Morgunblaðið - 01.03.1975, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975
?
Sérslátta Seðlabankans, tveir silfurpenmgar, 500 og 1000 krónur Seðlabankinn selur þessa mynt til útlanda fyrir
5 700kronur.
Canada H3C 3L2. Skulu beiðnir
um gögn hafa borist fyrir 31. marz
næstkomandi og teikningar að
hafa borist nefndinni fyrir 31. maí
n.k. Vonandi verða einhverjir
fslenzkir listamenn til þess að taka
þátt í samkeppni þessari, en al-
þjóðleg dómnefnd mun veita 4
beztu úrlausnunum 1500 kana-
díska dollara í verðlaun.
Enn eru til sölu hjá Seðlabank-
anum 500 og 1000 krónu silfur-
peningarnir, sérunna sláttan frá
sfðastliðnu ári. Kostar settið í sér-
lega fallegri öskju 4000 krónur.
Ég yrði ekki hissa þótt þessir pen-
ingar hækkuðu fljótlega, en eftir
næst sfðustu gengislækkun fóru
þeir úr 3200 krónum og upp í
4000. Líklega hækka þeir því
fljótlega aftur. Þessir peningar eru
seldir af mörgum myndsölum um
allan heim og eru nú allmiklu
ódýrari hér heima en erlendis.
Mér hefir alltaf þótt þetta sett
mjög fallegt og ég vil benda á að
þetta er mjög frambærileg ferm-
ingargjof, en fermingar fara nú
brátt að hefjast.
og fleira
nefnilega bera of oft til, að drengir
komu á afgreiðslur blaða og tíma-
rita, á þessum árum, og tóku til
sölu blöð og tfmarit, en gleymdu
sfðan að skila andvirðinu. Var því
þessi skráning upp tekin og skfr-
teini og merki látin í té þeim, sem
viðurkenndir blaðasalar voru. Fyr-
ir þessu stóð Jón heitinn Pálsson
bankagjaldkeri, föðurbróðir Páls
ísólfssonar tónskálds. Upphaflega
voru gefin út 11 —12 merki. Ekki
er þó vitað hve mörg merki voru
gerð alls, líklega ekki fleiri en 30.
Eru þau úr silfri eða silfurhúðuð.
Fyrstu merkin munu hafa verið
gerð árið 1932. Félag blaðasölu-
drengja hélt á þeim árum fund eða
skemmtun einu sinni á ári, að
minnsta kosti, en þessi siður mun
fljótt hafa aflagast. Með tilkomu
félagsins og útgáfu skfrteinisins
og merkisins komst góð skikkan á
blaðasölumálin hér í höfuðstaðn
um. Standardinn hækkaði mjög,
frá því sem áður var. En það var
einmitt markmiðið með þessu öllu
saman. Þökk sé þeim sem að því
stuðluðu.
Ég hefi rekist á það í einum
tveimur erlendum blöðum, sem
skrifa um mynt og myntsöfnun, að
kanadfska Olympíunefndin hyggst
efna til samkeppni um hönnun
einnar seríu af kanadfsku Olym-
píumyntinni. Þetta er hönnun
sjöttu seríunnar — af sjö sem
nefndin hyggst láta slá. Þátt-
takendur geta verið frá öllum
þeim löndum, sem senda lið til
keppni á Olympíuleikunum í
Montreal árið 1976. Þeir, sem
áhuga hafa á að hanna þessa pen-
inga, geta skrifað eftir gögnum til:
Coin Design Competition, P.O.
Box 6323, Montreal, P.Q.,
Otti Sæmundsson blaðakóngur.
Myndin er tekin árið 1 939, sein-
asta daginn sem hann seldi blöð.
Blaðsölumerkið ber hann í
hægra jakkahorninu. Otti rekur
nú hjólbarðaverkstæði í Skip-
holti.
SKÍRTEINI.
'*///£■ /77// WS/7'
jfc, J//M)rt/t r/c////>7/^
yi/ / y*:. d ^ ^ st /4. / y.
/ /
hefir leyfi til blaðasölu í Reykjavík.
F.h. b.irnavcnulánwfinlar Rcvkjavíkin f
/ /
,.va// //•*// / ~ i
Skírteini Bjarna Guðmundssonar póstmanns. Skírteinið er númer 9, eins
og sjá má. Hallgrímur Jónsson, síðar skólastjóri, undirritar skírteinið
barna
ÞaS var fjölmennt á fundi Mynt-
safnarafélagsins á laugardaginn
var, um 80 manns. Fyrst voru
rædd félagsmál, sagt frá aðalfundi
og fleira. Á uppboðinu voru fyrst
boðnir upp nokkrir danskir eins-
eyringar frá þvl fyrir og um alda
mótin siðustu. Seldist aðeins einn
af 1 7 peningum, sem boðnirvoru.
Kóngaskiptapeningurinn frá 1906
fór á 2300 krónur, íslenzkir tvegg-
eyringar með kórónu 6 saman í
gæðaflokki 1-01 fóru á 800 og
1200 krónur (það voru 2 sett
eftir R AGNAR
B0RG
seld). Alþingishátlðarpeningar 3 I
original öskju, en nokkuð rispaðir
voru slegnir á 30 þúsund og 10
krónu gullpeningur, danskur, frá
1873 á 16.500 krónur. Eru þetta
allt mjög eðlilegir prlsar.
Merkið, sem á stendur „Blaða
sala barna" og mynd er af í sein-
asta þætti rifjaði upp endurminn-
ingar margra blaðasala. Hefi ég nú
fengið góðar upplýsingar um þetta
merki. Þessar upplýsingar hafa
veitt mér Bjarni Guðmundsson,
Otti Sæmundsson sem var blaða-
kóngur áratugarins milli 1930 og
1940, Ásbjörn Magnússon og
fleiri. Ennfremur fylgir hér mynd
af skirteini, sem blaðasöludrengir
þess tima fengu. Merkið mun hafa
verið gert til að auðkenna félaga f
blaðsölufélagi drengja. Það þótti
Um blaðsölumerki
Karvel Pálmason, alþm.:
Vill Tíminn hafa það
sem sannara reynist?
ÞANN 22. des. s.l. er birt í Tímanum
innrömmuð grein, sem ber fyrirsögn-
ina „Staðfestu orð samgönguráð-
herra ', og fylgir greininni mynd af
samgönguráðherra Halldóri E. Sig-
urðssyni.
Grein þessari virðist ætlað að færa
rök fyrir þeim ummælum samgöngu-
ráðherra, sem hann viðhafði á
Alþingi við 2. umræðu fjárlaga þann
16. des. s.l. og lutu að afgreiðslu
láns Atvinnuleysistryggingasjóðs til
Hafnabótasjóðs. Ráðherrann sagði
orðrétt, tekið upp úr Alþingistiðind-
um:
„I fyrsta lagi vil ég geta þess út af
þvi, sem hv. 5. þm. Vestfjarða sagði
um Hafnabótasjóðinn, að tillögur að
skiptingu á fé Hafnabótasjóðs voru
sendar fjárveitinganefnd í dag. Og
það er rétt, það er seint á ferðinni,
en ástæðan fyrir þvi að það er svo
seint á ferðinní, sem raun ber vitni
um er sú, að Hafnabótasjóður hefur
ekki fengið afgreiðslu á sínum
málum fyrr en nú i s.l. viku. í fyrsta
lagi fékk hann það hjá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði i þessum mánuði og
hjá Framkvæmdasjóði i þessari
viku."
Ummæli samgönguráðherra um,
að lánið úr Atvinnuleysistrygginga-
sjóði hafi ekki fengist fyrr en I
desember eins og hann fullyrti dró
undirritaður i efa að væru réttar
upplýsingar hjá ráðherranum og
urðu af því nokkur orðaskipti okkar i
milli.
En svo vikið sé aftur að ramma-
greininni i Timanum þar sem fullyrt
er, að orð samgönguráðherra hafi
verið staðfest og því til sönnunar birt
bréf beggja sjóðanna, þá er sá galli á
þessu, að dagsetningar vantar á
bæði bréfin. Bréf Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs er dagsett 12
nóvember 1974 og þar tilkynnt, að
lánveiting hafi verið ákveðin 6
nóvember 1974, en ekki i desember
eíns og ráðherra fullyrti og Timinn
reynir að rökstyðja. En það var ein
mitt fullyrðing ráðherra um af-
greiðslu láns úr Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði, sem undirritaður dró i efa
að væri rétt.
Um bréf Framkvæmdasjóðs er það
að segja. að það er dagsett 19. des.
eða þremur dögum eftir að umræð-
urnar á Alþingi fóru fram, og ekki
verður annað séð á þvi bréfi en að
lán Framkvæmdasjóðs til Hafnabóta-
sjóðs hafi verið ákveðið hinn 29. mai
1974.
Það stendur því óhaggað, að þær
upplýsingar, sem samgönguráðherra
gaf við 2. umræðu fjárlaga og lutu
að dagsetningu láns Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs til Hafnabótasjóðs
voru rangar og breytir þar um engu
góður vilji Timans ráðherra til handa
með birtingu rammagreinarinnar.
Hjálagt fylgja Ijósrit beggja bréf-
anna, og æskilegast væri, til að full-
nægja öllu réttlæti, sem ég veit að
þér viljið I heiðri hafa, að þér birtuð
með dagsetningar bréfanna, og þó
sérstaklega bréfs Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs. sem deilan stóð um. Ég
var satt að segja að vona, að Timinn
leiðrétti af fyrra bragði hina vask-
legu framgöngu ráðherranum til.
handa og þess vegna er þetta svo
seint á ferðinni.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Bolungarvik, 9. febr. 1975,
Karvel Pálmason.
• ••
Reykjavik, 12. nóv. 1974.
Á fundi sjóðsins 6. þ m var
ákveðið að veita Hafnarbótasjóði lán
að upphæð kr. 35.000.000,00 —
þrjátiuogf immmilljónirkrónaOO /100
— vegna hafnarframkvæmda.
Afgreiðsla lánanna er háð venju-
legum skilyrðum af sjóðsins hálfu
um veðtryggingu og fullnaðarskil.
Fh. Atvinnuleysistryggingasjóðs.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.
Samgöngumálaráðuneytið,
Arnarhvoli,
Reykjavík.
• ••
Reykjavík, 1 9 des. 1974
Samgönguráðuneytið,
Arnarhvoli,
Reykjavik.
Á fundi sinum 29. mai s.l. sam-
þykkti stjórn Framkvæmdastofn-
unarinnar áætlun um útlán Fram-
kvæmdasjóðs til fjárfestingalána-
sjóða á árinu 1974. Þar með var lán
til Hafnabótasjóðs að fjárhæð 75
millj. kr. Á næsta fundi þar á eftir,
hinn 11. júni s.l., fjallaði stjórnin um
lánveitingar til einstakra sjóða og
samþykkti m.a., að væntanlegt lán
Framkvæmdasjóðs til Hafnabóta-
sjóðs að fjárhæð 75 millj. kr. sé háð
þeim skilyrðum, að vanskil hafna-
sjóða og bæjasjóða vegna hafna-
framkvæmda við Framkvæmdasjóð
Islands og Byggðasjóð verði greidd
að fullu af fé þessu. í framhaldi af
viðræðum samgönguráðherra við
Framhald á bls. 19