Morgunblaðið - 22.08.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 22.08.1975, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. AGÚST 1975 Sigurjón Pálsson Hjörtsbœ — Minning Fæddur 12. ágúst 1896. Dáinn 15. ágúst 1975. I dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Sigurjóns Pálssonar, en hann lést i Borgarspítalanum síðast liðinn föstudag, nýlega orð- inn 79 ára. Sigurjón fæddist í Hjörtsbæ í Keflavík og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum, Páli Magnússyni og Þuríði Nikulásdóttur, ásamt systkinum sínum þeim Sigríði, Sigurði, Magnúsi, Guðlaugu og Jóni sem nú eru öll látin. Sigur- jón fór ungur til sjós og stundaði sjó meðan hann bjó í foreldrahús- um, síðast á m.b. Huldu, sem hann og Magnús bróðir hans áttu sam- an. Sigurjón kvæntist 20. mai 1920 eftirlifandi konu sinni, Helgu Finnsd. Sifurfinnssonar og Ólafar Þórðardóttur, er ættuð voru und- an Eyjafjöllum. Þau bjuggu fyrstu árin ýmist í Vestmannaeyj- um eða Keflavík og stundaði Sigurjón þar alla almenna vinnu til sjós og lands. Árið 1930 flytur Sigurjón með fjölskyldu sína til Reykjavíkur, á þeim árum og allt fram til 1940 þóttist hver maður góður ef hann fékk að vinna og beindist öll verkalýðsbarátta þeirra ára fyrst og fremst að því að fá vinnu. Sigurjón skildi gildi þess að verkamenn stæðu saman og gekk strax í Dagsbrún og var þar ætíð dyggur félagi. Sigurjón vann nú öll almenn störf er til féllu í Reykjavlk, bæði á sjó og landi. Síðustu 25 árin var hann fastur starfsmaður hjá Grjótnámi Reykjavlkurborgar við vélgæslu. Sigurjón var kominn yfir sjö- tugt þegar hann fyrst eignaðist 'sína eigin Ibúð, að Ferjubakka 10, fram að því bjó hann með fjöl- skyldu sinni I ýmsum leiguíbúð- um I Reykjavík. Oft var þröngt á þingi, þegar börnin voru öll heima og Helga, konan hans, var með heila saumastofu I gangi, því hún er saumakona af Guðs náð og hefur aflað heimilinu lífsviður- væris með því, þegar annað var ekki að hafa. Sigurjón og Helga eignuðust 6 börn: Tvíburana Sigurjón Helga, en hann lést aðeins 17 ára gamall og var öllum harmdauði, og mun það sár aldrei hafa gróið I hjarta Sigurjóns. Finn, sem nú er bóka- vörður hjá Bókasafni Seltjarnar- ness, og dæturnar Hennýju Dag- ný, sem gift er Einari Þorsteins- syni hárskera, Ólöfu Ingibjörgu, sem gift er Helga Eiríkssyni aðal- bókara, Pálínu Þurlði, sem gift er Sigmundi R. Helgasyni skrifstofu- stjóra og Jóhönnu Kristínu, sem gift er Fróða Ellerup vélstjóra. Heima hjá Sigurjóni og Helgu fæddist einnig þeirra elsta barna- barn, dótturdóttirin Sigrún Dúfa, og átti þar heima fimm fyrstu æviár sín og alltaf sem ein af dætrunum. Fjölskyldan var Sigurjóni allt. Hann bjó I farsælu hjónabandi I rúm 55 ár og voru hann og Helga mjög samhent i því að gera heim- ili sitt hlýlegt og þótt húsakynni væru ekki alltaf mikil var alltaf nóg rúm fyrir gesti og sannast þar + Eiginmaður minn GUÐMUNDUR HRÓBJARTSSON frá Landlyst i Vestmannaeyjum. andaðist að heimili sinu. Hátúni 10 A miðvikudaginn 20 þ m Þórhildur Guðnadóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar og sonur, HARALDUR N. JAKOBSSON Hverfisgötu 32 B. sem andaðist 16. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugar- daginn 23. þ.m. kl. 10.30. f.h. Blóm afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hans láti góðgerðarstarfsemi njóta þess. Jónína Sísí Bender börnin og foreldrar. + Útför eiginmanns míns SIGURJÓNS PÁLSSONAR, frá Hjörtsbæ, Keflavík, Ferjubakka 10. verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 3. Helga Finnsdóttir. + Minningarathöfn um eiginmann minn, ^ SIGURÐ ÞÓRI ÁGÚSTSSON flugvirkja, verður haldin laugardaginn 23. þ.m. kl. 11 f.h. i Bústaðakirkju. Fyrir hönd vandamanna Oddrún Pálsdóttir. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför sonar míns, föður okkar og bróður BIRGIS EINARS SIGURÐSSONAR Petrína Jónsdóttir, Berglind Birgisdóttir, Kristln Birgisdóttir, Auður S. Barnes, Hlöðver Sigurðsson. hið fornkveðna, að nóg er hús- rými þar sem hjartarými er. Sigurjón fylgdist mjög vel með líðan barna sinna, barnabarna og annarra nákominna og var alltaf fyrsti maður á vettvang ef ein- hver slys eða veikindi hentu fjöl- skyldu hans, lá stundum við að ákafi hans væri broslegur, þá er hann kom beint úr grjótmulnings- vélinni heim til einhvers nákom- ins, sem hlotið hafði minni háttar meiðsl, en hann tók þetta allt al- varlega. Svona var Sigurjón. Góð- ur maður er genginn, maður, sem öllum þótti vænt um, er honum kynntust. Megi minning hans lifa. Loftur Baldvinsson. ir, til Keflavíkur eða bara ekið um bæinn, þá var oft glatt á hjalla, ýmist sungið eða sagt frá bæjum eða öðru, sem fyrir augu bar á leiðinni. Þá koma fram I hugann samverustundir um jól og aðrar stórhátlðir og þá ekki hvað slzt þann tíma, sem fjölskylda okkar bjó heima hjá afa og ömmu I Ferjubakka, það var ekki langur tími, en þeim mun ánægjulegri. Einnig eigum við systkinin ó- gleymanlegar endurminningar frá ferðalögum með honum I Dan- mörku, en þar var afi hrókur alls fagnaðar og naut þess að hafa okkur með sér. En hvað sem skoðað var og hvert sem farið var á erlendri grundu, þá var Islendingseðlið svo sterkt, að ekkert jafnaðist á við Island og það, sem íslenzkt var. Við þökkum forsjóninni fyrir það að hafa átt hann fyrir afa — hann var alla tíð svo góður okkur og reyndar öllum slnum barna- börnum og barnabarnabörnum, allur hugur hans var bundinn fjölskyldunni, ef einhver var veikur, þá var hann annaðhvort kominn á staðinn eða búinn að hringja, því hann vildi fylgjast með öllu — alltvar þetta hluti af hondum sjálfum. En nú er hann allur og ekki kemur hann oftar til dyra með sitt ljúfa bros — við söknum öll vinar I stað, en ekki hvað sizt yngsti dóttursonurinn, Helgi Kr., sem átti þvi láni að fagna að dveljast meira og minna hjá afa og ömmu síðast Iiðna vetur og naut þar um- hyggju þeirra beggja. Afi var trú- maður mikill, þótt hann/hefði ekki hátt um það, og margar voru bænirnar, sem hann bað fyrir okkur systkinunum og öllu sínu fólki. Hafi hann þökk fyrir þetta allt. Sigurjón afi fæddist I Keflavík 12. ágúst 1896, sonur hjónanna Þuríðar Nikulásdóttur og Páls Magnússonar, útvegsbónda frá Hjörtsbæ i Keflavík. Bræður hans voru Magnús og Jón og systirin Guðlaug, sem öll bjuggu I Kefla- vík og eru nú látin. Þau voru alsystkin. Börn Þuríðar frá fyrra hjónabandi voru Sigríður og Sig- urður Guðnason, sem einnig eru látin. Afi og amma, Helga Finnsdótt- ir, giftu sig 20. maí 1920 og eign- uðust 6 börn. Elztir voru Finnur og Sigurjón Helgi, en hann lézt 1937. Þá koma systurnar Henný, Ölöf, Pálína og Jóhanna. Framan af ævinni stundaði afi sjómennsku bæði I Keflavík, Vestmannaeyjum og víðar. Eftir 1930 bjó hann I Reykjavik og stundaði almenna verkamanna- vinnu, lengst af hjá Grjótnámi Reykjavíkurborgar, sem vél- gæzlumaður. Trú á eigin dug og dáð, drengskap, vit og bjargarráð, trú á íslands tign og auð, trú á meir en þrældómsbrauð (M. Joch.) Með þessum Ijóðlínum kveðjum við afa hinzta sinni. F.H. okkar systkinanna Ingibjörg Sigmundsdóttir. Kveðja frá dótturbörnum. I dag er til moldar borinn Sigur- jón Pálsson frá Hjörtsbæ I Kefla- vlk, F. 1.2. ágúst 1896 — D. 15. ágúst 1975. Þú ert fallinn. Það mun sagt, þú hafir staðið fyrstu vakt, þú hafir fyrstu þolað hríð, þú hafir byrjað nýja tið. (M.Joch.) Það er erfitt að átta sig á því, að afi okkar, Sigurjón Pálsson, sé fallinn frá, svo hraustur var hann alla tíð, en eigi má sköpum renna. Nú á kveðjustundu koma fram I hugann ljúfar minningar um hann frá ánægjulegum samveru- stundum bæði heima hjá afa og ömmu og á heimili okkar. Við gleymum aldrei hlýja hand- takinu hans eða gleðiglampanum I augum hans, þegar farið var I helgarferðir ýmist austur I sveit- + Konan mín og fósturmóðir GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR Drápuhlið 4, Reykjavík andaðist á Landakotsspítala 20 þ.m. Þorvaldur Jóhannesson Haukur Gunnarsson. + Þökkum hjartanlega alla vináttu og samúð, sem okkur var sýnd við andlát og útför GEIRS VIGFÚSSONAR, bónda, Hallanda, Hraungerðishreppi. Margrát Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORBJÖRNSJÓNSSONAR, Skipasundi 42. Börn, tengdasynir og barna- börn. Sjöfn Björnsdótt- ir — Minning Mig langar til að minnast með örfáum orðum vinkonu minnar, Sjafnar Björnsdóttur, sem borin er til moldar I dag. Hún fæddist I Reykjavík 30. nóvember 1933. Foreldrar hennar voru Björn Gislason, bilstjóri, og Laufey Bjarnadóttir, sem lézt fyrir nokkrum árum. Sjöfn var ein af fjórum dætrum þeirra mætu hjóna. Kynni okkar Sjafnar hófust þegar við vorum sjö ára gamlar og byrjuðum fyrstu skólagönguna I Landakotsskólanum. Þar sátum við saman ásamt annarri vinkonu, urðum samferða I skólann og Iék- um okkur saman I fristundum. Einnig áttum við sama fermingar- dag og síðar sama giftingardag. Mér . er minnisstæður dagur nokkru fyrir fermingardaginn að við fórum saman þrjár stöllurnar i bæinn til að kaupa fermingar- gjafirnar. Ekki var nú hugmynda- flugið mikið, því eins hlut keypt- um við handa hver annarri. Sjöfn var ljúf stúlka og umtals- góð og alltaf tilbúin að rétta hlut þess sem lægra hlut beið I lífsbar- áttunni. Leiðir okkar skildu er Sjöfn giftist eiginmanni síðun, William Dupuis 4. apríl 1953 og fluttist með honum til Bandaríkjanna. Leiðir þeirra skildu. Þau eígnuð- ust þrjár dætur, Bonnie, Debbie og Lindu, sem allar komu með móður sinni til tslands eftir að hún fluttist aftur heim. Sjöfn átti við vanheilsu að stríða siðastliðin ár. Lífið var ekki dans á rósum fyrir Sjöfn alla tíð. I dag þegar ég kveð æskuvin- konu langar mig til að þakka sam- verustundir okkar um leið og ég bið Guð að styrkja föður hennar, dætur, barnabörn og systur. Hvíl þú I friði. Stella Ólafsdóttir. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvers vegna nota prestar orðalagið „fullt hjálpræði"? Finnst yður þetta ekki gamaldags? Biblían segir: „Fyrir því getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð.“ (Hebreabréfið 7,25) Ég er fyrir mitt leyti ófeiminn að nota þetta orðalag, „fullt hjálpræði“, sem kallað er gamal- dags. Guð vill aldrei gera neitt til hálfs. Ég vil ekki vera hálf-frelsaður. Ef þér væruð vélvirki, yrðuð þér móðgaður, ef þér væruð kallaður hálf- ur vélvirki. Ég vil vera eitthvað algjörlega, og ef ég ætla að vera kristinn, þá vil ég vera sannkrist- inn. Ef ég ætla fyrir náð Guðs að iðka trúna, þá vil ég, að það sé algjör trú, ósvikin, ekta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.