Morgunblaðið - 01.03.1975, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 '
Piltur og stúlka
Eftir Jón
Thoroddsen
Já, mig minnti það; þú taldir þær fyrir mig?
Já, þú lézt mig telja þær, og mig minnir ekki betur
en þær væru átján, jú, það veit drottinn minn, þær
voru, sem ég lifi, átján.
Og í dag eru þær ekki nema sextán; skoðum þá til,
fjórar eru farnar, ekki hafa þær hlaupið sjálfar úr
sánum; því segi ég það, það verður að hafa gát á því
hérna, ef það á ekki að stela mann út á húsganginn;
en nú getur það stolið fyrir mér, eins og það vill; ekki
sé ég, þó það steli úr mér augunum, ég er ekki orðinn
maður til að líta eftir því. En viltu ekki skreppa
snöggvast upp til mín, Guðmundur minn, fyrst þú
komst? Mig langar til þess að líta snöggvast ofan i
fremstu kjöttunnuna hérna; ég held hún sé búin að
míga niður úr sér öllum pæklingum; en ég ræð ekki
við helluna ofan á henni.
Ójú, fóstri minn, ég skal koma, sagði Guómundur
og fór upp og tók helluna ofan af tunnunni; það er
ekki von, að þú ráðir við þetta bjarg, fóstri minn!
Af þvi ég er orðinn svo dauður og farinn, að ég þoli
ekkert á mig að reyna fyrir mjöðminni á mér — ónei,
ekki hefur hún leikið enn til skemmda, held ég,
tunnugreyið. — Því segi ég það, ég er ekki orðinn
fær um aó eiga lengur í þessu búskaparbasli,
Guðmundur minn! Ég vildi helzt, að þú værir búinn
að taka við því öllu saman og ég mætti hírast hérna í
kofunum; hafa skemmugreyið mitt út af fyrir mig;
nokkrar kindur í heyjum og afgjaldið af þessum fáu
jarðaskikum; ég vil þú farir að taka við jörðinni
hérna, en ekki legg ég ofan á hana, það segi ég þér
HÖGNI HREKKVÍSI
fyrir; þú verður að taka við kofunum hérna eins og
þeir eru; og þeir eru líka allstæðilegir, nema hvað
göngin eru farin að síga dálítið saman, en að öðru
leyti getur bærinn hérna lafað uppi nokkur ár enn.
Hvað segir þú um þetta, viltu ekki fara að reyna til
að hokra?
Ég veit ekki, hvað ég á að segja um það, fóstri
minn.
Og þá yrðir þú, vænti ég, að taka þér einhvern
kvenmannsræfil.
Já, ekki treysti ég mér að búa með henni Guddu
hérna.
Það lái ég þér ekki, Guðmundur minn. Ég er búinn
að fullreyna mig á henni, og ekki ætla ég að ráða þér
Sagan af kóngsdóttur
og svarta bola
boli væri ekki til í öllu ríkinu. En það var ekki vió
það komandi, þaö varð aó slátra honum, ekki um
annað að tala. Þegar Katrín konungsdóttir heyrði
það, varð henni mjög illa við og fór niður í fjós til
bola. Þar stóð hann með hangandi höfuð og var
eitthvað svo stúrinn á svipinn, að Katrín fór að
hágráta.
„Hvers vegna ertu að gráta?“ spurði boli.
Þá sagöi hún honum, aó konungurinn væri
kominn heim aftur, og að drottningin hefði lagst
veik, og sagt, að hún gæti ekki komist á fætur aftur,
nema hún fengi kjöt af honum svarta bola sjálfum
aó boróa.
„Ef mér verður komið fyrir kattarnef, þá verður
ekki verið lengi að gera út af við þig líka,“ sagói boli.
„Ef þú ert sama sinnis og ég, þá förum vió burtu
héóan í nótt.“
Katrínu konungsdóttur fannst að vísu leiðinlegt
aó fara burtu frá föður sínum, en þó var enn verra
að vera undir sama þaki og drottningin, og svo lofaði
hún bola að hún skyldi koma með honum.
Um kvöldið, þegar allir aðrir voru háttaðir,
læddist Katrin út í fjós til bola, og svo lögóu þau af
stað eins fljótt og þau gátu. Boli bar konungsdóttur
á bakinu. Hann munaði ekki mikið um þaó, og hann
fór hratt yfir. Þegar svo fólk kom á fætur næsta
morgun og átti aó fara að slátra svarta bola, þá var
hann allur á burt, og þegar konungur kom og spurði
eftir dóttur sinni, var hún líka horfin. Hann lét leita
hennar um allt landið og lýsa eftir henni vió allar
kirkjur, en enginn hafði séó neitt til hennar né
heldur til svarta bola.
En meðan á þessu gekk, fór boli um mörg lönd
meó Katrínu konungsdóttur, og svo komu þau að
stórum koparskógi. Tré og greinar og blöð og blóm,
allt var úr kopar.
ÍTteóTnorgunkaffinu
□ Frá Rómaborg berast
þær fréttir, að búið sé að
berja saman söngleikinn
„Ari“ sem byggir á sögu-
legum persónum nú-
tímans svo sem eins og
skipakóngnum Aristotle
Onassis (Ari), konu
hans Jacqueline Onassis
(Kennedy), glaumgos-
anum Paul Getty, —
milljónarasyninum, sem
rænt var í Róm og eyrað
var skorið af. Þar koma
líka við sögu furstahjón-
in af Monaco. í frásögn
af þessum söngleik um
hina ríku segir að ekki
fjalli hann eingöngu um
Onassis gamla heldur
hinn alþjóðlega peninga-
aðal, almennt talað.
Söngleikurinn verður
sýndur í Rómaborg í
haust, en kvikmynda-
félög í Lundúnum og
New York hafa keypt
réttinn til að kvikmynda
þennan söngleik.
Frá borginni Perth í
Ástralíu berast fregnir
um konu sem reykt
hefur lengi og náð háum
aldri. Konan sem fyrir
skömmu varð 105 ára,
skýrði frá því á afmælis-
daginn, að hún myndi af
heilbrigðisástæðum
hætta að reykja en hún
kvaðst aðeins hafa verið
6 ára er hún byrjaði að
reykja. Sú gamla sem er
að sjálfsögðu á elli-
heimili, krafðist þess þó,
að áður en hún tæki á
móti ættingjum og
vinum á þessu stóraf-
mæli sínu, fengi hún
sinn daglega sjúss-
skammt og engar refjar.
Árla morgun fyrir
skömmu, vakti það
athygli fólks á götum í
einu hverfa Bogata
höfuðborgar Venezuela,
að feikna hlátrarsköll
ungrar konu bárust
langar leiðir því þetta
var árla mogun sem fyrr
segir og kyrrð. í ljós kom
að konan hafði verið
rænd þarna á götunni
rétt áður. Þjófur komið
á harðahlaupum og grip-
ið veski hennar og var
horfinn með það sama.
— En að það gæti verið
konunni slíkt hláturs-
efni vakti furðu vegfar-
enda. — Hún sagði þá að
hún gæti ekki varist
ofsahlátri við tilhugsun-
ina um það þegar þjófur-
inn færi að kanna veskið
og innihald þess. —
Konan var á leið til
læknisskoðunar og í
veskinu voru glös og
staukar með þvagsýni og
fleira af því taginu!!