Morgunblaðið - 01.03.1975, Síða 4

Morgunblaðið - 01.03.1975, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL T2 21190 21188 Athyglis- verð erindi og fögur tónlist hvern sunnudag kl. 5 í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti 19. Steinþór Sunnudaginn 2. mars flytur Steinþór Þórðar- son erindi sem nefnist: SYNDIN SEM GUÐ GETUR EKKI FYRIRGEF- IÐ Árni Mikill söngur og tónlist i umsjá Árna Hólm. Allir velkomnir Að finna til sem heild Oftar en skyldi ber meira á sundurlyndi en samheldni fs- lendinga. Þær stundir koma þó f þjóóarsögunni að landsfólkið finnur til sem heild, að sam- hljómur kviknar í þjóðarsál- inni. Þessi samhugur segir ekki sfzt til sfn á örlagastundum, þegar hið neikvæða í náttúru landsins lætur sverfa til stáls og fer eldi eða ís um byggðir þess. Þannig fundu einstakling- arnir til sem þjóð, er jarðeidur fór um Heimaey og snjóflóð um Neskaupstað. Heit Alþingis, að heildin skyldi að fullu bæta allt það tjón, sem í mannlegu valdi stæði að bæta, átti hljómgrunn hjá þjóðinni allri. Og raunar hefur vegur Alþingis f vitund almennings sjaldan verið meiri en þá, er þingmenn sneru bök- um saman f þeirri afstöðu. Öllum var og er ljóst, að slfkri heitstrengingu fyfgir sú skylda að afla fjármuna til efndanna. Sú leið, sem þótti nærtækust f tfð fyrri rfkis- stjórnar, vegna endurreisnar f Vestmannaeyjum, var hækkun söluskatts, og sú leið, sem enn er farin, vegna Neskaupstaðar, er hin sama. Að bregðast þegar á hólminn er komið Frumvarp til laga um 2% viðlagagjald á söluskattsstofn (f stað 1 % áður), til 10 mánaða, er nú til meðferðar á Alþingi. 32% þessarar tekjuöflunar skal renna til Norðfjarðardeildar Viðlagasjóðs og 68% til að mæta skuldbindingum Viðlaga- sjóðs vegna eldgossins f Vest- mannaeyjum. Er hér er komið sögu bregðast þingmenn Alþýðuflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstrí manna skyldu sinni að tryggja á örugg- an og ábyrgan hátt fjáröflun til að standa við fyrirheit þings- ins. Það vekur hins vegar athygli, að þrátt fyrir deildar meiningar um fjáröflunarleið f þessu efni, greiða flestir þing- menn Alþýðubandalagsins atkvæði með söluskattshækk- un, ásamt þingmönnum stjórnarliðsins. Þingmenn Alþýðubandalagsins sýna f þessu máli fulla ábyrgðartil- finningu en Alþýðuflokkurinn bregzt, að þvf er virðist af mið- ur skiljanlegum hvötum. Fjárþörf Viðlagasjóðs nú — og um hana eru ekki skiptar skoðanir — er 1100 milliónir vegna skuldbindinga varðandi Vestmannaeyjar og a.m.k. 500 milljónir vegna Neskaup- staðar. Það er óraunhæft og hrein sýndarmennska að full- yrða, að þessum fjármunum megi ná með sparnaði í ríkisút- gjöldum þegar þess er gætt, að skera þarf niður fjárlög yfir- standandi árs um allt að 3700 milljónir af öðrum óumflýjan- legum ástæðum. Afstaða Alþýðuflokksins f þessu máli er afstaða „Iftilla sanda og Iftilla sæva“. Allt tal um „þröng kjördæmissjónar- mið“, þegar efna á samheit þings og þjóðar, er fyrir neðan virðingu þingmanna. Eingetið afkvæmi Aður en lög voru sögð fram á árdegi þjóðveldis á Þingvöll- um, rfktu lagaboð um frum- skyldur sveitarfélaga á tslandi. Þau lög voru fyrstu vfsar trygg- ingakerfis með norrænum mönnum. Þar var kveðið á um bótaskyldu samþegna sveitar- félags, er hfbýli brunnu eða búpeningur féll, þá skyldu allir bæta. Varanlegur Viðlagasjóður, vegna náttúruhamfara, sem nú er að stefnt, er þvf f fullu sam- ræmi við hina fyrstu löggjöf f landinu. Ekki þarf að efast um að slfk löggjöf er f samræmi við þjóðarvilja. Og sú breyting á lögunum um Viðlagasjóð, sem vfkkar út starfssvið hans, vegna snjóflóða f Neskaupstað og annarsstaðar f landinu nú f vetur og skref í þessa átt og mætir skilningi manna. Sú afstaða, að samþykkja bótaskyidu þar til kemur að skuldadögum, en skerast þá úr leik er furðuleg, ekki sfzt af hálfu þess stjórnmálaflokks, sem á hátfðis- og tyllistundum telur tryggingalöggjöf f Iand- inu eingetið afkvæmi sitt. ORÐ í EYRA Af sjómenntamönnum Heldur þött'i manni nú lágt risið á ráðamönnum þegar þeir hleyptu meiraðseigja nafna mfnum Hafstein inní það allra helgasta á Kjarvalsstöðum í al- gjöru trássi við gáfaða, lærða og smekkvísa sjónmenntamenn og snillfnga. — Það á greini- lega ekki úr að aka fyrir lands- feðrum vorum þessa útmánuði: Fyrst loka þeir sjálfu Þjóðleik- húsinu fyrir norræna pólitf- kusa. Jafnvel Jökull og Sjeik- spír verða að þoka úr kómedíu- húsi sínu. Og sfðan hafa þeir að eingu smekkvfsi, dómgreind og sjónmenntun og hleypa einum sjálfmenntuðum tómstunda- málara inná gafl þarsem eingir ættu að fá að heingja myndverk sfn aðrir en þeir sem skynja lögmál og spennu myndflat- arins, ásamt með innri bygg- fngu í skúlptúr og hreyfilyst. 1 þessari umræðu (Nú tókst mér aldeilis upp. Ekki hefði verið par gáfulegt að nota fleir- tölu einsog f gamladaga) Já, í þessari umræðu bólar náttúr- lega ekki á viti hjá þeim sem ekkert slfkt hafa til að láta bóla á. Við mennfngarvitar og sénf erum á hinn bóginn svo stút- fullir af þekkfngu á lystum að míkið má ef einkvur okkar kafnar ekki f mannviti einsog Kvasir sálugi fyrir margt laungu. Sumir gætu jafnvel sprúngið f loft upp; þvf svo mfkið af samanþjöppuðum loft- tegundum býr innifyrir. Það er nefnilega alveg klárt mál að gifsklessur og hey- tuggur, byggðar á þeirri alvöru f myndverkinu sem einkennir sanna lyst, svo og samþjöppuð myndgerð í knöppu formi, skaphituð f frjórri lystamanns- hendi, eru þau verk sem blíva hvað sem hvur segir. Og slfk verk ein, ásamt með klass- fskum olfuverkum á striga og gosverkum, eiga þar fyrir skilið að komast á stefnumót við lyst- glaða áhorfendur uppá Mikla- túni. Og seigir ekki hin einfaldasta skynsemi manni að aungvir menn beri betra skinnbragð á lyst, einkum og sérflagi góða lyst, en höfundar hennar sjálf- ir sem að sjálfsögðu eru nátt- úrusénf eða sjónmenntaðir f úttlandinu? — Nema hvort- tveggja sé. Nær allir unglingar 1 sumarvinnu - Fimmti hver vinnur með skólanum FIMMTI hver unglingur hefur launað starf að vetrinum með skóla og sumarvinna er feiki- iega útbreidd. Allur þorri ungl- inga stundar launaða vinnu yfir sumarið eða 87.9% af þeim sem þátt tóku f könnun, sem nokkrir félagsfræðinemar unnu undir stjórn Þorbjarnar Broddasonar fyrir Reykja- vfkurborg. Var meginhluti þeirra 1405 unglinga, sem þátt tóku í könnuninni sumarið 1973, virkir þátttakendur í at- vinnulífinu og hafa að því leyti mikla sérstöðu, séu þeir bornir saman við jafnaldra sína í nálægum löndum. Nánast allir, sem spurðir voru, ætluðu að vinna á komandi sumri, og tæp- ur helmingur var þá um vetur- inn búinn að fá starf. En þarna var um að ræða unglinga, sem fæddir voru 1957—60. I þessari könnun kom m.a. fram að unglingarnir vinna mest verkamannavinnu ýmis- konar eða 31,2%, afgreiðslu- störf 22,5%, barnagæzlu og húshjálp 11,9% og sendlastörf 11,9%. Blaðburður er al- gengastur hjá yngsta hópnum, þeim sem fæddir eru 1960, en hverfur alveg eftir næstyngsta hópinn. Hjá stúlkunum var oft um að ræða helgarvinnu í sjoppum. Þær virðast vaxa upp úr barnagæzluhlutverkinu um það leyti sem skólaskyldu lýkur og afgreiðslustörfin taka við. Athyglisvert er að hópur stúlknanna er fámennari í öllum aldursflokkum nema hinum elzta, sem bendir til að fremur sé haldið aftur af stúlkunum en piltunum framan af. Athygli vekur munurinn mílli kynja. Stúlkurnar ætla næstum upp til hópa að vinna utan heimilis i framtiðinni og skera sig liklega áð því leyti mjög frá kynsystrum sínum af næstu kynslóð á undan. (Nú mun rúmur helmingur kvenna vinna úti). Samt sem áður setja þær sér markmið, sem eru mjög frábrugðin markmiðum pilt- anna, og staðfesta þannig trúnað við ríkjandi venjur. En sameiginlegt er piltum og stúlkum að sneiða alveg hjá verkamannavinnuflokknum. Sumarvinnu stunduðu 87,9% unglinganna, sem spurðir voru, sumarið áður og í efri aldurs- flokkunum eru unglingar, sem ekki vinna fyrir kaupi yfir shmarið, hreinar undantekn- ingar. Gildir það jafnt um pilta og stúlkur. Þótt finna megi sums staðar mun i vinnuhlut- falli milli starfsflokka feðra, þá virðist hann tilviljanakenndur og ekki fylgja neinum ferli. Af þvi verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að starfsaðstaða föður ein sér hafi engin áhrif á það hvort unglingur vinnur launaða vinnu að sumri, segir í skýrslunni. Raunar virðist mega lita svo á, að sumarvinna unglinga sé svo ríkur þáttur íslenzkrar menningar, að það sé siðferðileg krafa hins félags- lega umhverfis hvers unglings, að hann fái sér vinnu að sumrinu. Ljóst er að mjög stór hluti hefur varið megninu af sumarleyfi sínu í vinnu. Þegar 'litið er á vinnuviknafjöldann með tilliti til starfsflokka feðra fæst sú athyglisverða niður- staða, að einna algengast er að yngri piltarnir, sem eiga feður við stjórnunarstörf eða lang- menntamenn, vinni í 11 vikur eða lengur, en ekki unglingar úr verkamannafjölskyldum, sem ætla mætti að hefðu meiri fjárþörf. Mikill hluti unglinga vinnur nálægt þvi fullan vinnu- dag og piltarnir öllu lengri en stúlkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.