Alþýðublaðið - 10.11.1930, Side 3
AEPVÐOBLAÐIÐ
8
I
Beztu fyrknesku cigaretturna í 20 stk. pökkum,
sem kosta kr. 1,25, eru:
Statesman.
Turkish Westmiimster
Gigarettiar.
A. V. I hverjum pakka eru samskonar fallegar
landslagsmyndlr og f Commander-cigarettupSkkum
Fást i ollsmi verzlmanm.
um bæinn, og vildi hann þá
skifta a&kormisjúklingum milli sín
og héraðslæknis.
Nefndin klofnaÖi og komufram
tvö frumvörp til regiugerðar, sem
að engu voru höfð, sökum úlfú'ð-
ar og ósamkomulags. Þótti þegar
horfa til óheilla í máliinu og
þorðu íhaldsmenn enga fasta á-
kvörðun að taka i því, sökum of-
rikis Koika og frekju innan
flokksins annars vegar, en al-
mennra vinsælda héraðslæknisins
hins vegar. Var því látið :svo búið
standa, engin reglugerð samþykt,
en héraðsUeknir látinn annast um-
sjón með sjúkrahúsinú framvegis
eins og verið hafði Hefir hann
gegnt þeim starfa fyrir bæjar-
búa algerlega endurgjaldslaust og
fariist prýðilega, svo að jafnvel
Páll Kolka hefir ekkert haft út
á það að setja svo kunnugt sé.
Við sérstakt tækifæri í fyrra
fékk svo Kolka sina menn í bæj-
arstjóminni txl að samþykkja til-
lö-gu þess efnis, að ráðinn skyldi
sérstakur læknir við sjúkrahúsið,
hæfur skurðlæknir, sem jafnframt
kynni að taka Röntgenmyndir og
þýða þær. Smellir hann þessum
fleyg inn til þess að koma sér
inn á kostnað héraðslæknis, þvi
maðurinn er sérlega sjálfliælinn,
telur sennilega engan fullhæfan
skurðlækni nema sjálfan sig, en
ekki mymdi héraðslæknirinn telja
sér slíka aðferð samboðjia.
Siðan er lækniisstaðan við
sjúiyahúsiö auglýst laus til um-
sóknar.
AÖ eims Kolka eínn sótti um
stöðiuina. Héraðslæknir sótti ekki
um hana vegna þess, aö hann tel-
ur framkomu ráðandi bæjar-
(stjórnar í sjúkrahússmálinu ranga
og óverðskuldaða í siun garð og
aðkomusjúklinga. Kýs hann held-
ur, sem vomlegt er, ef bæjarstjórn
hverfur ekki frá þessu óráði, að
setja upp sjúkrastofur í ihúsi sínu
og taka þar viö aökomusjúkJing-
urn þeim, er hams leirta. Héraðs-
lækniir mun einnig hafa fengið yf-
klýsingu frá Guðmundi Thorodd-
sen skurðlækni í Reykjavík og
stjóm Læknafélags íslands um,
að hún og Thoroddsen telji hann
í alla staði vel hæfan ti-1 að vera
sjúkTahússlækm nú eins og hing-
að til.
Það er sem sagt ætlun héraðs-
læknis að koma uþþ sjúkrahúsi,
svo að hann geti framvegis óá-
reittur stundað aðkomusjúklinga
útlenda sem innlenda, sean til
hans leirta, enda befir hann til
þess öll skilyrði, bæði hús, þar
„sem hann á stórt og vandað hús,
og aðstoð annars læknis fyrir
hendi, að Kolka sleptum, ef á
þarf að halda.
Hefir héraðslæknir fengið ský-
laust xunboð frá ræðismanni
Norðmanna og Frakka hér, Breta
og Þjóðverja, mn að annast um
læknishjálp sjómanna þessara
þjóða, sem til Eyja leita og hans
hjálpar æs'kjá.
Ekki er þvi annað sýnna en að
héraðslæknir muni annast lækn-
ingu allra útlendra sjúklinga
framvegis edns og hingað til, og
að laun Páls Kolka verði því að
eins þessar 1000 krónui’, sem
hnnn fær fyrir sjúkrahússumsjón-
ina, er héraðsJæknir annaðist áð-
ur endurgjaldslaust, svo sem áð-
ur er tekið fram.
En hverju tapar þá bæjarfélag-
ið við þetta? í fyrsta lagi þeim
1000 krónum, sem Kolka eru
veittar. I öðru lagi þeim 25 þús-
undum eða þar um bál, sem
sjúkrahúsúð hefir undanfarið haft
í óbeinar tekjur af útlendum
sjúklingum. I þriðja lagi verður
ekki metinn til peninga sá skaði,
sem nú er skeður, að héraðslækn-
inum er bægt frá að vinna áfram
í bróðurlegri siamvinnu að heil-
hrigðismálmn Eyjanna, og í
fjórða lagi sá álitshnekkir, sem
Eyjabúar hljóta að bíða við aö
láta það viðgangast, að nokkur
bæjarfulltrúi noti aðstöðu sina í
bæjarstjóminni til að skapa ó-
þarfa-embætti í bænum handa
sjálfum sér til stórkostlegs fjár-
hagslegs tjóns fyrir bæjarfélagið,
en einungis sjálfum sér til hags-
bóta. K.
AívmnuskorínríM í Mzfea-
landi.
Lundúnum (UP.), 8. nóv. FB.
Frá Berlín er simað: 1 lok októ-
bermánaðar voru 3 253 000 menn
atvinnulausir í Þýzkalandi. Aukn-
in.gin á hálfum mánuði er 136 000.
136 000.
Nýkomið:
Silkisokkar.
ísgarnssokkar.
Uilarsokkar.
Bómnllarsokkar
fyiirböm og fullorðna í mjög fjölbreyttu úrvali oglnýtízku lituín.
JagnaðarmannaSélaq íslands.
Kosnlngafondnr
verður haldinn annað kvöld, þriðjudaginn 11. nóv., kl. 81/® i alþýðu-
húsinu Iðnó uppi.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Skipulag alþýðusamtakanna („óháð“ verklýðssaroband).
3. Kosning fulltrúa á sambandsþing.
Félagar eru beðnir að fjölmenna vel og mæta stundvíslega.
St|órnin.
Lannadeilan Ðízfea.
Lundúmnn (UP.), 8. nóv. FB.
Frá Berlín er símað: Nýr úr-
skurður er fallinn í málmiðnað-
ardeilunni. Sama launalækkun er
úrskurðuð, en lækkunin verður
ekki öll í einu, heldur stig af
stigi.
%UIUUI SUfiðS.lf &fíUB.BÍ} "IBgg
FUKOÍf
FUNDIRNa^Tll
FRAMTÍÐIN 173 í kvöld. Finsk
saga: „Offrið“, kvæði: „Frið-
riksmár o. fl. Inntaka. Félagar
fjölmenni.
fullur af fordómtun. — Anna'ð-
erindi flytur hún í kvöld kl. 1% .
í Nýja Bíó. Það verðux um
Krishnamurti.
HjónaefnL
í gær opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Sigurósk Guðbjartsdóttír,
Frakkastig 13, og Þorvaldur
Brynjólfsson járnsmiður, íngólfs-
strætí 21.
Jafnaðarmannafélag Íslands
heldur fund annað kvöld kl.
8y2 í alþýðuhúsinu Iðnó uppi.
Rætt verður um hið svonefnda
^óháða" verklýðssamband og
kosnir verða fulltrúar á sam-
bandsþing. Félagar fastlega beðn-
ir að mæta vel og stundvislega.
Næturlæirnir
er í nótt Daniel Fjeldsted,
Skjaldbreið, i|,ími 272.
Fyrirlestui’
frú Aðaibjargar Sigur'öardöttur
í gær um gamla og nýja tímann
var skemtilegt erindi og lýsingar
margar hrnar snjöllustu. Lýsti
hún einkum mismuninum á tíð-
arandanum nú og í æsku þeirra,
sem orðniir eru miðaldra, og rakti
orsakir þess mismunar eins og
]>ær koma henni fyrir sjónir.
Hvatti hún menn til að gera sér
skiljanlegt, að ytri aðistæður
hljóta að hafa áhrif á skoðanir
troanna, og hvers vegnci unga
kynslóðin hugsar á annan veg en
hiin eldri. Jafnframt hvatti hún
tíi aukinnar samúðar, einltum
aldraða fólksins með hinu yngra.
Bentí hún á, að sá einn getur
leiðbeint æskunni, svo að gagni
verði, sem skilur hana og er ekki
F. U. J.
heldur fiínd á miðvikudags-
kvöldið kemur í Kaupþiugssaln-
um.
Theódór Friðriksson
rithöfundur er staddur hér í
Reykjavík.
Fiugið.
„Veiðibjallan" flaug nokkur
hringflug hér í gær. Einnig flaug
hún til Akraness, en gat ekki lent
þar sökum brions. Hún ætlaði að
fljúga aftur þangað í dag.
Hlutavelta verkakvennaféle gsins
í Hafnarfirði.
Happdrætti voru á hlutaveltu
þeirri, er verkakvennafélagið
„Framtíðin" í Hafnarfirði hélt í
gær. Hefir verið dregið um þa«
og komu upp þessi nr.: Körfu-
stólarnir nr. 400 og 563. Nr. 400
fékk Jóhanna Guðlaugsdóttir.