Morgunblaðið - 01.03.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975
19
— Karvel
Framhald af bls. 10
Framkvæmdastofnunina samþykkti
stjórn stofnunarinnar 9. desember
s.l. að Byggðasjóður gefi eftir helm-
ing vanskila hafna hjá Byggðasjóði
að undanskildum vanskilum Akur-
eyrarkaupstaðar þar sem helmingur
yrði lánaður til 10 ára með 8%
vöxtum og skuld þeirri breytt i ísl.
krónur. Lánstíminn var siðar lengdur
í 16. ár. Þessi ákvörðun stjórnar
Framkvæmdastofnunarinnar var
bundin þvi skilyrði, að Hafnabóta-
sjóður greiði helming vanskilanna til
Byggðasjóðs, að hálfu á árinu 1974
og að hálfu á árinu 1975 við
afgreiðslu lána Framkvæmdasjóðs til
Hafnabótasjóðs.
Það sem til uppgjórs komi frá
Hafnabótasjóði samkvæmt framan-
sögðu yrði sem hér segir: (Þús. kr ).
Akureyrarkaupst. Vanskil Hafnabótasjóður alls 1974 1975 28.400 7.100 7.100
Eyrarhreppur 230 57 58
Flateyrarhreppur 778 194 195
Hólshreppur 4.500 1.125 1.125
Höfðahreppur 182 45 46
Neskaupstaður 6.500 1.625 1.625
ólafsfjarðarkaupst. 7.400 1.850 1.850
Patrekshreppur 265 66 66
Sauðár krókskau pst. 324 81 81
Vopnaf jarðarhr. 20.800 5.200 5.200
69.379 17.343 17.346
Lán Framkvæmdasjóðs til Hafna-
bótasjóðs 1974 verður í tvennu lagi
þ.e. 54 millj. kr. til 15 ára með 17%
breytilegum vöxtum og 21 millj. kr
til 12 ára með 6V«% vöxtum og
bundið visitölu byggingarkostnaðar.
Virðingarfyllst,
Framkvæmdastofnun ríkisins
Guðmundur B Ólafsson.
— Messur
Framhald af bls. 23
víkurprestakall, messar. Sókn-
arnefndin.
Ytri-Njarðvíkursókn
Messa kl. 2 í Stapa. Séra Páll
Þóróarson, umsækjandi um
Njarðvíkursókn, messar. Sókn-
arnefnd.
Keflavíkurprestakall
Kvöldvaka verður í Stapa kl.
8.30 siðd. Fjölbreytt og vönduð
dagskrá. Bilferð verður frá
BSK klukkan 8.15 síðd. Séra
Björn Jónsson.
XXX
Stokkseyrarkirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30
árd. Æskulýðsguðsþjónusta kl.
2 síðd. Sóknarprestur.
Eyrarbakkakirkja
Æskulýðsmessa kl. 5 siðd.
Sóknarprestur.
— Jón úr Vör
Framhald af bls. 16
Nú færi kannski best á þvi að
láta söguna enda hér, en því mið-
ur, sannleikans vegna verðum við
að halda áfram.
Útgefandinn er hinn elskuleg-
asti maður. Hann hafði engu lofað
varðandi útgáfu þessarar ágætu
bókar. Alltaf gaman að tala við
rithöfunda. En timarnir eru erfiðir,
eins og allir vita. Svona bók þarf
að seljast i 750 eintökum á fyrsta
ári miðað við að upplagið sé 1 200
eintök, ef endar eiga að ná saman.
Og hann treysti sér ekki til að
taka áhættuna að þessu sinni.
Það tók þvi ekki að taka hand-
ritið upp úr tösku — og i stað
þess að halda til vinnu sinnar varð
rithöfundurinn okkar að ganga
þau þungu spor, sem lágu til vin-
arins, með þessi erindislok og hin-
ar tvö hundruð þéttrituðu hand-
ritssíður. — Ekki tekur þvl að
harma örlög kápubaksspjallsins.
★
En meðal annarra orða. Höfund-
ur þessarar umræddu bókar hefur
ritað 20 skáldsögur, býr ekki við
nein skáldalaun — og enginn fær
viðbótarritlaun nema hann riti
bækur, sem gera I blóðið sitt,
einhver vilji gefa þær út.
Jón úr Vör
|Wor0MnbIíit>il>
rvlHRRGFniDRR
I mRRKflfl VÐRR
ÞAÐ er sagt, að menn geti orðið
svo gerruglaðir f svartri þoku
að þeim sýnist árnar renna
uppí móti, einnig eru þess
dæmi að sú bardagavilla hafi
hent menn að þvælast yfir f lið
andstæðinganna og taka að
berjast með því að fella sína
eigin liðsmenn. Nú hefur sú
villa kontið yfir suma sjálfstæð-
ismenn hérlendis að þekkja
ekki sósialista frá sjálfum sér
og sósiölsk vinnubrögð frá
einkaframtaki.
Afdankaður
skilningur
Viða um heim sjáum við það
gerast þjóðum til óþurftar, að
einkaframtaksmenn og
eftir ASGEIR
JAKOBSSON
í mikilli villu renna
ámar uppímóti
sósíalistar hanga eins og hund-
ar i bandi í 19du aldar merk-
ingu orðanna einkaframtak og
sósfalismit Sá skilningur ríkir
hjá þeim fyrrnefndu að öll
stjórnun sé andstæð einkafram-
taki og hinum siðarnefndu að
allt einstaklingsframtak sé and-
stætt sósfalisma. Þar sem
stjórnvöld hafa fylgt þessum
19du aldar kenningum út i æs-
ar hafa bæði kerfin leitt til
ófarnaóar. Báðir aðilar hafa svo
hlakkað yfir óförum hins. „Sjá-
ið þið, hvernig fer þar sem
skefjalaus samkeppni ræður,“
segja sósi'alistar og hinir svara:
— „sjáiðþiðhvernigþærþjóðir
dagast afturúr sem framkvæma
skeflalausan sósíalisma."
Frjálslynd stjórnvöld bæði til
hægri og vinstri hafa áttað sig á
yztu mörkum kerfanna og reynt
að fara bil beggja. Ráðherra,
sem vill efla einstaklingsfram-
tak hlýtur að taka í taumana,
þegar það blasir við honum
ranghverfan á einstaklings-
framtaki og auðsætt er að ekki
muni annað gerast en allir falli
og bíði tjón af samkeppninni.
Sá ráðherra, sem ekki gerði
þetta væri óvinur einstaklings-
framtaksins i raun og legði
sósialistum vopn í hendur. Það
þarf ekki mikla skarpskyggni
til að sjá fyrir, hvaó myndi ger-
ast, ef „einstaklingsframtakið“
fengi að njóta sin með þeim
hætti, sem óskað er eftir af
sumum „einkaframtaksmönn-
um“ við Húnaflóann. Vinnslu-
stöðvarnar við Húnaflóa eru
þegar i fjárþröng og farnar að
leita eftir aðstoð frá ríkinu. Nú
bætist ein við á vegum „ein-
staklingsframtaksins", sósial-
istum til aðhlægis, því að
innan tíðir taka þeir að kyrja að
svona sé einstaklingum fengið í
hendur almennings fé til að
stofnsetja vonlaús fyrirtæki og
síðan komi þeir og biðji um
ríkisaðstoð. Ef samkeppni
leiddi til algerrar stöðvunar
annað hvort vegna of mikillar
sóknar i rækjustofninn eða
fjármagnsskorts þáhlægjuþeir
enn þá hærra „já, þarna sjáið
þið nú hvernig skefjalaus sam-
keppni leiðir atvinnuleysi yfir
byggðarlögin...“
Það er engum meira kappsmál
en sósíalistum að einkafram-
takið sýni sig i þeirri mynd,
sem Blönduósingar eru að
bregða upp af því... og það er
einmitt barátta af þessu tagi,
sem sósíalistar óska eftir að
einkaframtaksmenn heyi, þá
geta þeir hlakkað yfir valn-
um. ..
Allir eitthvað
— enginn nóg —
í rækjustríðinu við Húnaflóa
horfir svo við, að það er einung-
is um að ræða að skipta tilteknu
aflamagni milli aðila. Fram-
leiðslan getur ekki aukizt um-
fram þetta magn og framtaks-
semi einstaklinga í byggingu
vinnslustöðva getur ekki aukið
framleiðsluna né heildarafköst-
in með nokkru móti. Ein megin-
forsendan fyrir ágæti einka-
framtaks er þvi ekki fyrir
hendi.
I atvinnuvegi, þar sem ekki
getur lengur verið um neinn
heildarvöxt að ræða gilda önn-
ur , lögmál en í atvinnuvegum
með vaxtarskilyrði. í þeim fyrr-
nefndu njóta kostir einkafram-
taksins sín helzt í aukinni hag-
kvæmni i rekstri og það er því
æskilegasta rekstrarformið
einnig í þeim atvinnugreinum,
en heildarþátttökuna í slíkum
atvinnuvegum hlýtur að verða
að takmarka. Sjávaraflinn er
takmarkaður og heildarsóknin
orðin meiri en nóg. ÖII viðbót
verður aðeins til að spilla fyrir
þeim sem fyrir eru í atvinnu-
veginum. Þegar svo er komið er
aðalkostur einkaframtaks og
samkeppni (aukin afköst),
hættur að nýtast þjóðinni og
hagkvæmnin i einkarekstrinum
líka, ef fyrirtækin verða of
mörg. I þvi dæmi, sem hér um
ræðir er hvorki um aukin af-
köst að ræða né aukna hag-
kvæmni heldur það gagnstæða.
Eins og horfir um aflabrögðin á
rækju við Húnaflóa og þá ekki
síður markaðshorfurnar meðan
við búum við EBE-tollana á
rækju, þá birtast engir kostir
einkaframtaks i byggingu og
rekstri fleiri rækjustöðva við
Húnaflóa heldur er hér um þá
hreinræktuðu sósíölsku fram-
kvæmd að ræða, að allir fái
eitthvað en enginn nóg.
Algktun ungra
sjálfstœðismanna
Ungir sjálfstæðismenn
sömdu og sendu frá sér ályktun
sem laut að umræddu rækju-
stríði og átöldu sjávarútvegs-
ráðherra fyrir að hamla einka-
framtaki. Ég hef áður bent á að
sú aðstaða hljóti oft að vera til
staðar, að stjórnvöld hlynnt
einkaframtaki verði að setja
því einhverjar hömlur til að
það fari ekki sjálfu sér að voða.
Einnig hef ég minnt á 19du
aldar hugmyndir um skefja-
lausa samkeppni sem nú sé af-
dankaður skilningur einka-
framtaksmanna, sem enginn
taki sér í munn lengur og þaðan
af síður reyni að framkvæma
hann, eins og hin ýmsu samtök
einkaframtaksmanna sýna. Það
virðist vera nauðsyn á að rifja
upp fyrir þessum ungu mönn-
um, sem hafa lesið of gamlar
bækur, hver sé skilningur
flestra 20tu aldar manna á ein-
staklingsframtaki og sam-
keppni. Þeir eðliskostir, sem
þurfa að geta notið sín, ef ein-
staklingsframtak á að sýna sitt
rétta andlit, eru hugkvæmni,
áræði og dugnaður. Afleiðing-
arnar eiga síðan að vera: aukin
afköst, aukinn ágóði, betri nýt-
ing fjármagns og vinnuafls.
Ekkert af þessu er fyrir
hendi i framkvæmd Blönduós-
inganna og þar af leiðir að hún
á ekkert skylt við einkaframtak
í 20tu aldar skilningi þess orðs.
Sú villa hefur greinilega af
blaðaskrifum að dæma — kom-
ið yfir fleiri sjálfstæðismenn
en þá ungu, að rugla saman
einkaframtaki og hreppa-
pólitísku atvinnubótapuði.
Er ekki
mœlirinn fullur?
Sjávarútvegurinn er nýttur
til atvinnubóta i sjávarplássun-
um viða um land. Það er vafa
laust okkur tiltækast, þó að af-
leitt sé að verða að reka aðalút-
flutningsatvinnuveginn sem
atvinnubótavinnu, að stórum
hluta. Öeðlilegt virðist að
sveitahéruð, eða kauptún sem
lifa af sveitaverzlun og við
skiptum við sveitir, seilist til
þeirra atvinnubóta. sem ætlað-
ar eru þeim plássum sem eiga
allt sitt undir sjávarafla og
vinnslu hans. Egilsstaðir,
Blönduós og Selfoss eiga erfitt
með að sanna réttmæti þess að
sjávarafli sé fluttur um sjávar-
plássinn til atvinnubóta í þess-
um sveitaplássum. Þessa þróun
hlýtur að verða að stöðva. Nóg-
ur er nú slagurinn fyrir um
þessa bútunga.
Hœpin álgktun
Það hefur verið haft á orði
(Mbl. 27. febr. G.Þ.), að
Morgunblaðið væri áberandi
hallt undir þá menn á Blöndu-
ósi, sem sjá ekki önnur ráð til
bjargar sér en seilast í hálftóm-
ar matarkistur nágranna sinna.
Það er rétt að þessir sósialistar
með einkaframtakskápuna á
öxlunum hafa verið fyrirferðar-
miklir í Morgunblaðinu, en er
það ekki bara af þvi að þeir hafi
sótt blaðaskrifin fastar? Æsing-
urinn meiri? Margir sem voru
þeim mótsnúnir í málinu, töldu
rétt að blanda sér ekki í það
meðan von var um friðsamlega
iausn. Sá aöilinn, sem æsinga-
skrifin bitnuðu mest á, sjávar-
útvegsráðherra og ráðuneyti
hans, hefur sjálfsagt talið sér
skyldara að reyna að jafna deil-
una en svara æsingaskrifum í
blöðum.
A flagfirli t Ægis
Á síðustu Sjómannasíðu var rætt um aflabrögðin I janúar. Hér
fylgir þá heildarskýrslan fyrir janúar og er þess þá að gæta, að
togaraafli Vestfirðinga er hér með öðrum togaraafla en ekki með
bátaaflanum eins og f yfirlitinu á Sjómannasiðunni á laugardag-
inn var.
Eins og sést af þessu heildaryfirliti hefur þorskfisksaflinn
aukizt verulega frá þvi í janúar i fyrra og munar þar mestu um
aukinn bátaafla fyrir Suðurlandi og aukinn togaraafla. Loðnuafl-
inn er afturámóti 58 þús. lestum minni í janúar en í fyrra.
Rækjuaflinn hefur heldur dregizt saman, kannski vantar fleiri
vinnslustöðvar og hörpudisksaflinn en þær veiðar bundu smá-
bátar allmiklar vonir viða, er hverfandi. Þvi veldur fyrst og
fremst minni sókn en áður. Markaður og vinnsla er þessum
veiðum ekki nógu hagstæð.
1975 1974
I. ÞORSKAFLI: janúar janúar
A) Bátaafli: lestir ósl lestir ósl
Hornafj./ 5.410 4.449
Stykkishólmur 2.668 2.946
Vestfirðir 885 1.802
Norðurland 184 127
Austfirðir 129 447
Landað erlendis
Samtals 9.276 9.771
B) Togaraafli:
Síðutogarar landað
innanl 812 503
Síðutogarar landað
erl 0 1.271
Skuttogarar landað
innanl 10.881 4.639.
Skuttogarar landað
erl 698 1.751
Samtals 12.391 8.164
II. SlLDARAFLI:
Landað innánl 0 0
Landað erl. 0 154
Samtals 0 154
III. LOÐNUAFLI: Samtals 47.887 105.952
IV. RÆKJUAFLI: Samtals 511 588
V. HORPUDISKUR: Samtals 30 195
VI. ANNAR AFLI: Samtals 0 15
HEILDARAFLI: Samtals 70.095 124.839
(Bráðabirgðatölur)