Morgunblaðið - 16.08.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.08.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. AGUST 1975 7 r Loksins,loksins, loksins Blað eftir blað hefur Þjóðviljinn farið eins og köttur kring um heitan graut i skrifum sinum um framvindu mála í Portú- gal. Einstakir blaðamenn hans hafa þó Iðtið í Ijósi skýlausa samúð með yfir- gangsöflun kommúnista þar i landi, jafnvel talað um „slysaskot", þegar fjallað er um skothrið kommúnista á vopnlausan almúgan, sem krefst þegnréttinda og lýðræðis f landinu. Þessi afstaða Þjóðviljans hefur að vonum vakið andúð og gremju iesenda hans, sem nú er orðin svo mögnuð, að ritstjórar blaðsins hafa neyðzt til að breyta um tóntegund. Þjóðviljinn hefur nú loksins, eftir langan umhugsunartima, bætzt F Ritstjóri Þjóöviljans. hóp erlendra gagnrýnenda hervalds og ofbeldis í Portúgal, samanber leiðara hans i gær. Mót- mælin eru að visu sett fram með sérstæðum hætti. Fyrst er „fagnað af alhug þeim höggum", sem kommúnisminn hefur greitt svokölluðu borgara- legu lýðræði þar í landi, siðan er mótmælt sem hliðstæðum „höml- um á stjórnmálastarf- semi Sósfalistaflokksins (jafnaðarmanna) og ann- arra lýðræðisafla" og aðförum almennings að „skrifstofum Kommún- istaflokks Portúgals"! Eitthvað er Þjóðviljinn þó uggandi um, að þessi nýja afstaða hans komist til skila, a.m.k. til íslenzkra jafnaðarmanna, þvi að i lok leiðarans er það tekið sérstaklega fram, að það sé „borin von að foringjar Alþýðu- flokksins skilji svo ein- faldan hlut" sem afstöðu Þjóðviljans til lýðræðis og sósialisma. Bragð er að þá barnið finnur! Alþýðublaðið á öðru máli Alþýðublaðið er þó ekki trúað á sinnaskipti Þjóð viljans. í leiðara þess gær segir svo m.a.: „Við íslendingar erum fámenn þjóð og auk þess eyþjóð og þess vegna hættir okkur oft til þess að taka válegum tiðindum frá umheiminum með kæruleysi- og segja sem svo: „Komi það, sem koma vill, fari það sem fara vill — það verður mér og minum að meina- lausu. Slikt kemur aldrei fyrir okkur. Hin ómennsku öfl eiga sér engin vaxtarskilyrði hér." Hversu barnaleg er ekki slík afstaða! Landið okkar hefur orðið vettvangur i blóðugum hildarleik og þá lá nærri, að við misstum nýfengið frelsi og sjálf- stæði. Slíkt getur gerst aftur. Höfum við ekki á meðal vor talsvert sterk öfl, sem lagt hafa blessun sina yfir ógeðslegustu morðvig og niðingsverk — jafnvel á næstu nágrönnum okkar og vinum, Finnum? Er ekki Þjóðviljinn einmitt þessa dagana að predika fyrir okkur, að það sé svo sem ekkert til þess að fárast yfir, þótt einhverjir portú- galskir andkommúnistar verði fyrir „slysaskotum" úr byssunum „með blómin í hlaupunum"? f þeim herbúðum var mönnum talið það til gild- Ritstjóri Alþýðublaðsins. is, að hvorki blóðferill J Stalins i Rússlandi né at- | burðirnir i Ungverjalandi I eða Tékkóslóvakíu hafi j getað vakið samvisku I þeirra af svefni eða gætt I þá samúð með fórnar- . lömbum „slysaskota". I Fyrir menn, sem hert hafa I samvisku sina i slikum eldi, breytir það litlu þótt I ógnarverkin færist nær I þeim stað á jarðarkringl- unni, sem við byggjum." • ___________________________I Messur á ASPRESTAKALL Safnaðar- ferð og messa í Vestmanna- eyjum. Séra Grímur Grímsson. DÓMKIRKJAN — Messa kl. 11 árd. Séra Óskar J. Þorláks- son dómprófastur. HALLGRlMSKIRKJA — Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. ELLIHEIMILIÐ GRUND — Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sr. Kristján Búason lektor messar. Fél. fyrrv. sóknar- presta. HÁTEIGSKIRKJA — Messa kl. 11 árd. Dr. Jakob Jónsson messar, ræðuefni: Orð Guðs til þin. Séra Jón Þorvarðsson. FlLADELFlA — Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Einar Gíslason. LAUGARNESKIRKJA — morgun Messa k!.. 11 árd. Séra Garðar Svavarsson. GRENSASKIRKJA — Messa kl. 11 árd. Séra Halldór S. Gröndal. BREIÐHOLTSPRESTAKALL — Messa I Bústaðakirkju kl. 11 árd. Séra Lárus Halldórsson. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS, LANDAKOTI — Lág- messa kl. 8 árd. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 2 slðd. NESKIRKJA — Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Frank M. Hall- dórsson. KIRKJA ÓHAÐÁ SÁFNAÐ- ARINS — Messa kl. 12 sfðd. Séra Páll S. Pálsson messar f fjarveru minni. Séra Emil Björnsson. KÓPAVOGSKIRKJA — Guðs- þjónusta kl. 11 árd. Séra Þor- bergur Kristjánsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA — Messa kl. 11 árd. Séra Garð- ar Þorsteinsson. KEFLAVlKURKIRKJA — Vígsla Hólmsbergskirkjugarðs hefst með helgistund f kirkj- unni kl. 2 síðd. Ólafur Oddur Jónsson. (JTSKALAKIRKJA — Messa kl. 11 árd. Séra Guðmundur Guðmundsson. SAURBÆR A KJALARNESI — Messa kl. 2 síðd. Séra Einar Sigurbjörnsson. AKRANESKIRKJA — Messa kl. 10.30 árd. Séra Jón Einars- son I Saurbæ messar. Sóknar- prestur. HVERAGERÐISPRESTA- KALL — Messa í Hveragerðis- kirkju kl. 10.30 árd. — Messa í Kotstrandarkirkju kl. 2 sfðd. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA — Messa kl. 11 árd. Athugið breyttan messu- tíma. Séra Stefán Lárusson. RÚMLEGA 300 börn á AKureyri nata t sumar sott leiKja- og íprottanamskeið á vegum Æskulýðsráðs Akureyrar. Aðalleiðbeinendur hafa verið Sigbjörn Gunnarsson og Anna Ilermannsdóttir, en auk þeirra hafa nokkrir stálpaðir unglingar sagt börnunum til. Áhugi barnanna hefur verið mikill og þau hafa bæði haft gagn og gaman af námskeiðunum. Ljósnt.Mbl.Sv.P. Blðm vikunnar HJARTABLOM (dicentra spectabilis) Þótt saga skrautjurta hér á landi sé ekki löng þegar hún er borin saman við ræktunarsögu nágrannaþjóða okkar, þá eru einstaka jurtir sem hér hafa haldið vinsældum sínum ára- tugum saman og fólk talar jafn- an um með óblandinni virð- ingu. Ein þessara jurta er hjartablóm, en þegar um það er talað má stundum heyra sagt: Hjartablóm, það er alveg dá- samlegt. Hún mamma (eða jafnvel amma) átti það svo lengi í garðinum sínum! Og þetta eru orð að sönnu, hjarta- blómið er mjög fagurt á að líta en viðkvæmt er það og nokkr- um vandkvæðum bundið að rækta það I okkar kalda landi, endaættað frá Japan. Fyrst eftir að farið var að rækta hjartablóm á Vesturlönd- um, en það mun hafa verið um miðja síðustu öld, þótti vissara að rækta það í pottum eða kerj- um og hafa í skýli á vetrum. Síðar kom á daginn að hægt er að rækta það f görðum í frjóum jarðvegi sé það haft f góðu skjóli og á hlýjum stað, — hing- að til lands hefur það svo borist sennilega frá Norðurlöndum og ræktun þess tekist vonum framar, en vel þarf að hlúa að því og helst að geyma í reit yfir veturinn. Þá er nauðsynlegt að hjartablóm sé haft á þurrum stað því rótarstönglarnir eru meirir og þola illa vatnsaga. Hjartablómið er mjög sérstakt hvað útlit snertir og er engu öðru blómi lfkt. Blöðin eru mjúk og áferðarfalleg, fvið blá- leit, blómstöngullinn dumb- rauður og sveigist í boga en neðan f boganum hanga svo blómin, rauð og hvít, alveg eins og lítil hjörtu f laginu. Þetta sérstaka útlit hefur gef- ið munnmælunum byr undir báða vængi og blómið þar með hlotið ýmis skemmtileg gælu- nöfn m.a. blæðandi hjarta og liðsforfngjahjarta (löjtnants- hjarta) en tilefnið til þeirrar nafngiftar mun vera þetta: Ef rauðu krónublöðin, en þau mynda svolitla poka, eru sveigð varfærnislega til hliðar kemur f ljós stúlkumynd sem mest líkist dansmær, og myndast af hvitu blöðunum. Þessi hvitu blöð lykja um frævuna, grænan stíl sem með þvf að beita ofurlitlu hugmyndaflugi gæti likst háls- langri kampavínsflösku. Vita- skuld fylgir sögunni að það sé einmitt þetta tvennt — konan og kampavínsflaskan — sem standi næst hjarta liðsforingj- ans. Mjög hefur verið erfitt að fá plöntur af hjartablómi i gróðr- arstöðvum undanfarin ár enda vilja þær tína tölunni nema þær njóti sérstakrar umhyggju. Ætla má að jurt þessa sé heppilegt að rækta í óupphit- uðu gróðurhúsi, en mjög fer nú f vöxt að einstaklingar komi sér upp slíkum húsum. Dvergahjarta (dicentra form- osa) er náskylt hjartablómi, en harðgerðara og mun algengara f ræktun hér, og hefur nokkuð borið á þvi að þessum tveim plöntum sé ruglað saman. AB. Mynd þessi af Silkibyggi féll uiður f sfðasta þætti, og birtist hún því hér. Silkibygg hentar mjög vel til afskurðar og þurrkunar og sé það skorið á réttum tima getur liturinn á stráunum haldizt vetrarlangt. Þegar stráin eru þurrkuð er bezt að vefja þeim inn í dagblaðapappír og hengja upp á hlýjum stað. HOSfiOHBLUIS fyrir 50 árum Annað kennaraembættið við Kennaraskólann er auglýst laust. Byrjunar- laun eru kr. 3.000 hækkandi upp i 4.200 kr. Umsóknarfrestur er til ágústloka. Forstjóri Landsverslunar hefir beðið Mbl. að geta þess, að framleiðsla hinna innlendu baðlyfja hafi numið nál. 40 tonnum á ári. Kaupverð Landsverslunar var i fyrra kr. 1,05 á kg, en verður i ár 85 aurar á kg. Álagning verslunarinnar fyrir nauðsynlegum kostnaði er nál. 10 aurar á kg. Malbikun Hverfisgötu hefur reynst torsóttari en ætlað var i upphafi. í fjárhagsáætlun bæjarins var ráð fyrir gert að Hverfisgata yrði malbikuð inn að Vitastig, og Laugavegur milii Vitastigs og Barónstigs. En þar eð eigi er hægt að fást við aðgerð á báðum þessum götum i einu. vegna umferðarinnar, verður lokið siðar við Hverfisgötu en ætlað var. Þá er nú i ráði að fresta malbikun á Laugavegi, en malbika Hverfisgötu alla leið inn að Barónsstíg. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.