Morgunblaðið - 16.08.1975, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. AGUST 1975
Ólafur Bjarnason
skipstjóri -Minning
Fæddur 18. september 1894.
Dáinn 8. ágúst 1975.
Föstudaginn 8. þ.m. andaðist
Ólafur Bjarnason skipstjóri í
Keflavík. Fæddur var hann hér í
Keflavík hinn 18. sept. 1894. Hér
ól hann allan sinn aldur. Ölst hér
upp með foreldrum sínum Vil-
borgu Benediktsdóttur og Bjarna
Ólafssyni útvegsbónda, sóma og
dugnaðarfólki, sem tók mikinn
þátt í uþpbyggingu bæjarfélags
okkar. Bjarni faðir hans var einn
af dugmestu formönnum og sjó-
sóknurum árabátaflotans hér um
slóðir, aðgætinn, sækinn og feng-
sæll. Stórbrotinn athafnamaður
þeirra tfma. Á þeim tímum reyndi
á útsjón þeirra er með skipstjórn
fóru. Var þá hvorki treyst á
veðurfréttir né nútíma siglinga-
tækni.
Við þessar aðstæður ólst Olafur
upp og varð snemma þátttakandi í
baráttunni við Ægi. Fyrst á opnu
skipunum og siðar um áratugi
skipstjóri á vélbátum, lengst af
þeim, sem báru nafnið Sæfari.
,Faðir hans og fleiri stórhuga
framfara- og athafnamenn höfðu
forgöngu um kaup og útgerð
einna fyrstu vélbátanna hér.
Gerðist Ólafur ungur skipstjóri á
þeim. I fyrstu voru bátar þessir
aðeins nokkurra smálesta en fóru
smástækkandi, eftir því sem þeir
voru endurnýjaðir. Alla starfsævi
sina helgaði Ólafur sjónum eða
sjávarstörfum. Þar var réttur
. maður á réttum stað. Hagsýni og
gætni voru sterkir þættir í athöfn-
um og störfum hans. Starfsfélaga
í útgerðarrekstrinum valdi hann
eftir því. Lengst af línnu þeir
saman að útgerðarmálum æsku-
vinirnir Elías sál. Þorsteinsson og
hann. Unnu þar saman framsýnir
og framgjarnir áhogamenn,
sem fúsir voru til nýbreyttni í
veiðiaðferðum og varð árang-
ur starfsins eftir því. Vin-
átta þeirra var traust og end-
ingargóð meðan báðir lifðu. —
Ólafur var óáleitinn ágæt-
ismaður. Hversdagshægur, en
hélt sina braut með hógværð
en festu. Mannheill hafði hann
mikla og voru sömu menn í
skiprúiui hjá honum árum sarnun.
Veit ég af persónulegum kynnum
við marga þeirra, að vel báru þeir
honum söguna um viðkynningu
og skipstjórn. — Hann var ekki
viðhlæjuudi allra en Iryggur
vinur vina sinna. Naut þess að
vera með fólki og ræða áhugamál
sín og dægurmálin. Gamansamur
var hann og léttmáll i sinn hóp, en
gerði Iítið að því að trana sér
fram. Langskólanáms naut hann
ekki. Hæfileika til þess skorti þó
ekki því hann var greindur vel og
einkar athugull, eins og fyrr
segir, en krókurinn beygðist fljótt
að því, sem verða vildi, starfi sem
hann helgaði sér. — Hann var
einn af forustumönnum þessarar
byggðar í uppbyggingu þeirrar
Keflavikur, sem við nú búum í.
Breytingarnar eru miklar frá
þvi hann fyrst hóf sfn sjómanns-
störf á opnum bátum við hafn-
lausa strönd til þess, sem nú er.
Lengi framan af skipstjórnartima
hans lágu bátar við legufæri hér á
víkinni. Varð þá oft þegar illa
viðraði að skipa afla og veiðar-
færum i land á erfiðum upp-
skipunarbátum. Voru það engar
sældarferðir, erfiðar og oft hættu-
iegar. Minnisstæðar eru þær
þeim, sem í landi voru og horfðu
á, eins og að sjálfsögðu þeim sem
við þetta unnu. Ekki minnist ég
þess að Ólafi hlekktist á við þessi
störf.
I heimilislífi hygg ég að Ólafur
hafi verið einkar farsæll í sam-
búðinní við konu sína, Severínu
Högnadóttur, hina mestu
dugnaðar- og ráðdeildarkonu.
Ekki fór hann um langa vegu til
að afla sér konunnar. Bæði inn-
fæddir Keflvikingar og
nágrannar frá frumbernsku. Með
hógværð og hyggindum hafa þau
búið sér gott heimili, sem þau
hafa unað í langa ævi.
Eina dóttur barna eignuðust
þau, Elínu, sem gift er Marteini
Árnasyni kaupmanni í Keflavik.
Samheldni er mikil með fjölskyld-
unni.
Nú er Ólafur horfinn. Hann leit
oft inn hjá okkur hjónum. Nú er
því lokið. Við söknum þeirra
stunda. Samúðarkveðjur sendum
við þeim mæðgum og fjölskyldum
þeirra, og biðjum Ólafi farar-
heilla.
Þorgr. St. Eyjólfsson.
Mig langar til þess að minnast
nokkrum orðum vinar okkar
Ólafs Bjarnasonar skipstjóra frá
Keflavík, sem lézt f Landakots-
spítala hinn 8. þ.m.
Ekki treysti ég mér til þess að
rekja hér ættir Ólafs eða ævistarf,
þótt hann hafi sagt mér undan og
ofan af ýmsu, sem á daga hans
dreif, enda munu sjálfsagt mér
kunnugrj menn um þau fjalla.
Hann kvæntist frænku minni,
Severínu Högnadóttur, h. 21.
október 1921 og bjuggu þau allan
sinn búskap í Keflavík. Eina
dóttur eignuðust þau, Elínu, sem
gift er Marteini Árnasyni bóksala
í Keflavík.
Ólafur stundaði útgerð og for-
mennsku fram undir 1960 að
hann hætti til sjós en hóf störf i
landi.
Ekki get ég sagt að ég hafi
kynnzt Ólafi að nokkru ráði fyrr
en eftir að hann hætti sjómennsk-
unni, en eftir það lágu leiðir
okkar oft saman. Hann var mikill
áhugamaður um allt, er að sjó-
sókn laut og fiskverkun og fylgd-
ist ótrúlega vel með öllu, sem var
að gerast í þeim málum fram til
hins siðasta. Oft var gaman að
ræða við þennan reynda sjómann
um veiðihorfur o.fl. Hann
reyndist furðulega oft sannspár.
Hann ræddi jafnan málin af
alvöru, sem þó var blönduð þægi-
legri kimni og gamni.
Eftir að Ólafur hætti sjó-
mennsku gaf hann sér betri tíma
en áður til þess að bregða sér í
silungs- eða laxveiði með
Marteini, tengdasyni sfnum, og
þeim mæðgunum, Rínu og Ellu.
Hann hafði mjög gaman af þessu,
— fór reyndar í sina síðustu veiði-
ferð í sumar. Nokkuð voru veiði-
sögur hans frábrugðnar hinum
hefðbundnu, — enda vanur meiri
afla en þeim, sem menn koma
með úr slikum ferðum, — en
þeim mun gamansamari.
Það eru nú rúm fimmtíu ár
síðan Rína, eftirlifandi eiginkona
Ólafs, og tengdamóðir mín,
Margrét heitin Jónsdóttir,
kynntust og með þeim tókst vin-
átta, sem hélzt meðan báðar lifðu.
Ólafur átti vissulega sinn góða
þátt í því.
Þessi vinátta varð til þess, að sú
hefð komst á, að Óli og Rína
dvöldu hjá okkur hver áramót um
nokkurra ára skeið. Ég minnist
þess, hve börnin okkar hlökkuðu
til á gamlársdag að fá að fara
suður í Keflavík að sækja þau. —
Þá var hátíðin byrjuð í hugum
þeirra. Það kom alltaf einhver
ferskur blær með þeim og gaman-
semi Ólafs lífgaði upp á þessi
hátíðlegu tímamót.
Síðustu áramót urðu því okkur
hjónunum og ekki síður börn-
unum okkar aðeins svipur hjá
sjón, vegna þess að heilsa Óla og
Rinu leyfði ekki að þau kæmu. Nú
er Ólafur horfinn, og við eigum
öll bágt með að sætta okkur við
það.
Mér finnst sem Ólafur hafi til-
einkað sér heilræði Hávamála:
glaðr ok reifr
skyli gumna hverr
unz sinn blðr bana.“
Þannig kynntist ég honum, og
þannig kom hann mér fyrir
sjónir, — sáttur við Guð og menn.
Ég vil að endingu þakka Ólafi
og Rínu frænku minni tryggð
þeirra og vináttu við tengda-
móður mína alla tíð og ekki sízt
eftir að hún varð ekkja og farin
að heilsu, svo og góðvild þeirra og
vináttu við okkur hjónin og
^börnin okkar.
Við sendum svo þér, elsku Rína,
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, svo og Ellu, Matta og
börnunum þeirra og erum hjá
ykkur i huganum í dag. Góðan
Guð biðjum við að blessa Ólaf um
alla eilífð, en gefa ykkur huggun
og styrk.
Einar.
Kristín Magnúsdóttir
Skógum — Minning
Fædd 12.2. 1887.
Dáin 7. 8. 1975.
I dag verður til moldar borin
frá Asólfsskálakirkju undir Eyja-
fjöllum Kristín Magnúsdóttir i
Skógum, sem um langt skeið var
húsmóðir í Vallnatúni i Eyja-
fjallasveit. Hún andaðist á Land-
spítalanum í Reykjavik eftir
skamma legu hinn 7. þ.m. Með
Kristinu er gengin gagnmerk
heiðurskona, sem gott og vert er
að minnast.
Kristín fæddist hinn 12. febr-
úar 1887 í Norður-
Búðarhólshjáleigu í Austur-
Landeyjum. Foreldrar hennar
voru Magnús Magnússon bóndi
þar, og kona hans Jóhanna Magn-
úsdóttir, bæði af traustum rang-
æskum ættum. Sem kornabarn
var Kristín tekin f fóstur af Jóni
Einarssyni, bónda á Yzta-Skála
undir Eyjafjöllum, og konu hans
Kristínu Björnsdóttur, og þar ólst
hún upp til fullorðinsaldurs. Árið
1908 fluttist hún með fósturfor-
eldrum sínum til Vestmannaeyja
og átti langst af heima í Hlaðbæ
til 1919, er leið hennar lá aftur til
Eyjafjalla. Svo sem nærri má
geta, vandist Kristín snemma
hvers kyns störfum eins og títt
var um börn og unglinga á fyrri
árum, enda starfsöm og tápmikil
frá fyrstu tið. Framan af ævi
vann hún mest á heimili fóstur-
foreldra sinna, en stundaði þó
ýmsa vinnu annars staðar eftir að
hún komst til fullorðinsára og
m.a. fór hún í kaupavinnu til
Austfjarða og í vist í Reykjavík.
Árið 1919 urðu þáttaskil í lífi
Kristínar, því að þá giftist hún
eftirlifandi manni sinum, Tómasi
Þórðarsyni frá Varmahlíð undir
Eyjafjöllum. Hófu þau hjónin
sama ár búskap i Vallnatúni í
Eyjafjallasveit og bjuggu þar
samfleytt til 1959 cða i 40 ár
í Vallnatúni vegnaði þeim vel,
enda hjónin samhent í bezta lagi,
dugmikil og úrræðagóð. Tómas
vann oft utan heimilisins við sjó-
sókn, smiðar og fleira, og hvíldi
t Eiginkona min BIRTA FRÓÐADÓTTIR, Dalsgarði. Mosfellssveit, lézt 9 þ m Jarðarförin hefur farið fram Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Jóhann Kr. Jónsson. t Dóttir mín, ÞÓRA GUOMUNDSDÓTTIR, Háaleitisbraut 46, andaðist 1 4 ágúst Kristín Vigfúsdóttir.
t Dóttir mín og móðir okkar, SJÖFN BJÖRNSDÓTTIR, lézt 1 3 þ m Björn Gislason, Bonnie Laufey Dupuis, Linda Lee Dupuis, Debora S. Dupuis. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður og tengdamóður, HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Barmahlið 35, Stefán Steingrimsson, Marta Þorleifsdóttir, Stefán Stefánsson, Guðmundur Hilmar Hákonarson, Maria Valdimarsdóttir.
t Þökkum innilega auðsýnda samúð viðandlát og jarðarför BRYNJÓLFS GUÐMUNDSSONAR, járnsmiðs, frá Miðdal, Selásbletti 22, Reykjavík Vandamenn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR frá Seli Holtum Kristin Ingimundadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
þá forsjá búsins mjög á Kristínu
og fórst henni það allt vel úr
hendi. Börn þeirra Vallnatúns-
hjóna urðu fjögur. Elztur var
Kristinn stálsmiður í Reykjavík,
þá Þórður, safnvörður í Skógum,
Þóra Sigríður starfsstúlka á Land-
spítalanum í Reykjavík, og Guð-
rún, húsmóðir í Skógum, gift
Magnúsi Tómassyni, smið, frá
Skarðshlið. Eru öll þau systkin
hið mesta dugnaðar- og myndar-
fólk.
Arið 1959 hættu þau Kristín og
Tómas búskap í Vallnatúni og
fluttust að Skógum, þar sem þau
áttu heimili ásamt börnum sínum
Þórði og Guðrúnu, en um það
leyti gerðist Þórður forstöðu-
maður Byggðasafnsins þar og
jafnframt kennari við Skóga-
skóla. 1 Skógum reisti fjölskyldan
frá Vallnatúni sér gott ibúðarhús
og eignaðist þar fagurt og friðsælt
heimili, þar sem öllum þótti gott
að koma.
Kristin Magnúsdóttir átti löng-
um við góða heilsu að búa og vann
I höndum eða las i bók fram undir
það síðasta. Hún var skynsöm
kona, margfróð, langminnug, víð-
lesin og viðræðugóð og alltaf gott
til hennar að leita. Síðustu ævi-
árjn naut hún góðs skjóls og að-
hlynningar á heimili Guðrúnar,
dóttur sinnar og manns hennar,
Magnúsar Tómassonar, umvafin
ást og umhyggju fjölskyldu
sinnar. Þá voru ættingjar og vinir
á nálægum slóðum og margir
lögðu leið sína til hennar og Tóm-
asar, enda var þar ætíð gestrisni
og góðvild að mæta.
Að Ieiðarlokum færi ég og fjöl-
skylda mín Kristínu Magnús-
dóttur hugheilar þakkir fyrir
ágætt nágrenni nú um langt
skeið. Við vitum að leiðin er orðin
löng og hvíldin kær. En við sökn-
um vinar í stað og minnumst
hennar með trega og virðingu,
Eftirlifandi eiginmanni hennar,
Tómasi Þórðarsyni, börnum
þeirra og vandafólki öllu, vottum
við dýpstu samúð okkar.
Blessuð sé minning Kristínar
Magnúsdóttur.
Jón R. Hjálmarsson
t
Sonur okkar og bróðir
LEIFUR
HRAFNSSON
lézt á landspítalanum 1 1. þ.m.
Jarðarförin hefur farið fram
Hrafn Harðarson
Anna SigrFSur Einarsdóttir
Hörn Hrafnsdóttir.