Morgunblaðið - 16.08.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. AGÚST 1975
Sonur ekkjunnar
þar skaltu biðja um vinnu. Og ef þú þarft
mín, þá komdu bara hingað og hringlaðu
beislinu, og þá skal ég koma til þín“.
„Jú, piltur gerði, eins og hesturinn
hafði sagt, og þegar hann var búinn að
setja á sig laufparrukið, varð hann svo
fölur og ræfislegur í framan, að hann var
óþekkjanlegur. Fyrst kom hann í eld-
húsið, og bað eldamanninn þess að fá að
vera í eldhúsinu og bera eldivið og vatn.
En þá spurði eldhússtúlkan: „Hvers-
vegna hefirðu þessa andstyggilegu hár-
kollu. Taktu hana af þér, ég vil ekki sjá
svona ljótan mann hér inni.“
„Ég get ekki tekið af mér kolluna",
sagði piltur. „Ég er nefnilega ekki
almennilega hreinn í höfðinu“.
„Heldurðu að ég vilji hafa þig hér við
matinn, fyrst þú ert svona?“ sagði
matsveinninn. „Farðu heldur til hesta-
sveinsins, þú átt heima í hesthúsinu,
piltur minn!“
En þegar hestasveinninn bað hann að
taka af sér hárkolluna, fékk hann sama
svarið og matreiðslumaðurinn, og vildi
þá heldur hafa hann. — „Þú getur farið
til garðyrkjumannsins, þú ert víst bestur
að róta í moldinni, eins og svín!“
Og hjá garðyrkjumanninum fékk hann
svo að vera. En enginn af hinum mönn-
unum, sem þar unnu, vildu sofa nálægt
honum, og þessvegna varð hann að sofa
einn undir tröppunum við garðhúsið, það
stóð á stólpum og hafði háar tröppur.
Hann reytti dálítið af mosa og bjó sér til
bæli undir tröppunum, og lét fara eins
vel um sig eins og hann gat.
Þegar piltur hafði verið nokkurn tíma í
konungsgarði, þá kom það fyrir einn
morgun, að í sama mund og sólin rann
upp, stóð hann úti við garðhúsið og hafði
tekið af sér kolluna, hann var að þvo sér,
og hann var svo laglegur, að það var yndi
að horfa á hann.
Konungsdóttir sá þennan fallega
garðyrkjudreng út um gluggann, og
fannst hún aldrei hafa séð jafnfallegan
pilt áður. Hún spurði garðyrkjumanninn
hversvegna hann svæfi undir tröppun-
um.
„Æ, það vill enginn lofa honum að sofa
hjá sér“, sagði garðyrkjumaðurinn.
„Láttu hann koma upp í kvöld og sofa
fyrir utan herbergisdyrnar mínar, og svo
skulum við sjá hvort þeim finnst hann
ekki fullgóóur til þess að sofa hjá þeim á
eftir“, sagði kóngsdóttir.
Þetta sagði garðyrkjumaðurinn svo
piltinum.
„Heldurðu að mér dettí í hug að gera
það“, sagói piltur. „Þá myndu allir segja,
að eitthvað væri milli mín og kóngs-
dóttur“.
„Ja, helst þarftu að vera hræddur um
það“, sagði garðyrkjumaðurinn, — „eins
fallegur og þú ert!“
„Jæja, fyrst þú skipar, þá verð ég víst
að gera þetta“, sagði piltur.
Þegar hann svo fór upp tröppurnar um
kvöldið, þá trampaði hann og stappaði
svo á leiðinni, að það þurfti að áminna
hann um að hafa lágt, annars gæti
kóngurinn fengið að vita um þetta. Svo
kom hann inn í anddyrið, skellti sér þar á
gólfið, og fór strax að hrjóta hástöfum.
Þá sagði kóngsdóttir við þernu sína:
„Læðstu nú og náðu af honum kollunni",
og það gerði þernan, en þegar hún ætlaði
að ná i hana, greip hann í hana með
báðum höndum, og þá náði þernan henni
ekki. Því næst fór piltur að hrjóta aftur,
og í það skiptið tókst henni að ná
hárkollunni og þarna lá nú pilturinn,
svona indæll, rjóður og hvítur, eins og
vt»
MORöJKf
kafp/nu
Er hann orðinn nógu stór til að
vera með boxhanzkana?
Ég veit að þú ert saklaus. — Þú Eitt högg enn og þá ertu ekki
veizt að þú ert saklaus — en læknir lengur heldur dauður
vita allir sjónarvottarnir það? læknir.
Kvikmyndahandrit aö morði
Eftir Lillian
O'Donnell
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir.
22
eigin spýtur og ég laðaðist
sncmma að leikhúsinu. Þvf miður
hafði ég enga hæfilcika og ég
gerði mér grein fyrir þvf sjálfur!
Þvf var ekki um annað að ræða en
leita að og styðja hæfileika ann-
arra. Að ég yrði sjálfstæður kvik-
mynda- eða leikhússtjóri kom
ekki tfl greina vegna þess að fjöl
skyldan vildi ekkí styrkja mig
peningalega og þá var aðeins einn
möguleiki eftir fyrir mig; að
verða umboðsmaður leikara. En
það er ekki eins einfalt og maður
gæti hyllzt til að halda f fyrstu og
ég uppgötvaði fljótiega að ekki
var nóg að opna sjálfstæða skrif-
stofu. Þær stjörnur, sem þegar
höfðu öðlast frægð og frama
höfðu enga þörf fyrir mig, en
óþekktu Ieikararnir sáu mig ekki
f friði eina stund. Ég var ekki
nógu ákvcðinn'og ég sá að allt var
að renna út f sandinn. Tíl að
bjarga þessu sá ég að ekki yrði
hjá þvf komist að ég fyndi ein-
hverja stjörnu sem hægt væri að
tryggja að kæmist áfram. Lausnin
á vandamáli mfnu birtist mér
þegar ég heyrði um Mariettu
Shaw.
Sögusagnir gengu um að JK
gamli hefði uppgötvað nýja Gretu
Garbo og héldi henni leyndri fyr-
ir umheiminum, þangað til hún
hefði verið slfpuð og fáguð. En
skömmu sfðar fréttist að henni
gengi ekki allt of vel. Hér var sem
sagt á ferðinni kona sem hafði
enn ekki skapað sér nafn, en
hafði þó komið tánni inn fyrir
dyrnar. Tækist mér að leysa mál
hennar þá gætum við f samein-
ingu unnið okkur upp á við.
Eg fylgdist lengi með henni svo
að Iftið bar á og það ver ekki
auðvelt verk, þvf að JK gerði allt
sem hann gat til að vernda hana
og gæta þess að enginn kæmist f
tæri við hana. En ég sá að hér var
stórkostiegt efni á ferðinni, svo
fremi sem rétt væri að henni bú-
ið. Hún gerði sér Ijóst, að hún tók
engum framförum, en meðfætt
sjálfstraust hennar var óbugað.
Afleiðingin var sú að hún var
niðurdregin og vondauf — og þá
var kominn tfmi til að ég birtist á
sviðinu.
Hagen hallaði sér aftur f sófan-
um, spennti greipar yfir breiðri
bumbunni og hvarf inn f endur-
minningalandið, komst sem sagt f
sams konar ástand og Link hafði
séð tvo aðra menn gera.
Það var steikjandi hiti daginn
sem ég ákvað að hafa samband
við hana og ég var óstyrkur f
meira lagi. Það er óhætt um það!
Ég fór til kvikmyndaversins, þar
sem kennsla stjörnuefna fór fram
og beið eftir að gefið yrði há-
degisverðarhlé. Ég hafði fylgst
með henni úr fjarska, eins og ég
hef vikið að, og vissi að hún hélt
sig mikið út af fyrir sig og borð-
aði yfirleitt ein. Ég beið lengi, en
þó að hin væru flest löngu komin
á vettvang sá ég henni hvergi
bregða fyrir. Um það bil sem ég
var að hugsa um að tygja mig til
brottferðar kom hún. Ég sá að
hún hafði grátið. Ég lét hana f
friði dálitla stund, svo gekk ég að
borðinu hennar og kynnti mig.
Ég sá að enni hennar var baðað
f svita. Hún var klædd f þunnan
ermalausan kjól sem var nánast
Ifmdur við lfkama hennar og
sýndi vissulega þokka hans I
rfkum mæli. Ég bið ykkur að mis-
skilja mig ekki. Ég hafði séð
konulfkami áður og það var ekki
beinlfnis þokki hennar sem dró
mig að henni. Það var þetta
óáþreifanlega f fari hennar, sem
má kannski kalla „útgeislun"
þótt það hljómi tilgerðarlega. Ég
var heillaður af henni. Auðvitað
var mér kunnugt um söguna um
málverkið og Brahm og hvernig
hún hafði egnt fyrir Kroneberg
og ég hafðí heyrt um framhleypni
hcnnar, en á þessari stundu
fannst mér hún næstum feimin.
Ég gleymdi samstundis öllum
mfnum eigin áformum og sú
hugsun komst ein að hjá mér að
mig langaði til að styðja hana og
styrkja.
— Hver eruð þér? spurði hún
og horfði kuldalega á mig.
— Ég heiti Bill Hagen. Ég er
umboðsmaður.
— Ég þarf ekki á umboðsmanni
að halda. Ég er kominn á sjö ára
bráðabirgðasamning við fyrir-
tækið.
— Já, og fyrsti frestur rennur út
eftir hálfan mánuð. En ég býst
ekki við að þeir varpi yður á dyr
að svo stöddu. JK gamli gefst ekki
svo glatt upp, hann hefur fjárfest
of míkið I yður til þess. En þegar
bráðabirgðasamningurinn verður
endurnýjaóur næst — eftir hálft
ár, haldið þér að hann verði þá
jafn áhugasamur?
— Þá verð ég búin að leika f
tveimur kvikmyndum, sagði hún,
en ég tók eftir þvf að hún beit á
vör sér.
— Ekki með þeim hægagangi
sem er á öllu, benti ég á.
— Ungfrú Shaw. Hagsmuna
yðar er engan veginn gætt svo að
nein mynd sé á. Þér eyðið tfma
yðar til ónýtis við þetta fokk hér
og verðið ráðiaus og örvæntingar-
full. Bezta aðferðin fyrir yður er
að ráðast strax til atlögu. Ég get
farið á fund JK fyrir yðar hönd og
skýrt það fyrir honum og talið