Alþýðublaðið - 13.09.1958, Page 5
Laugardagur 13. sept. 1&58
Alþýðublaðifl
5
Hver er Martínus?
DANSKl lífsspekingurinn
Martínus, sem kom hingað til
llands í fyrri viku, hefur nú
haldið þrjú erindi í bíósal Aust
urbæjarskólans í Reykjavík og
fflytur hið fjórða í næsíu viku.
Aðsókn að erindunum hefur
verið mjög mikil og eftir því
að dæma virðast Revkvíkingar
hafa mikinn áhuga á að kynn-
ast skoðunum hans. Sýnir hann
skuggamyndir til skýringar
máli sínu og erindi hans eru
þýdd jafnóðum á íslenzku.
Tíðindamaður b’aðsins hef-
ur gengið á vit Martinusar í
þeirri von að fræðast nokkuð
um lífsviðhorf og kenningar
þessa kunna manns, og var
hann fús til að svara nokkrum
spurningum og gera í stórum
dráttum grein fyrir boðskap
sínum.
Þetta er í briðja sinn, sem
Martinus kemur til íslands.
Hann kom hingað fju’st sumar-
ið 1952, aftur 1955 og nú heim
sækir hann ísland enn og kem.
Ur í boði nokkui’ra kunningja
sinna í Reykjavik.
Uppruni Martinusar er nær
ókunnur. Hann fæddist í józka
bænum Sindal, en misstí móð-
ur sína ellefu ára gamall og ólst
síðan upp hjá frændfólk; sínu.
Hann tók að starfa á skrifstofu
í mjólkurbúi, en fór að miklu
leyti á mis við skólamenntun.
Hann las biblíuna vel og vand-
3ega og frá þrítugsaldrí hefur
hann með öllu helgað sig and-
legum málum. Haii.n hefu.r skrif
að mikið ritverk, „Livets bog“
í sjö bindum og mun í ráði að
tvær bækur hans komi bráð-
lega út á íslenzku, en þæ:r hafa
þegar komið út á þýzku,
sænsku, esperanto og ensku og
skrifar Paul Brunton formála
fyrir ensku útgáfunni.
Martinus hefur að mestu
leyti starfað í Danmörku, en
iialdið fyrirlestra á hinum
Norðurlöndunum og fyrir fjór-
nm árum var honum boðið á al-
jþjóðlega trúmálaþingið í .Tap-
an, svo og til fyrirlestraferðar
til Indlands.
Að öðru leyti lifir hann og
starfar í Danmörku og í Kaup-
mannahöfn á hann samkomu-
!iús, þar sem hann flytur fyrir-
lestra allt frá septembermán-
uði á haustin fram i maímánuð
á vorin. Á Sjálandi á hann sum
Srbúðir, þar sem eru 50 lítil í-
búðarhús í fögru umhverfi. Þar
eru haldin námskeið á sumrin
©g þ=r hlýða lærisveinar hans á
fyrirlestra. Þorpið heitir „Kos.
snos Ferieby“ og Iandsvæðið
3iær yfir 40 hektara og Þar
dveliast einatt að sumarlagi
þrjú hundruð manns og hug-
leiða boðskap Martinusar.
— Hver er boðskapur hans?
,.Mig Iangar til að st.uðla að
þv{ að skapa frið í heiminum,“
svarar Martinus fyrstu spurn-
5ngu okkar. ,,Mig langar til að
leiðbeina fólki við leitina að
því. sem leiðir tii friðar og far-
sældnr í veröldinni."
' Eit.thvað á þessa leið komst
Martinus að orði og lagði á það
áherzlu, að hann hugsi sér
Jivorki að boða nýja trú né
síjórnmálastefnu, og langt í frá
áð hann hafi m.yndað sértr’úar-
flokk með áhangendum sinum.
Martmus kvaðst langa tii að
þjálpq fólki til að skilja lífið,
lilveruna og fyrst og fremst
bvert annað. Hann Ieggur á-
Jierzlu á þaðj sem hann kallar
Einsfaklingar og þjóðir slarfi saman
eins og iíffæri mannsins.
Martinus.
anclleg vísindi. Vísindin eflast
áhuga á rökréttum vísindum,
en ekki trú. Heimimnn hefur
breytzt frá dögum Krists og
Búdda og mennirnir hafa öði-
azt mikla reynslu. Þá reynslu
verðum við að hagnýta eins á
sviði andlegra vísinda og efnis-
vísinda. Við verðum að revna
að skilja rökrétt samhengi til-
verunnar og sjá í henni til-
gang. Ef við sjáum eitr.hvert
markmið með lífi okkar hér á
jörðu, þá eigum við hægar með
að breyta á þann veg að áfram
miði í átt að hinu þráða marki.
Ef við sjáum ekkert háleitt
markmið, ekki tilgang með lífi
okkar — hvers vegna þá allt
þetta strit?
,,Við lifum áfram,“ segir Mar
tinus, ,,og hverfum til meiri
þroska — lífið er stöðug bróun,
sem leiðir til fullkomnunar. Þó
að iíkaminn deyi, heldur lífið
áfram. Við erum stödd á miðju
þróunarstigi. Einstaklingarr.ir
eru innbyrðis ólíkir og misjain
skiljum tilgang tilverunnar,
breytist afstaða okkar ti^
þeir-ra, sem skammt eru á veg
komnir. Þeir eru eins og óþrosk
að, súrt epli. Viðhorf okkar til
glæpa og hegningar breytast í
þessu ljósi. Þeir, sem teija sig
lengra komna, verða vitaskuid
að verja sig gegn hættulegum
afbrotamönnum, en þeirn á ekkj
að hegna með margra ára ein-
veru í fangelsi. Þjóðfélaginu
ber að koma á fót uppeldisstofn
un, þar sem afbrotamenn —
þeir, sem ekki hafa náð nægum
þroska til að lifa í samfélagi
með öðrum mönnum — fá að
lifa sínu lífi og njóta Þess.
Fangabúðavist betrar ekki.
Þetta skilja þjóðirnar betur og
betur er tímar líða.
Með sjálfan tilgang lífsins í
huga, með ákveðið markmið að
leiðarijósi verður maðurinn
færari um að vega og velja.
Með fullkomnu valfrelsi mun
maðurinn ætíð geta kosið hið
bezta og unnið að því, sem gagn
legast reynist. Þannig mun áð-
ur en langt um líður — kann-
ske þrjú þúsund ár—- skapazt
hér á jörðu velferðarríkið lang-
þráða, sem allir stefna að.
Ég legg ekki dóm á aðra og
skipti mér ekki af einkalífi
fólks og ekki ætla ég að bianda
mér í landhelgisdeilu íslend-
inga og Breta, sagði Martmus,
en mér er þó ljóst, að þar ríkir
ekki réttlæti. Réttlætið leiðir
til einingar, en ranglætið til
á okkar dögum og fóik hefur | lega langt komnir. Þegar við ! sundrungar. Það getur ekki
In
memoriam
Bjarni Eiríksson
kaupmaður og útgerðamiadur.
BJARNI EIRÍKSSON, kaup-
maður og útgerðarmaður í Bol-
ungarvík, er borinn til moldar
í dag. Með honum er fallinn í
valinn merkur maður, semaliir,
er þekktu, minnast með hlýju
og söknuði.
Bjarni Eiríksson er fæddur
20. marz 1888 í Hlíð j Bæjar-
hreppi í Austur-Skaftafells-
sýslu. Foreldrar haiis voru þau
hjónin Eiríkur Jónsson bóndi
og Sigríður Bjarnadóttir frá
Viðfirði, systir dr. Björns
Bjarnasonar og þeirra systkina.
Bjarni stundaði fyrst nám við
Flensborgarskólann í Hafnar-
firði og varð gagníræðingur
þaðan árið 1907. Síðar hugði
hann á frekara nám og settist í
4. bekk Menntaskólans í
Reykjavík haustið 1908 og iauk
prófi úr honum vonð 1909, en
hvarf þá frá námi, einkum
vegna augnveiki. Naistu árin á
eftir stundaði Bjarni ýmist
kennslu eða verzlunarstörf í
heimahögum sínum, en fluttist
til ísafjarðar 1917 og þaðan til
Bolungarvíkur 1919. Fékkst
hann þar við verzlun.arstörf og
verkstjórn til ársins 1927, er
ILinar sameinuðu íslenzku
verzlanir, sem hann van.n hjá,
voru seldar. Setti Bjarni þá á
lággirnar eigið verzlunarfyrir-
tæki og hefur síðan stundað
kaupmennsku og útgerð í Bol-
ungarvík. Ýmis önnur störf
hlóðust á Bjarna. Hann annað-
ist t- d. afgreiðslu fyrir Skipa-
útgerð ríkisins og Eimskipafé-
lag íslands, var umboðsmaður
Brunahótaféiags íslands og átti
sætí í stjórn Sparisjóðs Bolung-
arvíkur. Þá var hann um skeið
í hreppsnefnd, sóknarneínd og
skólanefnd. Má af þessu yfirlrti
Bjarni Eii’íksson
marka, að Bjarni hafði
að snúast um dagana.
morgu
Eg minnist Bjarna frænda
míns Eiríkssonar allt frá árinu
1917, er hann fluttist til ísa-
fjarðar. Síðar dvaldist ég vetr-
arlangt á heimiii hans í Bol-
ungarvík, og á skólaárum mín-
um aðstoðaði ég hann sti ndum
við verzlun haus.
Bragur allur var með hinum
mestu ágætum á heimili Bjarna
Eiríkssonar, og þekki éjy vart
annan betri. Þar sveif yfir
vötnunum glaðværð og friður,
góðviid og alvara, allt í hæfi-
legri blöndu. Átti Bjarni í
þessu mikinn þátt, þótt ekki
vilji ég draga úr áhrifum
kvennanna, sem mótuðu anda
heimilisins, konu hans og
tengdamóður.
Bjarni Eiríksson var lágur
maður vexti, en hnellinn. Hann
var kvikur á íæti, flýtti sér
jafnan, enda hafði hann oít í
mörg horn að líta. Bjarni í Vík-
inni, eins og hann var kallaður
fyrir vestan, var sístarfandi
elju- og athafnamaður og setíi
meiri svip á Bolungarvík en
flestir aðrir. Hann hafði fast-
mótaðar skoðanir, en var frið-
semidarmaður og átti. ekk; í úti-
stöðum við fólk, enda var hann
með afbrigðum vinsæll. En
fleira stuðlaði að vinsældum
hans. Hann var frábæriega
bóngóður maður og hjáipsam-
ur. Ég minnsts þess, frá því ég
var aðstoðarmaður við verzlun
Bjarna, hve „reitakerlingun-
um“ og fanggæzlunum í Bol-
ungarvík var hlýtt til hans.
Þær beinlínis elskuðu hann,
enda vissu þær, að Bjarni
myndi á einhvprn hátt leysa
vandræði þeirra, ef að steðjuðu.
Og ósjaldan bar það við. Ég
hefi einni g margav persónuleg-
ar minningar um hjálpfýsi
Bjarna og höfðingslund. Hann
var nánasti frænai minn og
míns fólks á Vesturlandi, og
áttum við hauk í horni, þar
sem hann var-
Bjarni Eiríksson var greind-
ur maður, fróður og lesinn.
Nám gekk honum vel í skóia,
einkum stærðfræðinám. Hann
þótti mjög góður kennari, t. d.
heyrði ég Eystein Jónsson fjár-
málarráherra, eitt sinn minnast
kennslu hans með aðdáun og
virðingu.
Kona Bjarn'a Eiríkssonar,
frú Halldóra Bened'ktsdótUr,
ein af mætustu komim, er ég
þekki, lifir mann sinn. Þau
giftust 9. maí 1918 Frú Hall-
'dóra er dóttir Benedikts Guð-
niundssonar, hónda á Brekku-
bæ í Nesjum, og konu hans,
Kristínar GísladóUur, mikil-
hæfrar ágætiskonu. Þau Bjarni
og Halldóra hafa haft. jafn-
meira barnalán en önnur hjón,
er ég ekki. Þau eignuðust 5
syni, er allir lifa. Þeir eru þess-
Framhald á 4. síðu.
sigrað — jafnvel þótt stórveldi
beiti því smáþjóð.
Við viljum öl] breyta öðr-
um,“ segir Martinus, „en ætt-
um að bera meiri virðingu fy3’ír
annarra skoðunum. Þjóðirnar
hljóta að halda áfram á þeirri
braut, sem lagt var inn á með
stofnun Sameinuðu þjóðanna.
Einstaklingarnir og þjóðirnar
læri að starfá saman á saraa
hátt og líffærin í mannsiikam-
anum. Afnemum landamærin,
þá verður veröldin eitt ríki —
þá verður hvergi gjaldeyris-
skortur og hvergi barizt um
verðmætin — ef þau verða tek-
in til sameiginlegra nota- Vis-
indi mannsandans hafa sigrað
fjarlægðirnr, veróidin er orðin
miklu minni en áður og hún
verður ein hagsmunabeild og
ein andleg heild. Kaup og saia
hverfur og viðskipti í sinni
mynd. Maðurinn nýtur þess,
sem hann framleiðir og hvert
barn fær menntun við sitt hæfi
og allir eiga allt. Að jafnvægi
hnígur allt í heiminum eins og'
árnar að hafi. Á annan hátt get
ur ekki orðið friður. Valdið
getur ekki varað. í spenni-
treyju er ekki ’nægt að halda
þjóðum. Harðstjórn hveríur —
kjaramismunur hverfur — og
bölið hverfur úr heiminurn.
Sannleikurinn er eilífur - og
hans leitum við, Sannle'ksleit-
in er manninum æðsta leið til
að öðlast frið og lífshanaingju.
Takmark lífsins er að gera sann,
leikann að virkum þætti i starí
inu. Hann er að finna í kristi n-
dómi, í trúarbrögðunum, í hitg-
sjónastefnum stjórnmálanna.
Höfundarnir stefna, í innsta
eðli hugsjónastefnanna, að einu
og sama markmiði — flekklaus
um heimi.
Trúarhöfundarnir hafa verið
miskildir, kenningar þeirra
þarf að færa í nýtízkuleg foi’m
rsámræmi við reynslu manns-
ins og staðroyndir efnisvísihd-
anna. Kenningar Einstems
voru torskildar og engan skyMi
undra Þótt andleg vísindi væra
flóknari en efnisvísindin —’en
þau ei’u líka vísindi í höndum
nútímamannsins — en ekki
trúarlegs eðlis.
Éfnisvísindi mannsins voru
í eina.tíð frumstæð og andlegar
þroski mannsins var heldijr
ekki langt kominn í gam'Ja
daga. Á síðustu áratugum hafá
efnisvísindin tekið stórstígum
framförum og hin andlegu
hljóta að fylgja á eftir, verga
að fylgja á eftir, ef vel á að
fara. Manninum hefur miðað
fram á við bæði að góðleik og'
vitsmunum. En hann heimtár
rök. Trú er nútímamanninum
ekki nóg.
Martinus er hrífandi mælsk-
ur, dökk augu og hreyfingar
handa fylgja boðskap hans eft-
jr í hverri setningu að hætti
suðrænna prédikara — en þó er
hann hógvær.
Martinus setur fram heims-
mynd sína á dulspekilegan hátt
og gerir grein fyrir gerð al-
heimsins og ódauðleika, en,
leggur mikla áherzlu á rök. í
gærkvöldi talaði haiin u.rn
ríki kærleikans — hið full-
komna samfélag-
Hér hefur ekki verið lagt mat
á boðskap Martinusar eða út-
skýringar hans — aðeins laus-
lega sagt frá dagstur.darspjalli
við hinn dánska lífsspeking.
sem margir tala um þessa dag-
ana, í þeirri von að lesendur
verði nokkru nær eftir en áðúr
um svarið við spurniugunni, —>
hver hann er þessi Martinus.
, * — w. i