Morgunblaðið - 01.03.1975, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975
29
Moria Moröö kvenréttindarööstefnu Sönsdö^
Lang:
býddi
55
hún ekki eitt einasta orð um
hringinn og náttúru hans.
— Ef ég hefði gert það, segir
Eva Gun þurrlega, þá sæti ég
harðlæst í fangelsi núna. Ég VAR
ein uppi- meðan hinar voru að
snæða morgunverð. Og ég hafði
eins og sumir vita ákveðnar
ástæður til að óska Betti alls hins
versta.
— Nú, já. Morðinginn okkar
ætlaði sér líka að villa okkur sýn á
annan hátt. Hún gaf í skyn, svo að
Camilla heyrði, að Betti hefði lík-
lega hnuplað hringnum og til-
gangurinn gæti hafa verið sá, að
hún vildi, að okkur dytti í hug að
Betti hefði í hyggju að fremja
sjálfsmorð. Bikarinn og viski-
flaskan sem voru i tösku Betti
þjónuðu sama tilgangi.
— En hvar hefði flaskan átt að
vera annars staðar? mótmælir
Ase. — Betti átti flöskuna.
— Christer stingur pipunni i
jakkavasann og stendur á fætur.
— Við höfum aðeins orð Kata-
rinu Lönner fyrir því, frú
Stenius. Hún þorði ekki að neita
að hún hefði keypt flöskuna, því
að við hefðum getað gengið úr
skugga um það, en ekkert bendir
til að hún hafi gefið Betti hana.
Nei, það er nokkurn veginn víst
og satt að stúlkan var ekki með
viskí. Það var þess vegna sem hún
nappaði sjerriflöskunni nióri,
vegna þess hún bjóst við að
Katarina liti inn til sín áður en
þær færu að hátta. Það var þess
vegna sem hún svolgraði viskíið i
sig, sem gesturinn var með og það
var enn fremur ástæðan til að
ekki höfðu verið teknir nema
tveir sjússar úr pelanum, þar sem
Katarina skipti af einhverjum
ástæðum um skoðun oe drakk
sjerrí í staðinn fyrir viskíið sem
hún hafói sjálf komið meó.
— Tvo sjússa? Hefur það ein-
hverja þýðingu i þessu sambandi.
Þau brjóta heilann ákaft.
Það er Ase sem verður fyrst til
að átta sig.
— Auðvitað! Betti fékk sér
alltaf tvo sjússa fyrir svefninn.
Og hún var líka á Blachsta á föstu-
deginum. Ef hún hefði átt flösk-
una hefði auðvitað átt að vera
farið úr henni magn sem svaraði
fjórum sjússum ....
— Já, aó minnsta kosti það!
bætir Uno Stenius við og gengur
fram til aó svara símhringingu.
Christer Wijk réttir fram hönd-
ina og segir:
— Verið þér sælar, læknir. Það
hefur verið mér ánægja að kynn-
ast yður, jafnvel þótt kringum-
stæðurnar hefðu getað verið
skemmtilegri... og sælar fröken
Nyren. Ég vona að þér trúið mér
að einkamál yðar munu hvergi
koma fram í neinum skýrslum. Og
ég vona af fyllstu einlægni að
yður takist að leysa þau á viðun-
andi hátt.
Blá augu hennar horfa á hann.
— Ég held ég hafi þegar fundið
leiðina. Ruth Zettergren sem
þekkir mannfólkið flestum betur
gaf mér fyrstu bendinguna í
Blachsta. Maóur má ekki vera
óheiðarlegur gagnvart sjálfum
sér. Við megum ekki gera öðrum
illt... ég verð að reyna að finna
sjálfa mig til að koma skírari út
úr erfiðleikunum. Og ég held að
þessir atburðir hafi sýnt mér mín
eigin vandamál í réttari hlutföll-
um. Ég... ég mun hefja kosninga-
undirbúning minn næstu daga.
Christer snýr sér að Camillu,
sem tautar syfjulega.
— Og hvað um mig. Fæ ég enga
kveðjuræðu?
— Ég ætla, mín fagra, að koma
þér fyrir í bilnum mínum og aka
þér til borgarinnar. Og þú færð
ekki að kveðja iriig að sinni, þvi aó
þú átt eftir aó gefa skýrslu sem
aðalvitni.
— En... ég er ráðin í San
Fransisco í tvær vikur til viðbót-
ar. Og svo öll hljómleikaferðin...
— Það þýðir ekkert. Þú verð-
ur...
Hann þagnar, þegar Uno
Það eru komnir fimm hér — en hjá þér? — Ha sjö,
Stenius kemur aftur úr símanum.
— Var það til min?
— Já frá lögreglunni. Kyn-
ferðismorð einhvers staðar i
grennd við Gavle. Þér eruð beð-
inn að koma og taka að yður málið
eins fljótt og þér frekast getið.
Hvorugt þeirra segir neitt i
fyrstu. Ekki fyrr en þau sveigja
inn á þjöðveginn sem liggur til
Stokkhólms. Og þá segir Christer
og kennir beiskju í rómnum.
— Þarna sérðu!
— Hvað á ég að sjá?
— Hvernig það myndi ganga.
— Hvað ertu að méina?
— Láttu ekki eins og þú skiljir
ekki hvað ég er að fara. Svona
yrði það áfram og endalaust.
Þegar ég er heima þá ert þú í San
Fransisco og þegar þú lætur svo
litið að tylla niður tá á þessu
heimshorni, dettur einhverjum
fávita í hug að láta myrða sig í
Gavle.
Hann lítur á hana og heldur
illskulega áfram:
— Og svo notar þú þessar fáu
klukkustundir, sem við getum átt
saman — til að sofa.
— Elsku, fyrirgefðu.
Hún horfir á hann með striðnis-
glampa i augunum.
— Heyrðu Christer!
— Já?
— Heldurðu aó þaó sé of seint
að skipta um starf og þjálfa sig
upp á nýtt.
— Ja... já. Þú ert svo sem ung.
En ég gæti aldrei leyft þér að
gera...
— Mér? Hver er að tala um
mig? En ég var að hugsa um að þú
gætir kannski...
Svo geispar hún hástöfum og
hallar sér þétt að honum og er
von bráðar steinsofnuð.
Lögregluforinginn ekur áfram
og gnístir tönnum.
Sögulok.
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl 1 0.30 — 1 1.30. frá mánudegi
til föstudags.
0 Ábending
Jack Rubys
Guðni Björgúlfsson, Þor-
finnsstöðum, V-Hún. skrifar:
„Velvakandi.
í frétt í Morgunblaðinu 19. feb.,
er getið um gögn, er tímaritið
„Stern“ hafi aflað sér, er bendi til
þess, að morðingi Roberts
Kennedys leiki enn lausum hala.
Kjarni fréttarinnar er ekki fólg-
inn í því, að spilaborg réttvísinn-
ar hafi verið grátt leikin, heldur
hinu, að hún hafi beinleiðis verið
meðsek og hennar verkefni þvi
ekki verið annað en að útbúa
hentuga eiða á pappíra sína og
kviksetja málið. —
Frétt þessi er á forsíðu, enda
vel við hæfi. Ég vil þó vekja at-
hygli á annarri frétt, er birtist i
Morgunblaðinu fyrir um það bil
ári, er sagði frá láti Jack Rubys.
Sú frétt var á svo yfirmáta hóg-
værum stað í blaðinu, að ég hygg
að mörgum hafi sézt yfir hana.
Mér er til efs hvort sú frétt hafi
ekki sannarlega átt skilið forsíðu
blaðsins. Fréttin er í stuttu máli á
þá leið, aó Jack Ruby hafi ávallt
haldið fram sakleysi sínu og
þeirri hugmynd, að hann teldi
morð J.F. Kennedy hafa verið
samsæri og vísað til bókar
Thomasar Buchanan „Hver myrti
Kennedy?" sem þess bezta er um
málið hefði verið skrifað. Fréttin
endar svo á þvi, að Jack Ruby hafi
verið „úrskurðaður geðveikur".
Þessum hefðbundna „Gamla
Nóa“ réttvísinnarþarsem sálfræð
ingar eru látnir stiga trylltan
dans um vogarskálarnar og fífla
þann fiflskap sem nógur er þar
fyrir. Menn virðast hafa svo lítið
mótstöðuafl gegn stimplum sál-
fræðinga og félagsfræðinga eða
hvað þeir nú allir nefnast, að rök-
vís hugsun kemst ekki að, — allt
er gleypt gagnrýnislaust, Véfrétt-
in frá Delfí hefir talaó. Það er
þess vegna sem hin hnitmiðaða
ábending Jack Rubys hefir meira
og minna skolazt fyrir borð í stað
þess að vera tekin til gaumgæfi-
legrar athugunar.
Bók Th. Buchanan fjallar
reyndar um morðið á J.F.
Kennedy, en frásögn „Stern“ um
hugsanlegan aðdraganda morðs-
ins á Robert Kennedy er sam-
hljóða meginuppistöðu þessarar
bókar, — þaulhugsað samsæri,
sem svikulir embættismenn
dómsvaldsins svo sem dómendur
og lögregla hafi verið aðilar að. —
Samanburður þessara tveggja
morða ætti ekki að vera svo tor-
skilinn þegar haft er í huga, að
sennilegast er, að þau öfl er stóðu
að morði J.F. Kennedy hafi ekki
síður eftir að hafa komið þvi
morði um kring haft ástæðu til að
ryðja dómsmálaráðherranum úr
vegi. — Bók Th. Buchanan er
ekki síður merkileg fyrir það, að
hún fjallar um hið nána samband
stjórnvalda við undirheimana og
hefir sennilega fáum af þeim er I
réttarsalinn komu vegna morðs-
ins á J.F.K., verið betur kunnugt
um það samband og um leið verið
jafnhættulegur og kráreigandinn
Jack Ruby.
Guðni Björgúlfsson.“
# Er þetta hægt?
Anna Laxdal skrifar:
„Ég ætlaði að gera góð kaup á
kjöti til vetrarins I sláturtíðinni í
haust. Ég pantaði svo kjöt í gegn-
um skyldfólk mitt úti á landi um
mánaðamót september og októ-
ber. Mér var sagt, að beztu kaupin
væru i þvf að taka hálfan skrokk
af tveggja til þriggja ára kvigu.
Tæki ég hins vegar einn fjórða,
eins og ætlunin var i upphafi, átti
kilóið að kosta 270 krónur, en
hálfur skrokkur átti að kosta 208
eða 210 krónur kilóið. Auðvitað
sló ég mér á hálfa skrokkinn, því
að þar með sparaði ég fimm þús-
und kall. Bað ég um að kjötið yrði
sent mér sem fyrst og átti Kaup-
félag Svalbarðsstrandar að sá um
það.
Siðan leið og beið, ég hringdi
a.m.k. tvisvar og spurði um kjötið,
og fékk það svar að það yrði sent á
næstunni. Loksins kom það svo
um 20. desember, eða mitt í mesta
jólaannrikinu.
Fyrir skömmu talaði ég svo við
fyrrverandi eiganda beljunnar,
sem ég átti að greiða kötið, þvi að
kaupfélagið sendi engan reikning
með því. Sagði hann þá, að kjötið
hefði hækkað í 270 krónur á Kiló
á þeim tima, sem leið frá þvi að ég
pantaói það og þar til það var
afgreitt. Hefur hann þetta eftir
kaupfélagsstjórninni á staðnum.
Er þetta hægt?
Anna Laxdal“.
Þetta eru að sjálfsögðu all-
furðulegir verzlunarhættir, en á
þessu hlýtur að vera hægt að fá
leiðréttingu, sérstaklega ef stað-
festing er til fyrir því að pöntunin
hafi veriö gerð um mánaðamót
sept.—okt.
83? SIGGA V/CJGA £ VLVtmi
LJOS &
ORKA
OPIDÁ
LAUGÁRDÖGUM
FJÖLBREYTT
ÚRVAL
GOLFLAMPA
A GAMLA
fVNLl
Sendum l
pðstkröfu
Landslns
mesta lampaúrval
LJÓS &
ORKA
Siiðn rliiiidsbraut U
simi S4488
margfaldar
markad uðar