Morgunblaðið - 01.03.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975
Minning:
Þorbjörn Ólafsson
frá Hraunsnefi
ÞEIM fækkar nú óðum gömlu
Norðdælingunum, sem settu sinn
sérstæða svip á „dalinn" okkar
fagra í upphafi þessarar aldar og
á árunum eftir fyrri heimsstyrj-
öld. I byrjun þessarar aldar var
Norðurárdalur í Mýrásýslu talinn
ein harðbýlasta sveit í Borgar-
firði. Þar rikti vetrarriki mikið,
en engum mun samt hafa dulist
að náttúrufegurð er þar stórbrot-
in. Afskekkt hefur þessi fagra
sveit verið ef miðað er við sam-
göngur um síðustu aldamót, en
með batnandi vegagerð og breytt-
um aðstæðum munu skoðanir
manna hafa snúist á annan veg í
þessu sambandi á siðari árum. Nú
er Norðurárdalurinn í alfaraleið.
Þekktur bóndi í Norðurárdal,
sem jafnframt var góður hagyrö-
ingur, orti eftirfarandi vísu
skömmu eftir síðustu aldamót:
Norðurárdalur, næsta er svalur
frammi,
engar meyjar una þar
allt eru gamlar kerlingar.
Vissulega er oft næðingssamt í
Norðurárdalnum, en á fáum stöð-
um á íslandi er meiri náttúrufeg-
urð og það voru þrautseigir og
dugandi menn, sem bundu tryggð
við þessa harðbýlu sveit í upphafi
þessarar aldar. Einn þeirra var
Þorbjörn Ölafsson bóndi á
Hraunsnefi, sem var burtkallaður
eftir sitt langa lífshlaup þann 28.
janúar s.l.
Þorbjörn var fæddur á Steinum
í Stafholtstungum þann 14. marz
árið 1884 og var því á 91. aldurs-
ári þegar hann lést. Foreldrar
hans, Guðrún Þórðardóttir og
Ölafur Ölafsson, voru þá í vinnu-
mennsku á Steinum. Skömmu
siðar fluttust þau að Desey í
Norðurárdal og þar mun Þor-
björn -hafa alist upp að mestu.
Systkini Þorbjarnar voru alls 10
og voru þau i Borgarfirði jafnan
nefnd „Deseyjarsystkinin". Öll
voru þau gerfileg og gædd
miklum mannkostum. Systkini
Þorbjarnar voru: Elín húsfreyja á
Háreksstöðum í Norðurárdal,
Halldór bóndi i Tjaldanesi i Döl-
um, Þórður bóndi á Brekku í
Norðurárdal, Þorbergur rakari,
nú búsettur á Akureyri, Jórunn
húsfreyja á Hamrahóli i Holtum,
Kristín, sem dó ung, Astríður,
húsfreyja á Selfossi, Ólafur
kristniboði, þjóðkunnur maður,
Helga búsett í Danmörku, en
yngstur er Albert skólastjóri og
rithöfundur búsettur í Noregi.
Ungur aö árum fór Þorbjörn að
heiman og hóf búskap á Hrauns-
nefi í Norðurárdal árið 1906 að-
eins 22 ára að aldri. Hann mun þá
hafa verið yngsti bóndinn í sveit-
inni. Árið 1908 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni Guðnýju
Bjarnadóttur frá Geirakoti í Flóa,
glæsilegri konu, sem er gædd
miklum mannkostum. Þau eign-
uðust þrjár mannvænlegar dætur,
en þær eru: Stefanía gift Friðriki
Þórðarsyni framkvæmdastjóra,
Olga gift Kristjáni Gestssyni
afgreiðslumanni i Borgarnesi og
Svava, sem er skrifstofustúlka í
Þjóðleikhúsinu, en hennar maður
var Jóhann Bernhard ritstjóri,
látinn fyrir nokkrum árum.
Um margra ára skeió var
Hraunsnef í Norðurárdal enda-
stöð á bílvegi frá Reykjavík til
Akureyrar. Þegar akvegi bifreiða
lauk tóku gömlu íslensku reið-
vegirnir við, fram Norðurárdal —
yfir Holtavörðuheiði, og til
Norðurlands. Oft var því gest-
kvæmt hjá hinum ungu hjónum á
Hraunsnefi í upphafi búskapar-
ferils þeirra. Margan hraktan
ferðamann bar þar að garði frá
Norðurlandi, en öllum var þeim
tekið af mikillí hlýju og gestrisni.
Þar átti húsfreyjan einnig sinn
stóra þátt að. Þorbjörn átti á þeim
árum ágæta hesta og þurfti oft að
veita ferðamönnum aðstoð stutta
eða langa bæjarleið og allt eftir
aðstæðum. Húsbóndinn taldi
aldrei eftir sér sporin og margar
ferðir fór hann í vondum veðrum
með ferðamönnum um langan
veg.
Sá, sem þetta ritar minnist þess
að hann hóf sína fyrstu skóla-
göngu á heimili þeirra hjóna að-
eins átta ára að aldri. Þá var far-
skóli fyrir „niður-dalinn" eins og
svo var nefnt á Hraunsnefi. Það
tók þrjá stundarfjórðunga að
labba i skólann og þótti stuttur
gangur á þeim árum jafnvel þótt
ungur sveinsstauli ætti í hlut.
Eftir nær hálfa öld minnist ég
þessarar fyrstu skólagöngu
minnar og alls aðbúnaðar húsráð-
enda á skólastaðnum með miklu
þakklæti. Þorbjörn og Guðný
voru á vissan hátt foreldrar
okkar. Húsfreyjan hlý og elskuleg
og reyndi að gera allt fyrir okkur,
en húsráðandinn glettinn og
hress í anda og lék sér við okkur
krakkana og reyndi að færa allt
til betri vegar þegar ýfingar urðu
með okkur strákunum. Eflaust
þætti skólastofan gamla á Hrauns-
nefi ekki háreist samanborið við
skólastofur í nútímaskólum, en
okkur krökkunum fannst hún
hlýleg og góð. Glatt og gott hjarta-
lag húsráðenda sat þar í fyrirrúmi
og það bætti allt annað upp.
Þorbjörn var mjög söngelskur
maður eins og systkini hans öll,
enda hafa dætur hans allar tekið
að erfðum tónlistarhneigó hans.
Ekki átti Þorbjörn þess kost að fá
neina fræðslu i þeim göfugu fræð-
um fremur en flestir jafnaldrar
hans á þeim árum, en fátt mun
hafa glatt hann meira en fögur
tónlist.
I 32 ár bjuggu þau Guðný og
Þorbjörn á Hraunsnefi miklu
myndarbúi. Þau fluttu í Borgar-
nes árið 1938 og byggóu sér þar
reisulegt hús. 1 Borgarnesi áttu
þau heima eftir það. I mörg ár
stundaði Þorbjörn þar allskonar
atvinnu, en' að hlúa að gróóri og
koma nýgræðingi til góðrar
t
Eiginmaður, faðir og sonur,
HINRIK J. PETERSEN,
Nýlendugötu 6,
andaðist í gær i Landspitalanum.
Guðlaug Jónsdóttir,
Jón Hinriksson,
GuSný S. GuSjónsdóttir.
t
DAOI
GUÐMUNDSSON
lézt 26. febrúar.
Vandamenn.
t
Bróðir minn,
ÓLAFUR HERMANN
MAGNÚSSON,
lézt 18. febrúar. Jarðarförin. hef-
ur farið fram.
Júlía Magnúsdóttir.
ræktar var hans mikla áhugamál.
Margir blómagarðar í Borgarnesi
bera þess enn vitni.
Margsinnis heimsótti ég þau
hjón, Þorbjörn og Guðnýju, í
Borgarnesi og hafði mikla ánægju
af þeim fundum. Alltaf ríkti þar
sama gestrisnin og tryggðin við
gamla vini og kunningja. Hug-
leiknast var honum að ræða um
gamla daga----------Um Dalinn
okkar fagra, Norðurárdalinn, og
gamla góða fólkið, sem byggði
þessa harðbýlu en um leið fögru
sveit. Einlægt og þétt var handtak
hans og góðlátlegur kímnisglampi
iaugunum.
Síðast bar fundum okkar saman
á liðnu ári. Þá var heilsan þrotin,
en samt kveið hann engu. Hann
sætti sig við orðinn hlut og sagði
við mig eitthvað á þá leið, aó
I DAG leitar hugur minn norður
yfir fjöllin til Munkaþverár,
þangað, sem eyfirzkur barmur
lykur son sinn örmum. Hann var
einn þessara hljóðu í landinu, það
var eins og för hans væri þytlaus,
þú fannst aðeins birtu í nálægð
þinni, þegar þú hittir hann, birtu
eins og vorgeislinn væri á för, —
hann kallaði eitthvað fram sem
gerði brjóst þitt hlýtt, — gerði þig
betri.
Ég kynntist honum ekki fyrr en
bak hans var tekió að bogna, en
hversu stoltur mátti hann ekki
vera yfir þreytu líkama síns, er
hann leit til býlisins undir
hamrinum. Víða hefi ég farið, séð
stærri ból, en hvergi fundið stað,
sem ber þess jafnljósan vott, að
hendurnar, sem skópu, hlýddu
boðum huga, sem unni því er gert
var. Veit ég vel, að Eiríkur var
þarna ekki einn að starfi, skilin
milli Dísu hans og barnanna gat
ég aldrei greint, enda rétti hann
þeim alltaf lofið, ef að honum var
borió, það voru konan eða börnin
sem höfðu það gert eða þvi ráðið,
þegar hann sagði sjálfur frá.
Hann dró ætíð upp af sér mynd-
ina sem sveininum, er flutti inná
býlið allslaus og hlaut þar
hamingjuna alla. Kannski þess
vegna vann hann verk sín af
slíkri geislandi gleði, sem raun
var á. En sleppum því, þetta átti
aldrei að vera mannlýsing, heldur
þökk að leiði eins bezta manns, er
ég hefi kynnzt.
Það var haust. Vió hjónin
nýkomin aó Hálsi í Fnjóskadal.
Með orfi og hrífu höfðum við
leitað stráa fyrir búpeninginn. Nú
var stórbóndinn, Eirikur, mættur
hjá frænku sinni og vildi sjá inni
hlöðuna. Stoltur opnaði ég bagga-
gatið. Hann leit inn og sagði: Það
væri hægt að koma meiru hér inn.
Daginn eftir var Eiríkur mættur á
t
Eiginmaður minn og faðir,
FRIÐFINNUR
VILHJÁLMSSON,
Sörlaskjóli 14,
andaðist I Borgarspítalanum
fimmtudaginn 27. febrúar
Vilborg Guðmundsdóttir,
Helga Friðfinnsdóttir.
t
Sonur okkar,
GRÍMUR þorsteinn,
Skólagerði 47,
Kópavogi,
lézt á Landakotsspltala þann 27.
febrúar
Bryndls og Grfmur Thoraren-
sen.
gaman hefði verió að lifa svo
langan dag.
Þorbjörn andaðist á Land-
spítalanum þann 28. jan. s.l. eftir
stutta legu. Minningarathöfn um
hann fór fram í Dómkirkjunni
þann 7. febrúar. Fagur og til-
komumikill söngur hljómaði frá
söngstúku kirkjunnar þann dag.
Það hefur að mínum dómi glatt
minn gamla vin. Hann var lagður
til hinstu hvíldar i Borgarnesi
daginn eftir. Héraðið skartaði
sinu fegursta þann dag. Heiðskirt
veður svo vel sást til hinna fögru
fjalla, sem hann unni svo mjög.
Borgfirski drengurinn var aftur
kominn heim.
Ég bið honum friðar og
blessunar.
Far þú í friði gamli vinur.
Blessuð sé minning þín.
Klemenz Jónsson.
vörubil sinum hlöðnum heyi. „Ég
nota þetta aldrei", sagði hann
„þetta hefir staðið tvö ár niður á
bökkum." Hlössin urðu tvö.
Undrun min yfir þessum við-
brögðum fylgja mér enn.
önnur mynd. Það hafði snjóað í
fjöll. Ég var staddur inná Akur-
eyri, og þar hitti ég Eirík bónda.
Hann gengur kringum jeppann og
spyr, hvort ég eigi ekki keðjur
undir hann að framan, þessar að
aftan séu líka orðnar slitnar. Það
sagðist ég vita, sagðist bæta úr
strax og ég ætti fyrir nýjum.
Síðan felldum við þetta tal.
Seinna, sama dag, hitti ég Eirík
aftur. Þá snarar hann keðjupoka
inní bilinn til mín og segir: „Þú
þarfnast þeirra strax. Svo er
aldrei að vita nema þær hækki í
verði." Eg vissi ekki, hverju ég
átti að svara þá, Eiríkur beið held-
ur ekki eftir, að mér tækist að
finna þakklætisundruninni bún-
ing. Hann boraði höndum í vasa
og haltraði frá mér, engu líkara
en það væri hann sem væri feim-
inn.
Þegar ég hugsa til hans nú, þá
finn ég, að öll okkar mót voru
slíkar stundir, þar sem ég var á
einn eða annan hátt þiggjandinn
en hann veitandinn. Hlýjan, sem
frá honum stafaði, minnir mig á
jurtina sem angar af gleði i fögn-
uði vorsins. Þó sá ég hann aldrei í
galsa kátínunnar, það var hin
hljóóa, trausta gleði sem ein-
kenndi för hans.
Ég bið línur þessar fyrir kveðju
til ástvina hans og þakkir fjöl-
skyldu minnar að kistu hans í
dag, um leið og ég bið Islandi
þess, að það eignist sem flesta
sonu, er gerist bændur og menn
eins og vinur minn á Stóra-Hamri
var.
Haukur.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á i
miðvikudagsblaði, að berast i
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og með
góðu linubili.
Úlfaraskreylingar
blónnoual
Gróðurhúsið v/Sigtun simi 3677Ö
t
Bróðir okkar,
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON,
endurskoðandi,
Hvassaleiti 141,
lézt fimmtudaginn 27 þ.m.
Systkini hins látna.
t
RICHARD TÓMASSON
Eskihlíð 7
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. marz kl 1 5.00.
Systkini hins látna.
t
Bróðir minn og föðurbróðir,
GUNNAR BJARNASON,
Grettísgötu 31.
andaðist þann 27. febrúar
Kristín Bjarnadóttir,
Erla Bjarnadóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við fráfall og útför,
JÓHÖNNU M. PÁLSDÓTTUR,
Norðurbrún 1.
Anton Eyvindsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Minning:
Eiríkur Skafta-
son Stóra-Hamri