Morgunblaðið - 25.10.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.10.1975, Qupperneq 1
16 SIÐUR 244. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósm.: 01. K. M Frá hinum fjölmenna fundi kvenna á Lækjartorgi f gær Útifundur kvenna á Laekiartorgi: 20 — 25 þúsund manns GÍFURLEGUR fjöldi kvenna tók þátt f útifundi á Lækjartorgi í gærdag — og að mati lögreglunnar munu 20 til 25 þúsund manns hafa verið á fund- inum. Hann stóð í hartnær tvær klukkustundir og þrátt fyrir lengd fundarins stóðu fundarmenn allan tfmann og hlýddu á dag- skrá hans, enda var það mál manna að hún hefði f senn verið skemmtileg óg óvenjuleg og ekki hlaðin sfgildum útifundaræðum, sem jafnan eru betri þeim mun styttri sem þær eru (Sjá forystugrein blaðsins í dag.) Mannfjöldinn naoi yfir allt Lækjartorg og upp eftir Banka- stræti að Ingólfsstræti og í Lækjargötu var einnig mikill fjöldi, sem náði allt að Amtmannsstig. Þá var mikill mannfjöldi í Austurstræti allt að Pósthússtræti. Á sjálfu Lækjar- torgi var staðið svo þétt að ógern- ingur var að komast yfir torgið. Fundarmenn héldu á borðum og skiltum með vígorðum í tilefni dagsins og baráttunnar, sem verið var að leggja áherzlu á. Sem dæmi má nefna örfá vígorð: „Ást er sameigínleg barátta“, Jafnrétti „strax í dag“, Við erum margar, Hver er nakti maðurinn í list- inni?, Jafnrétti í stöðuveitingum!, Kvennafrf, hvað svo????, Ekki bara dömufrí o.s.frv. Þá mátti viða sjá vígorðið: Jafnrétti, fram- þróun, friður, en það eru einkunnarorð kvennaárs Sam- einuðu þjóðanna. Enn langt í full réttindi f reynd. Áður en hin eiginlega dagskrá fundarins hófst lék lúðrasveit stúlkna úr Kópavogi nokkur kvennabaráttulög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Því næst tók til máls Guðrún Erlendsdótt- ir, hæstaréttarlögmaður, en hún er jafnframt formaður hinnar ríkisskipuðu Kvennaársnefndár. Guðrún sagði, er hún setti fund- inn, að þótt íslenzkar konur hefðu þegar fengið flest þau réttindi, sem kynsystur þeirra væru að I berjast fyrir viða um heim, þá væri þó enn langt f land til þess að koma á fullu jafnrétti í reynd. Til þess að vekja athygli á þessu og til þess að flýta fyrir jafnréttis- þróuninni hefði verið ákveðið að hafa kvennafri 24. október og Guðrún kvað þann dag ekki hafa verið valinn af handahófi, þvi að dagurinn væri dagur Sameinuðu þjóðanna og f ár væri kvennaár samtakanna. Sameinuðu þjóð- irnar hefðu ákveðið kvennaárið fyrst og fremst til stuðnings kon- um f þróunarlöndunum. „Með því að hafa þessar aðgerðir í dag vilj- um við minna á samstöðu okkar við allar konur, hvar í heiminum sem er,“ sagði Guðrún og sagði hún að með kjörorði kvennaárs, „Jafnrétti, framþróun, friður", væru allar rfkisstjórnir hvattar til þess að leggja sitt af mörkum til þess að slíkt takmark næðist sem fyrst. „Við höfum þá trú, að með þpssum aðgerðum hvetjum við allar konur til að standa vörð um Framhald á bls. 8 Tæplega helmingur fast- ráðins starfsfólks Mbl. er konur og lögðu flestar þeirra niður vinnu föstu- daginn 24. október til stuðnings jafnréttisbar- áttunni. Meðal þeirra voru setjarar blaðsins (en það er eingöngu sett af konum). Við útgáfu dagblaðs eins og Morgunblaðsins er ávallt viss hluti þess settur fyrirfram, þó að meginhlutinn sé að sjálf- sögðu unninn deginum áður. Eins og fram hefur komið var ekkert sett í blaðið í gær, en setjarar mættu til vinnu kl. 24, til að koma mætti sem fyrst út fréttum af baráttu- fundinum á Lækjartorgi, og er þetta blað því jafn- framt sérstakt framlag þeirra til jafnréttisbar- áttunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.