Morgunblaðið - 01.03.1975, Page 2

Morgunblaðið - 01.03.1975, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 Jón Ármann Héðins- son sat hjá við af greiðslu söluskatts einkasýningar á verkum slnum, bæði í Reykjavik, þar sem hún sýndi síðast fyrir um fjórum árum i Casa Nova — og úti á landi. Nýlega hélt hún einnig sýningu í Oslo, en hún hefur dvalið langdvölum í Noregi og var þar síðast um tveggja mán- aða skeið sl. vor, þar sem norska utanríkisráðuneytið bauð henni afnot af listamanna- íbúð ríkisins i Oslo, Statens Kunstnerlejlighet. Margar myndanna, sem hún sýnir nú í Hamragörðum eru frá þeim tíma. Þá tók Astríður þátt í Málverkasýning Astríðar Andersen í Hamragörðum I DAG, laugardag kl. 3 siðdegis, opnar Astrfður Andersen mál- verkasýningu í Hamragörðum við Hávallagötu. Sýnir hún þar um fimmtfu olíumálverk. Astriður hefur áður haldið samsýningu i New York I des- ember sl., í Gallerie Inter- nationale á Madison Avenue. Olíustyrkur kr. 8.200.oo: 50% hærri til elli- og örorkulífeyrisþega KRUMVARP til laga um ráðstaf- anir vegna snjóflóða í Neskaup- stað og fjáröflun til Viðlagasjóðs var afgreitt sem lög frá Alþingi í Fámennur fundur 1 Morgunblaðinu i gær er birt mynd af kvöldfundi í neðri deild Alþingis með myndskýr- ingu þess efnis, að fundarefnið hafi verið fundarslitin ein, enda aðeins fjórir þingmenn viðstaddir, auk deildarforseta. Af þessu tilefni þykir rétt að skýra frá því, sem raunar mátti lesa á milii lína i mynd- skýringu, að þessi fundur var boðaður i þeirri trú, að viða- mikil þingmál, er vóru i und- 1 irbúningi i þingflokkum og nefndum þingdeilda, yrðu til- tæk dagskrármál á kvöldfund- inum. Svo varð ekki og var flestum þingmönnum kunnugt um, að aðeins lá fyrir að fram- fylgja formsatriði á kvöldfund- inum, þ.e. að slíta fundi, sem hafði verió frestað fyrr um daginn. Fámenni fundarins átti rætur f þeirri vitneskju. Þykir rétt að þetta komi fram sem og, að fréttamanni var ekki um þetta kunnugt, er myndskýring var skrifuð, og að stjórnarandstaðan hafði beðið um frestun fundarins. Andenœs jarðsettur Osió, 28. febr. NTB. UTFÖR Tönnes M. Andenæs þingmanns er fórst f járn- brautarslysinu í síðustu viku var gerð í dag frá Haslum- kapellu f Bærum. Auk fjölskyldu, ættingja og vina hins látna mættu við út- förina forseti Stórþingsins, forsætisráðherra, kirkju- og mcnntamálaráðherra og marg- ir vinir og starfsbra'ður Andenæs úr Stórþinginu. Agnar Klemenz Jónsson, sendiherra Islands í Osló lagði blómsveig að leiði hins látna frá íslenzku ríkisstjórninni með hlýrri þökk fyrir skilning hans á málefnum Islands og baráttu hans i þágu Islands. -ÞETTA ER KOM(POTr HREIHA VITLEysu! efri deild i gær. Fjáröflunarleið frumvarpsins, 2% álag á sölu- skattsstofn (í stað 1% áður) i 10 mánuði, var samþykkt með 17 at- kvæðum gegn 1, einn sat hjá og einn var fjarverandi. Þrír þing- menn Alþýðubandalagsins: Helgi F. Seljan, Ragnar Arnalds og Stefán Jónsson greiddu þessum frumvarpslið atkvæði, eftir að breytingartillögur höfðu verið felldar, en Geir Gunnarsson greiddi atkvæði gegn honum. Stendur þá þingflokkur Alþýðu- bandalagsins allur, utan tveir þingmenn, Eðvarð Sigurðsson og Geir Gunnarsson, ásamt þing- mönnum stjórnarflokkanna, að samþykkt frumvarpsins. Það vakti athygli við afgreiðslu málsins, að einn þingmaður Framsóknarflokksins, Steingrím- ur Hermannsson, flutti á lokastigi þess skriflega breytingartillögu, sem gekk þvert á frumvarp stjórnarinnar, þ.e. lenging á gild- istima 1% viðlagasjóðsálags á söluskattsstofn til ársloka 1976 í stað 2% álags til 10 mánaða. Til- laga hans var felld að viðhöfðu nafnakalli með 13 atkvæðum gegn 7. Að tillögu sinni felldri, greiddi hann á sama hátt og þing- menn Alþýðubandalagsins, að breytingartillögum þeirra fölln- um, atkvæði með frumvarpi stjórnarinnar. Þá vakti það ekki síður athygli, að hvorugur þingmanna Alþýðu- flokksins í efri deild greiddi at- kvæði gegn frumvarpinu, þrátt fyrir það sem á undan var gengið i neðri deild: Jón Armann Héðins- son sat hjá og Eggert Þorsteins- son var fjarverandi. SJALFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík efna til fundar um efnahagsráðstafanir rfkisstjórn- arinnar mánudaginn 3. marz n.k. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verða frummælendur á fundin- um, sem haldinn verður í Glæsi- bæ og hefst kl. 20.30. I upphafi fundarins munu Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, Matthías A. Mathiesen fjármála- ráðherra, Matthias Bjarnason sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og félags- málaráðherra stuttar framsögu- ræður um efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar. Að loknum ræðum ráðherranna verða frjáls- ár umræður og ráðherrarnir Æskulýðsdagur kirkjunnar á morgun ARLEGUR æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar er á morgun. Að þessu sinni er yfirskrift dagsins „Fjölskyldan". I fréttatilkynningu frá æsku- lýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar segir að markmiðið sé að benda á, að Kristur sé það afl, sem varðveitt geti heiir.ili og fjölskyldu í nú- timaþjóðfélagi. Sérstakar guðsþjónustur í til- efni dagsins verða í flestum kirkj- um landsins og er þess vænzt, að fjölskyldur fjölmenni og geri dag- inn að hátíðis- og fjölskyldudegi. Æskulýðsstarf kirkjunnar gengst fyrir samkomu í Bústaða- kirkju á sunnudagskvöld og hefst hún kl. 22. Þar mun biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson sitja fyrir svörum og svara spurn- ingum samkomugesta og Árna Gunnarssonar, fréttamanns. Þá er hljómsveitarleikur í „poppstíl" og kórsöngur á dagskránni. STJÓRNARFRUMVARP um ráðstafanir til að draga úr áhrifum oliuverðshækk- unar á hitunarkostnað íbúða var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær i neðri deild. Frumvarpið gerir ráó fyrir því, svo sem munu svara fyrirspurnum fund- armanna. Morgunblaðið hefur áður greint frá, að olíustyrkur hækki í 8.200 kr. á íbúa, er búa við olíuupphitun (timabilið l/3’75 til l/3’76 en verði50% hærri til elli- og örorkulífeyrisþega. Þá er einnig gert ráð fyrir fjárframlagi til rafveitna, er framleiða raforku með dieselolíu, og til Orkusjóðs, til jarðhitarannsókna og hitaveituframkvæmda. Tekjustofn frumvarpsins er framlenging 1% gjalds á söluskattsstofn, sem upp var tekið i tíó fyrri ríkis- stjórnar. Allmargar breytingartil- lögur komu fram við frum- varpið í neóri deild en voru allar felldar. Frumvarpið var samþykkt í deildinni, sem lög frá Alþingi, með 32 samhljóða atkvæðum. „Fiskvinnslan stendur undir rekstri togaranna — segir Brgnjólfur á Ögra, aflahœsta skipinu EINS OG fram hefur komió I fréttum var skuttogarinn Ögri aflahæsta skip togaraflotans á sfðasta ári og nam heildarafla- verðmæti skipsins um 140 milljónum króna. Skipstjórinn á Ögra hefur frá upphafi verið Brynjólfur Halldórsson, en skipið kom hingað til lands I desember 1972. Blm. átti stutt samtal við Brynjólf um það leyti, sem Ögri lét úr höfn í gær. Hann sagði, að á árinu hefði skipið landað nitján sinnum, þar af fjórum sinnum erlendis. Þegar við inntum Brynjólf eftir söluhorfum erlendis, sagði hann að nú væri helzt að selja í Bretlandi, þar sem Þýzkalands- markaðurinn væri nú lokaður íslenzkum skipum, en þar hefði sér reynzt bezt að selja áður. Um sölur í Belgíu sagði Brynjólfur, að enda þótt þar mætti fá allgott verð fyrir fisk- inn væru þar of margir milli- liðir, sem vildu fá sneið af kök- unni, þannig að sölur þar væru ekki mjög fýsilegar. Hins vegar sagði Brynjólfur, að þegar munurinn á fiskverði hér og ytra væri hafður í huga væri ekki að undra, að menn vildu fremur selja erlendis, — það væri ólíkt að landa þorski hér og fá 30—40 krónur fyrir kílóið í staðinn fyrir 110 krónur úti og meira eftir gengisbreyt- inguna. Brynjólfur sagði aug- ljóst, að grundvöllur togaraút- gerðar væri nú mjög bágborinn og raunverulega væri það fisk- vinnslan, sem stæði undir rekstri togaranna. Hann sagðist álíta, að rekstur þeirra togara einna gæti borgað sig þar sem fyrirtækin væru með fisk- vinnslu jafnframt. Brynjólfur Halldórsson, skip- stjóri á ögra. Brynjólfur lét vel af skipi sínu, og sagði að ekkert hefði gengið úrskeiðis frá upphafi þegar undanskilin væri smá- bilun í rafölum, en hún hefði stafað af mannlegum mistökum í landi. Aður en Brynjólfur tók við Ögra ýar hann stýrimaður á Sigurði í sjö ár, og þegar við spurðum hann um múninn á vinnu og atlæti um borð í skut- togara og síðutogara, sagði hann, að það væri áreiðanlegt, að enginn, sem hefði einu sinni verið á skuttogara myndi fara aftur á síðutogara, enda hefðu mannaskipti svo til engin orðið á ögra frá upphafi. Við spurðum Brynjólf um aflahlut manna á skuttogurum, og sagði hann að meðalafla- hlutur háseta á Ögra á síðasta ári hefði verið um 1500 þúsund krónur, eða 120—130 þúsund krónur á mánuði. Þegar við spurðum Brynjólf hvar hann ætlaði að byrja að leita fyrir sér að þessu sinni, sagði hann: „Úti fyrir Vesturlandi. Það er um að gera að ná honum áður en hann fer inn á grunnið til bátanna." Ráðherrar ræða aðgerðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.