Morgunblaðið - 01.03.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.03.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 — Kjarvalsstaðir Framhald af bls. 32 mun Kínverska alþýðulýðveldiö opna þar grafíksýningu og þá tekur Sveinn Björnsson við með málverkasýningu. Síðan kemur að flestum þeirra, sem nú hafa fengið loforð fyrir sýningar- aðstöðu i Kjarvalsstöðum, en í nóv. verður Gutenberg sýning þar á vegum Germaníu. — Óskuðu eftir Framhald af bls. 32 þar hefði hann lýst þeirri skoðun VSI, að heppilegra væri að aðilum yrði gefinn meiri tími til þess að reyna að komast að samkomulagi um jafnlaunabætur áður en sett yrði löggjöf um þær. Mbl. reyndi í gærkveldi að ná tali af Birni Jónssyni til þess að spyrjast fyrir um ástæður ASl fyrir þessum tilmælum, en ekki tókst að ná sambandi við hann. — Húsaleigust. Framhald af bls. 3 A MÓTI HÆKKUN AUKAGREIÐSLNA Sigurlaug Bjarnadóttir sagð- ist leggja megináherslu á að gera yrði mikinn mun á kjörum þingmanna, sem búsettir væru í Reykjavik og hinna, er byggju úti á landi. Sín skoðun væri sú, að óeðlilegt væri að greiða þing- mönnum Reykjavíkur 200 þús- und króna ferðastyrk • eins og landsbyggðarþingmönnum. Sanngirni mælti með því, að þessi styrkur væri a.m.k. helm- ingi lægri til Reykjavikurþing- manna. Að því er fæðispeningana varðaði sagði Siguriaug, að ljóst væri, að ýmsir þingmenn þyrftu að dvelja i Reykjavík. Að þvi leyti væru þeir réttlátir, þó aó endurskoða yrði, hvort þingmenn búsettir í nágrenni Reykjavíkur ættu að fá þennan styrk eins og aðrir. Þá sagðist hún telja, að Alþingi setti ofan, ef því væri ekki trúað til þess að ákveða laun þingmanna. Hún sagði, að alþingismenn ættu að taka á sig byrðar eins og aðrir landsmenn og hún hefði þvi ekki sætt sig við þá hækkun, sem nýlega hafi verið ákveðin á aukagreiðslum á sama tíma og annað kaupgjald í landinu væri bundíð. Eggert G. Þorsteinsson sagði, að það væri algjör fjarstæða, að þingmenn Reykjavikur þyrftu ekki að hreyfasig. Þeir sæktu fundi úti um allt land. Hann taldi, að þingmenn yrðu að hafa góð laun til þess m.a. að menn með lágar tekjur gætu tekið kjöri til Alþingis. Aðspurður um það hvort þingmenn þyrftu að gera grein fyrir aukagreiðslum gagnvart skattyfirvöldum sagði Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Al- þingis, að svo væri ekki. Það byggðist á gamalli hefð, að ferðakostnaður væri ekki talinn fram til tekna, enda fengist hann dreginn frá tekjum samkvæmt skatta- lögum, þó svo að hann væri talinn fram. KJARADÓMUR MYNDI SMYRJA MEIRA A Sverrir Hermannsson sagði, að þingflokkarnir hefðu vísað því til þingfararkaupsnefndar, hvort rétt væri að láta kjara- dóm ákveða laun þingmanna. Nefndin myndi taka málið fyrir á fundi i næstu viku. Hann sagðist þó vera sannfæróur um, að meira yrði smurt á, ef opin- berir aðilar ættu að fjalla um þessi atriði, samanber ferða- peninga opinberra starfs- manna. Hann sagði ennfremur, að ekki væri sanngjarnt, að landsbyggðarþingmenn hefðu sama ferðastyrk og Reykja- vikurþingmenn. Síðasti hluti fundarins fór þannig fram, að þingmennirnir spurðu blaðamennina um launakjör þeirra og óskuðu eftir skýrum svörum um fæðis- peninga þeirra, ferðakostnað og skattgreiðslur. Formaður Blaðamannafélags Islands svar- aði spurningunum. — Ung kirkja Framhald af bls. 17 eða þakka honum. Kvæðið endar hann með þessari bæn: Guð oss láti lenda lífs nær endast mál, himnum á fyrir herrans vörð! unnum, þjónum þangað til þessari fósturjörð. xxXxx Það er gleðilegt tímanna tákn að æskulýðsstarf kirkjunnar á Islandi er í miklum vexti. Einkunnarorð þeirrar æsku er þetta: Ég vil leitast við af fremsta megni að hafa Drottin vorn, Jesúm Krist að leiðtoga lífs míns. — Þessi er hin sígilda spurning og játning fermingar, sem kemur hverjum unglingi til hjálpar á göngu hans um heiminn i dag. Mættu sem flest- ir taka undir með Kristínu Sig- fúsdóttur skáldkonu, sem kvað: „Ég man eitt vor, við komum kirkju frá, þar kjarkprúð æskan vann sitt dýra heit.“ Skrifstofustarf Óskum að ráða vanan skrifstofumann til almennra skrifstofustarfa. Framtiðar- vinna. Eiginhandarumsóknir leggist inn á skrif- stofu okkar. , Si/a og fiskur, Bergstaöastræti 3 7. Sölufólk Bókaútgáfa óskar eftir fólki til að selja bækur í Reykjavík. Góð sölulaun fyrir duglegt fólk. Tilboð óskast send Morgunbl. fyrir mið- vikudag merkt. Sölufólk 8575. Háseta vantar á góðan netabát með vönum skipstjóra. Uppl. í síma 92-8008. Atvinna Piltur eða stúlka óskast nú þegar til bókhalds og skrifstofustarfa. Viðkomandi þarf að vera vanur bókhaldi, helst véla- bókhaldi. Nokkur mála- og vélritunar- kunnátta einnig nauðsynleg. Framtíðar- storf fyrir hæfan starfskraft. Tilboð sendist Mbl. fyrir 6. mars n.k. merkt: Hæfni 6637. Sjómenn athugið II. vélstjóra og háseta, vana netaveiðum vantar nú þegar á nýlegan 120 tonna netabát. Upplýsingar hjá Meitlinum h.f. Þorlákshöfn í síma 3700 og hjá Benedikt Thorarensen í síma 3601 eftirkl. 18.00. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Reykjaneskjördæmi SjálfstæðisfélagVatnsleysustrandahreppsheldur bingó í Glað- heimum, Vogum sunnudaginn 2. marz kl. 20:30. Spilaðar 1 2 umferðrr. Mjög góðir vinningar í boði. Skemmtinefndin. Reykjaneskjördæmi Stofnfundur launþegaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi verður haldinn i Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði n.k. laugardag kl. 2 e.h. Oagskra: 1. Fundarsetning. Jóhann Petersen formaður Kjördæmisráðs. 2. Ávarp: Gunnar Helgason form. Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. 3. Stofnun launþegaráðs: Hilmar Guðlaugsson framkvæmdastjóri Verka- lýðsráðs. 4. Umræður um kjaramál og stjórn- málavið horf. Málshefjandi Guðmundur Garðarsson alþingismaður, formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Rétt til fundarsetu hafa launþegar í Reykjaneskjördæmi er styðja Sjálfstæðisflokkinn. Stjórn Kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi. Verkalýðsskóli Sjálfstæðisflokksins 20.—23. marz n.k. Áríðandi er, að þeir sem hug hafa á þátttöku i Verkalýðsskóla Sjálfstæðisflokksins, sem hefst fimmtudaginn 20. marz og stendur til sunnudagsins 23. marz tilkynni þátttöku strax i sima 17100 eða 18192. Er það nauðsynlegt vegna alls undirbúnings. Eins og þegar hefur verið auglýst er það megintilgangur skólans að veita þátttakendum fræðslu um verkalýðshreyfing- una, uppbyggingu hennar, störf og stefnu, og ennfremur að þjálfa nemendur i að koma fyrir sig orði, taka þátt i almennum umræðum og ná valdi á góðum vinnubrögðum i félagsstarfi. Skólinn verður heilsdagsskóli meðan hann stendur yfir. Skól- inn er opinn öllu Sjálfstæðisfólki á öllum aldri hvort sem það er flokksbundið eða ekki. Tilkynnið þátttöku strax. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar Geir Hallgrímsson. Matthias Matthiesen Matthías Bjarnason Gunnar Thoroddsen. Á VARÐARFUNDINUM mánudaginn 3. marz fjalla Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra, Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félagsmálaráðherra, Matthias Bjarnason, sjávarútvegs, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra og Matthías Á. Matthisen, fjár- málaráðherra um efnahagsráðstafanir rik- isstjórnarinnar. Ráðherrarnir flytja stuttar framsöguræður og munu siðan svara fyrirspurnum fund- armanna. GLÆSIBÆR — MÁNUDAGUR 3 MARZ — KL. 20.30. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavik. Heimdailur Þátttakendur i ræðunámskeiði og stjórnmálafræðslu HEIM- DALLAR eru boðaðir til kaffisamsætis LAUGARDAGINN 1. mars n.k. kl. 14.00. á Hótel Esju 2. hæð. STJÓRNIN. Akureyri — Eyjafjörður Hvað er framundan i efnahags- málum? Ólafur Björnsson, prófessor flytur erindi og svarár fyrirspurnum um ástand efnahagsmála. Fundurinn verður i Sjálfstæðishús- inu, litla sal, n.k. sunnudag kl. 4 siðdegis. Sjálfstæðisfélögin Akureyri, Kjördæmisráð sjálfstæðisfélaganna Norðurlandi-eystra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.