Morgunblaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
240. tbl. 62. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
11 % aukning
tekna USA
Washington, Bonn,
20. október.
AP. Reuter. NTB.
ÞJÓÐARTEKJUR Bandaríkja-
manna jukust um 11.2% á árs-
grundvelli f jólf, ágúst og septem-
ber að sögn bandarfska viðskipta-
ráðuneytisins í dag. Þetta er
mesta aukning, sem orðið hefur f
20 ár.
Tölurnar virðast sýna, að bat-
inn í bandarfsku efnahagslífi
standi traustum fótum, en hag-
fræðingar hafa varað við þvf að
þess sé ekki að vænta að svona
mikil aukning haldist til lang-
frama.
1 Bonn skýrðu fimm helztu hag-
fræðistofnanir Vestur-
Þýzkalands frá því f dag, að
ástandið í efnahagsmálum
landsins væri orðið eins slæmt og
það gæti orðið og að möguleikar
væru á bata ef launakröfum væri
haldið niðri.
Þó eru stofnanirnar ekki bjart-
sýnar á varanlegan bata í skýrsl-
um sem þær sendu frá sér í dag.
Þær segja að forsendan séu aukn-
ar fjárfestingar og að þeim sé
aðeins hægt að koma til leiðar
með frystingu launa.
Þær telja að hagvöxtur í
iðnaðarrikjum á næsta ári verði
um 4.5% að meðaltali miðað við
2.5% áætlaða minnkun þjóðar-
tekna á þessu ári.
Eftirspurn eftir vörum og
þjónustu mun aukast í æ fleiri
Uramhald á bls. 39
MEHÍflVHAPOflHOE CíMUAHHE CAXAPO
KOnEHrAEEH
Sænskir sjómenn:
Fordæma síldveiðar
íslendinga í Norðursjó
Frá Pétri J. Eiríkssyni fréttaritara Mbl. f
Gautaborg.
ÁRSFUNDUR samtaka sjómanna
á vesturströnd Svíþjóðar, sem
haldinn var nú um helgina, hefur
krafizt þess af sænsku rfkisstjórn-
inni, að hún mótmæli harðlega
sfldveiðum tslendinga f Norður-
sjó. „Við eigum ekki nægilega
sterk orð til að fordæma aðgerðir
fslenzku rfkisstjórnarinnar og at-
hafnir fslenzkra sjómanna,“ sagði
Georg Aberg, formaður samtak-
anna, en hann er jafnframt þing-
maður, f ræðu á fundinum.
25% hækkun
á skinnum
Ósló, 20. október.
UM 121.000 dökk minnkaskinn
voru boðin til sölu á uppboð-
um f Ósló um helgina. Salan
fór fram úr öllum vonum og
staðfesti að markaðurinn er á
uppleið að sögn uppboðshald-
ara.
Verðið hækkaði um 25%
miðað við verð á heimsmark-
aði í maí og júnf. Mjög hörð
samkeppni var um skinnin.
Fjörutfu af hundraði seldust
til Vestur-Þýzkalands, 25% til
Bandarfkjanna og afgangur-
inn til annarra landa.
„Um leið og íslendingar færa
einhliða út fiskveiðilögsögu sfna f
200 mílur til að geta haft þau mið
fyrir sig sjálfa stunda á milli 50
og 70' Islenzk skip rányrkju á síld
á Skagerak og í Norðursjó og selja
hana svo undir lágmarksverði í
Danmörku," sagði Áberg.
Hann sagði vera dæmi um það,
að íslenzk skip hefðu veitt sfld allt
upp að strönd Bohusléns og
undirboðið svo skandínavíska
sjómenn.
Fundurinn, sem haldinn var f
Smögen, tók undir þessi orð
Abergs og samþykkti að fordæma
útfærsluna í 200 mílur og sfld-
veiðar Islendinga í Norðursjó.
Þeir kröfðust jafnframt mótmæla
Framhald á bls. 39
Forseti Sakharov-vitnaleiðslnanna flytur lokaræðu sina í Kristjánsborgarhöll
síðdegis ásunnudaginn (Sjá ennfremur bls. 15, 16, 25 og26.)
Niðurstaða Sakharov-réttarhaldanna:
Milljónir í fangelsum, vinnu-
búðum og geðveikrahælum
Tekið undir áskorun Sakharovs um sakaruppgjöf pólitískra fanga
Kaupmannahöfn 19. okt. —
frá Birni Jóhannssyni og
Ingva Hrafni Jónssyní blm. Mbl.
AÐ LOKNUM vitnaleiðslum við
Sakharovréttarhöldin hér sfð-
degis voru birtar niðurstöður
hinnar alþjóðlegu nefndar
spyrjenda. Norski listmálarinn
Victor Sparre las upp yfir-
Iýsingu þeirra og kom fram,
Altalað að Sakharov
verði vísað úr landi
Moskvu, 20. október.
AP. Reuter. NTB
Kaupmannahafnarblaðið Ber-
iingske Tidende segir f dag að það
sé altalað að sovézk yfirvöld hafi
ákveðið að vfsa friðarverðlauna-
hafanum Andrei Sakharov úr
landi innan skamms, en ættingjar
hans vildu hvorki staðfesta frétt-
ina né bera hana til baka.
Náinn ættingi Sakharovs sagði
hins vegar, að Yelena kona hans,
sem hefur dvalist síðan í ágúst á
Ítalíu þar sem hún leitar sér
lækninga við augnsjúkdómi hefði
heyrt hjá sovézkum embættis-
mönnum að svo gæti farið að
manni hennar yrði vfsað úr landi.
„Þeir sögðu að brottvfsun gæti
komið til greina en útskýrðu það
ekki,“ sagði hann.
Sjálfur sótti Sakharov formlega
í dag um leyfi til að fara til Óslóar
til að taka við friðarverðlaunun-
um. Hann kvaðst hafa „alls enga
hugmynd“ um hvort honum yrði
leyft að fara. „En eins og stendur
held ég að ég ætti ekki að vera
svartsýnn."
Samkvæmt fréttum frá Moskvu
undanfarna daga er ólíklegt að
Sakharov verði leyft að fara en
Framhald á bls. 39
að niðurstöðurnar verða
sendar til sovézkra yfir-
valda, Sameinuðu þjóðanna og
ýmissa samtaka og einstaklinga.
Þá er ráðgert, að nefnd
spyrjendanna komi saman sfðar
til að meta þróun mála á þessum
vettvangi.
Hér fer á eftir yfirlýsing
spyrjendanna um niðurstöðurn-
ar:
„I kjölfar áskorunar frá Andrei
Sakharov prófessor fóru alþjóð-
legu Sakharov-réttarhöldin fram f
húsakynnum danska þjóðþingsins
þann 17., 18. og 19. október.
Alþjóðleg nefnd spyrjenda með
mismunandi stjórnmála- og trúar-
skoðanir hefur hlýtt á og spurt 24
vitni, sem mörg hafa lýst mann-
réttindabrotum, sem þau hafa
persónulega reynt.
Tilgangur réttarhaldanna hefur
verið að varpa ljósi á þær að-
stæður, sem ríkt hafa í Sovét-
ríkjunum s.I. 10 ár.
Nefnd spyrjenda var þannig
skipuð: Erling Bjöl, prófessor,
Árósum, Danmörku. Michael
Bourdeaux, Englandi. Dr.
Cornelia Gerstenmeier,
Þýzkalandi. Eugene Ionesco,
Frakklandi. Dr. Frantisek
Janough, Svíþjóð. Haakon Lie,
Noregi. Zinaida Schakovskoy,
Frakklandi. Dr. A. Shtromas,
Englandi. Victor Sparre, Noregi.
Z. Stypulkowski, prófessor, Eng-
landi. S. Swianiewicz, prófessor,
Kanada. Simon Wiesenthal, Aust-
urríki.
Að auki aðstoðuðu fulltrúar
stjórnmálafiokka í danska Þjóð-
þinginu nefnd spyrjenda.
Sovézkum yfirvöldum var boðið
að taka þátt f réttarhöldunum en
þau kusu að gera það ekki.
Réttarhöldin fjölluðu um eftir-
talin atriði:
Meðferð á pólitfskum ándófs-
mönnum, meðferð á trúuðu fólki,
misbeitingu geðlækninga og stöðu
sovézkra þjóðarbrota og minni-
hlutahópa.
Nefndin telur, að sum vitnin
hafi í frásögnum sínum farið út
Framhald á bls. 39