Morgunblaðið - 16.08.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. AGÚST 1975 X3
Vinnusvæði mörg hundruð manna og stórvirkra vinnutækja við Sigöldu. Framkvæmdir eru f hámarki á
þessu sumri og lætur nærri að þar vinni 700 manns.
Framleiðslugeta Landsvirkjunar
eykst um 40% með Sigölduvirkjun
Rœða Jóhannesar
Nordals fbrmanns
Landsvirkjunar
er homsteinninn
var í gœr lagður
að stöðvarhúsinu
Fyrir hönd stjórnar Lands-
virkjunar býð ég yður öll vel-
komin hingað að Sigöldu, þar
sem nú verður lagður horn-
steinn að stöðvarhúsi fyrstu
virkjunar Tungnaár. Ég vil
þakka forseta Islands, dr. Krist-
jáni Eldjárn, þá virðingu, er
hann sýnir Landsvirkjun með
því að taka þátt i athöfn þessari
og leggja hornstein þessa mikla
mannvirkis. Vér erum ekki
hingað komin til að fagna verk-
lokum, heldur marka með tákn-
rænum hætti lagningu fyrsta
steins mikilla bygginga, er verk
framtíðarinnar skulu grund-
völluð á. Þótt framkvæmdir hér
við Sigöldu séu nú vel á veg
komnar, er enn geysimikið verk
óunnið. Fagnar Landsvirkjun
þessu tækifæri til þess að sýna
yður hin nýju mannvirki, á
meðan þau eru enn i byggingu
og innviðir þeirra, sem margir
eiga eftir að hyljast af vatni og
veggjum, koma skýrt fram.
Fyrir skömmu minntist
stjórn Landsvirkjunar þess, að
tíu ár voru liðin frá þvl, að ríkið
og Reykjavikurborg gerðu með
sér samning á grundvelli ný-
settra laga um stofnun sam-
eignarfélags, er hafa skyldi það
meginverkefni að sjá fyrir raf-
orkuöflun fyrir hið samtengda
orkuveitusvæði Suður- og
Vesturlands, þar sem nú búa
u.þ.b. þrir af hverjum fjórum
íslendingum. I þessu skyni var
Landsvirkjun falið að hefjast
handa um virkjun Þjórsár,
mesta vatnsfalls á Islandi, en
með byggingu Búrfellsvirkjun-
ar, sem fulllokið var með sex
vélasamstæðum árið 1972, var
SIIEIK Mujibur Rahm-
an, sem byltingarmenn
tóku af lífi í gær, má með
sanni kalla föður Bangla-
desh. Bangladesh, sem
þýðir Bengalþjóð og tel-
ur 75 milljónir manna,
varð til upp úr stríði Ind-
verja og Pakistana 1971.
Dauði Mujibs markar lok
þess tfmabils í sögu þjóð-
arinnar, sem einkenndist
af þjóðernisbaráttu og
tilraunum til að koma
fótum undir efnahags-
Iegasjálfstætt rfki.
Þau fjögur ár, sem hann var
forsætisráðherra, einkenndust
af hungursneyð og pólitiskum
óeirðum, sem kostuðu þúsundir
manna lífið. Álitið er, að 9.560
hafi verið myrtir síðan 1971 og
vWt'Fí
i
framleiðslugeta vatnsorkuvera
á Islandi rúmlega þrefölduð.
Annar stóráfanginn I virkjun
fallvatna Þjórsársvæðisins er
bygging þess orkuvers, sem hér
er að rísa. Með Sigölduvirkjun
mun framleiðslugeta Lands-
virkjunarkerfisins aukast um
850 millj. kllóvattstunda eða
um 40%, en auk þess mun hún
gera kleift að selja um 400
millj. kílóvattstunda árlega af
afgangsorku. Samkvæmt
markaðsspám er með þessu vel
séð fyrir aukningu eftir
spurnar á orkuveitusvæðinu til
ársloka 1980, þ. á m. til stór-
aukinnar húshitunar, auk orku-
sölu til nýs iðnaðar, er rlsa mun
'með byggingu járnblendiverk-
smiðju við Hvalfjörð.
Val Sigölduvirkjunar sem
næsta áfanga í beizlun Þjórsár
réðst ekki sizt af því, að hún
mun mjög auka rekstraröryggi
raforkukerfisins. Ofan við hina
miklu stlflu, sem yður verður
sýnd á eftir, myndast stöðu-
vatn, sem bæði mun bægja frá
ísvandamálum og auka
miðlunarmöguleika. Eiga þá að
nýtast betur en áður miðlunar-
félagar I Awami-sambandinu,
flokki Mujibs, voru fyrst og
fremst fórnarlömb hryðju-
verkamanna. Morðið á vinsæl-
um flokksbróður hans, sem lá á
bæn I musteri I desember 1974,
átti mikinn þátt I því, að Mujib
tók sér næstum einræðisvald.
I janúar kom hann af stað
þvl, sem hann kallaði „aðra
byltinguna", afnam þingræði
og bannaði aðra stjórnmála-
flokka en Awami-sambandið,
og endurskýrði það Þjóðar-
flokkinn, og gerði sjálfan sig að
forseta. I baráttu sinni gegn
skálmöld I landinu studdist
hann mikið við herinn, sem
steypti honum á föstudag.
Hann lofaði að vinna gegn spill-
ingu og koma á heilbrigðari
stjórnarháttum, en árangurinn
varð harla lítill.
Meðal óleystra vandamála úr
striðinu eru 350.000 Bihari-
mannvirki þau, sem reist hafa
verið á undanförnum árum við
Þórisvatn. Munu því frekari
virkjunarframkvæmdir neðar I
Tungnaá og Þjórsá I framtlð-
inni njóta mjög góðrar miðl-
unar, en I því felst bæði hag-
kvæmni og stóraukið öryggi.
Undirbúningur orkuvera og
bygging er tímafrekari en
flestra mannvirkja annarra.
Traustar langtimaspár um
orkuþörf og áætlanir um bygg-
ingu orkuvera og dreifikerfa er
því forsenda þess, að ætlð sé til
nægileg raforka fyrir hendi á
viðunandi verði. Það hefur því
verið stefna Landsvirkjunar að
undirbúa nýjar virkjanir með
nægilegum fyrirvara, þannig að
ákvarðanir megi taka tíman-
lega og á grundvelli traustra
verkfræðilegra áætlana. Nú
þegar, — að þessum virkjunar-
framkvæmdum hér við Sigöldu
rétt hálfnuðum, — er fulllokið
verkfræðilegum undirbúningi
virkjunar við Hrauneyjarfoss
nokkrum kílómetrum neðar I
ánni. Benda allar áætlanir til
þess, að þar sé um óvenjulega
hagstæða virkjun að ræða, enda
Mujib — oft f fangelsi.
menn, sem eiga meira sameig-
inlegt með Vestur-Pakistönum
en Bengölum, enda börðust
þeir með þeim fyrrnefndu I
strlðinu. Vestur-Pakistan telur
sig ekki geta tekið við fólkinu
og dvelst það því i miklum
fangabúðum.
Bangladesh varð til úr þjóð-
arvakningu, sem vakti hrifn-
ingu og velvilja um allan heim,
en undir stjórn Mujibs lenti
það I pólitísku og efnahagslegu
kviksyndi. Landið hefur notið
nýtur hún bæði miðlunar Þóris-
vatns og Sigöldu, auk hinnar
margháttuðu aðstöðu til bygg-
ingaframkvæmda, sem hér er
fyrir hendi. Þannig er að því
stefnt, að með hverjum áfanga
bætist nýting þeirrar vatns-
orku, sem beizluð hefur verið,
og rekstraröryggi kerfisins
aukizt.
Framkvæmdir við Sigöldu
eru I hámarki á þessu sumri, og
mun láta nærri, að hér vinni nú
um 700 manns. Vil ég fyrir
hönd stjórnar Landsvirkjúnar
þakka öllum, sem hér leggja
hönd á plóginn, atorku þeirra
og áhuga, og óska þeim vel-
farnaðar I því starfi, sem fram-
undan er. Þótt ýmsir þættir
verksins séu nokkuð á eftir
áætlun, er ekki ástæða til þess
að efa, að orkuframleiðsla geti
hafizt hér fyrir haustið 1976,
eins og að hefur verið stefnt frá
upphafi. Fullgerð ætti þá
virkjun að verða með þremur
50 MW vélasamstæðum
sumarið 1977.
Með hverjum virkjun-
aráfanga eykst ekki aðeins
sköpun verðmæta úr afli
ríkulegrar aðstoðar erlendis frá
en ekkert bendir til þess, að
það muni geta fætt íbúa slna
eins og Indland, en fólksfjölg-
un er mikil og mun fbúatalan
líklega tvöfaldast fyrir næstu
aldamót.
Sérfræðingar állta, að um 1
milljón manna hafi farizt í
hungursneyð 1974, og Bangla-
desh er afar háð innflutningi
korns og annarra matvæla.
Starfsmenn alþjóðasamtaka
segja, að spilling, hamstur og
brask komi I veg fyrir, að þeir,
sem þurfa á hjálp að halda, fái
hana.
Mujib er fæddur I Austur-
Bengal 1920, og voru foreldrar
hans sæmilega efnaðir. Hann
nam fyrst við Islamiaháskólann
I Kalkútta, þar sem hann starf-
aði I samtökum múhameðstrú-
armanna. Eftir að hann útskrif-
aðist þaðan nam hann lög við
Daccaháskóla. Arið 1947 gekk
hann úr samtökunum sem börð-
ust fyrir sameiningu Bengal og
Pakistan, og hóf baráttu fyrir
þjóðréttindum Bengala, sem
vanræktir voru af ríkisstjórn-
inni I Karachi, sem er I 1.500
km fjarlægð.
Mujib var fangelsaður árið
1948 I stuttan tíma og ári seinna
var hánn dæmdur I 3ja ára
íslenzkra fallvatna, heldur bæt-
ist um leið við þekkingu Is-
lendinga og reynslu I byggingu
orkuvera og meiri háttar mann-
virkjagerð. Þótt vér metúm að
verðleikum framlag þeirra fjöl-
mörgu erlendu aðila, sem lagt
hafa hönd að þessu og öðrum
verkum Landsvirkjunar, hljót-
um vér að fagna því, að hlutur
Islendinga fer æ vaxandi I
hönnun, eftirliti og fram-
kvæmd nýrra virkjana. Er
eindregið að þvi stefnt, að unnt
verði að stórauka hlut Is-
lendinga I öllum þáttum næstu
virkjunar, sem I verður ráðizt.
Yrði þetta mun auðveldara, ef
hægt verður að halda áfram
sleitulaust og ráðast I Hraun-
eyjafossvirkjun um það leyti,
sem verulega fer að draga úr
verkefnum hér við Sigöldu.
Þar sem vér erum nú stödd á
miðju vinnusvæði mörg
hundruð manna og stórvirkra
vinnutækja, virðist næsta ótrú-
legt, að verið hafi fyrir örfáum
árum auðnir ósnortinna öræfa.
Þótt kyrrð öræfanna sé nú
rofin og ný mannvirki séu að
hrevta mörgum dráttum I svip-
Jóhannes Nordal.
móti náttúrunnar, vonast ég til
þess, að frágangur þeirra verði
að verklokum slíkur, að enginn
efist um, að Island hafi vaxið
við þau og batnað. Það er von
og trú Landsvirkjunar, að
þannig megi halda fram stefn-
unni um nýtingu íslenzkra
prkulinda: þjóðinni til hag-
sældar og I fullri sátt við
landið, sem hún byggir.
I hylki það, sem ég hef I
höndum, hefur verið lagt skjal,
þar sem á skinn er skráð saga
þess verks, sem hér er verið að
vinna. Vil ég biðja forseta Is-
lands að taka við því og leggja I
hornstein virkjunarinnar.
fangelsi fyrir þátttöku I kröfu-
göngu. Eftir að Ayub Kahn
kom á einræði hersins árið 1958
herti Mujib baráttuna og sat oft
I fangelsi. Lagði hann fram til-
lögur um aukið sjálfræði Aust-
ur-Pakistan, eins og Bengal hét,
en lét sig vart dreyma um al-
gert sjálfstæði. Þegar Ayub
varð að víkja fyrir Yahya Kahn
1970, lofaði sá síðarnefndi að
koma á borgarastjórn I Pakist-
an. Kosningarnar I desember
1970 voru liður I þvf loforði. I
Austur-Pakistan hlaut Mujibur
Rahman og flokkur hans öll
þingsæti nema 2. Vestur-
pakistanska stjórnin undir for-
sæti Ali Bhutto grunaði hann
um að ætla að kljúfa ríkið og
setti hann I fangelsi. Stuðnings-
menn hans hófu þá skæruhern-
að I Austur-Pakistan og brátt
var Pakistanher kominn I spil-
ið. Vegna vandamála, sem sköp-
uðust þegar flóttamenn tóku að
streyma frá Austur-Pakistan til
Indlands, sendu Indverjar her
inn I Bengal og gáfust hermenn
Pakistanstjórnar þá upp. Muj-
ib, sem dæmdur hafði verið til
dauða, var sleppt og var honum
fagnað sem þjóðhetju við heim-
komuna. Stofnaði hann svo hið
nýja ríki Bangladesh. Mujib
lætur eftir sig eiginkonu og
fimm börn.
Mujibur Rahman -
faðir Bangladesh