust í brakinu.
Talið er að um 400 manns hafi
verið í lestinni þegar slysið varð.
Flestir þeirra sem týndu lffi voru
í þremur fremstu vögnunum sem
klesstust saman þegar lestin
þeyttist gegnum tálmanir við
enda brautarspora i Moorgate-
járnbrautarstöðinni.
Flestir farþeganna í þremur
aftari vögnunum gátu staulazt út
óstuddir en marðir og brákaðir.
Björgunarstarfið var erfitt og
nota varð logsuðutæki til að
bjarga fólki úr brakinu. 250 lög-
reglumenn, slökkviliðsmenn og
hjúkrunarkonur tóku þátt i björg-
unarstarfinu og unnu baki brotnu
í allan dag.
Lestarstjórinn er enn ófundinn
en talið er að hann hafi lokazt
fremst i lestinni, og sé ef til vill á
lífi. 19 ára lögreglukona og einn
karlmaður voru i brakinu í tíu
tíma áður en þeim var bjargað.
Talið er að þau séu illa slösuð, og
liðan margra annarra sem slösuó-
ust er sögð alvarleg.
Slysið varð á aðalumferðartim-
anum í morgun og flestir farþeg-
anna voru frá útborgum Lundúna
og á leið til vinnu sinnar í fjár-
málahverfinu. Fjöldi sjúkrabif-
reiða var sendur á staðinn og voru
síðan stöðugt i förum milli stöðv-
arinnar og nærliggjandi sjúkra-
húss. Samtímis skoruðu yfirvöld á
fólk að gefa blóð.
Aðkoman á slysstaðnum var
hræðileg að sögn björgunar-
manna. Neyðaróp slasaðra berg-
máluðu i dimmum göngunum og
hitinn niðri var gifurlegur.
Sjónarvottar segja að lestin hafi
virzt stjórnlaus og verið á 60 til 70
km hraða og hraðinn síðan aukizt
og hún þeytzt gegnum stöðina inn
á hliðarspor þar sem hún rakst á
varnartálma og loks á múrvegg-
inn. Rannsókn slyssins er á frum-
stigi en lestarstjórar ræða þann
möguleika að hemlar lestarinnar
'París, 28. janúar. NTB.
FRANSKA lögreglan stóð uppi
ráðþrota í kvöld eftir flótta
þriggja vopnaðra ræningja frá
banka í miðri París. Banka-
ræningjarnir sluppu úr umsátri
lögreglunnar og höfðu á brott
með sér þrjár konur sem þeir
höfðu f gíslingu og eina milljón
franka.
Seinna fundust konurnar heilar
á húfi en ræningjarnir virðast
hafa gufaó upp. Lögreglan telur
að þeir séu enn i Paris .en þeirra
er leitað um allt Frakkland.
Ræningjarnir rændu bankann
Societé General de Banque við
Avenue de la Republique i gær-
kvöldi en komust ekki undan með
ránsfenginn þar sem gjaldkeran-
um tókst að þrýsta á neyðarbjöllu.
Ræningjarnir skutu hann, tóku
fimm gísla og bjuggust til varnar i
bankanum.
Síðan kröfðust ræningjarnir
þess að fá að fara óhultir úr landi.
Þeir kröfðust þess að fá bifreið til
umráða, tvær byssur og tvær
milljónir franka í lausnargjald
fyrir gísiana.
Eftir mikið þref féllst lögreglan
á að afhenda þeim bifreið og
helming lausnargjaldsins sem
þeir kröfðust, en þeir fengu ekki
byssurnar.
Þá komu ræningjarnir út, ýttu
gíslunum á undan og miðuðu á þá
byssunum. Þeir tóku konurnar
með sér i bilnum, sem hvarf á
ofsahraða.
Síðan hófst æðisgenginn
eltingarleikur um götur Parísar.
Ekki leið á löngu þar til tiu
lögreglubílar tóku þátt í eltingar-
leiknum. Þeir höfðu þó ekki roð
við bíl ræningjanna þótt þeir
ækju á 140 km hraða enda var það
sportbíll af gerðinni Alfa Romeo
en konurnar fundust heilar á húfi
og bíllinn tómur.
STYRK
FAGNAÐ
Einkaskeyti frá AP.
London, 28. febrúar
FORSVARSMENN sjávarútvegs-
ins i Bretlandi hafa fagnað þeirri
ákvörðun stjórnarinnar að
styrkja fiskiskipaflotann með 6,25
milljónum punda vegna aukins
eldsneytiskostnaðar og lækkunar
á fiskverði, en viðbrögð þeirra
lýsa varkárni.
Talsmaður brezka togarasam-
bandsins sagði að ákvörðunin
væri ,,mjög gleðileg" en tók fram
að hún drægi aðeins úr sársauk-
anum og læknaði ekki sjúkdóm-
inn. Hann taldi að með þessum
styrk fengi sjávarútvegurinn
aðeins viðbótarfrest til að ráða
fram úr vandamálum sínum.
Hann benti á að kostnaður við
útgerð togara frá Norður-
Englandi næmi 1200 pundum á
dag að meðaltali en hagnaðurinn
sem þeir skiluðu væri aðeins 900
pund að meðaltali.
sem rænt var í Vestur-Berlín, barst vest-
ur-þýzkri fréttastofu frá mannræningjun-
um. A spjaldinu framan á honum stendur:
„Peter Lorenz, fangi hreyfingarinnar 2.
Ræningjar Lorenz
fá kröfu framgengt
2 föngum sleppt en 6 öðrum ekki
Vestur-Berlín,
28. febrúar. Reuter.
GENGIÐ verður að kröfu ræn-
ingja Peter Lorenz, frambjóð-
anda kristilegra demókrata f
borgarstjórakosningunum f
Vestur-Berlín á sunnudaginn,
um að sleppt verði tveimur
föngum sem voru handteknir
eftir mótmælaaðgerðir vinstri
sinna í Vestur-Berlín í nóvem-
ber að sögn lögreglunnar f
kvöld.
Hins vegar höfðu ræningj-
arnir einnig krafizt þess að sex
aórir stjórnleysingjar yrðu
látnir lausir og sett fram fleiri
kröfur sem lögreglan í Vestur-
Berlin minnist ekki á. Þó boð-
aði hún nánari tilkynningu um
málið siðar i kvöld.
Fangarnir tveir verða látnir
lausir kl. 9 í fyrramálið. Hinir
fangarnir sex sem ræningjar
Lorenz vilja fá leysta úr haldi
voru dæmdir fyrir alvarlegri
afbrot, meðal annars sprengju-
árásir, morðtilraun og banka-
rán.
Helmut Schmidt kanslari fór
til skrifstofu sinnar í dag i
fyrsta skipti síðan hann veiktist
af lungnabólgu fyrir tólf
dögum og boðaði strax stjórn-
ina og formenn þingflokkanna
til fundar um rán Lorenz. Þeir
sátu á fundi um málið i allan
dag.
Ræningjarnir sem kalla sig
Télaga í „Hreyfingunni 2. júni“
hótuðu því í dag i bréfi til
fréttastofunnar DPA að myrða
Lorenz ef yfirvöld slepptu ekki
föngunum sem eru úr samtök-
unum sem eru kennd við
Baader og Meinhof.
Þeir krefjast þess enn fremur
að fá 20.000 mörk og fjögurra
hreyfla þotu til umráða til þess
að komast undan ásamt föng-
unum. Áður á að flytja fangana
með þotunni til Vestur-
Berlinar.
Ræningjarnir krefjast þess
að fyrrverandi borgarstjóri
Vestur-Berlinar, séra Heinrich
Albertz, verði með í þotunni.
Auk þess er þess krafizt að lög-
reglan hætti rannsókninni á
ráni Lorenz og ræningja hans.
Yfirvöldunum var gefinn 72
klukkutíma frestur til að ganga
að þessum kröfum. Að öðrum
kosti yrði Lorenz myrtur.
Til þess að sýna að Lorenz sé
heill á húfi hafa mannræningj-
arnir afhent fréttastofum mynd
af honum í haldi hjá sér. Þegar
myndin var afhent ásamt bréfi
hafði ekkert spurzt til Lorenz í
heilan sólarhring.