Morgunblaðið - 01.03.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975
17
í dag eru liðin 100 ár frá fæð-
ingu Sigurðar Eggerz, fyrrum for-
sætisráðherra og bæjarfógeta,
eins þeirra manna, sem stóðu í
fylkingarbrjósti í íslenzkri stjórn-
málabaráttu á fyrri hluta þessar-
ar aldar.
Sigurður fæddist á Borðeyri 1.
marz 1875, sonur Péturs Eggerz
verzlunarstjóra þar og konu hahs
Sigriður Guðmundsdóttur. Hann
brautskráðist sem stúdent frá
Lærða skólanum i Reykjavik 1895
og lauk lögfræðiprófi frá Kaup-
mannahafnarháskóla 1903. Árið
1905 var hann settur sýslumaður í
Barðastrandarsýslu, en árið eftir
varð hann aðstoðarmaður í
stjórnarráðinu. Þá var hann um
tíma, 1907, settur sýslumaður í
Rangárvallasýslu, eri árið 1908
varð hann sýslumaður í Skafta-
fellssýslu og gegndi því starfi unz
hann varð ráðherra islands 1914.
Er hann lét af því embætti árið
eftir, var hann skipaður sýslu-
maður Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu, en varð síðan bæjarfógeti i
Reykjavik 1917. — A sama ári tók
Sigurður svo sæti i ríkisstjórn
Jóns Magnússonar og var þar fjár-
málaráðherra. Gegndi hann því
embætti til 1920. Þá varð hann
framkvæmdastjóri i Smjörlíkis-
gerðinni í Reykjavík og gegndi
þvi starfi til 1922, er hann varð
forsætis- og dómsmálaráðherra og
hafði það embætti á hendi í tvö
ár, eða til 1924.
Síðan var Sigurður bankastjóri
Islandsbanka til 1930, en á næstu
árum, 1930 — 1932, málflutnings-
maður í Reykjvik. Hann varð svo
sýslumaður í Isafjarðarsýslu og
bæjarfógeti á Isafirði 1932—1934,
en var svo skipaður sýslumaður í
Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á
Akureyri. Þvi embætti gegndi
hann 1. marz 1945, er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Þá
fluttist hann til Reykjavíkur og
átti þar heima, er hann lézt 16.
nóv. 1945.
Sigurður Eggerz átti um langt
skeið sæti á alþingi. Hann var
fyrst þingmaður Vestur-
Skaftfellinga 1911 — 1916, lands-
kjörinn þingmaður 1916—1926 og
þingmaður Dalamanna
1927—1931. Forseti sameinaðs
þings var hann valinn 1922 og átti
sæti í alþingshátíðarnefnd
1926—1930.
Jón Pálmason, þáverandi for-
seti sameinaðs alþingis, minntist
Sigurðar Eggerz á sérstökum
þingfundi við lát hans. Hann
sagði m.a.:
„Með Sigurði Eggerz er hniginn
í valinn einn hinn vinsælasti
og glæsilegasti stjórnmálamaður
þjóðarinnar á siðari árum. Sjálf-
stæði hennar var honum alia tíð
hjartfolgnast allra mála, en ein-
lægari baráttumaður á þvi sviði
var ekki til í landinu. Það er og
víst og kunnugt, að áhrif hans i
sjálfstæðisbaráttunni voru mikil
og sterk. Mesta aðdáun meðal al-
mennings hlaut hann 1915, þegar
hann lagði ráðherrastöðu sína að
veði, er hann fékk ekki fram-
gengt í ríkisráði Dana þeirri
kröfu varðandi réttindi Islands,
sem alþingi hafði gert og hann
sjálfur hafði óbilandi sannfær-
ingu fyrir að væri réttmæt og
sjálfsögð. Alla tíð siðan hefur
staðið ljómi af nafni Sigurðar
Eggerz i hugum þjóðarinnar."
Sigurður Eggerz aldarminning
„Mikill fögnuður var þá í
Reykjavik meðal þorra manna,"
segir Benedikt Sveinsson, gamall
baáttufélagi Sigurðar Eggerz, í
grein um hann sjötugan, er
Sigurður hafði staðfastlega haldið
fram skildaga alþingis um flutn-
ing islenzkra mála fyrir konungi,
og „lét þá ráðherraembættið í söl-
urnar fyrir málstað þjóðarinnar."
Um þetta sama atriði segir Pét-
ur Ottesen i minningargrein irm
Sigurð: „Jók þessi karlmannlega
og drengilega framkoma Sigurðar
mjög vinsældir hans og traust
með landsmönnum. Þótt þessi
staðfastleiki Sigurðar í sókn sinni
af okkar hálfu á hendur Dönum í
sjálfstæðismálinu þokaði okkur
ekki áleiðis að þvi sinni, þá er það
engum vafa undirorpið, að þessi
framkoma Sigurðar hafði stórtæk
áhrif framgang þessa máls síðar.“
A fyrstu áratugum aldarinnar
áttu Islendingar marga glæsilega,
einbeitta og harðsnúna fulltrúa,
sem háðu ótrauða baráttu fyrir
réttindum þjóðarinnar, frelsi
hennar og sjálfstæði.
„Það orkar ekki tvímælis, að
Sigurður Eggerz var á maðurinn
i þessari friðu og gunnreifu
fylkingu sem lagt hefur fram
drýgstan og raunhæfastan skerf
til þess að leysa af þjóðinni viðjar
erlends valds,“ segir Pétur
Ottesen. „Þess vegna mun stjórn-
málasaga þessa timabils ávallt
varpa ljóma á nafn Sigurðar
Eggerz, þegar hugleidd eru þau
afrek, sem unnið hafa verið á
þessu sviði.“
Sigurður Eggerz átti mikinn
þátt i sambandslagasáttmálanum
við Dani 1918, og lagði hann
mikla áherzlu á uppsagnarákvæði
sáttmálans. „Þótti þar sumum
eigi nógu traustlega um búið af
hálfu Islendinga, hvað snerti skil-
yrði þau, sem sett voru um þátt-
töku í atkvæðagreiðslunni um
þetta atriði,“ segir Pétur Ottesen.
„En Sigurður Eggerz hafði þá
óbifanlegu trú á þjóðinni í þessu
máli, að hann taldi þar öllu vel
borgið, ef réttilega væri á þeim
málum haldið og fulltrúar þjóðar-
innar væru vakandi í málinu. ..“
Kristilegt æskulýðsstarf á
rætur sínar að rekja til þess
fegursta og bezta sem foreldrar
hafa innrætt börnum sínum. Á
því byggir unga kirkjan i dag
og þaðan er komið líf kristinnar
æsku. Island á i dag þakkir að
gjalda föður og móður, sem
gáfu börnum sínum trúararf-
inn að vegarnesti, fararheill og
kjölfestu þjóðarinnar. Það var
kristið fjölskyldulíf, sem
byggði upp farsæld og frelsi
þessa lands. Á þeim grunni
stöndum við í dag. Eg vil í
þessu sambandi minna á orð og
ummæli Þórarins heitins Eld-
járns bónda á Tjörn i Svar-
faðardal: „Æska aldamótanna
siðustu, sem oft heyrist nefnd í
Frá œskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar:
hvernig áhrifin í gegnum þau
orka á fjölskyldulífið. Það
varðar miklu, aö hryllings-
myndir og glæpaverk hafi þar
ekki meira rúm, en brýnust
þörf er vegna frétta af þvi sem
er að gerast i heiminum. Auka-
skapimtarnir af því tæi þjóna
ekki öðrum tilgangi en að
skemmta skrattanum.
xxXxx
„Hafið andstyggð á hinu
vonda en haldið fast við hið
góða,“ (Róm. 12.9) er grund-
vallarsjónarmið kristins
manns. Áhrif sem sljóvga þá
vintund og magna hið illa, fara
í bága við heill fjölskyldunnar
og valda spjöllum í þjóðlíf-
inu.— Unglingar leiðast út í
drykkjuskap.
En hvað er talið eftirsóknar-
vert á veitinga- og skemmtistöð-
Ungakirkjan —
Eftir sr. Pétur
Sigurgeirsson
vígslubiskup
ræðu og riti, var borin inn í
harðan heim fátæktar og
fábreyttra atvinnuhátta, næsta
ólíkan þeim, er blasir við í dag.
Uppeldisboðorð þeirra tíma
voru heldur ekki miðuð við það
fyrst og fremst að komast yfir
fjármuni með sem léttustu móti
og minnstri vinnu og eiga i
skjóli auðs rósanna daga,
heldur hin að gera ungdóminn
skilningsríkan á gildi drengi-
legs starfs og starfsgleði fram-
vindu lífsins til bættra lífs-
kjara, skapa með æskunni heil-
brigða hugsun og lífsviðhorf,
kenna henni að gera fyrst
kröfuna til sjálfrar sín, setja
hana ofar kröfunni til annarra.
Boðorð þeirra uppeldishátta
voru: atorka í starfi, skyldú-
rækni, hófsemi, nýtni, guðstrú
og ættjarðarást. (Dagur, 27.
nóv. 1960).
xx Xxx
Við segjum kost og löst á
ungu fólki í dag, og erum all-
hörð í dómum, þegar miður fer
og unglingar leiðast á glap-
stigu. Börn og unglingar eru
með gott og illt á vogarskálum
sem áður fyrr og alla tið. Af
löngum kynnum minum við
börnin veit ég, að þeim hæfa
hin sömu ummæli og Meistar-
inn frá Nazaret gaf þeim, að
„slikra er guðsríki“ — Hvort
það verður hið góóa eða illa,
sem fær yfirhönd i lífi þeirra
fer mjög eftir því, hvað að þeim
snýr. Hvers konar áhrif eru
það, sem vió leitumst vió að
leiða yfir æskulýðinn i dag?
Öflugustu uppeldistæki
nútímans eru fjölmiðlar. Þess
er ekki gætt sem skyldi,
um, í veizlum og mannfagnaói?
Þeir, sem hafa hagnað af sölu
áfengis, reyna að selja það eftir
beztu getu. Meðal fórnar-
lambanna eru unglingarnir.
Hið sama er að segja um ávana-
og fíkniefnin, sem ógna
heimilum og þjóðfélögum. —
Margur unglingur hreppir þaó,
sem hann óskar sér, fjármuni
og fritima. En þar veróur
honum hált á svellinu, því að
það er vandi að fara með slíka
hluti. Við köllum unga fólkió til
ábyrgðar á gerðum sínum, en
við þurfum ekki síður að gæta
þess, hvað við erum að leiða
yfir æskuna, og kalla okkur
sjálf til enn meiri ábyrgðar. Ég
hugleiði oft, aó mikil þversögn
er i þeirri fullyrðingu, að við
köllum okkur kristió þjóðfélag.
xxXxx
I þjóðfélagi, sem stefnir aó
marki göfugs lífs, verður um-
_aHfcr etfia toehr ai vera
Ksm&Bmmmn
1975
hyggjan fyrir barninu og áhugi
hinna eldri á velferð þess, aðal-
atriði. Þetta mark og mið telur
unga kirkjan vera i sínum
verkahring. Æskulýðsdagur
þjóðkirkjunnar hefir að þessu
sinni fyrirsögnina: „Allir eiga
þeir að vera eitt.“ Þau orð sagði
Kristur. Hann er sá, sem sam-
einar og undir hans merki er
æskan kölluð. Kristur er það
afl, sem glæðir og vekur hið
fegursta og bezta með hverjum
manni og gefur honum styrk.
Heimilið hefir þörf fyrir
blessun kristinnar trúar, Island
allt. Séra Matthias kvað:
Vígðu starf þitt land
og lýð
lærðu hið bezta i
þinni tíð.
Trúðu fast á góöan Guó.
Það gefur þrek og
lífsfögnuð.
Arið 1928 bar Sigurður svo
fram fyrirspurn á alþingi um það,
hvort ríkisstjórnin vildi gera allt,
sem verða mætti til þess að Island
gæti tekið öll sín mál í eigin hend-
ur aó loknum umsömdum tíma.
Galt forsætisráðherra, fulltrúar
allra flokka og þingheimur allur
jákvæði við því.
„Sigurður Eggerz hafði gengið
svo frá þessu máli á alþingi, áður
en hann lét þar af störfum, að
markmiðið var staðfastlega
ákveðið og það svo, að því gátu
engin óheillaöfl hrundið síðar,“
segir Pétur Ottesen.
I forsætisráðherratíð sinni
hratt Sigurður þeirri tilhögun, að
landhelgisgæzlan lyti yfirráðum
Dana, en í þess stað tók islenzka
ríkið gæzluna í sínar eigin hend-
ur.
Sigurður Eggerz fékkst nokkuð
við skáldskap, bæði ljóóa og leik-
ritagerð. Hann „var gæddur
fjörugu og gróskumiklu ímynd-
unarafli og kvikri listamanns-
lund,“ segir Pétur Ottesen. Og
siðar segir hann: „Þessi ljóðræni
þáttur i skapgerð Sigurðar kom
honum löngum i góðar þarfir í
stjórnmálabaráttunni og stytti
honum marga leið til hjartna
manna, bæði í ræðu og viðtölum.
Verður ræðumennska með þessu
sniði ólikt hugþekkari og minnis-
stæðari en þurrar greinargerðir."
Sigurður Eggerz var kvæntur
Sólveigu dóttur Kristjáns dóm-
stjóra Jónssonar frá Gautlöndum,
og varð þeim tveggja barna auðið,
Ernu og Péturs, síðar sendiherra.
Og að lokum verður enn vitnað i
grein Péturs Ottesen: „Embættis-
rekstur Sigurðar allur fór honum
mjög vel úr hendi. Jafnan var hin
bezta regla í öllum fjárreiðum
embættisins. Studdi hann mjög á
sátt og samlyndi manna á meðal
og var réttlátur dómari. Hann var
tryggur í lund og vinfastur. Hann
var alla tið I lífrænu sambandi við
fjölda manna úr öllum stéttum,
tók sér aldrei skjól „hefðar uppi á
jökultindi", en lagði leiðir sínar
meðal fólksins og hafði náin
kynni af lífi þess og högum.“
Æskulýðsstarf kirkjunnar
miðar að því að gefa æskunni
hugsjón til að lifa fyrir. Án
hugsjónar getur æskan ekki
lifað heldur hrekst hún þá fyrir
vindi og straumi. tsland þarf á
hugsjónamönnum kristinnar
trúar að halda til þess að bjarg-
ast út úr þeirri raun, sem við
höfum ratað í. Kristindómur er
hjálp heimsins í dag, i veröld
þar sem hver höndin er upp á
móti annarri og fólk elst upp i |
hatri, hryðjuverkum og ótta.
I
Með Kristi getur heimurinn í
orðið einn heimur bræðralags |
og friðar. Við getum að vísu ;
ekki miklu orkað út á við að ?
réttlæti og sáttum, þar sem /
þjóðir og kynkvislir berast á
banaspjót. En við getum rétt
Islandi höndina, þó ekki okkar
hönd heldur Krists sem mætir
þjóð sinni með útréttar hendur,
ef hún vili við þeim taka. Krist-
ur vill byggja upp og blessa
smæstu þjóðareininguna, fjöl-
skylduna og þjóðarheildina,
ísland allt. Hann gerir það með
því að halda innreið sina til
æskunnar, unglinganna, sem
skynjað hafa köllun hans, og
skipa sér í raðir lærisveinanna.
xxXxx
Vorið 1757 orti Eggert Ölafs-
son kvæði í Kaupmannahöfn,
sem hann kallaði F'öðurlands-
minni. Fyrsta erindið í
kvæðinu kann að heita má
hvert mannsbarn á islandi.
„Ísland ögrum skorið, eg vil
nefna þig.“ Færri vita, að
kvæði þetta var ort sem brúð-
kaupskvæði, og Eggert ætlaðist
til þess, að það væri sungið i
brúðkaupum á tslandi. Eggert
var hvort tveggja ættjarðar- og
trúarskáld. Eggert vildi þjóð
sinni allt hió bezta, og hóf því
hugann til Guðs, að við
gleymdum hvorki aó leita Guð
Framhald á bls. 18