Morgunblaðið - 21.10.1975, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTOBER 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Sakharov-réttarhöldin
akharov-réttarhöldin,
sem staðið hafa yfir und-
anfarna daga í Kaupmanna-
höfn, hafa vakið heimsathygli
og orðið til þess að undirstrika
mannúðarleysi þess stjórnar
fars, sem ríkir i Sovétríkjunum,
þess kerfis, sem byggt hefur
verið upp í nafni
kommúnismans. Hvert vitnið á
fætur öðru hefur dregið fram í
dagsljósið, hvernig mannrétt-
indi eru fótum troðin og hafa
lýst hinni hryllilegustu meðferð
á pólitískum föngum og fjöl-
skyldum þeirra. Hugmyndaflug
harðstjóranna virðist vera
óþrjótandi, þegar um er að
ræða markvissa viðleitni þeirra
til að berja niður alla frjálsa
hugsun i þessu víðlenda ríki.
Réttarhöld þessi eru kennd
við sovézka Nóbels-
verðlaunahafann Andrei
Sakharov, og í upphafi þeirra
var birt sérstakt ávarp frá
Sakharov, sem ekki fékk farar-
leyfi frá Sovétríkjunum til þess
að taka þátt i þeim. Átakanlegt
er að lesa lýsingu hans á með-
ferð nokkurra einstaklinga i
Sovétríkjunum sem hafa það
eitt sér til sakar unnið að hafa
aðra skoðun á málum en ráða-
menn þar í landi. í ávarpi þessu
segir Andrei Sakharov: „Ég tel
það mikilvægt, að réttarhöldin
taki upp málstað þeirra, sem
fangelsaðir hafa verið í Sovét-
ríkjunum vegna skoðana sinna
og vitað er um — manna eins
og Leonid Plyusch, sem verið
er að gera vitskertan í Dnepro-
petrosk-geðveikrahælinu og
einnig þær hetjur, sem dveljast
í Vladimir-fangelsinu og
Perma og Mordovian-
fangabúðunum. Ein þeirra er
Vasili Romanyuk prestur, sem
dæmdur hefur verið við leyni-
leg réttarhöld i 10 ára þrælkun
fyrir trúmálastörf sín og fyrir að
beina nokkrum samúðarorðum
til Valendyn Moroz Fyrsta
handtaka Romanyuks árið
1 944 og fyrsti tíu ára fangelsis-
dómur hans var ekki afsakaður
með svo léttvægri átyllu né
hungurdauði föður hans og
morð á yngri bróður hans. Árið
1959 var Romanyuk veitt upp-
reisn æru en við seinni réttar-
höldin yfir honum árið 1972
var hann samt ásakaður um að
vera sérstaklega hættulegur
siðbrotamaður. Romanyuk
hefur verið í löngu hungurverk-
falli til að mótmæla þeim órétti
sem hann hefur verið beittur.
Líf hans er nú í hættu. Ég skora
á þátttakendur í réttarhöldun-
um að gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að bjarga
Romanyuk og létta á hörmung-
um fjölskyldu hans. Örlög séra
Romanyuk er sönn mynd af
stöðu trúarlífs í landi okkar.
Það er sérstaklega mikil-
vægt, að réttarhöldin taki upp
vörn fyrir Sergei Kovalyov og
Andrei Terdokhlebov, sem
starfa fyrir Amnesty Inter-
national i Sovétríkjunum og
voru handteknir árið 1974 og
1975 og bíða nú dóms. Mál er
höfðað gegn þeim vegna langs
og opins starfs í þágu mann-
réttinda og sannleika. Ein af
ákærunum gegn Sergei
Kovalyov er að hann hafi dreift
bók Solzhenitsyns, Gulageyja-
hafinu Þetta á Ijóslega að vera
ein helzta ákæran á hendur
honum. Hið mikla verk
Sozhenitsyn er talið óhróður.
Slík afstaða er mann-
skemmandi og ég get aðeins
vonað, að sá dagur renni upp
að breyting verði á.. Sérstak-
lega þýðingarmikil er einnig
krafa um umsvifalausa frelsun
kvenna, sem fangelsaðar hafa
verið af pólitískum ástæðum
jafnframt frelsun allra þeirra,
sem hlotið höfðu 25 ára fang-
elsisdóma áður en nýju lögin
komu til sögunnar. Þá er kraf-
an um bætta aðbúð fanga,
bættur aðbúnaður á vinnu-
stöðum, aflétting þrælkunar-
vinnu, bætt mataræði og
læknaþjónusta og heimild fyrir
fanga til að taka á móti pökk-
um með lyjum og vítamínum."
Þetta er aðeins stutt tilvitnun
í yfirlýsingu Sakharovs sem birt
var í Morgunblaðinu síðaSt-
liðinn laugardag og menn ættu
vissulega að kynna sér.
Fjölmörg fleiri dæmi mætti
nefna um lýsingar á örlögum
einstaklinga I Sovétríkjunum,
sem hafa aðrar skoðanir á
málum en ráðamenn þar i
landi. Þessi réttarhöld hafa tvi-
mælalaust orðið til þess að
vekja á ný athygli á hlutskipti
einstaklingsins i Sovétríkjun-
um, sem legið hefur i láginni
um nokkurt skeið. í kjölfar
batnandi sambúðar milli rikja
austurs og vesturs hættir al-
menningi á Vesturlöndum til að
gleyma þvi að i raun og veru
hefur ekkert breytzt austan
járntjaldsins, harðstjórnin er
hin sama, meðferðin á and-
stæðingum ríkjandi stjórnarfars
er jafn hræðileg og áður var.
Sakharov-réttarhöldin í Kaup-
mannahöfn hafa orðið til þess
að minna okkur á þessa
gleymsku okkar og þau ættu
að verða okkar hvatning til að
taka upp baráttu fyrir bættu
Mutskipti þessara manna i
Sovétríkjunum. Þeim ber öllum
saman um það, Solzhenitsyn,
Siniavsky og fleri forystumönn-
um andófshreyfingarinnar i
Sovétríkjunum, að almennings-
álitið á Vesturlöndum hafi meg-
inþýðingu, þegar um er að
ræða hlutskipti og örlög þess
fólks sem hefur haft kjark til
þess að rísa upp á móti harð-
stjórn hins kommúníska kerfis í
austri.
1. Inngangur
Hafranrtsóknastofnunin telur, að
við utfærslu Islensku fiskveiðilög-
sögunnar I 200 sm hilli loks undir
það, að Islendingar fði fullkomna
stjórn á nýtingu flestra þeirra fisk-
stofna, sem veiðast ð fslandsmiðum.
Nauðsyn hagkvæmrar nýtingar hefur
aldrei verið meiri en nú, þar sem
mikilvægustu fiskstofnar okkar eru
þegar ofveiddir, jafnframt þvi sem
sókn ð fjarlæg mið fer ört minnk-
andi.
Um hagkvæma nýtingu fiskstofn-
anna vill Hafrannsóknastofnunin
vitna I eigin skýrslu til landhelgis-
nefndar frá 1972:
„Almennt má segja að hagnýt-
ingin verði best, ef veiðar ð ung-
fiski eru takmarkaðar þannig, að
fiskurinn fði frið til að vaxa og
þyngjast áður en hann er
veiddur.
Til þess að tryggja viðkomu og
viðgang fiskstofna þarf hins
vegar að stilla fiskveiðum svo I
hóf að hrygningarstofn haldist
tiltölulega stór og draga þar með
úr llkum fyrir þvl að klak mis-
farist sökum smæðar hrygn-
ingarstofnssins.
Til þess að nð þvl tvlþætta tak-
marki sem hér um ræðir hefur
einkum verið beitt fimm mis-
munandi aðferðum:
1. Ákvæði um lágmarksstærð.
2. Lokun eða friðun veiði-
svæða, sem ýmist ertlma-
bundin, eða gildir allan
ársins hring.
3. Ákvæði um hámarksafla.
4. Ákvæði um gerð veiðar-
færa.
5. Ákvæði um leyfisveit-
ingar til veiða.
Hafrannsóknastofnunin leggur til
að öllum þessum aðferðum verði
beitt eftir þvl sem við á og fram
kemur hér á eftir."
2. Botnfiskveiðar
Meðalafli botnlægra tegunda á fs-
landsmiðum hefur á undanförnum
árum numið um 700 þúsund tonn-
um. Talið er, að með hagkvæmri
nýtingu mætti auka aflann I um 850
þúsund tonn og er Islenski fiskj-
skipastóllinn I núverandi stærð full-
fær um að veiða það magn. Það er
þvl mjög þýðingarmikið. að útlend-
ingar hætti fiskveiðum á islenska
landgrunninu.
Til skýringar tillögum hafrann-
sóknastofnunarinnar um nýtingu Is-
lenskra botnfiska þykir rétt að gera
grein fyrir ástandi stofna mikilvæg-
ustu tegundanna.
Þorskur
Undanfarna tvo áratugi hefur ár-
legur þorskafli á islandsmiðum
numið að meðaltali um 400 þúsund
tonnum. Mestur varð aflinn árið
1954 tæplega 550 þúsund tonn, en
minnstur érið 1967 345 þúsund
lestir. Árin 1968-1970 óx aflinn
aftur og náði hámarki árið 1970
(471 þús. tonn). Aukningin umrætt
árabil stafaði að verulegu leyti af
sterkum þorskgöngum frá Græn-
landsmiðum . Slðan árið 1970 hefur
afli farið síminnkandi (375
þúsund tonn árið 1974), þrátt
fyrir 3 góða árganga frá ár-
unum 1964—69. Þessum
minnkandi afla veldur einkum
tvennt: 1. Klak við Grænland
lélegt og þvl dregið verulega úr
göngum þaðan. 2. Með stækkandi
fiskiskipastól hefur sóknin I ókyn-
þroska hluta stofnsins farið ört
vaxandi, þannig að þeim fiskum,
sem ná kynþroska og ganga á
hrygningarstöðvarnar fer fækkandi.
Vegna þessarar miklu sóknar I þorsk-
inn á uppeldisstöðvunum fyrir
Norður- og Austurlandi fæst ekki
lengur hámarksnýting úr stofninum.
Þetta ástand hefur rlkt um nokkurra
ára skeið og fer versnandi.
Talið er að hámarksafrakstur
þorskstofnsins sé nær 500 þúsund
tonn á ári. Til þess að ná þeim afla
þarf að fullnægja eftirfarandi skilyrð-
um.
1. Að minnka núverandi heild-
arsóknarþunga I þorskinn
um helming.
2. Að koma I veg fyrir veiði
smáfisks. þriggja ára og
yngri og draga verulega
úr veiðum á fjögurra
ára fiski.
Fiskiskipastóll sá, sem stundar
þorskveiðar á Islandsmiðum er alltof
stór. Árið 1954 veiddust nær 550
þúsund tonn af þorski. Þá mun fisk-
veiðidánarstuðull (sóknareining) I
kynþroska hluta stofnsins hafa verið
innan við o.5. í dag er afli flotans
verulega minni, en fiskveiðidánar-
stuðull 0.9—1.0, þ.e. sóknin hefur
a.m.k. tvöfaldast, án þess að afli hafi
aukist.
Ef sóknin yrði minnkuð um
helming, myndi slíkt ekki aðeins
þýða nokkurn veginn sama aflamagn
á land þegar til lengdar lætur, heldur
myndi afli á sóknareiningu vaxa
verulega strax, sem þýðir I raun mun
arðbærari veiðar en áður.
Til þess að ná þessu markmiði,
þarf að friða algjörlega 3 ára þorsk
og yngri, draga verulega úr sókn I
eldri hluta stofnsins á næstu árum,
þannig að þorskaflinn 1976 fari ekki
fram yfir 230.000 tonn, en vegna
hins óvenjusterka árgangs frá árinu
1973 má auka aflahámarkið á árinu
1977 I 290 þús. tonn. Ef þorskveið-
um verður framhaldið með nú-
verandi sókn mun aflinn næstu 2-3
árin haldast I um 340—360 þús.
tonn, en fara siðan ört fallandi.
Stærð hrygningarstofnsins hefur
minnkað ört á allra slðustu árum
eins og afli undanfarnar tvær vetrar-
vertlðir ber vitni um. Þó mun vertlð-
arafli minnka enn frá því sem nú er,
þar sem meginhluti aflans við
óbreytta sókn yrði smáfiskur. Er
fram Ifða stundir mun smáfiskveiði
valda enn frekari rýrnun hrygningar-
stofnsins. Með tilliti til þess alvar-
lega ástands, sem nú rlkir I þorsk-
stofninum, eins og rekið er hér að
framan, leggur Hafrannsóknastofn-
unin eindregið til, að heildarafli
þorsks á íslandsmiðum fari ekki fram
yfir 230 þús. lestirárið 1976.
Hlutdeild útlendinga I heildarsókn
I Islenska þorskstofninn var 37% á
s.l. ári. Þvl er Ijóst að jafnvel þótt
erlend veiðiskip hyrfu af miðunum,
er islenski fiskiskipastóllinn of stór
til hagkvæmrar nýtingar þorsk-
stofnsins, eins og sókn Islenskra
flotans er háttað I dag.
Eins og komið hefur fram hér að
framan, er brýn nauðsyn á aukinni
friðun smáþorsks. Sem kunnugt er,
eru helstu uppvaxtarsvæði þorsksins
út af Norðvestur-, Norður- og Norð-
austurlandi. Gögn Hafrannsókna-
stofnunarinnar sýna, að útbreiðsla
og magn smáþorsks er talsvert
misjafnt iftir svæðum og árstimum.
Eftirtalin svæði skera sig úr, hvað
viðvlkur magni smáfisks á tilteknum
tlma.
1. Mánuðina janúar til júni og
október til desember á svæði,
sem takmarkast að vestan af
línu, sem dregin er réttvísandi I
norður frá Hraunhafnartanga
(grunnlinupunktur 5) og að aust-
an Ifnu, sem dregin er réttvls-
andi I norð-austur frá Langanesi.
Norurmörk svæðisins ákvarðast
af 50 sm mörkunum.
2. Mánuðina aprll til júni á
svæði, sem takmarkast að norðt
af llnu. sem dregin er réttvisandi
I austnorðaustur frá Horni og að
austan af 20°40' lengdarbaug.
3. Mánuðina júli til september
á svæði, sem takmarkast að
vestan af llnu, sem dregin er
réttvisandi í norður frá Kögri, að
austan af 21° lengdarbaug, að
norðan af 67° breiddarbaug og
að sunnan af linu, sem dregin er
réttvisandi I austnorðaustur frá
Horni.
4. Mánuðina október til des-
ember á svæði, sem takmarkast
að vestan af linu, sem dregin er
réttvísandi i norðnorðvestur frá
Rit og að austan af linu, sem
dregin er réttvisandi f norður frá
Horni. Til norðus takmarkast
svæðið af 50 sm mörkunum.
Þetta sýnir nauðsyn öflugs og
stöðugs eftirlits á veiðisvæðunum
norðanlands. Er þvi lagt til, að sliku
eftirliti Hafrannsóknastofnunarinnar
verði komið á, þannig að loka megi
timabundið áðurefndum eða öðrum
svæðum eftir því sem nauðsyn kref-
ur.
Ýsa
Árið 1962 nam ýsuaflinn á
fslandsmiðum 119 þúsund tonnum,
og er það sá mesti ýsuafli, sem
fengist hefur við fsland fyrr og siðar.
Þennan mikla afla var einkum að
þakka mjög sterkum árgöngum frá
árunum 1956 og 1957. Siðan hefur
ýsuaflinn minnkað gifurlega og var
aðeins 39 þúsund tonn árið 1972.
Aðalástæðan fyrir þessari aflarýrnun
er röð lélegra árganga um margra
ára skeið. Árangarnir frá 1970 og
1971 voru i meðallagi og hefur ýsu-
stofninn nú rétt við að nokkru leyti,
þannig að ársaflinn 1973 varð 45
þúsund tonn. Hins vegar er 1974
árgangurinn lélegur og þvi mun afli
minnka aftur, þar sem ýsuaflinn er
mjög háður árgangasveiflum. Ýsuafl-
inn er enn verulega undir varanleg-
um hámarksafrakstri, sem er talinn
vera um 70—75 þúsund tonn á ári.
Þetta stafar að töluverðu leyti af of
miklu smáýsudrápi, en smáýsan
heldur sig einkum á landgrunninu
sunnanlands og vestan innan 150 m
jafndýpislinunnar. Með tilliti til nú-
verandi ástands ýsustofnsins leggur
Hafrannsóknastofnunin til að aflahá-
mark ýsu árið 1976 verði 38 þús.
lestir.
Ufsi
Árabilið 1960-1973 var ufsaaflinn
á fslandsmiðum að meðaltali 80 þús-
und tonn á ári. Lægstur var aflinn
árið 1960 (48 þús. tonn). en hæstur
árið 1971, 134 þús tonn, en það er
mesti ufsaafli, sem fengist hefur fyrr
og sfðar hér við land. Aukningu á
ufsaafla undanfarinna ára má rekja
til aukinnar sóknar i ufsa samfara
vaxandi ufsagengd. Rannsóknir á
ufsastofninum benda til þess, að
hann sé nú fullnýttur, en hámarks-
afrakstur hans er talinn 100 þús.
tonn á ári. Samkvæmt niðurstöðum
Alþjóðahafrannsóknarráðsins er þó
ekki talið ráðlegt að veiða nema 75
þúsund tonn árið 1976. Á árunum
1971 — 73 var hlutdeild fslendinga i
heildarufsaaflanum 50%.
Komið hefur I Ijós, að ufsaárgang-
ur nokkurra undanfarinna ára hafa
verið lélegri. Smáufsaveiðar hafa
verið bannaðar og ber að halda því.
Þess ber að geta, að ufsinn gengur
oft landa á milli, þannig að áætlanir
um hámarksafrakstur á hverju svæði
eru erfiðleikum háðar.
Karfi
Á undanförnum árum hefur verið
gengið of nærri karfastofninum og
veiðin hefur i æ ríkari mæli verið
borin uppi af smákarfa Þessi smá-
karfaveiði stafar m.a. af þvi, að nú er
að alast upp mikið af ungviði við
fsland og A-Grænland. Með þvi að
draga úr veiði smákarfa mætti auka
verulega nýtingu stofnsins.
Reglugerð sem sett var um
lágmarksstærð á karfa, sem landa
má, hefur ekki komið að gangi sem
friðunarráðstöfun þar sem ungviði
og vænn karfi eru viða á sama stað.
Nú er undirmálskarfa hent f sjóinn i
stað þess að hann var áður hirtur til
lýsis- og mjölvinnslu.
Komið hefur I Ijós að hlutdeild
smákarfa f aflanum er mjög há á
Hryggnum og nærliggjandi svæðum.
Er hér um að ræða svæði, sem tak-
markast af línum, sem dregnar eru
milli eftirfarandi staða: 65°25’N og
27°oo'V, 65° 25'N og 26°45'V,
64°40 N og 27°00'V, 64°40'N og
27°15'V. Er þvi lagt til að svæði
þessu verði lokað fyrir karfaveiði á
timabilinu 1. mai til 31. des.
Frekari stækkun möskva karfa
veiðinnar er talin valda ýmsum vand-
ræðum m.a. vegna ánetjunar stærri
karfa, og myndi sennilega leiða til
minnkandi sóknar i karfa en auk-
innar sóknar i þorsk.
Tvær leiðir eru þvi taldar liklegar
til að draga nokkuð úr smákarfadrápi
án þess þó að auka sóknarþunga i
þorsk, en það er að mismuna karfa I
verði eftir stærð og loka vissum
svæðum um takmarkaðan tima i
senn.
Árin 1971-1973 hefur hlutur er-
lendra veiðiskipa verið 62-65% af
heildarkarfaaflanum við jsland, sem
var um 76 þús. tonn á ári að meðal-
tali. Brotthvarf erlendra fiskiskipa af
miðunum skapar því möguleika á
auknum karfaveiðum islenskra skipa
án þess að um ofnýtingu stofnsins
yrði að ræða.
Samkvæmt mati á aflaskýrslum
hefur verið áætlað. að reikna mætti
með a.m.k. 80 þús. tonna karfaafla á
Islandsmiðum á ári að jafnaði. Þessu
marki hefur ekki verið náð s.l. 3 ár
(1972-74) og hefur karfaaflinn
1973 og '74 verið tæp 70 þús. tonn.
Með tilliti til þessa er mælt með,
að ekki verði tekin meira en 50 til
60 þús. tonn af karfa á árinu 1976.
íslenzki f isk