Morgunblaðið - 21.10.1975, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.10.1975, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1975 39 — Grundartangi Framhald af bls. 2 hvaða aðgerða við grípum. Núna vinna aðeins á Grundartanga 30- 40 menn af 60 á vegum verktak- ans, allir aðrir hafa lagt niður vinnu og menn hafa tekið tæki sin úr vinnunni vegna vanskila." Verktakinn, Jón V. Jónsson, sagði við Morgunblaðið, að þessar árásir og óhróður um vanskil sln væru komin á það stig að hann hefði falið lögfræðingum slnum að kanna málið. „Það gæti farið svo, að ég yrði að fara I hart,“ sagði Jón. Hann 'Sagði að allt tal um vanskil væru uppspuni, menn hefðu fengið bæði laun, greiðslur fyrir vinnuvélar og varning með betri skilum en venjulega tlðk- aðist fyrir stórverk. „Þeir menn hafa blásið upp þetta moldviðri, sem ég hafði ekki lengur þörf fyrir né vélar þeirra og ég hafði sagt þeim upp. Ég vinn að verk- inu núna með mlnar vélar, minn mannskap og nokkrar leiguvélar og allt gengur samkvæmt áætl- un.“ Sagði Jón að lokum, að þeir menn, sem teldu sig vera I verk- falli, væru það ekki, búið væri að segja þeim upp og þeir yrðu ekki endurráðnir. „Þeir hafa allir fengið sitt,“ sagði Jón V. Jónsson að lokum. Hrygningar stofn Framhald af bls. 40 herra að halda tvær ráðstefnur um skýrslu Hafrannsóknastofn- unar: annarsvegar ráðstefnu inn- lendra aðila, sem hér ættu hlut að máli, fiskifræðinga, útvegs- manna, sjómanna, fiskvinnslu- aðila og hagfræðinga, hinsvegar ráðstefnu fiskifræðinga frá þeim þjóðum sem fiskveiðihagsmuni ættu á hafsvæðunum umhverfis okkur. Einn helzti þáttur slfkra ráðstefna væri kynningarstarf- semi. Nánar segir frá umræðum um þessi mál á Alþingi á þingsfðu á bls.38 f dag. Aðrir fiskstofnar eru ekki taldir f eins mikilli hættu og þorskurinn. T.d. er talið að hvorki ufsinn né karfin séu ofveiddir enn, og cnnfremur má auka spærlingsveiðar margfalt á við það sem nú er. Þá kemur fram f skýrslunni, að humarstofninn er að ná sér vel á strik aftur, og auka má veiðar á hörpudiski, en rækju- stofninn f Isafjarðardjúpi og f Arnarfirði er þegar fullnýttur og vel það. Þá kemur fram f skýrslunni, að fslenzka sumar- gotssfldin virðist vera að dafna vel á ný, en hins vegar er ekki hægt að segja neitt um veiði næsta árs, fyrr en að afloknum leiðangri Árna Friðrikssonar f nóv. og des. n.k. Skýrsla Hafrann- sóknastofnunarinnar er birt f heild f opnu blaðsins f dag. — Banaslys Framhald af bls. 40 lézt Halldór klukkustund eftir að komið var með hann en stúlkan var flutt flugleiðis til Reykjavíkur og liggur hún mikið slösuð á gjörgæzludeild Borgarsjúkrahússins. Piltarnir tveir I Mercedes Benz-bllnum liggja á sjúkrahúsinu á Akra- nesi, töluvert slasaðir, en ekki eru þeir taldir vera I lífshættu. Þyrla frá varnarliðinu flutti stúlkuna frá Akranesi til Reykjavlkur, og var hún feng- in fyrir milligöngu Slysavarna- félags Islands. Þyrlan lenti á Iþróttavellinum á Akranesi og var hann upplýstur með bíl- ljósum. Félagar úr SVFI á Akranesi sáu um það. — 11% aukning Framhald af bls. 1 löndum I vetur, framleiðsla mun aukast I Vestur-Evrópu á ný og hún mun aukast ennþá meir I Japan og Bandaríkjunum, segir I skýrslunni. Þannig er þvl spáð að almenn uppsveifla byrji á næsta ári og muni að lokum ná til Bret- lands og Italíu. Hins vegar er talið, að mikið atvinnuleysi, sem hefur verið I iðnaðarlöndum, muni aðeins minnka smátt og smátt. Það sem talið er að ráða muni úrslitum um væntanlegan afturbata eru ráð- stafanir sem gerðar hafa verið I flestum löndum gegn verðbólgu á undanförnum mánuðum. I Vestur-Þýzkalandi er sagt að eftirspurn erlendis frá aukist og útflutningur muni aukast um 7% á næsta ári. Verðbólgan á þessu ári verði 6% og jafnmikil á næsta ári. Tala atvinnulausra hefur verið yfir ein milljón á öllu árinu og ekki er búizt við breytingu á þvl fyrr en I árslok 1976. Þrátt fyrir allt er sagt að'rauntekjur Vestur- Þjóðverja hafi aukizt verulega. Viðræður eru hafnar um nýja kjarasamninga og verkalýðsfélög krefjast 6—8% hækkunar. — Sænskir Framhald af bls. 1 sænsku stjórnarinnar gegn slld- veiðunum. Sagði I mótmælum sjómann- anna, að Islendingar virtu ekki viðlits þær takmarkanir, sem N orðausturatlantshafsfiskveiði- nefndin hefur sett á slldveiðar I Norðursjó og að Islenzka rlkis- stjórnin leyfi íslenzkum bátum takmarkalausar veiðar þar. Þess má geta, að sjálfir ætla Svlar að fara fram á að síldveiði- kvóti þeirra I Norðursjó verði aukinn um 10 þúsund tonn. — Altalað Framhald af bls. 1 ekkert hefur heyrzt frá sovézkum yfirvöldum. Hins vegar er búizt við að Leonid Kantorovich, sem hlaut Nóbelsverðlaunin I hag- fræði, fái að fara til Stokkhólms til að taka við verðlaunum slnum. I bréfi til vegabréfaskrifstofu Moskvu biður Sakharov um Ieyfi til að fara I tólf daga ferð frá 3. desember og segir: „Þessi ferð er alþjóðlega mikilvæg og þess vegna bið ég um skjót svör.“ Hann bað einnig um að Yelena kona hans fengi að fara með honum. Hins vegar kvaðst hann ekki fara ef eitthvað benti til þess að hann fengi ekki að snúa aftur. Frétt Berlingske Tidende um að Sakharov verði vísað úr landi er höfð eftir heimildum I vitna- leiðslunum sem kennd eru við hann og lauk I Kaupmannahöfn I gær. Blaðið segir að þar með hljóti Sakharov sömu örlög og Nóbel- skáldið Alexander Solzhenitsyn sem varð að fara úr landi 1974. Berlingske Tidende segir að yf- irvöld I Sovétríkjunum hafi ákveðið að reka Sakharov þótt þau viti að með honum muni berast mikilvæg vlsindaleg vitneskja til útlanda. Sakharov hefur töluverða þekkingu á kjarnorkumálum, segir blaðið, en hún er orðin nokkuð úrelt og yfirvöldin vilja taka þá áhættu að láta hann fara úr landi til að losna við hann þar sem hann er sameiningartákn andstæðinga stjórnarinnar. Blaðið segir að þrjár ástæður búi á bak við ákvörðunina: (1) úthlutun friðarverðlauna Nóbels til Sakharovs, (2) gremja sovézkra yfirvalda vegna þess að þau verða að gera upp við sig hvort þau skuli leyfa honum að fara til Óslóar I desember og taka við verðlaununum og (3) afdrátt- arlaus stuðningur hans við vitna- leiðslurnar I Kaupmannahöfn. Frétt Berlingske Tidende kemur ekki heim við nýlega yfir- lýsingu gamals samstarfsmanns Sakharovs, prófessor Benzion Wul. Hann sagði að veiting friðar- verðlauna Nóbels hefði engin áhrif haft á stöðu Sakharovs gagnvart sovézkum yfirvöldum eða frelsi hans til að stunda vís- indastörf. Wul á sæti I sovézku visinda- akademíunni og lýsti þessu yfir á blaðamannafundi Þann fund héldu sovézkir menntamenn sem fóru til Danmerkur I boði vináttu- félags Danmerkur og Sovét- rlkjanna. — Niðurstaða Framhald af bls. 1 fyrir það tlmabil, sem réttarhöld- unum var ætlað að fjalla um. Meirihluti vitnanna hefur samt sem áður veitt trúverðugar upp- lýsingar um eigin reynslu á árun- um 1965—1975 I flestum tilvikum með nákvæmum upplýsingum um stað og stund þeirra atburða, sem um var fjallað. Þessum mjög um- fangsmiklu upplýsingum mun verða haldið til haga og komið á framfæri við alþjóðlegar stofn- anir og aðra þá, er áhuga hafa. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem vitnin hafa veitt telur nefndin það hafa verið sannað, að skoðanafrelsi og skoðana- tjáning sé heft I Sovétríkjunum, að frjáls hegðun fólks leiði af sér ofsóknir á mikilvægum svið- um daglegs Hfs, eins og til dæmis hvað snertir atvinnu, húsnæði og menntunaraðstöðu, að ferðafrelsi innanlands sem utan og frelsi til að flytjast úr landi sé alvarlega heft, að trúfrelsi sé verulega skert, að nlðzt sé á sovézkum þjóðar- brotum og lífsvonir kæfðar á mikilvægum sviðum, einkum meðal þeirra þjóðarbrota, sem hafa verið svipt þjóðlegum yfir- ráðasvæðum slnum, eins og t.d. tatarar á Krlmskaga og Volgu- Þjóðverja, og að I Sovétríkjunum er fólk I fangelsum, vinnubúðum og I geð- veikrahælum, svipt frelsi sínu, oft við ómannúðlegar aðstæður, fólk, sem ljóslega verður að teljast pólitískir fangar. Vitnin hafa haldið fram mismunandi tölum um fjölda þessara fanga. Nefndin telur fullnægjandi upplýsingar til að meta þessar tölur ekki hafa komið fram. Réttarhöldin hafa veitt nefnd- inni rlka ástæðu til að efast um, að Sovétrlkin virði þau grund- vallarsjónarmið, sem koma fram I hinum alþjóðlega sáttmála um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi, sem Sovétríkin staðfestu árið 1973 og I Helsinki yfirlýsing- unni frá 1975, sem einnig var undirrituð af Sovétrlkjunum, sér- staklega hvað snertir kaflann, sem fjallar um virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi, þar með talið skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og trúfrelsi fyrir alla, án mismununar vegna kyn- þáttar, kynferðis, tungumáls eða trúarbragða. Þar er þvl enn- fremur lýst yfir, að aðildarrlkin „muni vinna að og efla I fram- kvæmd borgarleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg, menningarleg og önnur réttindi og frelsi, sem öll eiga rætur að rekja til sjálfsvirðingar mannsins og eru nauðsynleg fyrir frjálsa og fulla þróun hans“. Nefndin vill benda á tvo næstu kafla I Helsinki-yfirlýsingunni: „Innan þessa ramma munu aðildarrlkin viðurkenna og virða frelsi einstaklingsins til að játa og iðka, einn eða I samfélagi við aðra, trú sína I samræmi við eigin samvizku. Aðildarrlkin, sem hafa þjóðarbrot innan landamæra sinna, munu virða rétt fólks slíkra þjóðarbrota til jafnræðis fyrir lögunum, munu veita þeim fullt tækifæri til að njóta I raun mannréttinda og mannfrelsis og munu, að þessu leyti, vernda laga- legan rétt á þessu sviði.“ Nefndin vonar, að undirskrift Sovétstjórnarinnar undir Hel- sinki-yfirlýsinguna hafi I för með sér, að skerðing mannréttinda, eins og fram hefur komið I réttar- höldunum, muni ekki eiga sér stað I framtíðinni og nefndin tekur þvl undir með friðarverð- launahafanum Andrei Sakharov I áskorun hans til Sovétstjórnar- innar um almenna sakaruppgjöf fyrir pólitíska fanga, og telur það vera fyrsta skrefið til að full- nægja ákvæðum Helsinkiyfirlýs- ingarinnar. Nefndin telur einnig, að komið hafi fram, að þeir sáttmálar sem þegar hafa verið gerðir tryggi ekki nægilega rétt pólitískra fanga. Nefndin telur þvi, að þörf sé á sérstökum, alþjóðlegum sátt- mála til að vernda pólitíska fanga um allan heim. Erling Bjöl, Michael Bour- deaux, Cornelia Gerstenmeier, Eugene Ionesco, Framtisek Jonough, Haakon Lie, Zinaida Schkovskoy, A. Shtromas, Victor Sparre, Z. Stypulkowski, S. Swianiewicz, Simon Wiesenthal. — Hverjir Framhald af bls. 2 I blaði sem Vaka hefur gefið út segir um frambjóðanda Vöku til flutnings aðalræðu á fullveldishá- tlð: „Jón Baldvin Hannibalsson er skólameistari Menntaskólans á ísafirði, forseti bæjarstjórnar ísa- fjarðar og varaþingmaður Vest- firðinga. Jón Bladvin vakti óskipta athygli á Alþingi I fyrra- vetur fytir ómyrkan og tæpi- tungulausan málflutning. Þess vegna er það Vöku sérstök ánægja að hann hefur fallizt á að halda ræðu á hátiðarsamkomunni 1. des. um stjórnkerfi landsins og refilstigu þess. Mál dagsins krefst órags mál- flytjanda, sem tekur á efninu af þeirri dirfsku og ferskleika, sem nauðsynlegur er ef umræðan á ekki að leysast upp í þröngsýnt sérhagsmunakjams á stirðnuðum og úreltum sjónarmiðum." Morgunblaðinu hefur borizt blað Vérðandi, vinstri sinnaðra stúdenta I Háskóla Islands, þar sem kynnt er framboð Verðandi til kosninganna I Háskólanum n.k. miðvikudag. Verðandi leggur til að dag- skráin 1. des. verði helguð hug- takinu. kreppu fyrr og slðar, án sérstaks ræðumanns. Framboðslistinn er skipaður eftirtöldu fölki: 1. Sólrún Gfsladóttir sagnfræði- nemi. 2. Kolbeínn Árnason jarð- eðlisfræðinemi. 3. Skúli Thorodd- sen lögfræðinemi. 4. Ivar Jónsson þjóðfélagsfræðinemi. 5. Skafti Þ. Halldórsson fslenzkunemi. 6. Kristfn Ástgeirsdóttir í alm. bók- menntasögu. 7. Stefán Hjálmars- son, alm. bókinenntasaga. — Alþingi Framhald af bls. 38 eða annarra ástæðna. Jafnframt mundu falla niður þær skoðanir, sem nú er skylt að framkvæma við umskráningu. Sparnaður þessi mundi ekki einungis koma fram hjá þeim opinberu stofnun um, sem hlut eiga að máli (lög- reglustjórum, bifreiðaeftirliti og þinglýsingadómurum), heldur einnig hjá eigendum ökutækj- anna, svo og öðrum, t.d. vátrygg- ingafélögum. Breytt skráningar- kerfi mundi og auðvelda viðhald ökutækjaskrár og skýrsluvéla- vinnu, og draga úr hættu á mis- skráningum. Með breytingunni mundu falla niður þau auðkenni á ökutækjum, sem leiða af skipt- ingu landsins I skráningarum- dæmi. Gert er þó ráð fyrir þvf, að hver lögreglustjóri haldi áfram skrá yfir ökutæki I umdæmi sínu, auk þess sem allsherjarspjaldskrá verður haldin, svo sem nú er, og unnin I skýrsluvélum. — Viðræður Framhald af bls. 40 fræðingur, Þórarinn Þórarinsson alþ.m., Guðmundur H. Garðars- son, alþ.m., Einar B. Ingvarsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, Már Elísson, fiskimála- stjóri, og Jón Jónsson, forstöðu- maður Hafrannsóknastofnunar- innar. Þá mun Niels P. Sigurðs- son sendiherra I London, bætast I nefndina ytra. I forsæti fyrir brezku viðræðu- nefndinni verða Roy Hattersley, aðstoðarutanríkisráðherra, og Stephen Bishop, aðstoðarráð- herra I landbúnaðar- og fiskimála- ráðuneytinu brezka. — Kjartan Framhald af bls. 2 staðar fyrir listaverkanefnd Kópavogs með fullar hendur fjár að kaupa myndir. Þeir eru svo frumstæðir þar suðurfrá, að þeir hafa vlst ekki ennþá heyrt getið um prósentuhlutfallið milli menningar og útgerðar — eða var það fótbolti?“ ' Kjartan segir síðan að það sé meira en tímabært að hefja op- inberar umræður um Listasafn tslands, að huga að breytingum á lögum þess og endurskoðun á stjórnskipan þess allri. Kjartan tjáði Morgunblaðinu, að honum virtist bréf sitt til ráðherra yfir- leitt hafa mælzt vel fyrir I röð- um myndlistarmanna. Að vísu kvaðst hann enn ekki hafa hitt samnefndarmenn slna þrjá I ráðinu en hann ætti von á svip- uðum viðbrögðum þaðan. Þeir væru komnir I safnráðið með nokkrum öðrum hætti en hann — kjörnir af samtökum mynd- listarmanna sjálfra en hann hefði verið skipaður af hálfu rlkisins og ætti þannig auðveld- ara með að skella hurðum og fara. VARMAL-ofninn er gerður úr stálrörum og áli, og framleiddur með nýtísku aðferðum, sem tryggir gæða framleiðslu og lágt verð. VARMAL-ofninn hefur 3/8“ stúta, báða á sama enda og má snúa ofninum og tengja til hægri eða vinstri að vild. HÁTEIGSVEGI 7 -REYKWVÍK - PÓSTHÓtF 5091 - SÍMI 21220

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.