Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 nucivsmcnR ^22480 JRn$miUt>kitl nucivsincnR ^L^2248U Verða 35 tonn af páskaeggjum borð- uð nú um páskana? Ljósmynd Öl.K.M. PASKAEGG — Borða íslendingar 35 lestir af páskaeggjum um þessa páska? Sælgætisframleiðendur eiga jafnvel von á því. Hér sjáum viö tvær ungar afgreiðslu- stúlkur með nýju páskaeggin. Björn Jónsson, forseti ASÍ: Ríkisstjórnin hefur tekið vel í skattatillögur ASf SAMNINGAFUNIíUR milK aðila vinnumarkaðarins var haldinn i gær fyrir hádegi, en fátt mark- vert gerðist á fundinum að sögn Björns Jónssonar, forseta ASÍ. Síðdegis í gær hélt svo samninga- nefnd ASÍ fund með svokallaðri baknefnd sambandsins og var henni þar gerð grein fyrir þróun samningamálanna frá því er kjaramáiaráðstefna ASl var haldin um mánaðamótin. Björn Jónsson sagði að sú breyting, sem orðið hefði á þessu tímabili væri öll frá hendi ríkisstjórnarinnar, sem hefði tekið nokkuð vel f hug- myndir ASl í skattamálum. Björn Jónsson sagði að ekkert fast boð hefði komið frá rikis- blaðið í gær, að það væri rétt, að VSÍ hefði ekki boðið hærri lág- launabætur en 3.800 krónur. Hann kvað það skoðun VSÍ að léysa ætti málið með skatta- lækkun og hefðu vinnuveitendur stutt Alþýðusambandið í þeirri baráttu og taldi hann að þar hefði aðilum orðið nokkuð ágengt. Hins vegar kvað hann það kjarna vandamálsins að atvinnuvegirnir væru ekki vel í stakk búnir til þess að veita launahækkanir eins og ástand efnahagsmála væri. Samningagundur hefur verið boðaður í dag kl. 14. Frystihúsið í Nes- kaupstað fer í gang Aðeins 3 mánuðum eftir hamfarirnar stjórninni um lagíæringar í skattamálum, en hann sagði að samninganefnd ASl teldi að komið myndi þar nokkuð til móts við sjónarmið Alþýðusambands- ins. Hins vegar sagði hann að varðandi kaupgjald og önnur ágreiningsmál við Vinnuveitenda- samband íslands hefði ekkert þokazt frá því er kjaramálaráð- stefnan var haldin. Það sem ber í milli ASÍ og VSÍ nú kvað hann í fyrsta lagi vera sjálfa upphæðina, sem kæmi sem föst krónutala á allt kaup upp að 65 þúsund krón- um. „Þar standa þeir enn í 3.800 krónum, sem er þeirra fyrsta boð. Hafa þeir ekki hreyft sig þaðan. Er þetta nokkuð langt frá hug- myndum okkar um sjálfa upp- hæðina." I öðru lagi og ekki síður, sagði Björn, er það atriði í sam- bandi við þetta, að 3.800 króna boðið er aðeins á dagvinnu, en ekki á nætur- og helgidagavinnu. „Við teljum okkur hins vegar ekki fært í bráðabirgðasamkomu- lagi að breyta slikum grundvallar- atriðum okkar samninga.“ Boð Vinnuveitendasambands- ins er þannig að 3.800 krónurnar komi að fuilu á laun upp að 65 þúsund krónum, en fari síðan minnkandi og hverfi við upphæð- ina 68.800 krónur. Þeir sem hafi Iaun þar yfir myndu því enga láglaunauppbót fá. Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Is- lands, sagði í viðtali við Morgipi- Neskaupstað 17. marz STEFNT er að því, að frystihús Síldarvinnslunnar h.f. f Neskaup- stað verði tekið f notkun á fimmtudag n.k. aðeins þremur mánuðum eftir náttúruhamfar- irnar hér, þær voru 20. des s.I. Ekki er víst að þetta takist, en ekki mun ef til kemur skakka nema nokkrum dögum. Allt frá þvi, að endurreisnar- starfið hófst í Neskaupstað, hefur verið unnið linnulaust í frysti- húsinu og má segja að þar hafi öllu verið snúið við. Flest öll tæki eru þar ný og er nú allt að komast í það horf, sem ákveðið hafði verið áður en snjóílóðið skall á húsinu, með hryllilegum af- leiðingum. Vélvæöing verður eins mikil og hægt er að hugsa sér og kunnugir segja að til efs sé að fullkomnara frystihús sé nú á landinu. Innréttingar eru allar mjög fallegar og mörg stór mál- verk prýða veggi. Um leið og frystihúsið tekur til starfa, geta Norðfjaróartogararn- ir farið að landa hér af fullum krafti. Reyndar hafa þeir landað hér allan tímann, en ýsan hefur þó verið unnin á Seyðisfirði. Annar fiskur hefur allur verið saltaður. Veður hefur verið með eindæm- um gott í Neskaupstað upp á síð- kastið og i gær var hér t.d. 9 stiga hiti. Snjó tekur því mjög ört upp og verið er að ryðja Oddsskarð. Þótt vegurinn um Oddsskarð hafi verið á kafi í snjó svo til i altan vetur, hefur það ekki verið bíl- stjórum til mikilla trafala undan- farið, því hægt hefur verið að aka yfir fjallveginn á harðfenni. Trillukarlar eru þegar farnir að huga að fleytum sínum og þær fyrstu fóru í róður í fyrradag. — Ásgeir. 1 KVÖLD eða fyrramálið leggur af stað leiðangur út í Flatey á Skjálfanda til að bjarga olíunni úr Hvassafelli, en þegar virðist nokkur olía hafa lekið úr skipinu, og er nú dreifð á stóru svæði úti af Skjálfanda. Vindur hefur stað- ið af landi síðustu daga og olíuna þvf rekið á haf út. Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri skipadeildar S.Í.S., sagði er Morgunblaðið hafði sam- band við hann í gærkvöldi, að nú væri verið að undirbúa leiðangur sem færi norður á strandstaðinn með dælur, slöngur og annað sem — ÉG GÆTI bezt trúað að Islend- ingar borðuðu 30—35 lestir af páskaeggjum um hverja páska, en þó vil ég ekki algjörlega ábyrgjast þessa tölu, sagði Jón Björnsson framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Víkings þegar Morgunblaðið spurði hann um páskaeggjaframleiðsluna f gær. Hann sagði, að Víkingur fram- leiddi um 200 þús. páskaegg að þessu sinni og væru þau af öllum stærðum. Framleiðslan hófst strax í byrjun janúar og lýkur nú um helgina. Töluverð hækkun verður á eggjunum að þessu sinni, eða um 50% frá þvf f fyrra og stafar það að mestu af þeim gífurlegu hækkunum, sem hafa orðið á öllu hráefni til sælgætis- gerðar. Hallgrímur Björnsson hjá Nóa sagði, að framleiðslan hjá þeim væri nú minni en f fyrra, og stafaði það af hinum miklu kostnaðarhækkunum frá því í fyrra. Sennilega myndu þeir nú framleiða um 50 þús. egg. Þeir væru hættir að framleiða minnstu eggin, þar sem kostnaður við gerð þeirra væri lítið minni en við gerð miðlungseggja. Þá framleiddu þeir ekki heldur stærstu eggin að þessu sinni, stærsta tegundin, Niðurgreiðslurnar hækka um fimm tíu milljón krónur næstu 3 mánuðina UM leið og landbúnaðarvörur hækkuóu í verði í síðustu viku voru niðurgreiðslur úr ríkissjóði auknar til að vega nokkuð á móti þessum hækkunum, og er þá mið- að við þriggja mánaða tímabil eða fram til 1. júní. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þýða þessar auknu niðurgreiðslur 50 millj. kr. útgjöld fyrir ríkissjóó fyrir þetta 3ja mánaða tímabil eða 200 millj. kr. á ársgrundvelli. Á fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir, að varið verði til niðurgreiðslna á árinu alls tæp- Iega 3.8 milljörðum króna, og er þó gert ráð fyrir að niðurgreiðslur lækki nokkuð er líða tekur á árið. til þyrfti til að ná olíunni úr skip- inu. — Um tíma hefðu aðalvanda- málið verið að útvega nógu grunn- skreiðan bát, sem lagzt gæti að skipinu svo dæla mætti oliunni um borð. Það mál virtist nú leyst, því að á Akureyri hefði fengizt heppilegur bátur, sem áður fyrr var notaður til að koma olíu i síldarbáta á Siglufirði. Þá sagði Hjörtur að annað kvöld væri væntanlegur maður frá danska tryggingafélaginu Skuld og ætti hann að fara norður þegar á miðvikudagsmorgun og kanna allar aðstæður til að ná olíunni. Það væri vitað mál, að sem væri í gangi hjá þeim nú, vigtaði um 500 grömm. Afgreiðslustúlkur verða fyrir árásum TVÆR kærur bárust Iögreglunni um helgina vegna árása á af- greiðslustúlkur. I fyrra tilfellinu réðst viðskiptavinur á afgreiðslu- stúlku í Mokka þegar hún gerðist svo djörf að hans mati að krefjast borgunar fyrir veitingar. I seinna tilfellinu réðst viðskiptavinur á afgreiðslustúlku í ísbúð í vestur- bænum. í hvorugu tilfellinu meiddust stúlkurnar að ráði, hlutu marbletti. skýrslan nú senn tilbúin — SKVRSLAN um hjartabíi- inn ætti að berast heilbrigðis- ráðuneytinu í næstu viku, sagði Olafur Olafsson, land- læknir, er Mbl. spurði hann hvað liði skýrslunni um hjartabílinn. en Ólafur er for- maður nefndar þeirrar, sem ráðherra skipaði á sínum tíma til að gera tillögur um rekstur hjartabílsins. Ólafur sagði, að segja mætti að búið væri að semja skýrsl- una, en nefndarmenn ætluðu að koma saman í þessari viku til að „ffnpússa“ hana, að því loknu yrði hún send heil- brigðisráðuneytinu. Guðmundur ósigraður SVlINN Ulf Andersson er ekki lengur f efsta sæti á Capablanca- mótinu á Kúbu f fyrsta skipti sfðan það hófst. Hann er nú í öðru sæti með 7 vinninga en Rússarnir Viasukov og Balashov eru efstir og jafnir með 7‘A vinning hvor. Guðmundur Sigurjónsson hef- ur enn ekki tapað skák á mótinu og er nú með 4'A vinning. Hann sigraði Diaz frá Kúbu um helgina í 31. leik. erfitt yrði að ná olíunni. Hún væri öll í botntönkum og yfir henni 1100 lestir af áburði. Ekki væri því hægt að komast að tönkunum gegnum mannholin, en rætt hefði verið um að skera burtu loft- ventla og koma dæluendum þann- ig niður í tankana. Þá hafói Morgunblaðið samband við Sverri Þór deildar- stjóra hjá Samvinnutryggingum og spurði hvort nokkur ákvörðun hefði verió tekin um björgun skipsins. Sverrir sagði, að ákvöró- un um hvort reynt yrði að bjarga skipinu eða borga það út, yrði tekin um miðja vikuna. Byrjað á að bjarga olíunni úr Hvassafellinu á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.