Morgunblaðið - 01.03.1975, Síða 12
12
MORG UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975
NEFKRABBAMEIN hefur
verið kunnur sjúkdómur frá
fornu.fari. Faðir læknislistar-
innar, Hippokrates, vildi ekki
Iækna fólk af þeim sjúkdómi af
því hann óttaðist að stytta með
því líf sjúklingsins. Nútíma-
læknar eru á öðru máli. Þeir
reyna að sigra sjúkdóminn með
skurðaðgerðum og geislalækn-
ingum.
Þessi sjúkdómur komst i
heimsfréttirnar fyrir nokkrum
árum, þegar tilkynnt var i Pek-
ing að Liu Shaochi, fyrrverandi
forseti Kína, hefói látizt úr nef-
krabbameini. Verið getur að
nefkrabbamein sé algengari í
Kína en til dæmis á Norður-
löndum. Tiðni krabbameins er
æði misjöfn eftir heimshlutum
og löndum.
Þegar rætt er um nefkrabba-
mein er venjulega talað í sömu
andránni um æxli i nefi og and-
litsbeinum þvi þar náið sam-
band á milli og erfitt að skera
úr um hvar sjúkdómurinn á
upptök sín. 1 andlitsbeinunum
eru fjögur holrúm þakin slím-
húð sitt hvorum megin við nef-
Læknirinn
hefur
orðið
eftir ERIK
MÍÍNSTER
Nefkrabbamein
er læknanlegt
holuna og til þeirra berst loft
úr nefinu, en slím og efni geta
borizt til nefþolunnar við and-
litsholubólgu. Þessí holrúm í
andlitsbeinunum heita kjálka-
holur, ennisholur, fleygbeins-
hola og sáldbeinshólf, sem er
milli nefholunnar og augnatótt-
anna.
Enskum prófessor hefur tal-
izt svo til að aðeins einn af
hverjum 1200 sjúklingum nef-
háls- og eyrnalækna sé meó
krabbamein í nefi og andlits-
holum. Það samsvarar því að
sjúkdómsins verði vart hjá
einum karlmanni af hverjum
100.000 og einni konu af
hverjum 200.000. Krabbamein í
eyrum er hér einnig talið með.
Sjúkdómurinn er algengastur
hjá fólki sem er fjörutiu ára og
eldra og verður oftast vart hjá
fólki um sextugt. Hann getur
auðvitað verið góðkynjaður eða
illkynjaður, en eins og kunnur
skurðlæknir hefur komizt að
orði: „Menn eiga ekki að spyrja
hvort æxli er góðkynjað eða ill-
kynjað heldur hve góðkynjað
og hve illkynjaó það er.“ Og
eins og menn vita jafngildir
það ekki dauðadómi þótt fólki
sé sagt aó það gangi með
Uppdrátturinn sýnir hvernig
nefkrabbamein breiðist út
hægt og hægt til æðahnúta bak
við æxlið og undir hökunni.
krabbamein eins og því miður
alltof margir halda enn í dag.
Sérfræðingar gera greinar-
mun á hvorki meira né minna
en 14 tegundum æxla í nefholu
og 12 í andlitsholum. Krabba-
mein i nefhúðinni kemur fram
sem vöxtur eða sár sem grær
ekki en langsamlega oftast á
sjúkdómurinn upptök sín inni f
nefinu eða andiitsholunum.
Nokkur helztu sjúkdómsein-
kennin eru þessi: loftstreymið
gegnum nefið minnkar, út-
ferðin verður þykk eða blóðug,
sársauki, andlitsbein hveifast
fram, vöstur út i húðina, sár
eða vöxtur inn í nefið og sjúkl-
ingurinn sér tvöfalt.
Flest þessi sjúkdómseinkenni
eru algeng því þau eiga ekki
aðeins við um nefkrabbamein
heldur einnig venjulega sjúk-
dóma eins og kvef og andlits-
holubólgu. Ef sjúkdómsein-
kenni hverfa ekki á tveimur
eða þremur vikum er ráólegt að
fara til læknis eóa sérfræðings í
nef-, háls- og eyrnasjúkdómum.
Óhætt er að treysta orðum
læknisins ef hann segir rann-
sókn sína hafa leitt í ljós að
ekki sé um krabbamein að ræða
og bægja burt öllum hugsunum
um nefkrabbamein, annars
bjóða menn aðeins heim tauga-
veiklun.
Venjulega er nefkrabbamein
læknað meó skurðaðgerð eða
geislalækningu, og oft eru
báðar þessar aðferðir notaðar
samtímis. Skurðaðgerðin getur
stundum ver^jó flókin, til dæmis
þegar fjarlægja verður nefið
sjálft eða efri kjálka. En
nútímatækni er svo fullkomin
að heita má ógerningur að sjá
hvort fólk er með gervinef eða
ekki. Faðir nútimasálarfræði,
Sigmund Freud, var til dæmis
skorinn upp vió krabbameini í
efri kjálka, sem var fjarlægður,
og ómögulegt er að greina á
mörgum ljósmyndum, sem til
eru af honum eftir að hann var
skorinn upp, að hann var með
gervikjálkabein.
Litið er vitað um orsakir
krabbameins í nefi og andlist-
holum. Þrálát andlitsholubólga
er mjög algengur sjúkdómur,
og margir, sem þjást af henni
óttast aó hún geti breytzt í
krabbamein. En engin rann-
sókn sem hefur verió gerð,
bendir til þess að svo sé.
Komið hefur í ljós í rann-
sóknum á höfuðkúpum fólks,
sem var uppi fyrir 3.500 árum,
að þessi tegund krabbameins
þekktist þá. En það var ekki
fyrr en árið 1968 að enskur
visindamaður uppgötvaði eina
orsök sjúkdómsins og mjög ein-
falda. Hann komst að raun um
að sjúkdómurinn var hér um
bil sjötíu sinnum algengari
meðal vissra starfsmanna í
timburiðnaði en annarra.
Það sem sjúkdómnum olli var
rykið frá saginu er þeir önduðu
að sér. Þetta átti ekki sízt við
um mahoní-við, frá Afríku.
Athygiisvert er að Bantunegrar
og blökkumenn í fjöllum Kenya
fá oft krabbamein og að þeir
umgangast þessa trjátegund
daglega, nota hana til dæmis í
neftóbak og eldivið.
eftir JÓN AÐAL-
STEIN JÓNSSON
NÝ FRÍMERKI
Á það var minnzt I þættinum 1.
febrúar sl., að danska póststjórnin
ætlaði að gefa út frimerkjaörk 27.
febrúar. Nú er örkin eða blokkin
komin út, og geta lesendur virt
hana fyrir sér hér f þættinum.
Þessi örk er hin fyrsta, sem út
kemur f Danmörku, svo að fyrir
það eitt er hún merkileg I frl-
merkjasögu Dana. Hitt er svo ekki
síður athyglisvert, að hér munu f
fyrsta skipti I heiminum vera
sýndar á frfmerkjum tillögur um
frfmerki, sem voru ekki gefin út. í
örkinni eru fjögur frímerki. Tvö
efri merkin eru blýantsteikningar
eftir Ferslew hirðleturgrafara fré
1849, en tvö hin neðri tvær
koparstungutillögur sama manns
frá 1852. Þessum tillögum var
hafnað af einhverjum ástæðum.
Hefur sú saga m.a. komizt á loft,
að ein ástæðan hafi verið sú, að
Hermes-myndin svokallaða, sem
er á 100 aura merkinu, hafi um of
þótzt Ifkjast Danner greifaynju —
eiginkonu konungsl
Þá hefur póststjórnin danska til-
kynnt útgáfu tveggja frfmerkja
20. marz. Er annað gefið út til að
minnast 50 ára afmælis danska
útvarpsins, en hitt af tilefni
kvennaársins 1975. Eru merkin
90 aurar að verðgildi, en hið
sfðara verður með 20 aura yfir-
verði. Renna þeir aurar f Ifknar-
eða góðgerðarsjóð f þágu kvenna,
einkum á Grænlandi og ! Færeyj-
um. Merkin eru grafin af C. Slania
og prentuð á flúrpappfr.
1. april nk. hækka burðargjöld f
Danmörku. Þess vegna hafa verið
gefin út tvö ný verðgildi með
mynd Margrétar drottningar II. og
eitt merki úr seríunni með litla
skjaldarmerkinu. Þessi merki eru
prentuð á flúrpappfr eins og önnur
dönsk merki undanfarin ár. Frf-
merkin verða til sölu frá 20. marz,
en engin fyrstadagsstimplun á sér
stað við útgáfu þeirra.
Frá finnsku póststjórninni höf-
um við þær fréttir að segja, að hún
gefur út 26. aprfl nk. sérstakt
frimerki f sambandi við frfmerkja-
sýninguna NORDIA 1975, sem
haldin verður f Helsinki frá 26.
aprfl til 1. maf á vegum Frfmerkja-
sambands Finnlands. Á frfmerkinu
er mynd af 32 penni frfmerki
fagurrauðu (karmin), sem prentað
var f Kaupmannahöfn 1875 og er
fágætt merki.
Upplag þessa væntanlega
finnska frfmerkis f apríl fer eftir
þvf, sem selt verður fyrir fram og
síðan á sjálfri sýningunni, þvi að
öll óseld merki að lokinni sýning-
unni verða eyðilögð. Söluverð
merkisins eru 3 mörk, og af þvf er
aðgangseyrir 2,30 mörk. Af
frainansögðu má þess vegna bú-
ast við, að sýningarmerki þetta
verði eftirsótt af söfnurum.
NÝJU FÆREYSKU FRÍMERKIN
i frímerkjaþáttum þessum hefur
DKnriKMÆiirO^KlM, IFISDIííLílKiXlIlJJtBlg'irOtLILOKl©
'IOOOOOOOCOOOOCCOOOOOOOOOCOOOOÓO
tmiFlNllk^ 1
. g
JVCCOPOOCC oooocoooooooooooooo
HOLGER PHILIPSEN del.
CZESLAW SLANIA sc
PRIS 5 KR
rækilega verið sagt frá nýju fær-
eysku frfmerkjunum, sem út komu
30. jan. sl. Jafnframt var þess eitt
sinn getið og haft eftir Axel
Miltander, ritstjóra við Göteborgs
— Posten f Svfþjóð, að þegar i
nóvember sl. hafi verið búið að
panta um 300 þús. fyrstadagsum-
slög. Sú tala er gífurlega há, ekki
sfzt þegar höfð er f huga íbúatala
eyjanna. Til samanburðar má geta
þess, að um 40 til 50 þús. fyrsta-
dagsumslög munu að þvi, er bezt
er vitað. vera stimpluð hér á landi
til jafnaðar. Nú hafa þættinum
borizt nýjar fréttir af þessum mál-
um. Göteborgs-Posten segir frá
þvf 16. febrúar sl., að Færeyjar
hafi slegið öll met í fyrstadagsum-
slögum, þvf að ekki færri en 850
þús. pantanir bárust — fyrir rúm-
ar 20 milljónir d. króna — eða um
540 milljónir fsl. krónal Þá segir
enn fremur f blaðinu, að safnarar
og kaupmenn um heim allan hafi
pantað gffurlega mikið magn af
óstimpluðum frfmerkjum eða fyrir
aðra eins upphæð og áðan var
nefnd. Minnir blaðið á það f þessu
sambandi, að sænsk fyrstadags-
umslög eru vanalega um 100 þús-
und.
Þessi geysimikla eftirspurn hef-
ur orðið færeysku póststjórninni
erfið raun og það svo, að hún
getur ekki sent síðustu pantanir
frá sér fyrr en f byrjun marz.
Þátturinn getur svo sannarlega
tekið undir með G.-P. um það, að
þeir, sem gert hafa sér vonir um
skyndilega verðhækkun fær-
eyskra fyrstadagsumslaga og þá
um leið fljóttekinn gróða, sjái ekki
draum sinn rætast. Aftur á móti
hefur söfnurum færeyskra frf-
merkja trúlega fjölgað svo, að
bráðabirgðamerkin, sem gefa varð
út á striðsárunum síðari og eins í
lok fyrri heimsstyrjaldar, hljóta að
snarhækka i verði.
Loks bendir G.-P. á það, að
miðað við 40 milljón d. króna
sölu, komi um eitt þúsund sænsk-
ar krónur f hlut hvers ibúa Fær-
eyja — eða um 38 þús. fsl. krón-
url íslenzka póststjórnin hefði svo
sem næga þörf fyrir svipaðan
gróða af frímerkjaútgáfu sinni, en
ég held samt, að enginn teldi slfka
þróun mála æskilega. Hætt er Ifka
við, að frændum okkar f Færeyjum
— eða réttara sagt frfmerkjamál-
um þeirra — verði ekki gott af
þessu, þegar frá Ifður. Allir'Tfl)óta
að sjá, að markaður fyrir endur-
sölu færeyskra fyrstadagsumslaga
og raunar einnig frfmerkjanna
hlýtur að verða mjög þröngur. Er
þvf ekki að búast við öðru en
margir sitji uppi með miklar birgð-
ir næstu árin.
HÁSKÓLAÖRKIN FRÁ1961
Þeirri spurningu hefur verið
beint til þáttarins, hvort nota megi
Háskólablokkina frá 1961 á bréf.
Þegar Háskóli íslands varð
fimmtugur 1961, var afmælisins
m.a. minnzt með útgáfu þriggja
frfmerkja. Jafnframt voru þessi
þrjú frímerki gefin út i einni
ótakkaðri örk. Var verð hennar kr.
12,40, sem heita mátti nokkuð
hátt á þeim tima. Ekki voru allir á
einu máli um útgáfu þessarar ark-
ar. Hún gilti að sjálfsögðu til
burðargjalds og gerir enn þá, en
raunin hefur orðið sú, að almenn-
ingur hefur lítið sem ekkert notað
hana. Af þvi hefur það leitt, að
hún er enn fáanleg á Frímerkja-
sölu póststjórnarinnar hér f
Reykjavfk.
Eitt er það, sem fáir hafa athug-
að f sambandi við Háskólablokk-
ina, og þess vegna vil ég nefna
það hér. Heimilt er að klippa örk-
ina i sundur og nota merkin úr
henni stök á póstsendingar. Þetta
hafa einstaka menn gert á undan-
förnum árum, og þannig eru f
umferð stimpluð merki ótökkuð úr
Háskólaseriunni. Ekki hef ég séð
þessi ótökkuðu merki skrásett sér-
staklega f verðskrám, en að þvi
hlýtur að koma. Upplag arkarinnar
var 500 þúsund, svo að stök
merki úr henni geta aldrei orðið
nema litill hluti i samanburði við
tökkuðu frimerkin.
Ekki vinnst tfmi til að svara
öðrum spurningum, sem sendar
hafa verið til þáttarins, en vonandi
gefst tækifæri til þess eftir hálfan
mánuð. Þá er rétt að taka það
fram, að spurningar frá lesendum
um frimerki og ábendingar til okk-
ar, sem önnumst þáttinn, eru
mjög vei þegnar, þar sem þær
hljóta að gefa tilefni til ýmissa
hugleiðinga og koma þannig i veg
fyrir. að efni þáttanna verði of
einhæft.