Morgunblaðið - 21.10.1975, Síða 15

Morgunblaðið - 21.10.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1975 27 Skarkoli Skarkolastofninn virðist nú á góðri leið með að gefa af sér meðal- hámarksafrakstur. en hann er talinn vera um 10 þúsund tonn á ári. Stofnunin telur, að óheppilegt sé að dragnótatlmabilið endi mánuði seinna við Norðurland en annars staðar. Meirihlutinn af kynþroska skarkola á þessu svæði er lagður af stað I hrygningargöngu um mánaða- mótin október-nóvember og er þvl fyrst og fremst verið að veiði ókyn- þroska fisk I nóvember. Grálúða Árið 1973 var grálúðuafli fslend inga komin niður I 2.1 þúsund tonn, en var 7.3 þúsund tonn, þegar hann var mestur árið 1970. Siðari árin Spærlingur Spærlingsstofninn er ennþá litið nýttur að þvi, talið er. Veiðin hefur komist upp i 14 þúsund tonn á ári, en áætlað er að afkastageta stofns- ins sé margfalt meiri. Ekki er álitið nauðsynlegt að gera neinar breytingar á þeim skilyrðum. sem nú eru fyrir leyfum til spærlings- veiða. 3. Veiði uppsjávarfiska Síld Ástand islensku sildarstofnanna var svo slæmt við árslok 1971, að setja varð algert veiðibann að undanteknum veiðum með reknet- nema 3-4 ára gömul og aðeins tveir árgangar standa að hrygningunni, geta sveiflur i stofnstærð orðið mjög snöggar og miklar, ef klak mis- tekst, þó ekki sé nema einu sinni. Þó ætti að vera kleift að sjá fyrir og vara við slikum sveiflum i tæka tíð. Rannsóknir og veiðitilraunir hafa ennfremur leitt i Ijós: a. Að ókynþroska, auðveidd og mögur loðna hefur vetur- setu á djúpmiðum austan- lands á timabilinu jan- úar-april. b. Að tveggja og þriggja ára loðna hefur ekki náð viðunandi fitumagni (10%) á ætissvæðinu norð- anlands fyrr en i ágúst. c. Að unnt er að veiða mik- ið af 1 Vi árs gamalli, magurri (5-6% feitri) loðnu norðanlands að sumarlagi. d. Að þessi 1 'h árs loðna nær tvöfaldar lengd sina og a.m.k. þrefaldar þyngd- ina til næsta árs. Með tilliti til hins góða ásigkomu- lags loðnustofnsins er engin ástæða til að kveðið sé á um hámarksafla að svo stöddu. 4. Rækju-, humar- og skelfiskveiðar Rækja Rækjuveiðar hafa lengi verið háð- ar leyfum og ber að halda þvi. Flest iskipastóllinn einn nógu stór til að tryggja hámarks nýtingu miðanna Skýrsla Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand fiskstofna og annarra dýrategunda á íslandsmiðum og nauðsynlegar friðunaraðgerðir innan íslenzkrar fiskveiðilandhelgi hefur meirihlutinn af grálúðuafla út- lendinga verið fenginn vestur af landinu á milli 65°N og 66°N frá 50 sm mörkunum að miðlinu milli ís- lands og Grænlands. á timabilinu april-júni, þegar grálúðan er að koma frá hrygningu og er ekki búin að dreifa sér. Nauðsynlegt kann þvi að reynast að banna veiðar á þessu svæði á ofangreindu timabili. Á árunum 1970-1973 minnkaði heildargrálúðuaflinn á íslandsmiðum úr 34.7 þúsund tonnum i 20.1 þús- und tonn og var minnkunin i okkar afla hlutfallslega meiri en i afla annarra þjóða. Grálúðustofninn er nú talinn of veiddur og með tilliti til þess er lagt til að heildaraflinn árið 1976 fari ekki fram úr 15 þús. tonnum. Liklegt er talið, að taka mætti úr stofninum 20 þúsund tonn árlega, er hann hef- ur náð sér. Steinbítur Meðalafli steinbits hefur verið 18 þúsund tonn á ári á árunum 1953- 1972. Árin 1971-1973 reyndist meðalaflinn 13 þúsund tonn á ári. Einustu friðunarákvæði varðandi steinbit eru þau, að bannað er að hirða fisk undir 40 cm að lengd. Miðað við ástand stofnsins, er ekki talin ástæða til frekari verndunar, hvorki lokun veiðisvæða né að ákveða hámarksafla. Þó telur stofn- unin að nauðsynlegt sé að draga úr sókn i steinbit á hrygningartima og fyrst á eftir (september til janúar), enda er hann lélegt hráefni á þessum tima. Er hér bent á, að á s.l. hausti var greitt lægra verð fyrir steinbit veiddan á þessu timabili og er eflaust gagn að slikri óbeinni friðunaraðgerð. um. Bann þetta verður væntanlega i gíldi til 15. september 1975, þannig að Islensku vor- og sumargotssildar- stofnarnir hafa þá fengið nær algera friðun i 3'/j ár. Rannsóknir á stærð þessara sildar- stofna gefa til kynna að sumargots- sildin hafi rétt verulega við á þessu timabili, en ekki hefur enn orðið vart bata að þvi er varðar vorgotssildina. Sildveiðar verður þvi um fyrirsjáan- lega framtið að stunda með itrustu varkárni, eins og gert verður grein fyrir siðar i þessari skýrslu og er þvi lagt til að hámarksafli árið 1976 fari ekki fram úr 1 5000 tonnum skv. nánari stofnstærðarmælingum siðar á þessu ári. Loðna Á undanförnum árum hefur verið fylgst allnáið með göngum og hegð- un hrygningarloðnunnar á timabilinu janúar-april og tilraunir gerðar til þess að merkja hana áður en og um það bil, sem veiðar hefjast. Vegna þessara rannsókna má leiða að þvi allsterkar likur að árlega hafi yfirleitt ekki verið veitt nema sem svarar 1/10 hluta hrygningarstofnsins, jafnvel á seinustu þremur vertiðum (1973-1975), þegar veiddust 440- 460 þúsund tonn árlega. Margt bendir þvi til þess, að úr stofninum megi taka allmiklu meira, án þess að þess sjái merki i viðgangi stofnsins. Siðan 1974 hefur verið gerð árleg könnun á magni og útbreiðslu loðnu- seiða og hlutfallsleg stærð árgang anna 1970-1974 áætiuð. í Ijós hefur komið, að loðnuklak hefur ekki mis- tekist þetta fimm ára timabil, fyrstu tveir árgangarnir (1970 og 71) geta flokkast sem stórir og þrir þeir siðasttöldu (1972-74) sem mjög stórir. Þar sem loðnan verður ekki mið eru innan gömlu 12 milna fisk- veiðilandhelginnar og þau, sem utan eru, einungis nýtt af islenskum veiðiskipum. Forgangsréttur heimamanna til veiða á eigin miðum hefur án efa haldið sókninni í skefjum en stofn- unin telur, að sóknin sé of mikil bæði við isafjarðardjúp og á Arnar- firði. Til þess að stemma stigu við veiði á smárækju væri heppilegra að ákveða vikuskammt fyrir hvern bát i stað þess að ákveða heildarvikuafla allra bátanna. Nauðsynlegt er þó að haldið verði áfram takmörkunum á heildarafla á hverju veiðisvæði fyrir sig. Æskilegt er að taka upp notkun flokkunarvéla, eins og gert er þegar i Húnaflóa. Nauðsynlegt er, að ákveða meðallágmarksstærð landaðrar rækju fari ekki yfir 300 stk/kg. (Nú er meðallágmarksstærð- in I Húnaflóa 300 stk/kg, i isa- fjarðardjúpi 340 stk/kg — var 350 stk/ kg — og er svo enn í Arnarfirði). Haf rannsóknastofnunin þarf að geta friðað svæði vegna smárækju eða smáfisks. eins og verið hefur, sem og stöðvað veiðar, er æskileg um heildarafla er náð. Hafrannsóknastofnunin tekur undir þær tillögur smábátaeigenda- félagsins Hugins að bátur verði til eftirlits og aðstoðar veiðiskipum i ísafjarðardjúpi. Væri hugsanlegt að láta starfsemi sliks báta einnig ná til Arnarfjarðar og Húnaflóa. Humar Hámarksafli sá, sem settur var á humarveiðina árið 1973 hefur gefið góða raun og er stofninn nú i vexti, þótt vertiðin í ár hafi gengið verr en efni stóðu til vegna slæms tiðarfars. Reiknað er með að auka megi afla- hámark á næstu árum, svo að taka megi allt að 3600 tonn af humri, þegar stofninn hefur náð sér. Þó verður að halda áfram með þau ákvæði, sem I gildi- eru um humar- veiðar svo sem hámarksafla, lágmarksstærð humars, möskva- stærð o.fl. Þá þykir sýnt að tak- marka þurfi bátafjölda. Hörpudiskur Til hagkvæmrar nýtingar á hörpu- diskstofninum þarf að beina veiði- skipunum á fleiri veiðisvæði en gert hefur verið að undanförnu. Stofn- unin mælti með 5 þúsund tonna hámarksafla á Breiðafirði en þetta aflamagn hefur ekki náðst sökum litillar sóknar. Nauðsynlegt er að halda gildandi ákvæðum um lágmarksstærð, sem landa má. Þó kæmi til greina að lækka þessi mörk á svæðum þar sem hörpudiskur er frekar smár, en I miklu magni. Mætti með þessu fá fram æskilega grisjun stofnsins til aukins vaxtar. Talið er að veiðisvæði á Vestfjörð- um og Húnaflóa standi aðeins undir nokkur hundruð tonnum á ári. enda hafa þessi svæði látið talsvert á sjá frá þvi veiðar hófust þar. 5. Tillögur a. Togveiðar skulu óheimilar innan 12 sm frá grunnlfnupunkt- um á svæðinu frá Látrabjargi norður fyrir land að Papey, að meira Kolbeinsey meðtalinni. FráPapey vestur um að Látra- bjargi skal togveiði hvergi leyfð nær landi en 4 sm frá grunnlinu- punktum. Stofnunin gerir ekki tillögur um skiptingu veiðisvæða milli mismunandi skipahópa. b. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að oft er þörf skjótra aðgerða til að stemma stigu við skaðlegum veiðum á íslandsmið- um. Þar af leiðandi telur Haf- rannsóknastofnunin nauðsyn- legt, að henni verði veitt heimild til að stöðva veiðar á ákveðn- um svæðum fyrirvaralaust i allt að 10 daga, enda fari strax fram nákvæm rannsókn á viðkomandi svæði, sem ákvarð- anir stjórnvalda um frekari að- gerðir geti byggst á. Stofnunin telur að þetta sé raunhæfasta og öruggasta leiðin til þess að koma i veg fyrir skaðlegar veiðar á viðkvæmum svæðum án þess að hindra aðrar veiðar umfram það sem nauðsyn krefur. Til þess að slikar ráðstafanir komi að gagni þarf öflugt og stöðugt eftirlit á veiðisvæðinu. einkum þar sem hætta er á smáfiskdrápi sbr. þorskaflann. Hafrannsókna- stofnunin telur, að nauðsynlegt sé að hún fái sérstakt skip til þessara verkefna. c. Vegna alvarlegs ástands ým- issa islenskra fiskstofna og annarra dýrategunda er nauð- synlegt að ákvarða hámarksafla einstakra tegunda til þess að stuðla að sem bestri nýtingu við- komandi stofna. d. Hafrannsóknastofnunin hefur látið vinna úr öllum þeim gögn- um, sem hún á um hrygningu þorsksins við Suðvesturland s.l. 20 ár. f Ijós kom að aðalhrygningarsvæðið á Selvogsbanka liggur á svæði, sem takmarkast af eftirfarandi linum: 63°15'N að sunnan, 63°32'N að norðan, 21°30V að vestan og 20°40'V að austan. Er þvi lagt til, að svæði þessu verði lokað fyrir öllum veiðum tímabilið 1. april til 15. mai i stað núverandi svæðis. e. Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á lágmarksstærð fisks, sem leyfilegt er að hirða: þorskur 50 cm ýsa 45 cm ufsi 50 cm sild 27 cm loðna 12 cm (i stað 43 cm nú)(i stað 40 cm nú) (i stað 45 cm nú)(i stað 25 cm nú) (i stað engin stærðarmörk) f. Koma má i veg fyrir töluverð- ar smáfiskveiðar með því að lög- binda stærri möskva við þorsk- veiðar eða á svæðum þar sem þorskur er meginuppistaða aflans. Sáralitið af þorski yfir 45 cm sleppur i gegnum 135 mm möskva i poka. Eina verulega vandamálið samfara frekari stækkun möskvans er i sam- bandi við karfaveiðarnar, eins og gerð var grein fyrir i 2. kafla. Stofnunin leggur þvi til að fyrir Norður- og Austurlandi, þar sem karfaveiðar eru hverfandi, verði möskvi i botnvörpu, flotvörpu og dragnót stækkaður verulega. Möskvastærð verði ákveðin með hliðsjón af lágmarksstærð fisk- tegundar sem landa má og sam- kvæmt tilraunum, sem fram fara fyrir lok þessa árs. Svæði þetta nái frá Kögri að vestan og austur um til suðurs að Berufjarðarál. Þá verði öllum togbátum, sem ekki stunda karfaveiðar (þ.e. minni togbátar, sem fiska á grunnslóðum, sunnanlands og vestan) gert að nota þá möskva- stærð, sem ákveðin verður við Norður- og Austurland. Sérstök ástæða er til að benda á gildandi regiur um klæðningu poka og þýðingu eftirlits með þeim. Lagt er til að skuttogaraflotinn taki upp svokallaða pólska klæðn- ingu, þar sem möskvastærð efra byrðis er tvöföld á við það, sem er i pokanum. g. Sildveiðar i nót verði háðar leyfum og leyfisveitingum þannig háttað, að einungis fáum skipum verði veitt veiðileyfi en samtímis, þar eð slíkt myndi auðvelda eftirlit og draga úr hættu á smásildardrápi i stórum stil. Síldveiðar i flotvörpu verði bannaðar og veiðar verði ein- ungis heimilaðar á þeim árstima, sem sumargotssildin gefur mestar og bestar afurðir. þ.e. frá 15. september til 15. desember. Ennfremur verði heimilt að banna togveiðar á hrygningar- svæðum islensku sildarstofn- anna. h. Til þess að stuðla að sem bestri nýtingu loðnustofnsins er lagt til að allar loðnuveiðar verði bannaðar á timabilinu 1 5. mai til 1. ágúst. Á timabilinu 1. mars til 15. maf verði allar loðnuveiðar bannaðar fyrir Norður- og Austurlandi frá Hornbjargi að Eystra-Horni utan gömlu 12 sjó- mílna landhelgislinunnar. Flot- vörpuveiðar á loðnu verði háðar leyfum. i. Stofnunin telur æskilegt að draga talsvert úr sókn með þorskanetum á vetrarvertið. Talið er, að slik sóknarrénun myndi ekki leiða til minnkandi vertíðarafla, en myndi koma i veg fyrir óþarfa kostnað. Stofn unin treystir sér þó ekki til að leggja fram ákveðnar tillögur i þessu efni, en bendir á nauðsyn þess, að raunhæft eftirlit verði haft með þessum veiðum. j. Stofnunin telur að beita megi verðmunun á fiski eftir stærð, frekar en nú er gert, til að draga úr smáfiskaveiði. Er sérstaklega bent á karfa i þessu sambandi. 6. Lokaorð Tillögur Hafrannsóknastofnunar- innar, sem fram hafa komið i 5. kafla og viðar i þessari skýrslu, byggjast fyrst og fremst á þvi, að raunhæfu og fljótvirku eftirliti með veiðunum verði komið á fót. Ef svo verður ekki, er Ijóst, að nauðsynlegt er að loka öllum þeim veiðisvæðum, sem talin hafa verið viðkvæmari en önnur og nefnd hafa verið hér að framan. Enn- fremur er Ijóst, að hámarksafkasta- getu einstakra stofna verður ekki náð nema heimilt verði að setja afla- takmarkanir á viðkomandi tegund. Stofnunin telur, að islenski fiski- skipastóllinn einn sé nú meira en nógu stór til að tryggja varanlega hámarksnýtingu miðanna i framtið- inni. Af því leiðir, að nýting stofn- anna verður ekki hagkvæm fyrr en erlend veiðiskip hverfa af fslands- miðum. Reykjavik 13. okt. 1975 Jón Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.