Morgunblaðið - 01.03.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975
3
0 Þingfararkaupsnefnd Al-
þingis og skrifstofustjóri
Alþingis héldu fund með
fréttamönnum í gærdag, þar
sem gerð var grein fyrir kaupi
og kjörum alþingismanna.
Alþingismenn taka laun sam-
kvæmt B-launaflokki í kjara-
samningum ríkisstarfsmanna í
samræmi við lög um þingfarar-
kaup frá 1971. Að fengnu áliti
fjármálaráðuneytisins var
alþingismönnum skipað í
launaflokk B-6 frá og með 1.
janúar 1974. Mánaðarlaun
alþingismanns eru samkvæmt
þvl kr. 117.421. Auk þess fá
þingmenn eftirtaldar greiðslur
samkvæmt ákvörðun þingfarar-
kaupsnefndar:
^ Þingmenn, sem búsettir eru
úti á landi fá húsaleigustyrk,
sem nemur allt að kr. 23.000.
Þingmenn kjördæma utan
Reykjavíkur, sem eiga lög-
heimili í Reykjavík fá ekki
þennan styrk. Styrkurinn er
einvörðungu greiddur um þing-
tfmann.
0 Þingmenn, sem búsettir eru
utan Reykjavíkur, fá fæðispen-
inga, sem nema 1140 kr. á dag.
Greiðslur þessar miðast ein-
vörðungu við þingtímann.
Þingmenn, setn hafa fastan
starfa i Reykjavík fá ekki
þennan styrk, þó að þeir eigi
lögheimili utan Reykjavíkur.
Ráðherrar fá ekki þennan
styrk.
0 Þingmenn fá greiddar kr.
200 þúsund til ferðalaga í kjör-
dæmi. Þeunan styrk fá þing-
menn Reykjavíkur til jafns við
aðra þingmenn. Þingmenn fá
endurgreiddan ferðakostnað til
og frá þingi. Þeir fá ennfremur
greiddar 24 ferðir á ári til og
frá kjördæmum sinum. Loks fá
þeir greitt afnotagjald eins
síma, umframgjöld og lang-
linusfmtöl.
Sverrir Hermannsson, for-
maður þingfararkaupsnefndar,
stjórnaði fundinum, en auk
hans sátu hann Helgi Seljan,
Sigurlaug Bjarnadóttir, Ingvar
Gislason, Friðjón Þórðarson,
Eggert G. Þorsteinsson og Frið-
jón Sigurðsson, skrifstofustjóri
Alþingis. Sverrir Hermannsson
sagði, að tilefni fundarins væri
það, að alþingismenn hefðu
verið i sviðsljósinu vegna kaup-
og kjaramáia sinna. Þingfarar-
kaupsn^fnd vildi með þessum
fundi ganga hreint til verks og
gefa allar upplýsingar, þó að
aldrei hafi ríkt nein leynd um
kjaramál þingmanna og skrif-
stofustjóri Alþingis hefði ávallt
veitt allar upplýsingar þar um,
ef eftir því hefði verið óskað.
AUKAGREIÐSLUR
HÆKKUÐUUM 20%
Sverrir Hermannsson sagði
aðspurður um hlutverk þing-
fararkaupsnefndar, að hún
hefði það verk með höndum að
lita á breyttar forsendur og
taka afstöðu til nýrra ákvarð-
ana varðandi kjörin. Bein laun
færu eftir kjarasamningi rikis-
starfsmanna, nefndin tæki því
afstöðu til ferðakostnaðar, dag-
peninga og húsaleigustyrks.
Nefndin hefði sl. haust ákveðið
20% hækkun á þessum auka-
greiðslum. Þrátt fyrir 40 til
50% verðbólgu hefði nefndinni
ekki þótt rétt að hækka greiðsl-
urnar meira.
Þá sagði Sverrir Hermanns-
son, að nefndin væri sammála
um að launakjör þingmanna
Frá fundi þingfararkaupsnefndar með biaðamonnum i gæraag. lano ira vmstri: Helgi Seljan, Friðjón
Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, Sigurlaug Bjarnadóttir, Sverrir Hermannsson, formaður þing-
fararkaupsnefndar, Ingvar Glslason, Friðjón Þórðarson og Eggert G. Þorsteinsson.
Blaðamannafundur þingfararkaupsnefndar:
Húsaleigustyrkir og fæðispeningar
landsbyggðarþingmanna duga ekki til
Aukagreiðslur tQ þingmanna
hækkuðu um 20% sL haust
væru góð. Alþingismenn hefðu
áður fyrr haft sultarlaun, þegar
þeir urðu að afla tekna með
störfum utan þingsins. Að því
væri eindregið stefnt, að þing-
mennskan yrði fullt starf. Al-
þingismenn gegndu þó ráð-
herraembættum og ýmsum öðr-
um pólitiskum störfum, sem
þeir ættu að gegna.
Friðjón Sigurðsson, skrif-
stofustjóri Alþingis, upplýsti
því næst, að embættismenn, er
sætu á Alþingi, fengju greidd
skert embættislaun. Sú skerð-
ing næmi frá 30% til 40% eftir
aðstæðum.
KJARADÖMUR
AKVEÐI LAUN ÞINGMANNA
Eggert G. Þorsteinsson sagði,
að Alþýðuflokkurinn hefði rætt
þetta mikið. Það væri ekkert
launungarmál, að hann teldi
það vera veikasta hlekkinn, að
þingmenn tækju sér sjálfir
laun. Þingflokkur Alþýðu-
flokksins hefði þvi lagt til, að
kjaradómur yrði látinn skera
úr um laun þingmanna. Sú hug-
mynd hefði fengið góðar undir-
tektir.
Friðjón Þórðarson sagði, að
þingmenn hefðu ekki búið við
nein sældarkjör . áður fyrr.
Aðalbreytingin i þessu efni
hefði orðið 1971. Frá þeim tima
hefðu aiþingismenn haft góð
lauh. Það væri dýrt fyrir al-
þingismenn utan af landi að
halda tvö heimili. Avallt yrði
erfitt að gæta fyllsta réttlætis
varðandi aukagreiðslur. Ymis-
legt mætti lagfæra í þeim efn-
um. Takmarkið væri að halda
uppi góðum kjörum, en gæta
þess jafnframt, að þau væru
sanngjörn.
RUGLINGUR
MORG UNBLAÐSINS
Helgi Seljan sagði, að það
væri e.t.v. viðkunnanlegra að
láta kjaradóm ákveða launin.
En sin skoðun væri sú, að það
fyrirkomulag myndi jafnvel
leiða til betri kjara. Þá sagðist
hann vilja andmæla ruglingi
þeim, sem fram hefði komið hjá
blaðamanni Morgunblaðsins
varðandi hlunnindi þing-
manna. Menn yrðu að gera sér
grein fyrir því, að þingmenn,
sem byggju úti á landi þyrftu
að halda tvö heimili. Að því er
hann sjálfan varðaði, hefði
húsaleigustyrkurinn aldrei náð
þvi, sem hann hefði þurft að
greiða i leigu í Reykjavík og
mismunurian hefði farið upp í
6000 krónur á mánuði. Þegar
hann hefði búið á hóteli hefðu
fæðispeningarnir ekki dugað að
hálfu. Þingmenn veröu til
ferðalaga miklu hærri upphæð-
um en ferðastyrknum næmi.
En sin skoðun væri þó sú, að
þeir væru ekkert of góðir að
borga aðeins með sér. Aðspurð-
ur, hvort hann gerói ekki grein-
armun á fæðispeningum þing-
manna, er búsettir væru i
næsta nágrenni Reykjavíkur og
þeirra, sem byggju úti á landi
sagði hann jú, en á hitt væri að
lita að margir þingmenn eins og
t.d. fjárveitingarnefndarmenn
væru oft mjög önnum kafnir í
Reykjavik og gætu því ekki
borðað heima hjá sér.
Ingvar Gislason sagði, að
menn yrðu að gera sér grein
fyrir því, að ærinn kostnaður
væri samfara þingmannsstarf-
inu. Það væri ekkert nýtt, að
dvalar- og ferðakosnaður væri
greiddur fyrir þingmenn utan
af landi.
Framhald á bls. 18
TÝR — nýja varðskipió í
Árósum og á minni mynd-
inni má sjá Guðmund
Kjærnested, skipherra,
sem hefur haft eftirlit með
smíðinni undanfariö fyrir
hönd Landhelgisgæzlunn-
ar.
Seinkar reynslusiglingu Týs
vegna verkfalla í Arósum?
TYR — hið nýja varðskip
fslenzku landhelgisgæzlunnar,
sem nýlega var hleypt af stokkun-
um f skipasmíðastöðinni í Arós-
um, átti að fara í reynslusiglingu
í dag. Raunar leit í gær illa út
með að orðið gæti af reynslu-
siglingunni i dag, þar eð verka-
menn við skipasmíðastöðina
gerðu verkfall í gær til að mót-
mæla aðbúnaði á vinnustað.
Stendur enn í stappi milli for-
ráðamanna fyrirtækisins og
verkamannanna, og ekki var full-
Ijóst í gærdag hvort hægt yrði að
láta verða af reynslusiglingunni í
dag með aðstoð verkfræðinga og
lærlinga við skipasmfðastöðina.
t tilefni af reynslusiglingunni
hefur danska skipasmfðastöðin
boðið til sín fulltrúum 25 fyrir-
tækja, sem lagt hafa til efni og
tæki í skipið. Einnig verða við-
staddir fimm menn frá íslenzku
landhelgisgæzlunni með Guð-
mund Kjærnested f fararbroddi.
broddi.
Verkföll hjá dönskum skipa-
smíðastöðvum á síðasta ári eru
meginorsök þess að afgreiðslu á
varðskipinu hefur seinkað um tvo
mánuði.
Ráðherra um zetuna:
„Ekki á ákvörðun-
arstig ennþá”
1 TILEFNI áskorunar 100 Islend-
inga til menntamálaráðherra um
að hann felli úr gildi breytinguna
sem gerð var á fslenzkri stafsetn-
ingu 1974, þar sem zeta var m.a.
Reykjanes-
kjördæmi
t . /
GUÐMUNDUR H. Garðarsson,
alþm. mun flytja ræðu um kjara-
mál og stjórnmálaviðhorfið á
stofnfundi launþegaráðs Sjálf-
stæðisflokksins í Sjálfstæðishús-
inu f Hafnarfirði kl. 14.00 í dag.
Eru launþegar f Reykjaneskjör-
dæmi hvattir til þess að fjöl-
menna á stofnfundinn.
afnumin f opinberu ritmáli, átti
Mbl. f gær samtal við Vilhjálm
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra. Ráðherrann sagði:
„Ég hef fengið þetta skjal í
hendur fyrir nokkru og lesið það
með mikilli eftirtekt en hef lítið
meira getað sinnt erindinu vegna
anna við lausn efnahagsmála að
undanförnu. Ég hafði nú reyndar
íhugað þetta mál nokkuð gaum-
gæfilega áður en áskorunin barst
mér, enda liggur fyrir samþykkt
Alþingis um sama efni, og langar
mig í þvi sambandi að það komi
fram, að hér er ekki um zetuna
eina að ræða, heldur fleiri atriði,
t.d. varðandi stóran staf og lítinn.
En málið er ekki komið á ákvörð-
unarstig af minni hálfu ennþá.“
Siglfirðingar fá
rækjuveiðileyfi
SJÁVARÚTVEGSRÁOUNEYTIÐ hef-
ur veitt tveimur bátum frá Siglufirði
leyfi til rækjuveiða við Grímsey og
Kolbeinsey, en þar hefur einn bátur
frá Dalvik verið á tilraunaveiðum um
hríð og fengið góðan afla af af-
bragðsgóðri rækju, þeirri beztu sem
veiðist hér við land. Verður rækjan
unnin á Siglufirði. Umræddir bátar
heita Berglind og Jökultindur.