Alþýðublaðið - 09.09.1958, Qupperneq 6
í
( Utan úr heiml )
FULLYRÐINGAR vísinda-
mannanna um að það sé unnt
að fylgjast með öllum tilraun-
um með kjarnorkuvopn hafa
þegar haft alvarlegar afleiðing
ar. Fyrst.og fremst tilkynntu
Bandaríkjamenn og Bretar að
þeir myndu gera hlé á öllum
slíkum tilraunum frá 31. októ-
ber. Um leið tóku þessi tvö
vesturveldi frumkvæðið með
tillögu um að efnt yrði til ráð
stefnu með Sovétveldunum
varðand; stofnun slíks eftirlits
fcerfis, sem vísindamennirnir
mæla með. í tillögunni er
stungið upp á að ráðstefnan
hefjist 31. októbsr. Um helg.na
sem leið lét Krústjov loks upp
skátt að hann væri tillögunni
samþykkur, — en þó með
þeirri breytingu að fundairstað-
urinn yrði í Genf í staðinn fyr
ir New York.
Það er sem sé einnig um að
stjórnmálamennirnir taki við
þar, sem vísindamennirnir
hættu. Það er auðveldara að
slá föstu hve margar eftirlits-
stöðvar séu nauðsynlegar en á
kveða hvernig þær skuli mann
aðar, hvar þeim skuli valinn
staður og hvaða vald þeim
skuli fengið. Þar hafa vísinda
mennirnir kynoka sér við á-
kvarðanir, sem liggja á tak-
mörkum vísindanna og stjórn
málanna. Þeir segja til dæmis
að í Asíu skuli komið upp 37
eftirlitsstöðvum, en segja hins
vegar ekkert um hve margar
þe;rra skuli staðsettar innan
landamæra Sovétveldanna.
Þeir hafa líka farið í kring um
spurningu, sem er ef til vill
enn viðurhlutameiri, — sem sé
hve víðtækt ferðafrelsi vörzlu
mönnunum skuli fengið og hve
víðtækur réttur þeim skuli á-
kvarðaður ti] athugana.
Það er einmitt varðandi
þetta atriði, sem allt veltur á
því hve langt Rússarnir vilja
ganga. Hingað til hafa Rússar
alltaf verið mótfallnir eftirliti
nema svo takmörkuðu, að þess
væri ekki að vænta að það
kæmi að notum. Þessi afstaða
þeirra mun enn verða vanda-
mál í öðru sambandi.
Af v.ðtali því, sem Pravda
birti á laugardaginn var kem
ur í Ijós að Krústjov vill ekki
ræða annað en stöðvun tilraun
anna, en framámenn vestur-
veldánna ætlast til að slík stöðv
un verð, aðeins upphaf að víð-
tækum afvopnunarsamningum.
Þeir hafa áður haldið að stöðv
un kjarnorkutiirauna geti því
aðeins borið árangur að á eftir
far, að verulega verði dregið
úr framleiðslu kjarnorkuvopna.
Slíkt krefst að sjálfsögðu enn
víðtækara efthjlits og á því
hafa einmitt allar umræður
strandað hingað til.
Það er sngin ástæða t:l að
ætla að Rússar reynist eftir
gefanlegri nú en að undan-
förnu hvað framleiðslustöðv-
unina snertir. Spurningin er
þvi hvort takmarka beri um-
ræðurnar á ráðstefnunni við
efti.rlit með tilraunum með
kjarnorkuvopn og stöðvun
þeirra.
Jafnvel þótt annar aðilinn
haldi fast við það að stöðvun til
rauna og framleiðslu sé óað-
skiljanleg atriði, ætti ekkj að
reynast ókleyft að komast að
samkomulagi. Þessi þrjú kjarn
orkuveldi hafa nú hvert fyrir
sig ákvsðið að hætta tilraun-
um. Það ætti að vera unnt að
ganga frá þessu með alþjóða
samningi, en síðan yrði rætt
áfram um framleiðslustöðvun
ina.
Eins og stendur varður því
stjónarmið vesturveldanna
ekki vitað. Það verður að út-
kljást í Was’hington hve langt
þau gangi varðandi eftirgjöf
um það að stöðvun framleiðsl-
unnar og tilraunanna sé óað-
skiljanleg atriði.
Tvemts konar raunsæissfefn
STJÓRNMÁLARÁÐSTEFNA
Sovétríkjanna er miskunnar-
laus, raunhæf og sjálfri sé('
samkvæm. Stefna Vesturveld-
anna er hvikandi, draumóra-
kennd og mótstæð sjálfri sér.
Sovétveldin hika ekki við að
beita vopnavaldi, ofbeldi og
ógnunum. Vesturveldin geta
ekki, samvizku sinnar vegna
beitt þeim vopnum, sem þau
hafa yfir að ráða. Sovétstjórnin
þarf ekki að taka minnsta tillit
til almenningsálitsins eða af-
stöðu þegna sinna. St.]órnir
Vesturveldanna lúta áhrifum
siðgæðispostula, hugsjónapre-
dikara, friðarbcða og hlutleysis
unnenda, sem hrópa allir í kór
hvenær sem til mála kemur að 1
láta hart mæta hörðu. Sovét-
valdhöfunum kemur ekki til
hugar að taka minnsta tillit til
Sameinuðu þjóðanna né heims-
álitsins þegar Þeir telja veldi
sitt í hættu, og má muna at-
burðina í Ungverjalandi því til
sönnunar. Ríkisstjórnir Vestúr-
veldanna láta kúgast til undan.
látsemi í hvert skipti sem grát-
kvennakórinn innan Samein-
uðu þjóðanna og utan tekur til
óspilltra málanna, — eins og i
Súezdeilunni og nú varðandi
átökin um Jordaníu og Leban-
on. Á sama tíma og Sovétveld.
unum dettur ekki í hug að
víkja úr einu einasta virki
eða vígstöð, þar sem þau hafa
náð fctfestu hafa Vesturvelain
verið önnum kafin síðan ,í
styrjaldarlokin við að draga
sig til baka úr einu virkinu
í annað. Hægt og sígandi hníg-
ur .vogarás heimsyfirvaldanna
sífellt Sovétveldunum í vil án
þess Vesturveldunum takizt að
sameina krafta sína til við-
náms og varnar, þótt bersýni-
legt sé að þróunin stefni þeim
í glötun.
Þetta eru alkunn rök. Þenn-
an beizkjutón mátti hvarvetna
heyra á Stóra-Bretlandi og
Frakklandi eftir undanhaldið í
Súez, á Niðurlöndunum eftir að
Þau höfðu tapað Indónesíu, í
Frakklandi eftir ósigrana í
Indó-Kína, í Bandaríkjunum
eftir sigur kommúmsmans í
Kína og meðal afturhaldssinn-
aðra Breta þegar Indland og
aðrar nýlendur þeirra hlutu
frelsi og sjálfstæði. Þetta hef-
ur einnig heyrzt eftir átökm á
Mið-Austurlöndum.
Og áreiðanlega eru þeir ekki
margir, sem treysta sér tii að
neita því að stjónmá!astefna
Rússanna sé raunhæf. En er
það fyrir skort á raunhæfri
stefnu að Vesturveldin geta
ekki varið ítök sín á Mið-Aust-
urlöndum á sama hátt og Sovét
veldin varðandi Ungverjaland?
Þetta fer eftir því hvaða mein-
ingu við leggjum í orðið. Vest-
urveldin hafa yfir að ráða gífur
legum auðlindum og ráðurn til
valda og áhrifa. Það er alls
ekki útilokað að þeim takizt að
leysa af hendi það sm hlut-
verk í Asíu og Afríku og Sovét-
veldunum í Austur-Evrópu. Og
einræðisherrherra á borð við
Hitler, vopnaður kjarnorku-
skeytum og vetnisprengjum,
yrði varla í vandræðum austur
þar. Það er ekki vegna þess að
Vesturveldin hafi ekki boirnagn
til að brjóta Þar undir sig lönd
og lýði. Þetta er eingöngu kom-
ið undir stjórnarfarinu. Það eru
aðeins einræðisríkin, sem beitt
geta slíkri miskunnariausri
valdastefnu.
Þróun málanna í Alsír og
Frakklandi sjálfu eru greina-
gott sýnishorn þess að franskir
landnámsmenn og franskur her
í Alsír beittu sér þar fyrir friði
á þann hátt að öll tiltæk meðul
voru notuð, og náðu fyrir
bragðið stöðu sem ríki í franska
ríkinu, enda tóku þeir haria
lítið tillit til mótmæla, hótana
eða jafnvel gagnráðstafana
valdamanna í París. Samt sem
áður varð þeim innan tíðar
ljóst að þeim dugði lítt þótt
þeir hefðu tiltölulega frjálsar
hendur í Alsír. Lokaárangur-
inn af öllu saman var undir
því kcminn að einvæðisstjórn
tæki völdin heima í Frakklandi
sjálfu. í þeim tilgangi leituðu
ofbeldissinnarnir í Alsir sam-
bands við fjandmenii lýðræðis.
ins heima í Frakklandi, en þar |
sem engu allsherjarskipuiagi
þeirra eða viðurkenndum leið-
toga var til að dreiía var úe
Gaulle kallaður fram á sjón-
arsviðið óg hafður að einskon
ar skálkaskjóli. Þeir gerðu sér
vonir um að hann yroi eins
konar sprellikarl 3 hóndurn
þeirra og ræki skilyrðislaust
þeirra stjórnmálastefnu.. bæði
í Frakklandi og í Alsír.
Enn vitum við ekki hvori
þeim veíður að þeirri von sinni.
En engu að síður varpar það,
sem þegar hefur gerzt, nokkru
ljósi á það sem er helzta vanda
mál, ekki aðeins á Frakklandi
heldur cg innan vébanda Vest
urveldanna yfirleitt. Vilji þau
halda fast við skoðanafreisi,
prentfrelsi og pólitískt frelsi
yfirleitt geta þau ekki tekið
upp alsírsku aðferðina í skipt-
um sínum við þjóðir Afríku og
Framhald á 8. síðu.
Þriðjudagur 9. sept. 1958
CiNEMASCOPEMYNDIN
„The Key“ var nýlega
frúmsýnd í New Ýork ög
Hoiiywood og fékk góðar við
tökur hjá gagnrýnendum. —
Það er Coiumbiafélagið, sem
hefur framleitt kvikmynd-
ina, og aðalhlutverkin eru
leikin af Sophiu Loren og
William Holden. Tímaritið
„Saturday Review“ sagði,
að hún væri ,,Ein af beztu
myndum sinnar tegundar á
seinni árum“, og gagnrýn-
andi „New Yo'rk Heralc(
Tribune“, lýsti myndinni
þannig: „Hún er gott dæm'.
um verulega góða frásagn-
arlist. ■— Tekið er á efninu
með nærgætni, án þess þó að
tekin sé afstaða tii málsins
siðferðislega.“ — Kvikmynd
þessi er byggð á skáldsögu
eftir Jan de Hartog, og
stjórnandi hennar er Carol
Reed. Fjallar hún um sviss.
neska stúlku, sem býr í
enskri hafnarborg á stríðrár
unum. Hún verður ástfang-
in af skipstjóra á dráttarr
bát. Hann leggur út í hættu-
legt ferðalag, og þar sem hon
um virðist dauðinn vís, af-
hendir hann öðrum dráttar-
bátsskipstjóra lykilinn að í-
búð sinni. Skipstjórinn, sem
William Holden leikur,
kemst þó heilu og höldnu í
höfn og snýr heim, en stúlk-
an yfirgefur hann, vegna
þess, að henni fannst hann
hafa sýnt skort á von og
trausti með því að afhenda
eftirmanni sínum lykílinn.
Flest atriði myndarinnar eru
tekin á hafinu, og þar sjást
dráttarbátar og flutingaskip
í björtu báli, ógnað af þýzk-
um kafbátum. Oscar Homl-
ka, Trevor Howard og Kier.
on Moore leika einnig í þess-
ari skáldlegu kvikmynd um
ógnir hafsins, stríð og ástir.
Rex Harrison og Kay Ken
dall leika aðalhlutverkin í
myndinni „The Reluetant
Debutante", Metro-Goldwvn
Mayer:kvikmynd, — sem
byggð er á hinu vinsæi i leik
riti Williams Douglas Howe.
Sagan fjallar um viðleitni
foreldra til þess að finna við-
eigandi eiginmann handa
dóttur sinni, sem er að stíga
fyrstu spor sín í samkvæmls.
lífinu. Vincente Minnelli
mun stjórna myndinni, sem
verður í ciem|ascope og
technicolor.
Hýlega var gerð skoðana-
könnun á vegum Centro du
Cinéma í París, og kom í
ljós, að eftirfarandi erlend-
ir kvikmyndaleikarar voru
vinsælastir meðal Frakka:
Gary Ccoper,, Þjóðverjinn
Curt Júrgens, ítalinn .Raf
Vallone, Gina Lollobrigida
og Sophia Loren, Maria
Shell frá Sviss og Ingrid
Bergman„
Anna Magnani hefur enn
unnið verðlaun fyrir fram-
úrskarandi leik, Donatellu-
verðlaunin, sem samsvara
Oscarverðlaununum í Ame-
ríku. Verðlaunin fékk hún
fyrir leik sinn í Paramount-
myndinni ,Wild is the Windý
og fylgdi þeim nafnbótin, —
„Bezta ítalska leikkonan ár-
ið 1958“. Meðleikarar henn-
ar í þeirri mynd eru Anthony
Quinn og Ant'hony Franci-
Alfred Hitchcock stjórnar
nú fyrstu mynd sinni fyl'ir
Metro-Goldwyn-Mayer, og
heitir hún „North by North-
west“. Aðalhlutverkið leikur
Gary Grant, en hann lék ný-
lega á móti Ingrid Bergman
i myndinni „Indiscreet“, —
sem byggð er á gamanleikn-
um „Kind Sir“, eftir Nor-
man Krashna.
S
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
c
s
s
s
s
s
<
s
S
s
s
s
s
S
s
s
s
s
s
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S
s
s
s
s
va^itar iingiinga til aS bera IslalSs® til
áskrifesida í þessism hverfíian:
Tungöíu
Löngnhííð
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okk
ar og tengdaföður, afa og bróður
GUBMUNDAE H. ÞORLÁKSSONAK
Kirkjuteigi 14
Ingunn S. Tómastlóítir
börn, tengdabörn, barnabörn og sysíir.