Morgunblaðið - 01.03.1975, Page 14

Morgunblaðið - 01.03.1975, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 Þetta er hinn nýi Pacerfrá American Motors. Pacerinn, sem er þriggja dyra, hefur stóra afturhurð og bogadregna gluggafleti. PACER ÁRLEGA koma nýjar gerðir bíla á markaðinn. í Evrópu hefur takmörkuð stærð og sæmileg sparneytni lengi verið til viðmiðunar. í Banda- ríkjunum hefur hins vegar gengið treglega að selja litla og meðalstóra bíla. Sérlega hefur bandarísku bílafram- leiðendunum gengið illa að sannfæra almenning um ágæti hinna minni bíla, sem hafin hefur verið framleiðsla á síðustu ár. American Motors, sem er eitt af helstu amerísku bíla- framleiðslufyrirtækjunum í Bandaríkjunum, en þó minnst þeirra, sýndi nú í janúar nýjan bíl, er kallast Pacer. Pacer kann að minna nokkuð á Gremlin, sem fram- leiddur hefur verið í nokkur ár og sést hefur hér á götun- um. Við nánarf athugun kem- ur hins vegar í Ijós að þeir eru ólíkir og Pacer er raunar ólík- ur öllum öðrum bílum, sem framleiddir hafa verið vestan hafs. í stað þess að leggja allt upp úr útlitinu og stærðinni eins og algengt er þar, var bíllinn hannaður utan um fólk. Fjórar manneskjur, sem vel færi um, voru hafðar til hliðsjónar. Pacer á þannig að rúma vel og þægilega farþega sína. Hann er fremur stuttur, a.m.k. á ameríska vísu, en breiddin er svipuð og á mörgum stærri bílum og þannig er rúmið fengið. Gluggafletir eru mjög stórir, tvisvar sinnum stærri en á Mustang II og útsýni því væntanlega mjög gott. Vélar- hlífin hallast niður fram á við til að draga sem minnst úr útsýni. Dyrnar eru mjög stór- ar, ná upp í þak, eins og sjá má á myndunum. Pacer er með sex strokka vél, 4230 rúmsm. og þjöpp- un 8:1. Hann er með sjálf- skiptingu eða 3ja gíra bein- skiptingu, vökvaaðstoð á bremsum, sem eru diskar að framan. Blaðfjaðrir eru að aftan en gormar að framan. Bíllinn kemur á markaðinn í Bandaríkjunum í mars en hér i fyrsta lagi síðsumars. Fjöldi fólks var spurður álits og ráða í sambandi við hönnun Pacersins og er hann sniðinn meir í samræmi við þægindi og öryggi en tísku. Sniðinn að kröfum fólksins. Það er ekki ný aðferð að spyrja neytendur ráða í sam- bandi við nýsmíði bíla. Bílar, sem hafa verið smíðaðir eftir kröfum þeirra út í yztu æsar hafa yfirleitt ekki selst. Mannfólkið er nefnilega þannig gert að það kaupir ekki alltaf það sem hag- kvæmast er. Spurningin nú er hins veg- ar hvort raunverulegur mark- aður hafi myndast fyrir slíka framleiðslu með breyttum tímum og aukinni hag- kvæmni og aukinni hagsýni. br. h. Rúmeni nokkur, sem er hárskeri í Englandi, hefur mikinn áhuga á auknu öryggi bíla. Hann telur hinn þvera framenda bílanna vera eina meginorsök dauðaslysa á hraðbrautun- um. Hann hefur því smiðað Volvo með oddi, sem ef allt fer eins og ætlað er, kastast frá öðrum farartækjum — gera verður ráð fyrir að allir aðrir bílar séu einnig með oddi. Loftslag fyrri Loftslag fyrri tfma á Islandi I þessari grein mun ég i stuttu máli rekja heimildir um loftslag fyrri tíma á íslandi, og styðst þá við athuganir ís- lenzkra jarðfræðinga og veður- fræðinga. Eðlilegt er að skipta loftslags- sögunni í þrjá hluta. Er sá fyrstur, sem lesa má úr jarðlög- um og öðrum jarðmyndunum allt frá því, er landið varð til. Með aðstoð nýrra rannsóknaað- ferða eru jarðfræðingar óðum að bæta við þá sögu, sem þann- ig er skráð. Annar hluti er sá, sem marka má af annálum og öðrum rituðum heimildum um árferði eftir að land byggðist, en varla mun nokkur þjóð önn- ur eiga jafn itarlegar árferðis- lýsingar frá fyrri öldum. Þriðji og síðasti hlutinn fjallar svo um þær hitastarfsbreytingar, sem orðið hafa eftir 1845, en þá hóf Arni Thorlacíus veðurathugan- ir i Stykkishólmi, sem staðið hafa samfellt síðan. Loftslag fyrir Islandsbyggð Á seinni hluta tertier- timabilsins fram að ísöld er tal- ið, að hér á landi hafi verið hlýtt og fremur rakt loftslag. Er talið líklegt, að meðalárshiti hafi verið 10°—15° C, en er nú viða 3°—5°. Til vitnis um þetta eru leifar laufskóga, sem lifa í mun hlýrra loftslagi en nú er hér á landi. Heldur mun hafa kólnað, er nálgaðist ísöld, þar eð bera fór á kuldaþolnari trjátegundum, en milt mun þó hafa verið út tertier. Fyrir 3 milljónum ára hófst ísöld, og má m.a. marka það af því, að þá fara að finnast í jarðlögum, t.d. í hinum frægu Tjörneslögum, skeldýr, sem lifa í fremur köldum sjó. Ekki var ísöldin þó eitt samfellt kulda- skeið, heldur skiptust á jökul- skeið og hlýskeið, og er talið, að jökulskeiðin hafi verið all að 10 talsins. Á jökulskeióunum var Island að mestuhulið jöklum og meðalhiti hlýtur að hafa verið 5°—10° lægri en nú. Á hlý- skeiðum er hins vegar liklegt, að loftslag hafi verið svipað og nú er. Síðasta jökulskeið hófst fyrir 70.000 árum, en fyrir 15.000— 18.000 árum fór loks að hlýna, og jöklar tóku að hörfa. Hækkaði þá sjávarborð vegna bráðnunar, enda þótt land lyft- ist einnig nokkuð vegna minnk- andi fargs. Á þessu skeiði hlýn- andi loftslags bera tveir jökul- garðar vitni miklum kuldatíma- bilum, sem um stundarsakir stöðvuðu hlynunina. Hið fyrra þessara kuldakasta mun hafa orðið fyrir rúmum 12.000 árum og nefnist Álftanesstig. Eru jökulgarðar þess greinilegir víða á Suðvesturlandi, m.a. á Álftanesi. Fljótlega hlýnaði á nýjan leik, en síðara kuldakast- ið kom svo fyrir 11.000 árum, og nefnist það Búðastig. Tilsvar- andi jökulgarða má greina viða á Suður- og Norðurlandi. Fyrir 10.000 árum hlýnaði svo aftur skyndilega, og mun ísaldarjökullinn að mestu hafa verið horfinn fyrir 8.000 árum. Breiddust þá út þær plöntur, sem lifaö höfðu af isöldina. Birkið, sem vió ísaldarlok virðist nær eingöngu hafa vaxið norðaustanlands breiddist mjög ört úr um allt land fyrir 9.000 árum, og gefur það vísbend- ingu um, að loftslag hafi þá verið hlýtt og þurrt. Er þetta skeið nefnt birkiskeiðið fyrra. Myndaðist þá neðra lurkalagið í islenzkum mýrum. Síðan jókst úrkoma fyrir 6.000—7.000 ár- um og birkið hörfaði, er mýrar tóku að myndast og breiðast út (mýraskeiðið fyrra). Var svarð- mosi einkennisplanta þessa tímabils, og bendir það til þess, að áfram hafi verið hlýtt. Aftur varð loftsiag þurrara og birkið náði aftur mikilli útbreiðslu fyrir um 5.000 árum (birki- skeiðið síðara). Er efra lurka- lagið í mýrunum frá þessum tíma. Allt tímabilið frá 9.000 árum til 2.500 ára fyrir okkar tíma var hlýviðrisskeið, og hefur meðalhiti líklega verið nokkr- um gráðum hærri en nú. Fyrir 2.500 árum kólnaði síðan ört, úrkoma jókst og birkið hörfaði enn á ný, en við tók mýraskeið- ið síðara. Færðist loftslag þá smám saman í það horf, sem það var í við landnám, en birki- skógar voru þó enn við líði á þurrlendi. Loftslag frá landnámi til 1845. Frá fyrstu öldum Islands- byggðar eru ekki til ritaðar samtímaheimildir um árferði. Islendingasögur fjalla að vísu um það timabil, en þær eru ritaðar löngu seinna, og því engin von til, að samfelldar ár- ferðislýsingar hafi geymzt i minni svo lengi. Ýmsar óbeinar heimildir varpa þó nokkru ljósi á það, hvernig veðurfari hefur verið háttað. Áður var nefnd hnignun birkiskóga, sem að ein- hverju ieyti hefur stafað af versnandi loftslagi. Einnig er i Islendingasögum og öðrum rit- uðum heimildum getið um, aó kornyrkja hafi verið stunduð hérlendis á fyrstu öldum byggð- ar, og þá einkum sunnanlands. Ekki er ástæða til að rengja, að svo hafi verið, enda staðfesta m.a. frjórannsóknir það. Fljót- lega dró úr kornrækt, og má ætla, að ein af mörgum hugsan- legum ástæðum fyrir því hafi verið kólnandi loftslag. Á 13. öld hófst annálaritun, og þá var einnig farið að skrifa sögur um samtímaviðburói, svo veöup eftir MARKÚS Á. EINARSSON sem Biskupasögur og Stulungu. Arferóislýsingar urðu þá smám saman gleggri, en þó fór það mest eftir því hver ritaði, því að áhugi ritara á veðurfari var að vonum misjafn. Heimildir um 14. öldina og allt fram til 1430 eru allgóóar, en þá hætti Lög- mannsannáll. Það sem eftir var 15. aldar má segja, að litlar sem engar áreiðanlegar heimildir séu til um árferði, og því lítið unnt að segja um loftslags- breytingar. Frásagnir annála jukust aft- ur á 16. öld, og eru helztu heimildir þá Gottskálksannáll, Biskupsannáll Jóns Egilssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.