Morgunblaðið - 01.03.1975, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975
5
Skiptar skoðanir um Jörund í Finnlandi:
SUHNUKVÖLD
Feróakynning!
Sagt frá hinum vinsæiu og ódýru Sunnuferðum.
Hinir heimsfrægu bresku sjónvarpsstjörnur
The Settlers skemmta.
STÓRBINGÓ — Vinningar eru 3 utanlandsferðir
AUSTURRÍKI — MALLORCA — KANARÍEYJAR
Vestmannaeyjum laugardaginn 1/3
Sjálfstæðishúsinu Akureyri
sunnudaginn 2/3 kl. 21.00
Hnífsdal mánudaginn 3/3 kl. 20.30
Sindrabæ, Hornafirði fimmtud 6/3 kl. 20.30
IMýja bíó, Keflavík föstudaginn 7/3 kl. 21.00
Akranesbió, Akranesi
laugardaginn 8/3 kl. 17.00
Hótel Sögu, Reykjavík
sunnudaginn 9/3 kl. 21.00
I SÓLSKINSSKAPI MED SVNNU
FERÐASKRIFSTDFAN SUNNA LÆKJARGÖTU 2 SÍMAR 16400 12070
' þú að missa
af þessum
kostakjörum
■— ■ ■■ ■ \#i vai vlii ai
jakkafötum,
kum jökkum,
leðurjökkum,
kuldaflíkum
dömu
og herra,
blússum,
pilsum,
skyrtum,
bolum
o.m.fl.
50—70%
afsláttur
KARNABÆR
Utsölumarkaöur Laugaveg 66
N „ÞIÐ munið hann Jörund"
eftir Jónas Árnason var frum-
sýnt á Wasa Teater í Wasa í
Finnlandi sl. Faugardag. Höfund-
ur var sjálfur viðstaddur sýn-
inguna og raunar komu Is-
lendingar mjög við sögu þess-
arar sýningar. Borgar Garðars-
son sem dvelst F Finnlandi
annað árið í röð, lék Jörund
sjálfan auk þess sem hann var
aðstoðarleikstjóri. Búningar eru
aftur á móti eftir eiginkonu
Borgars, Grétu Þórsdóttur, en
hún stundar nám i leikbúninga-
teikningu í Konstindustrella hög-
skolan F Helsinki. Leikstjóri er
Kirstin Olsoni, annar tveggja
leikhússtjóra Wasa Teater, en
hinn leikhússtjórinn fer með
hlutverk Trampe greifa í
Jörundi. Inger Pálsson þýddi
leikinn á sænsku. Leikhús f
Noregi og Danmörku hafa sýnt
áhuga á að fá þetta leikrit Jónas-
ar Árnasonar til sýninga.
Morgunblaðinu hafa borizt
tvær umsagnir um sýninguna. Er
önnur eftir Gunnil Lindroos í
Wasablaðinu, hin eftir Greta
Brotherus í Hufvudstadsblaðinu,
og kveður ekki við sama tón hjá
báðum.
Lindroos segir i upphafi um-
sagnar sinnar, að sýningin hafi
vakið mikla athygli fyrirfram,
mikið verið skrifað um uppruna
og baksvið verksins o.s. frv., og
því hafi menn jafnvel átt von á
því að verða fyrir svolitlum
vonbrigðum. „En þær áhyggjur
reyndust óþarfar. Jörundur upp-
fyllti vonir manna í einu og öllu.“
Síðan gerir hún grein fyrir efni
verksins, og segir svo: „Auðvitað
er það ekki aðeins textinn sem
var góður. Öll uppfærsla leikrits-
ins með Kirstin Olsoni, leikhús-
stjóra, sem hugmyndaríkan,
atorkusaman leikstjóra, olli þvi,
að áhorfendum var skemmt frá
upphafi." Rekur Lindroos einstök
atriði uppsetningarinnar, og segir
t.d.: „Að áhorfendasalurinn er
notaóur sem leiksvið, leikararnir
léku í salnum og áhorfendur
fengu hlutverk íslenzku þjóðar-
innar, lagði sitt af mörkum til að
gera þetta allt fjörugt og
grípandi."
Um frammistöðu einstaklinga
hefur Lindroos góð orð, og vekur
sérstaka athygli á búningum
Grétu Þórsdóttúr. „Ögerlegt er að
hæla einum leikara fremur en
öðrum, hver og einn var ómót-
stæðilegur í sínu hlutverki. Borg-
Frábærlega fjörug skemmtun
— klénn og ömurlegur farsi
Borgar Garðarsson f hlutverki Jörundar og Elise Ahlström f hlutverki
Dala-Völu.
ar Garðarsson sem Jörundur var
velviljaður og réttsýnn og um leið
dálítið bljúgur og fáfróður á af-
vopnandi hátt ...“ Sérstakt lof
fær þó Martin Kurten í hlutverki
Trampe greifa („Þegar (hann)
kom inn á sviðið sá maður engan
annan“).
Að lokum segir Gunnil Lindr-
oos að á þessari sýningu hafi tek-
izt það sjaldgæfa að fá finnska
áheyrendur til að syngja, og að
lokinni sýningu þegar Jónas
Árnason steig sjálfur upp á sviðið
til að stjórna fjöldasöng létu
áhorfendur ekki segja sér það
tvisvar.
Greta Brotherus er hins vegar
öllu neikvæðari í umsögn sinni i
Hufvudstadsblaðinu:
„Leikhússtjórapar Wasaleik-
hússins, Kirstin Olsoni og Martin
Kurtén, hefur reynzt traust i
verkefnavali. Nú hefur þeim að
mínu mati mistekizt. Hinni klénu
kómediu Jónasar Árnasonar,
Hundadagakónginum, verður gott
að gleyrna."
Síðar segir: „Efni verksins er i
sjálfu sér hugþekkt, en höfundur-
inn er alveg ráðalaus þegar til
þess kemur að skapa úr því leik-
þráð. Urmull af stuttum, mest-
megnis óverulegum farsabitum
hefur verið hrönglað upp með
miklu af lofti á milli. Undir lokin
verða orðin öllu fleiri og atburða-
rásin hægari."
„Eftir allar upplýsingarnar sem
maður fékk fyrirfram hafði ég
búizt við velþekktum írskum og
enskum lögum. En það var eins og
sett hefði verið stopp og tyggi-
gúmmi í lögin . . .“
Siðan segir Brotherus, að
Guillermo Michel hljómsveitar-
stjöri hafi gert sitt bezta með sex
manna hljómsveit, leiktjöld
Harry Öhmans hafi verið ævin-
týraleg og búningar Grétu Þóris-
dóttur fallegir. „Þrátt fyrir að
leikstjórn Kirstin Olsoni eigi
mörg skemmtileg augnablik þá
standa þau aðeins eftir sem ein-
staka ljósglætur i minni manns
eftir rúmlega þriggja tíma þunna
skemmtun."
Þá nefnir hún það sem henni
finnst bezt takast: Martin Kurtén
kostulegur, bumbumikill Trampe
greifi, sem eigi snilldarhreyfing-
ar í skylmingunum við Jörund.
Lasse Hjelt í nokkrum atriðum
sem Charlie Brown. „En hann
þurfti einnig að þola ósmekklega
ástarsenu með fallbyssu." Mynd-
rænt, skemmtilegt skuggamynda-
atriði, og Rune Bergman og Lenn-
art Snickars sem „dæmigerðir Is-
lendingar”. Og einnig oft Borgar
Garðarsson, þótt hlutverk hans
hafi ekki verið sérlega bitastætt.
Bezt hafi þó verið sú aðferð að
láta Hundadagakonunginn nota
hrognamálstúlk og Trampe tala
dönsku.
„Þrátt fyrir kómisk tilþrif af
þessu tagi skil ég ekki hvers
vegna leikhúsið leggur svona
mikið á sig fyrir svona ömurlegan
texta. Áhorfendur hlógu við öll
minnstu tækifæri sem til þess
gáfust," segir Greta Brotherus að
lokum.
Nýjung
Nú bjóðum við nýja þjónustu
4ra vikna megrunarnámskeið fyrir konur sem
vilja losna við 1 5 kg. eða meira. Læknir mun
gefa ráðleggingar á staðnum. Sérstakur matar-
kúr, vigtun, mæling, gufuböð og Ijós. Einnig er
hægt að fá sérstakt megrunarnudd. Öruggur
árangur ef viljinn er með. Leitið uppl. í síma
83295 ala virka daga kl. 1 3—22.
Júdódeild Ármanns,
Ármúla 32.