Morgunblaðið - 16.08.1975, Page 12

Morgunblaðið - 16.08.1975, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. AGIJST 1975 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraidur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Askriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Nú eru 10 ár liðin sfðan Reykjavíkur- borg, ríkið og Lands- virkjun gerðu með sér samning um sameignar- félag, á grundvelli þá ný- settra laga, er hafa skyldi það höfuðverkefni að sjá um raforkuöflun fyrir sam- veitusvæði Suður- og Vesturlands, þar sem 75% þjóðarinnar búa nú. Fyrir- tækið tók þegar í upphafi við Sogsvirkjun og gufu- aflsstöð Reykjavíkur- borgar við Elliðaár. Samhliða samningum íslenzku ríkisstjórnar- innar, í september 1966, við Swiss Aluminium Ltd., um byggingu álbræðslu og verulega raforkusölu til þess fyrirtækis, var ráðizt í virkjun Þjórsár, mesta vatnsfalls á íslandi. Búr- fellsvirkjun, með sex véla- samstæðum, var fullbyggð 1972, og þar með þrefaldað- ist framleiðslugeta vatns- orkuvera á fslandi. Annar stóráfangi virkjunarframkvæmda á Þjórsársvæðinu er bygging Sigölduvirkjunar, sem nú er vel á veg komin, og full- gerð verður sumarið 1977, en áætlað er að orkufram- leiðsla hefjist þar haustið 1976. Sjö hundruð manns vinna nú að Sigöldu- vírkjun, sem auka mun framleiðslugetu orkuvera Landsvirkjunar um 850 milljónir kílóvattstunda eða um 40%, en auk þess gera kleift að selja um 400 -milljónir kílóvattstunda árlega af afgangsorku. Itarlegar markaðsspár sýna, að með þessari fram- kvæmd er vel séð fyrir áætlaðri orkuþörf á svæði Landsvírkjunar allt til árs- loka 1980, og er þá reiknað með stóraukinni húshitun með raforku, auk orkusölu til nýs iðnaðar, sem rísa mun með byggingu járn- blendiverksmiðju að Grundartanga I Hvalfirði. Forseti fslands, herra Krístján Eldjárn, lagði í gær hornstein að stöðvar- húsi við Sigöldu, fyrstu virkjunar Tungnaár. Við þennan sögulega atburð fluttu ávörp, auk for- setans, dr. Gunnar Thoroddsen orkuráðherra, dr. Jóhannes Nordal for- maður stjórnar Lands- víkjunar og Eiríkur Briem framkvæmdastjóri Lands- virkjunar. Virkjunarframkvæmdir við Sigöldu eru taldar u.þ.b. hálfnaðar. Nú þegar hefur þó stjórn Lands- virkjunar látið fullvinna verkfræðilegan undir- búning næstu stórvirkjun- ar á þessu svæði, við Hrauneyjarfoss, aðeins nokkrum kílómetrum neðar í ánni en Sigöldu- virkjun. Hverjar svo sem skoðanir manna eru um staðarval stórvirkjana á íslandi og framkvæmdaröð þeirra, viðurkenna allir, að stjórn Landsvirkjunar hefur sýnt lofsverða fram- sýni og árverkni í öllu sínu starfi. Færi betur ef aðrir landshlutar hefðu notið sambærilegrar forystu og samstöðu heima fyrir um val virkjunarstaða og framkvæmdir í orkuöflun. * Orkuráðherra, Gunnar Thoroddsen, lýsti því yfir á síðasta þingi, að ákvörðun um stórvirkjun á Norður- landi yrði tekin fyrir n.k. áramót, og framkvæmdir þyrftu að haldast í hendur við virkjun Hrauneyjar- foss. Vonandi strandar sá ásetningur ekki á tog- streitu heima fyrir. Sam- hliða þessu hefur ríkis- stjórnin hrundið af stað framkvæmdum við gerð byggðalínu, er tengja á saman Norðurland og Suðurland og síðar Vest- firði. Eykur sú fram- kvæmd mjög á orkuöryggi í landinu. Kröfluvirkjun er og vel á veg komin, en hún á að tengjast orkusvæði Austfjarða. Og könnun virkjunarvalkosta á Aust- fjörðum verður nú hraðað sem kostur er, en þar benda sterkar líkur til hag- stæðari virkjunarmögu- leika en annars staðar á landinu. Núverandi ríkisstjórn tekur það skýrt fram í stjórnarsáttmála, að nýting fnnlendra orkugjafa, vatnsvirkjanir og hita- veitur, hafi forgang um opinberar framkvæmdir í landinu í næstu framtíð. Hún hefur þegar sýnt vilja sinn í verki í þessu efni. Frumkvæði Reykja- víkurborgar um nýtingu innlendrar orku, jarð- varma og vatnsorku, varð tvímælalaust vegvísir í þessu efni. Hitaveita Reykjavíkur, virkjunin við Elliðaár, Irafossstöð, Ljósafossstöð og Stein- grímsstöð tala sínu máli í því efni. önnur sveitar- félög, svo sem Ólafsfjörður og Sauðárkrókur, hafa og búið að hitaveitu um langt árabil. Siglufjarðarkaup- staður hefur í áratugi átt og rekið eigið raforkuver og stendur nú bæði að endurvirkjun í Fljótá og hitaveituframkvæmdum. Fleiri dæmi mætti til tína er sýna frumkvæði sveitar- félaga um nýtingu inn- lendrar orku, þó ekki verði hér gert. Hornsteinn hefur nú verið lagður að stöðvarhúsi nýrrar stórvirkjunar á íslandi. Þar með hefur þjóðin stigið nýtt gæfuspor í orkumálum sínum. Mark- viss stefna núverandi ríkis- stjórnar um nýtingu inn- lendra orkugjafa mun leiða þjóðina til nýrra áfanga í þessu efni, sem verða horn- steinar framfara og fram- tíðarvelmegunar í landinu. Sigölduvirkjun Þorvaldur Búason, eðlisfræðingur: Það er erfitt að byggja góða vörn á slæmum málstað. Vörnin verður aldrei betri en mál- staðurinn. Talandi dæmi um þetta getur að lfta 1 málflutn- ingi Sigurðar A. Magnússonar hinn 27. febrúar síðastliðinn. Þann dag birtist í Þjóðviljanum svokölluð greinargerð rithöf- undarins 1 meiðyrðamáli, sem nokkrir forgöngumanna Varins lands höfðuðu gegn honum vegna brigzla og gífuryrða í blaðagrein i Þjóðviljanum 25. júní á fyrra ári. Bæði 1 greinar- gerðinni og blaðagreininni ástundar Sigurður A. Magnús- son mannorðsníð. Til glöggv- unar fyrir lesendur er rétt að sýna þrjú dæmi um orðfæri Sigurðar A. Magnússonar: 1) „Þeir þýlyndu og þjóð- villtu tólfmenningar, sem þykj- ast vera að verja æru, sem þeir hafa að dómi þjóðhollra Is- lendinga týnt, eru hér að fara inn á braut, sem gæti ekki einungis reynst hættuleg tján- ingarfrelsi landsmanna, heldur sjálfu lýðræðinu 1 landinu." 2) „... þessir hrokafullu þjóðvillingar. ..“ 3) „... þar sem meiri hluti hæstaréttar er skipaður þrem kerfisþrælum, sem setja þjónk- un við valdhafa ofar mannrétt- inda- og lýðræðissjónar- miðum.“ Fleiri dæmi mætti nefna, því af nógu er að taka, en þessi þrjú dæmi ættu að nægja til að sýna hvernig Sigurður A. Magnússon reynir að nfða mannorðið af þeim, sem eru annarrar skoðunar en hann sjálfur, hvort heldur forgöngu- menn Varins lands eða hæstar réttardómarar eiga í hlut. I fyrrnefndri greinargerð tekur rithöfundurinn sér fyrir hendur að verja hin fyrri níð- skrif sín, sem honum var stefnt fyrir. Þar bregður fyrir neista af rökréttri hugsun og færi vel, ef forsendur málflutnings hans hefðu verið haldbetri. I greinargerðinni segir: „Tjáningarfrelsi er hornsteinn þess lýðræðis sem þjóðir um norðanverða Evrópu og Ameríku hafa búið við um Iengri eða skemmri tíma í hart- nær tvær aldir. An tjáningar- frelsis verður lýðræðið ekki annað en skuggi af sjálfu sér og býður heim einræði flokka eða einstaklinga... Jafnvel þar sem lýðræðis- hefðum er fylgt að forminu til, gætir víða tilhneigingar til að hefta frelsi þegnanna til að tjá sig opinskátt. og skiptast á skoðunum ..., og hún er ekki heldur óþekkt hérlendis, samanber látlausar tilraunir Morgunblaðsins til að níða mannorðið af einstaklingum sem reynt hafa að losa um flokksbönd þjóðmálaumræðu i fjölmiðlum ...“ Morgunblaðið hefur. ekki metið aðdróttanir Sigurðar A. Magnússonar svaraverðar og mun ekki heldur fjallað um þær hér. Athyglin beinist að þeirri hárréttu röksemd Sigurð- ar A. Magnússonar, að mann- orðsníð getur verið atlaga -að tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi og er það tvímælalaust] þegar ráðizt er með ærumeiðingum á menn fyrir það eitt að láta í ljós skoðanir sinar. Þessi réttmæta röksemd hentar þó ekki mál- stað Sigurðar A. Magnússonar. Það er hann sjálfur, sem hefur ástundað mannorðsníð og fyrir það er honum stefnt. Hinn bág- borni málstaður hans þolir ekki svo skynsamlega og réttmæta röksemdafærslu, hún leiðir einungis til áfellisdóms yfir honum sjálfum, hún leiðir til þversagnar í málflutningi hans. Rökrétt ályktun samkvæmt hugleiðingum Sigurðar A. Magnússonar, sem til var vitn- að, er að hann hafi sjálfur reynt að skerða tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi með mannorðs- níði sínu. tJt úr þessum ógöngum i röksemdafærslu sinni kemst Sigurður A.. Magnússon eingöngu með koll- steypu. Fyrir réttu ári síðan ritaði Sigurður A. Magnuðsson grein í Morgunblaðið, þar sem hann ráðlagði kollega sínum að tileinka sér frumatriði rök- fræði, en sjálfur hefur hann greinilega látið undir höfuð leggjast að dusta rykið af rök- fræði sinni. Hann virðist a.m.k. enn misskilja orðið rökfimi. Það eiga ekki allar listir fim- leika við, kollhnlsar tilheyra t.d. ekki listum rökfiminnar. Sigurði A. Magnússyni var m.a. stefnt fyrir ummælin: „Hér er um að ræða alvarleg- ustu atlögu við tjáningarfrelsi sem mér er kunnugt um hér- lendis....“, og I áðurnefndri greinargerð segir Sigurður A. Magnússon að því tilefni: „Hér hvílir sú óumflýjanlega skylda Þorvaldur Búason, eðlisfræðingur. á stefnendum að hrekja þessi ummæli eða afsanna þau.“ Hér kemur Sigurður A. Magnússon niður á sitjandann úr hinni ófimlegu kollsteypu sinni. Hann gefst upp við röksemda- færslu sína og krefst þess að andstæðingar hans afsanni áburð hans sjálfs. 1 þessum orðum opinberast furðulegar hugmyndir hans um sönnunar- byrði fyrir dómstólum í lýð- ræðisríkjum. I lýðræðislöndum mun sú skylda jafnan hvíla á þeim sem ber annan sökum að færa rök fyrir áburði sínum. Ákærandi getur ekki borið fram rakalausar ásakanir og dylgjur og krafizt þess slðan að rógburðurinn sé afsannaður. Sigurður A. Magnússon þarf að temja sér lýðræðislegri hugsunarhátt. Látum spurning- una um sönnunarbyrði þó liggja milli hluta, hún skiptir engum sköpum í þessu sam- bandi. Samkvæmt tilvitnuninni hér að framan virðist Sigurður A. Magnússon sammála okkur tólf forgöngumönnum Varins lands um að mannorðsníð sé árás á tjáningarfrelsi. Það virð- ist þá einnig vera skoðun hans að gegn atlögu Þjóðviljans og samferðamanna hans að tján- ingarfrelsi með svívirðinga- og rógsherferð þeirra hafi tólf for- göngumenn Varins lands beitt annarri atlögu að tjáningar- frelsi, og henni sýnu alvarlegri, með því að skjóta málinu til dómstóla, þar hafi komið krók- ur á móti bragði. Með þessum orðum legg ég Sigurði A. Magnússyni reyndar til skýrari hugsun en hann hefur enn látið í ljós. En einnig þetta er fjar- stæða. 1 lýðræðisþjóðfélagi er aðeins um eina vörn að ræða gegn þeirri árás á tjáningar- frelsið, sem felst í æruníði. Sú vörn er fólgin í því að skjóta málinu til dómstólanna og láta þá hnekkja rógi og ósann- indum. Sú leið felur ekki f sér neitt sjálftekið vald aðila. Cr- slitin eru I höndum óháðra dómara, sem njóta hlutleysis og verndar og eiga eingöngu að hlfta lýðræðislegum lögum landsins. Sigurður A. Magnússon er greinilega á annarri skoðun. Hann leitar hælis f fíla- beinsturni yfirlætis með þvi að hefja sjálfan sig upp yfir lög og rétt og almennar skoðanir um Framhald á bls. 17. Rökfimi og þver- sagnir Sigurðar A. Magnússonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.