Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975
13
UMSJÓN: Bergljót Haildórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir,
Lilja Ólafsdóttir.
Börnln okkar og vlð
UM síðustu helgi fór fram ráð-
stefna um dagvistun barna og
forskólafræðslu. Að henni
stóðu Rauðsokkahreyfingin og
Fóstrufélag Islands.
Flutt voru mörg framsöguer-
indi og unnið í starfshópum,
sem skiluðu áliti i lokin.
Margt var rætt, bæði innan
starfshópanna og fyrir opnu
húsi og var ráðstefnan vel
heppnuð og lofsvert framtak
þeirra, sem að henni stóðu.
Á þessari ráðstefnu kom
fram, að hér á landi eru menn
ekki enn á einu máli um gildi
dagheimila og leikskóla. í ná-
grannalöndunum er umræða
af því tagi að mestu leyti um
garð gengin, og snýst nú aðal-
lega um, hvernig gera skuli
dagvistunarheimilin sem bezt
úr garði.
Tímamót urðu í dagvistunar-
málum okkar, "þegar lög um
hiutdeild rikisins í byggingu
og rekstri dagvistunarheimila
voru samþykkt á Alþingi árið
1973. Fyrsta grein þeirra laga
hljóðar svo: „Markmið með
starfssemi dagvistunarheimila
er að gefa börnum kost á að
njóta handleiðslu sérmenntaðs
fólks i uppeldismálum og búa
þeim þau uppeldisskilyrði, er
efli persónulegan og félagsleg-
an þroska þeirra.“
Með dagvistun er, skv. 4. gr.
sömu laga, átt við dagheimili,
skóladagheimili og leikskóla.
Margt styður þá skoðun, að
dagvistun sé nútima börnum
mjög æskileg. Aukin sérhæf-
ing atvinnulifsins og breyttir
iifnaðarhættir hafa í för með
sér m.a. að börn eru ekki i
náinni snertingu við daglegt
atvinnulíf og ná ekki að skynja
samhengið í tilverunni. Yfir-
sýn þeirra er þess vegna ekki
sú sama og áður var.
Á dagvistunarheimili sitja
þarfir barnsins í fyrirrúmi,
borð og stólar eru i réttri hæð
og leikvellir eru búnir tilheyr-
andi tækjum. Börnin fá tæki-
færi til frjálsra leikja og ekki
er amast við fingramálningu,
sem slettist á veggi. Þau læra
ógrynni af söngvum og þulum
og hlusta á sögulestur, þau
skoða stofnanir og staði, svo
sem slökkvistöð og þjóðminja-
safn, fara i réttir og berjaferð-
ir — skoða í búðarglugga fyrir
jólin. Ferðalag með fóstrunum
í strætisvagni er fyrir mörgum
börnum hreinasta ævintýri.
Börn njóta leiðsagnar við fönd-
ur og leiki, sem eru uppbyggð-
ir með það fyrir augum að
þroska þau og þjálfa. A þann
hátt fléttast saman nám og
leikur.
Ráðstefnugestir lögðu
áherzlu á að velferð barnsins
væri ávallt höfð að leiðarijósi
og yrði ekki slitin úr tengslum
við velferð allrar f jölskyldunn-
ar.
Staðreyndin er sú, að konur
fara í vaxandi mæli til starfa
utan heimilisins, og verður
þeirri þróun varla snúið við.
Samkv. könnun framkvæmda-
stofnunarinnar árið 1970,
byggðri á skattframtölum, kom
í ljós, að yfir 50% giftra
kvenna hér á landi afla tekna
utan heimilis. Þetta vekur þá
spurningu, hvar börn þessara
kvenna séu niðurkomin á með-
an þær eru að heiman.
Eins og nú háttar eru þessi
mál eflaust leyst að hluta með
aðstoð vina og kunningja eða
einkadagvistun og að hluta
með dagvistunarstofnunum,
sem fyrir hendi eru, þótt þær
fullnægi yfirleitt engan veginn
eftirspurn.
Núverandi ástand er að sjálf-
sögðu engin frambúðarlausn
og ber tvennt til. 1 fyrsta lagi
er ávallt nokkur hópur barna,
sem óhjákvæmilega þarf á dag-
vistun að halda og í öðru lagi
verður, eins og áður er að vik-
ið, sókn kvenna til áhrifa í
þjóðfélaginu vart stöðvuð og
fer því sá hópur barna vax-
andi, sem nauðsynlega þarf á
dagvistun að halda i einhverri
mynd. Hins vegar ber að líta á
þá staðreynd, að fæðingum fer
nú fækkandi, sbr. að 1960 voru
28 fæðingar pr. 1000 konur, en
tæpum áratug síóar voru þær
aðeins 20 á sama fjölda. Konur
mennta sig í æ ríkara mæli til
starfa og það skapar þeim fjöl-
breyttara líf, sem telja má að
leiði til jákvæðra uppeldis-
áhrifa á börn þeirra og ber að
fagna þvi.
Rætt var um mikilvægi 19.
gr. laganna um dagvistunar-
heimili, þar sem kveðið er á
um að skylt sé að skipuleggja
tengsl milli foreldra barnanna
og dagvistunarheimilanna i
þvi skyni að efla samstarf þess-
ara aðilja um veiferð barnsins.
Rik áherzla var lögð á nauðsyn
góðrar samvinnu og gagn-
kvæms trausts milli foreldra,
fóstra og skóla. I því sambandi
kom fram sú skoðun að leggja
bæri áherzlu á að fá foreldra í
auknum mæli til samstarfs við
dagvistunarstofnanir þar sem
börn þeirra dvelja, t.d. varð-
andi undirbúning fyrir for-
eldrafundi, gerð lóóar og
endurnýjun leikvallar o.fl. Hér
á landi hefur litið verið gert af
því að blanda saman aldurs-
flokkum svo sem systkinahóp-
um, en i nágrannalöndunum,
einkum Svíþjóð, hefur reynsl-
an verið mjög góð af sliku fyr-
irkomulagi. Einkum virðast
yngstu börnin, 6 mán. og 1 árs
njóta góðs af.
Eindregið var mælt meó að
horfið væri frá einhliða
„sjúkrahúsfyrirkomulagi" á
vöggutofum og tekið væri mið
af niðurstöðum rannsókna og
reynslu margra aðilja, sem
sýna að samneyti smábarna við ■
eldri börn þroskar þau ungu
og leiðir jafnframt til aukins
skilnings og ábyrgðartilfinn-
ingar þeirra eldri. Athyglis-
vert er einnig, hve vel hefur
tekist að sameina dagdeild og
leikskóladeild, þar sem slíkt
hefur verið gert.
Athugasemdir merks upp-
eldisfrömuðar vöktu athygli á
ráðstefnunni. Benti hún á
nauðsyn þess að uppræta hin
skörpu skil, sem eru á milli
skólastiganna þ.e. leikskóla,
forskóla og grunnskóla. Einnig
taldi hún að sameina mætti 5,
6, 7 og 8 ára deildirnar með
mun frjálslegra fyrirkomuiagi
en almennt tíðkast hér á landi
og taldi eðlilegt aó bæði fóstr-
ur og kennarar hefðu kennslu
þessa hóps með höndum.
„Skólaþroskinn" svokallaða
áleit hún varhugavert fyrir-
brigði. Kvað hún meira um
vert að skólinn hefði „þroska“
til að taka við barninu. Barnið
er skólaþroska, að hennar áliti.
Vel má vera að i augum ein-
hverra sé það efnahagsleg and-
stæða að byggja sérstök hús til
dagvistunar fyrir börn, meðan
heimili hinna útivinnandi for-
eldra standa auð.
1 því sambandi má benda á,
að hér er á vissan hátt um
hluta af lögboðinni skólagöngu
að ræða, að vinnuafl kvenna
getur nýtzt betur til að stuðla
að aukinni verðmætasköpun,
okkur öllum til hagsb'óta, auk
þess sem dagvistunarheimili
veita okkur, hverjum einstakl-
ingi, karli jafnt sem konu, auk-
ið frelsi til að ákveða sjálf
hvernig við viljum haga lífi
okkar og barna okkar.
ERR
Máltfð á dagheimilinu.
ÞAU mistök urðu 1 s.l. viku að
nafn Lucy Stone, höfundar
greinarinnar „Vonbrigði eru
hlutskipti kvenna“, féll niður (
fyrirsögn.
Margir hafa sent nöfn
fslenskra kvenna i skoðana-
könnuninni um kvennaárs frf-
merki, en frestur tii að senda
tillögur rennur út um þessi
mánaðamót. Niðurstöður
verða birtar hér laugardaginn
8. mars n.k. Anægjulegt er að
margar hugmyndir hafa borist
utan af landi. Það skai tekið
fram, að könnun þessi er al-
gjörlega á vegum okkar, sem
höfum umsjón með „1 tilefni
kvennaárs".
Aukapersónan? — Ég nenni ekki í þennan
mömmuleik, sagði drengurinn. Þú getur þá verið
pabbinn, hann fer bara á morgnana og kemur aftur
á kvöldin, sögðu hin börnin.
Samhengisskortur? — Ég vil mjólk úr ískskap, en
ekki úr kú, sagði Reykjavíkurbarnið, þegar þaó kom
á sveitabæ.
Dýrafræðin? — Eggjadýrin elta mig — hljóðaði
telpan og hljóp á harðaspretti undan hænsnunum.
Á FUNDI Húsmæðrafélags Reykjavíkur s.l. mánu-
dagskvöld var staða húsmóðurinnar til umræöu og í
framhaldi af því beindist athyglin að rénandi tengsl-
um yngstu og elstu aldurshópa þjóðfélagsins.
Nokkrir fundarmanna töldu sig vita um fólk, sem
farið væri að reskjast, en hefði vilja og löngun til
félagsstarfa, ekki síst ef í því fælist samneyti við
börn í einhverri mynd, t.d. á dagvistunarstofnun-
um.
Við ákveðið aldurstakmark er það hlutskipti
margra að verða að láta af sínu eiginlega ævistarfi
og reynist þá oft örðugt að finna ný viðfangsefni.
Væri hér ekki kjörinn vettvangur fyrir ellilíf-
eyrisþega?
L.Ó.