Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 17 Brian Kidd ÞAÐ LEIKUR ekki á tveim tungum, að árangur Brians Kidd í Arsenal er einna glæsilegastur einstaklinga á Englandi nú í vetur. Kidd hefir verið afar ötull við að skora mörk, og er nú meðal markahæstu ieikmanna i enskri knattspyrnu. Það sem gerir árangur Kidds enn glæsilegri er sú staðreynd, að í upphafi leiktímabilsins komst hann ekki í aðallið Manchester Utd. Því fór hann fram á sölu og tók til- boði Arsenal, og hefir efa- laust greitt Arsenal sölu- verðið margfalt til baka með mörkum sínum. Þeir voru ekki margir sem bjuggust við að Kidd mundi una sér í hinu nýja um- hverfi hjá Arsenal, þar sem hann er að miklu leyti alinn upp hjá Man. Utd. og hafði „fest þar rætur“. En ótti manna var ástæðulaus. Það hefir löngum verið til þess tekið hve Arsenal býr vel að sínum leikmönnum, og legg- ur mikið upp úr tengslum og vinskap þeirra í milli. T.d. verður hver sá, sem er á samningi hjá Arsenal, sjálf- krafa meðlimur i golfklúbbi sem er f grennd við High- bury, aðalstöðvar Arsenal. Þá er Arsenal leikmönnum sínum mjög innan handar í ráðgjöf varðandi ýmiss konar málefni. Brian Kidd tókst auðveld- lega að aðlagast sínum nýju samherjum, og árangur hans og félagsins hefir orðið all góður, einkum síöari hluta keppninnar. Ástæður þess að margir óttuðust að Kidd mundi ekki falla inn í félagsskapinn á Highbury var fyrri reynsla margra knattspyrnumanna, sem höfðu átt svipaðan feril og Kidd. Tökum til dæmis Bert Sproston, sem lék með Leeds á árunum milli 1939 og 40. Hann lék einnig 11 landsleiki fyrir England. Sproston þótti frábær bak- vörður, og greiddi Totten- ham háa fjárhæð til að fá hann til sín. En með Totten- ham varð árangur hans lítill sem enginn og hann sendur til baka til Leeds með bes'tu kveðjum. Þannig hafa heimahagarnir greinilega oft áhrif á gengi knatt- spyrnumanna. En um Brian Kidd gegndi öðru máli. Kidd unir sér vel hjá Lundúnaliðinu, og á vart orð til að hrósa skipulaginu og framkvæmdastjóranum, Bert Mee. Um Mee hefir Kidd þetta að segja: — Framhald á bls. 21 Islandsmót drengja og unglinga í júdó Gullúrin 10 aíhent S.L. FIMMTUDAG afhenti Sveinn Björnsson, stórkaupmaður þeim golfleikurunum sem fóru holu i höggi á s.l. keppnistfmabili gullúr og verðlaunagrip, svo sem hann hefur gert á undanförnum árum. Alls voru það tiu golfleikarar sem unnu til þessa verðlauna, en vegna hins vaxandi fjölda sem náð hefur þessum árangri hefur reglum um verðlaun þessi verið breytt á þann hátt að framvegis verður að ná árangrinum i meistaramótum klúbbanna eða á Islandsmóti, til þess að hann gefi verðlaunin. Myndin var tekin er verðlaunin höfðu verið athent. 1 fremri röð eru Lóa Sigurbjörnsdóttir, sem tók við verðlaununum fyrir eiginmann sinn, Sigurð Héðinsson, Sveinn Björnsson stórkaupmaður og Jóhanna Ingólfsdóttir. 1 aftari röð eru Hermann Magnússon, Björn Þórhallsson, Bert Hansson, Ingólfur ísebarn, Ágúst Eiríksson, Svan Friðgeirsson og Guðmundur S. Guðmundsson. ISLANDSMÓT drengja og ungl- inga i júdó var haldið í sal Júdó- félags Reykjavíkur að Brautar- holti 18 fyrra sunnudag. Þátt- takendur voru 55 frá 5 félögum. I yngsta flokki, sem í voru drengir fæddir 1963 og 1964, sem voru undir 35 kg að þyngd, sigraði Arnar Daníelsson, UMFG. Örn Engilbertsson Á, varð í öðru sæti, Stefán Kristjánsson, UMFG, varð þriðji og Pálmi Magnússon, UMFG, varð fjórði. í sama aldursflokki, en þyngd yfir 35 kg sigraði Gunnar Jóhannesson, UMFG, Arnór Bielt- vedt, Á, varð annar, Gestur Ólafs- son, UMFG, varð þriðji og fjórði varð Jón Haraldsson, Á. I eldri flokki drengja, fæddir 1961 og 1962, undir 47 kg að þyngd, sigraði Oli Anton Bielt- vedt, Á, Róbert Frímannsson, Á, varð annar, Kári Haraldsson, Á, þriðji og fjórði varð Einar Stein- þórsson, UMFK. í sama aldursflokki, en þyngri en 47 kg, sigraði Gunnar Rúnarsson, UMFG. Ari G. Góður árangur FLENSBORGARAR héldu fþrótta- hátið sunnudaginn 8. marz s.l. I fþróttahúsinu við Strandgötu i Hafnarfirði. Sýndar voru allar greinar íþrótta, m.a. fimleikar og frjálsar iþróttir. f karlaflokki var keppt i hástökki og 800 metra hlaupi og i kvennaflokki var keppt i 600 metra hlaupi. Sigurvegari i hástökki varð Lárus H. Bjarnason sem stökk 1,75 metra, sigurvegari i 800 metra hlaupi varð Gunnar Þ. Sigurðsson á 2:16,2 min. og sigurvegari i 600 metra hlaupi kvenna varð Anna Haraldsdóttir sem hljóp á 1:50,8 min. og var því ekki langt frá íslandsmetinu, 1:47,5 mín., sem Lára Sveinsdóttir setti i Laugardalshöllinni 1972. r Víðavangsnlaup Islands VÍÐAVANGSHLAUP islands 1975 fer fram Iaugardaginn 5. april í Vatnsmýrinni í Reykjavik og hefst kl. 14.00. Keppt verður í þremur flokkum karla og í kvennaflokki. Karla- flokkarnir eru: 14 ára og yngri, 15 til og með 18 ára og 19 ára og eldri. Keppt er i þriggja, fimm og tiu manna sveitum í hverjum flokki. Þátttaka tilkynnist stjórn FRÍ í síðasta lagi 31. marz i póst- hólf 1099, eða i skrifstofu sam- bandsins í iþróttamiðstöðinni í Laugardal, sem er opin mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. Þátttökugjald er kr. 100.00 fyrir hvern þátttakanda i flokki karla og kvenna og kr. 50.00 fyrir hvern þátttakanda í yngri flokkunum. Þátttaka er ekki gild, nema þátt- tökugjald fylgi. (Frétt fráFRl) Haraldsson, Á, varð annar, Ingólfur Vilhelmsson, Gerplu, þriðji og Sigurjón B. Sigurðsson, Á, varð fjórði. i unglingaflokki 15—17 ára var keppt i þremur þyngdarflokkum. i léttvigtarflokknum (58 kg og léttari) sigraði Jökull Jörgen- sen, JFR, Heimir Guðbjörnsson, JFR, varð annar og Hlynur Hinriksson, Á, þriðji. Í milli- vigtarflokki (58—65 kg) sigraði Styrmir Sigurðsson, Á, Sigurður Ingason, Á, varð annar og Marteinn Ingi, Gerplu, varð þriðji. i þyngsta flokki, (yfir 65 kg) sigraði Viðar Guðjohnsen, Á, Sigurður Á. Gunnarsson, JFR, varð annar og Magnús Þórðarson, UMFG, varð þriðji. Mótið fór vel fram, einkum hvað snerti skipulagningu, enda starfslið væntanlegs Norður- landameistaramóts tekið til starfa. Vissulega er um framför að ræða hjá drengjunum, en þarna voru ýmsir sem hafa verið með i keppni s.l. ár. Athyglisvert er hvað Grindavíkurdrengirnir standa sig vel. Þaðan komu 14 keppendur og hlutu samtals 7 verðlaun, þar af þrenn fyrstu verðlaun. Aðeins Ármann var ofar, en þar fer fram athyglisvert unglingastarf. Júdófélag Reykja- víkur, sem er langsterkast hvað varðar júdólið fulloröinna, virðist ekki fram að þessu hafa lagt nógu mikla áherzlu á þjálfun unglinga. Þaðan komu aðeins 9 keppendur. Unglingastarfið er fyrir framtíð- ina, og nauðsynlegt fyrir félögin að leggja áherzlu á það, þótt þeir fullorðnu megi vissulega ekki slá slöku við, því að þeir eru m.a. fyrirmynd hinna ungu. Þorleifur Ananíasson SÁ LEIKMAÐUR sem hefir átt einna mestan þátt í vel- gengni KA frá Akureyri í 2. deild íslandsmótsins i hand- knattleik er tvímælalaust Þorleifur Ananíasson. Þor- leifur er 26 ára að aldri og hóf að leika með meistara- flokki 15 ára að aldri. Að sjálfsögðu samrýmdist það ekki lögum að svo ungur leikmaður léku með meist- araflokki, en í þann tið var alvaran í handknattleiknum á Akureyri ekki eins mikil og nú er, enda aöstaöa til iðkunar innanhússíþrótta ákaflega léleg fyrir þá. En nú er öldin önnur. Á skömmum tíma hefir hand- knattleikurinn náð fótfestu á Akureyri. í fyrra lék Þór, annað Akureyrarliðanna, í 1. deild.og nú á KA mögu leika á að vinna sér sæti í 1 deild. Að vísu er sá mögu leiki Iftill, en þó fyrir hendi Alla vega hlýtur félagið 2 sætið í deildinni, og má telja það ágætan árangur. Eins og fyrr getur hefir Þorleifur Ananfasson átt einna stærstan hlut í vel- gengni KA. Hann er marka- hæsti maður liðsins, og er það mikið afrek þegar til þess er tekið að Þorleifur er Ifnumaður. Margir telja að Þorleifur sé annar tveggja bestu lfnumanna landsins og telja að hann ætti að fá tækifæri til þátttöku í úr- valsleikjum. Þorleifur sagðist telja að höfuðstyrkleiki KA lægi f hversu jafnt liðið í heild er. Þá sagði hann og að leik- mennirnir hefðu flestir leik- ið saman um nokkurra ára skeið og hefðu nú öðlazt þá reynslu sem til þarf. Þá sagði Þorleifur að ef KA hlyti ekki sæti f 1. deild nú í vor, kæmi liðið bara tvíeflt til átaka næsta vetur. Hann sagði að efnisviður í góða handknattleiksmenn á Akureyri væri nægur og þvf óþarft að óttast um viðgang handknattleiksíþróttarinnar á Akureyri næstu árin. Þegar Þorleifur Ananías- son var að því spurður hvort hann hefði lært meira af einum manni en öðrum kvað hann svo vera. Fyrir nokkr- um árum þjálfaði Matthías Ásgeirsson, sem hér fyrr á áruni lék með Haukum, lið ÍBA, en Akureyrarfélögin sendu sameiginlegt lið til handknattleikskeppni í eina tíð. Af Matthíasi sagðist Þor leifur hafa lært flest það sem hann kunni fyrir sér í íþróttinni, og telur Matthías jafnframt meðal bestu handknattleiksmanna seni hann hefir séð leika. Þegar talið barst að þeim liðum sem leika í 2. deild- inni nú sagðist Þorleifur að vfsu ekki hafa séð mjög Framhald ð bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.