Morgunblaðið - 16.08.1975, Side 4

Morgunblaðið - 16.08.1975, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. AGUST 1975 4 RAUOARÁRSTÍG 31 /^BÍLALEIGAN— V^IEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONCEEJ? Útvarpog stereo, kasettutækí FERÐABÍLAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. BÍLALEIGAN MIÐBORG hf. simi 19492 Nýir Datsun-bílar. Bíleigendur ath: Höfum á boðstólum mikið úrval af bílútvörpum, segulböndum, sambyggðum tækjum, loftnets- stöngum og hátölurum. ísetningar og öll þjónusta á staðnum. TÍÐNI H.F. Einholti 2 s: 23220 Athugasemd Vegna fréttar í Morgunblaðinu 15. ágúst, þar sem formaður Tón- skáldafélags Islands, hr. Atli Heimir Sveinsson tónskáld og hr. Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld fjalla um Norrænu músikdagana, vill undirritaður koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu: I um- ræddri frétt eru talin upp tvö verk eftir ísl. tónskáld og þess getið að þau hafi verið frumflutt á Norrænu músikdögunum i Kaupmannahöfn s.l. sumar, en verk eftir undirritaðan, sem auk þess að vera frumflutt á tónleik- um, var og flutt í danska sjón- varpinu er í þessari frétt frá hags- munasamtökum Isl. tónskálda hvergi getið. Svona til upprifj- unar þá heitir tónverkið A þessari rímlausu skeggöld, við texta Jó- hannesar úr Kötlum. Eitt af „temum“ þessara músikdaga var barnatónlist og í því tilefni pant- aði danska tónskáldafélagið tón- verk frá einu tónskáldi frá hverju Norðurlandanna. Þessi verk voru síðan flutt á sérstökum tónleikum og auk þess flutt i heild í danska sjónvarpinu og eins og tekið er fram í fréttinni um verk Jónasar Tómassonar og Hafliða Hall- grímssonar, þá hefur og verk undirritaðs ekki enn verið flutt hérlendis. Nú er það svo, að ástæðan fyrir þessari athugasemd er ekki að- eins til orðin vegna þess að for- maður Tónskáldafélags Islands gleymir að geta mín i sambandi við Norrænu músikdagana í Kaupmannahöfn, heldur og keðja atvika, þar sem mín ærulausa per- sóna hefur orðið aðnjótandi sér- staks heiðurs frá hendi þess manns, er gæta skal hagsmuna og heiðurs ísl. tónskálda. Jón Asgeirsson, r . Utvarp Reykjavíh L4U64RD4GUR MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8-.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigríður Eyþórsdóttir les sögu sina. „Gengið á reka“. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. KI. 10.25: „Mig hendir aldrei neitt“, umferðarþáttur Kára Jónassonar. (endurtekinn). Óskalög sjúklinga kl. 10.30: Kristln Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ___________________ 14.00 Á þriðja tfmanum; Páll Heiðar Jónsson sér um þáttinn 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 I umferðinni. Árni Þór Eymundsson stjórnar þættinum. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 16.30 Hálf fimm. Jökull Jal^obsson sér um þáttinn. 17.20 Nýtt undir nálinni örn Petersen annast dægur- lagaþátt. 18.10 Sfðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIO 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Háíftfminn Ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarsson sjá um þátt- inn, sem fjallar um tónlist f Ríkisútvarpinu. 20.15 Hljómplöturabb> Þorsteinn Hannesson bregð- ur plötum á fóninn. 20.45 Á ágústkvöldi. Sigmar B. Hauksson annast þáttinn. 21.15 Kvöldstund með Peter Kreuder, sem leikur með félögum sfn- um lög eftir Heymann, Carste, Jary og fleiri. 21.45 „Segðu mér að sunnan" Edda Þórarinsdóttir leik- kona les Ijóð eftir Huldu. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. 18.00 Iþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir í vanda Brezkur gamanmynda- flokkur Hver er sekur? Þýðandi Stefán Jökulsson 20.55 Eigum við að dansa? Kennarar og nemendur Dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar sýna nokkra dansa. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.20 Rauðá (Red River) Bandarfsk bíómynd frá ár- inu 1952, byggð á gamalli sögu frá Texas. Áðalhlutverk John Wayne og Montgomery Clift. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. Myndin gerist f Texas um 1850 og greinir frá bónda, Tom Dunson að nafni, sem þar hefur komið upp stórri nautgripahjörð. Reka verð- ur gripina um langan veg til markaðsborgarinnar, og er sú leið torfarin og erfið. Dunson bóndi sýnir kúrek- um sfnum mikla hörku á ferðalaginu, og þar kemur loks, að fóstursyni hans, Matthew, ofbýður fram- koma hans. 23.30 Dagskrárlok Itzhak Pearlman André Previn ÞEKKTIR SNILLINGAR LEIKA TÓNLIST JOPLINS Klukkan 15 í dag taka tveir heimsfrægir tónlistarmenn, Itzhak Pearlman og André Pre- vin, saman höndum og leika „ragtime“ — tónlist eftir Scott Joplin, en lög hans hafa náð miklum vinsældum hérlendis eftir að kvikmyndin „Sting“ var sýnd hér fyrir nokkru. Pearlman leikur á fiðlu og Previn á píanó. Þeir eru báðir Islendingum að góðu kunnir og hafa Ieikið hérlendis. Óvana- legt er að snillingar sem þessir leiki opinberlega léttmeti af þessu tagi, en platan sem leikið er af er tiltölulega nýkomin út og verður nú leikin í fyrsta sinn f útvarpinu. Þetta dagskrárstriði kemur í stað knattspurnulýsingar sem ráðgerð hafði verið, en fellur niður. FJALLAÐ UM TÓNLISTAR- FLUTNING I RlKISUTVARP- INU Ingólfur Margeirsson og Lár- us Óskarsson taka í kvöld kl. 19.35 fyrir í þætti sínum, Hálf- tímanum tónlistarflutning í Ríkisútvarpinu og stefnu stjórnenda stofnunarinnar í þeim málum. Verður þátturinn byggður upp á líkan hátt og fyrri þættir Ingölfs og Lárusar. Strax að þætti þeirra loknum, kl. 20.15, er á dagskrá þáttur Þorsteins Hannessonar tónlist- arstjóra hljóðvarps, Hljóm- plöturabb. Þar munu Þor- steinn, Jón Þórarinsson for- stöðumaður Lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins og Atli Heimir Sveinsson formaður tónskáldafélags íslands ræða saman um stefnuna í tónlistar- flutningi útvarpsins, en Ingólf- ur og Lárus stýra umræðunum. Þetta verður bein útsending og gefst hlustendum kostur á að segja álit sitt á tónlistinni í Ríkisútvarpinu með því að hringja til útvarpsins i síma 22260. JÖKULL RÆÐIR UM ALLT OGEKKERT Jökull Jakobsson rithöfund- ur er með sinn þátt, Hálffimm, á dagskrá útvarpsins í dag. Jök- ull hefur dvalizt á Þingvöllum i smátíma að undanförnu og sam- ið efni í þáttinn. Hann sagði Mbl. að i þættinum mundi hann rabba um daginn og veginn og taka fyrir það helzta, sem væri á döfinni, f svipuðum dúr og i fyrri þáttum. A AgUstkvöldi Þáttur Sigmars B. Hauks- sonar Á ágústkvöldi er á dag- skrá útvarpsins kl. 20.45 í kvöld. I þættinum í kvöld kenn- ir ýmissa grasa að vanda, lesið verður úr bók Eiriks á Brúnum, Lítil ferðasaga, um kvenna- búrin í Kaupmannahöfn fyrir 100 árum og fluttur verður fyrsti hluti framhaldsleikrits- ins Hver drap lfkið? eftir Siggu í Túni. Þá er atriði sem heitir Kalt er konulausum og er út- tekt á málsháttum sem fjalla um konuna, konum eru gefin nokkur góð ráð til að hrifa karl- menn og leitað er svara nokk- urra blómarósa í Reykjavík við því, hvernig draumaprinsinn þeirra sé. Annað efni er einnig i þættinum. Sigmari Haukssyni til aðstoðar eru Ketill Larsen og Astríður Emilsdóttir. KLASSlSK MYND UM VESTRIÐ Sjónvarpið sýnir i kvöld bandaríska kvikmynd gerða af Howard Hawks árið 1948. Myndin gerist á árunum eftir þrælastríðið í Bandaríkjunum. John Wayne leikur búfjáreig- anda i Texas sem vill reka naut- gripahjörð sína inn yfir Rauðá inn íMissouri áslóðirsem eng inn hafði áður farið með naut- gripi. Fóstursonur hans leikinn af Montgomery Clift er á öðru John Wayne og Montgomery Clift f myndinni Rauðá (Red Riv">- raasB mm ««f 5JH í ■ M $É Wrn Guðrún Pálsdóttir og Heiðar Astvaldsson í dansþætti sem sýndur verður f sjónvarpinu í kvöld. máli og vill senda gripina til austurs með lest. Myndin hefur hvarvetna hlotið hina beztu dóma og og þykir ein af beztu myndum Hawks. Myndin er tal- in sýna á klassískan hátt ólík viðhorf tveggja kynslóða. Tón- listina í myndinni samdi Dim- itri Tiomkin og er hún talin vel við hæfi myndarinnar. Sýning myndarinnar hefst kl. 21.20 og lýkur klukkan 23.30. EIGUM VIÐ AÐ DANSA? Dansskóli Heiðars Ástvalds- sonar býður upp á danssýningu i sjónvarpssal kl. 20.55 í kvöld, þar sem nemendur og kennarar skólans koma fram. I þættinum verða m.a. sýndir táningadans- ar, dansaður skiptidans, ungt fólk tengir saman rúmbu og sömbu og börn sýna mazurka. Þá sýnir Heiðar Ástvaldsson danskennari enskan vals ásamt Eddu Pálsdóttur og Guðrún Pálsdóttir og Heiðar dansa Pasa Doble. Þátturinn var tek- inn upp f apríl sl. en í honum koma fram rúmléga hundrað manns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.