Morgunblaðið - 14.10.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.10.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKT0BER 1975 JHfltipjwM&foiífr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavrk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 40,00 kr. eintakið. Frumvarp til fjár- laga fyrir árið 1976 var Iagt fram á Alþingi í gær. Þessa frumvarps hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Megin- ástæðan er sú, að viður- eignin við verðbólguna hefur ekki gengið ýkja vel á þessu ári og ljóst, að for- senda betri árangurs á næsta ári er sú, að ríkis- stjórninni takist að setja mjög sterkar hömlur á út- gjaldaauka ríkissjóðs, jafnhliða því að strangar skorður verði settar við út- lánaaukningu fjárfest- ingarlánasjóðanna. Það er fyrst og fremst í þessu ljósi, sem fjárlagafrum- varpið, hið fyrsta raun- verulega fjárlagafrumvarp núverandi ríkisstjórnar og Matthíasar Á. Mathiesen fjármálaráðherra, verður skoðað og dómar felldir um það. Því má bæta við að líta verður á þetta fjárlaga- frumvarp og afgreiðslu þess á Alþingi nú fyrir jól, sem úrslitaþátt í viðureign ríkisstjórnarinnar við verðbólguna. Annað hvort tekst að setja þessar bremsur á nú eða ekki. Með þennan bakgrunn í huga sýnir fjárlagafrum- varp það sem lagt var fram í gær, að ríkisstjórninni er ljós þýðing þess að ná tök- um á ríkisfjármálunum á næsta ári. Telja má víst, að verðbólgan muni í ár nema um 48—50% en þrátt fyrir það hækka útgjöld fjár- lagafrumvarpsins ekki nema um 21.5%. Þessar tölur sýna, að með fjárlaga- frumvarpinu er stefnt að mjög róttækum niður- skurði ríkisútgjalda, bæði rekstrarútgjöldum ríkis- sjóðs og framlögum til framkvæmda, og veltur þá á miklu, að þessi niður- skurður takist í raun og veru. í fjárlagafrumvarpinu boðar ríkisstjórnin, að hún muni leita almennrar laga- heimildar til að lækka lög- boðin fjárframlög um 5% og mun verða lagt fram sérstakt frumvarp um það efni. Er hugmyndin, að þessi skerðing taki til allra lögbundinna framlaga ann- arra en hreinna markaðra tekjustofna, og lækkun á útgjöldum vegna þessarar ráðstöfunar verði um 300 milljónir króna. En i heild sinni stefnir fjárlagafrum- varpið að niðurfærslu út- gjalda um 4700 milljónir króna. Til þess að ná þvi marki er gert ráð fyrir breyting- um á lögum um almanna- tryggingar, bæði lífeyris- tryggingum og sjúkra- tryggingum og að dregið verði úr útgjaldaauka trygginganna á næsta ári um 2000 milljónir króna. í því skyni er unnið að til- lögugerð á vegum viðkom- andi ráðuneyta og má gera ráð fyrir því, að frumvarp um þessar breytingar verði lagt fram á Alþingi, áður en fjárlögin verða afgreidd fyrir jól. Þá er gert ráð fyrir að minka niður- greiðslur búvöruverðs um rúmlega 25% og sparast með því um 1425 milljónir króna, sem leiða mundi til 10—11 stiga hækkunar á framfærsluvísitölu. Til þess hins vegar að koma í veg fyrir þá hækkun vísi- tölunnar verður 12% vöru- gjaldið, sem lagt var á í sumar og gildir til áramóta, afnumið en það þurrkar út þessa hækkun framfærslu- vísitölunnar en hefur þó í för með sér mun víðtækari áhrif til verðlækkunar en fram kemur í vísitölunni, því að þessi ráðstöfun ein minnkar útgjöld skatt- borgara um 4000 milljónir króna á ársgrundvelli. Ennfremur er stefnt að því að halda útflutningsupp- bótum á útfluttar land- búnaðarafurðir í skef jum á næsta ári og í fjárlaga frumvarpinu er gert ráð fyrir svipaðri fjárhæð til þessa þáttar og verður í ár, en ef miða ætti við hámark verðtryggingar þyrfti að auka fjárveitinguna um 870 milljónir króna og FJARLAGAFRUMVARPIÐ OG VERÐBÓLGAN nemur því niðurskurður- inn á þessum lið þeirri f jár- hæð. Heildarútgjöld fjárlaga- frumvarpsins nema rúm- lega 57 milljörðum króna og er það sem fyrr segir 21,5% hækkun frá fjárlög- um yfirstandandi árs. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra hækkuðu fjárlög- in um 60,6% milli ára og er þetta minnsta hækkun í 6 ár. Það er alkunna, að fjár- lagafrumvarpið hækkar jafnan mjög mikið í með- förum Alþingis. Þingmenn hafa mörg áhugamál, sem þeir vilja koma á framfæri. Vafalaust er mesta hættan fólgin í því, að þingmenn standist ekki þær freist- ingar að knýja fram aukin fjárframlög til ýmissa þarfra málefna, bæði fram- kvæmda og annarra þarfa. En nú reynir á ábyrgðartil- finningu þingmanna. Ríkisstjórnin hefur sýnt vilja sinn í verki. Hún hef- ur sýnt, að hún vill taka eindregna forystu í barátt- unni við verðbólguna og á næstu vikum og mánuðum verður það hlutverk alþingismanna að standast freistingar sínar og ganga þannig frá fjárlagafrum- varpinu, að ekki verði í nokkru hvikað frá því marki og þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið með þessu frumvarpi. eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR SKÓLINN leggur verknám og bóknám að jöfnu, var haft eftir skólastjóra hins nýja Fjöl- brautaskóla í Breiðholti við skólasetningu um daginn. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvílík bylting þessi skóli er á íslandi og hver tímamót hann markar — ef við eigum þá ekki eftir að útvatna hugmyndina í eftirleiknum. Okkur hættir nefnilega stund- urn til að byrja með skínandi hugmyndir og enda svo með demant í ryðgaðrr járnumgerð, þegar farið er að slá af kröfun- um og missa sjónar af kjarnan- um. Það eru kannski draumórar, en ég geri mér vonir um að þarna séum við að stíga fyrsta sporið til breytts hugsunarhátt- ar, ekki bara í skólamálum, heldur öllu fremur í islenzku þjóðlífi. Þarna sé verið að sneiða ofan af ofdekrinu við eina tegund af menntun, stúdentsmenntunina, og lyfta matinu á fræðslu og þekkingu á öllum öðrum sviðum. Einhvern tíma sagði Sigurður Nordal sögu af tveimur mönnum, til að benda á hvernig færi ef ofstæki og einstefna væru ríkjandi hvorn veginn sem er. Annar maðurinn gekk um háleitur og glápti upp í loftið og varð skýja- glópur. Hinn horfði stöðugt nið- ur fyrir tærnar á sér og varð að grasasna. Og einstefna hefur fram á þennan dag verið æði rík í þankagangi okkar í menntamálum. Að ganga menntaveginn hefur lengi verið í vitund okkar það eitt að fara í menntaskóla og helzt háskóla. Þeir sem ekki komust þangað fengu enga menntun, sbr. frásögnina af Stephani G. Stephanssyni, sem faldi sig og grét, þegar hann sá skólapilta ríða suður og hann sat eftir. Hann vissi að þarmeð voru hans menntunarmöguleik- ar úr sögunni. Ömæld virðing var borin fyrir stúdentunum. Eftirsóknarverðast var að hljóta það hnoss að verða Hafnarstúdent. Sama hver af- rekin urðu í Kaupmannahöfn, þó þau væru jafnvel mest við drykkju. Ómæld þrælavinna var hlutskipti þeirra, sem eftir sátu. Böl, sem guð lagði á þá, og varð að bera og leysa af hendi án nokkurrar fræðslu. Þrátt fyrir breytta tíma og stóraukin tækifæri hefur sami hugsunarháttur verið mjög ríkjandi. Menntaskólanámið eitt er menntun. Foreldra dreymir um að afkvæmið gangi menntaveginn. Allir sem geta eitthvað lært, eiga að feta þá braut, en aðrir geta þá farið í eitthvað verklegt, eins og það er stundum orðað. Þannig rembast allir, sem vettlingi geta valdið, við að komast í gegn um menntaskóla — eða a.m.k. að gera þar skólann sinn að menntaskóla — með þeim afleiðingum að námsárangur stúdenta fer niður á við, eins og nýlega hefur komið fram í við- ræðum við rektora menntaskól- anna. Og háskólarektor talar um að hugsanlega þurfi að setja þar inntökupróf. Spakur maður sagði einhvern tíma, að sú þjóð, sem ekki menntaði sína pípu- lagningamenn af því að það þætti ófint, en sendi alla í heim- spekinám af því það væri fínt, sæti óhjákvæmilega uppi með vonda pípulagningamenn og slæma heimspekinga. Líklega er mikið til í því. Með okkar hefðbundna stúdentadekri fá- um við sjálfsagt verri mennta- menn og líka verri verkamenn en efni standa til. Ekki þykir einu sinni taka því hér að vera að læra nokkuð til undir- búnings margs konar verkum. Jafnvel þótt menn beri svo ábyrgð á dýrum tækjum og jafnvel fólki. Iðjunám hefur ekki einu sinni verið boðið upp á og ekki ætlast til að verk- smiðjufólk læri neitt. Enginn unglingur lét sér heldur detta í hug að velja iðjubraut, þegar upp á var boðið I nýja fjöl- brautaskólanum. I fjölbrautaskólahugmynd- inni sýnist mér loks kominn lausnarsteinninn, ef við glutr- um honum þá ekki niður. Þar eiga allir að nema hlið við hlið, og allar greinar lagðar að jöfnu. Þar eru undir sama þaki í sama skóla þeir, sem eru á mennta- skólasviði, f iðnfræðslu, I þjálf- un til verzlunar og skrifstofu- starfa, I handmennt og list- námi, hússtjórn, sjúkraþjálfun eða heilsugæzlunámi, sjó- mennskunámi og íþróttanámi. Allir eru að keppa að réttindum á sínu sviði og eiga að geta flutt sig á milli brauta, ef þeir sjá sig um hönd. Enda hafi þeir að vissu marki sameiginlegan þekkingarforða. Það ætti að hrista nemendur saman og úr þeim hroka eða minnimáttar- kennd gagnvart hverjum öðr- um. Bæði þar og þegar út í lífið er komið. Ekkert nám lokast, þannig að iðnmenntaóir nem- endur eiga alveg eins vel að geta bætt við sig og fengið rétt- indi til háskólanáms, eins og þeir sem eru á tungumálabraut, eðlisfræðibraut eða náttúru- fræðibraut á menntaskólasvið- inu. Þannig er einni grein ekki gert hærra undir höfði en ann- arri. Ætti það að gera þessa tegund af skóla sérstæða. Hún verður af allt öðrum toga en þær menntastofnanir, sem þró- ast hafa hér og eru byggðar á gömlum forsendum, frá þeim tíma sem ekki var um aðra menntun að ræða en þá að búa menn undir embættispróf og raunar ekki annað virt í þjóðfé- laginu. Sé það nú rétt, að þarna sé Iausnarsteinninn fundinn til að leysa okkur undan þessari vit- leysu, þá megum við ekki glutra honum niður. Því bólar á nokkrum ótta um að svo kunni að fara, að ég hefi heyrt menn tala um allt annað skólafyrir- komulag sem fjölbrautaskóla. Þar er verið að fjalla um að- skilda fagskóla, sem settir eru niður á mismunandi stöðum eða skóla, sem ekki eru nægi- lega stórir til að geta rúmað jafn margar námsbrautir og nauðsynlegar eru. Fjölbrauta- skóli, sem breytir þeim hinum gamla menntamannahugsunar- hætti, verður að rúma flestar aðrar greinar við hlið mennta- skólabrautanna, gera þeim jafnt undir höfði og vera nógu stór til að nemendur geti flutt sig á milli. Allir verða að vera undir sama þaki, svo að þeir hafi þá tilfinningu að vera í einum og sama skólanum. Þeir verða að sitja við sama borð og hafa sama kjarnanám. Ungling- arnir nema sem sagt hlið við hlið, hvort sem þeir ætla I fisk- vinnu eða embætti, verzlunar- störf eða hússtjórnarfræði. Margir munu sjálfsagt segja að svona skólar geti aðeins starfað á þéttbýlissvæðum, sem er auðvitað rétt. En sérskólar eru líka góðir, þó önnur tegund sé. Ég er ekki í minnsta vafa um að við finnum rétt form á fræðslunni, sem öllum stærðum af sveitarfélögum hentar, ef við höfum fundið hið rétta viðhorf og vitum eftir hverju við erum að sækjast. Sá sem enga höfn hefur, getur ekki fengið hag- stæðan vind. En sé ljóst hvert stefnir, fæst leiði fyrr eða seinna. Varla getur sakað þó meiri hluti þjóðarinnar reyni fyrst á þennan hátt að feta sig út úr menntahrokakerfinu. Það hlýtur að smita út frá sér og hafa áhrif á viðhorf þjóðarinn- ar í heild. Aðalatriðið sýnist mér vera að einblína á þann kjarna að öll störf I þjóðfélag- inu séu jafn mikilvæg og krefj- ist góðrar menntunar. Með því móti fáum við bæði góða pípu- Íagníngamenn og góða heim- spekinga, svo vikið sé að tilvitn- uninni hér fyrir ofan. Minna má á, að fjölbrauta- skólakerfið hefur lengi verið í undirbúningi og verið aðlagað að íslenzkum aðstæðum af reyndum skólamönnum, sem lengi hafa kennt hér og lagt' lífsstarf sitt í menntakerfið, fyrst Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóri, þá Jóhann Hann- esson, fyrrv. skólameistari og nú síðast hafa þeir Jónas B. Jónsson, fyrrv. fræðslustjóri, og Guðmundur Sveinsson skólastjóri lagt hönd að mótun þessa fyrsta fjölbrautaskóla I Reykjavík. P.s. Sem ég barst á gáru fram Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.