Morgunblaðið - 25.10.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1975 — ÉG ER mjög ánægð með þátt- tökuna í fundinum og kvennaárið á eftir að bera góðan árangur. Þannig hljómuðu flest svörin, sem Mbl. fékk hjá þvi fólki er að var spurt á fjöldafundinum á Lækjar- torgi i gær. Á meðan fundurinn stóð yfir, gekk Mbl. á milli fólks og spurði það um álit á kvenna- deginum og hvort það vænti breytinga á högum kvenna i fram- tiðinni eins og t.d. i launamálum. 200 FRÁ AKRANESI -— Ég er fjarskalega ánægð með daginn, sagði Borghildur Reynis frá Akranesi Barátta kvenna þetta ár á eftir að bera árangur, en það tekur sinn tima Á hvaða hátt telur þú að árang- urinn komi i Ijós? — Til að byrja með í launamálum og málum tengdum launamálunum. Siðan kemur hitt hægt og sígandi — Hefur þú notið dagsins eins og þú ætlaðir þér? — Já, við komum 200 konur saman frá Akranesi og Borgarnesi og farkosturinn er að sjálfsögðu Akraborg Þetta er góður hópur HVAR VÆRUM VIÐ ÁN KVENNA? — Mér lizt reglulega vel á þenn- an dag, sagði Emil Helgason þar sem hann stóð skammt frá söngpall- inum Og þessi dagur á eftir að verða til fyrirmyndar fyrir samtök kvenna — Telur þú. að hið alþjóðlega kvennaár eigi eftir að bera árang- ur? — Það vona ég svo sannarlega — Konur eiga að hafa jafn mikinn rétt og við karlmennirnir. Og hvað værum við án þeirra? LAUNAJAFNRÉTTI FLJÓTLEGA Astrid Guðmundsson vildi lítið segja um daginn, en sagði þó að baráttan hefði tvímælalaust borið góðan árangur og ætti það eflaust eftir að koma fram i launajafnrétti á næstunni Ennfremur yrði sennilega komið i veg fyrir fljótlega, að konur yrðu sniðgengnar i stöðum HLÝTUR AÐ BERA ÁRANGUR Fyrir framan stjórnarráðið hittum við Gizur Bergsteinsson að máli og spurðum hann hvernig fundurinn félli í hann — Mér lizt einkar vel á þessa góðu fundarsókn Hún sýnir að kon- ur standa nú saman Þess vegna hlýtur starfsemi ársins að bera ár- angur Og sannarlega vona ég, að einhver framgangur verði á þeim málum, sem konur hafa áhuga á. FUNDURINN STYRKIR BARÁTTUNA — Mér lizt Ijómandi vel á daginn, sagði Hildur Friðriksdóttir þar sem við hittum hana með ungan son sinn Arnar i fanginu á Hverfisgötu þar sem hún var á leið á fundinn — Ég held að árangurinn vcði góður. Eftir þessa baráttu hljótum við að fá kauphækkun, þannig að við stöndum jafnfætis karlmönnum. — Hvert er álit þitt á þessari góðu fundarsókn? Þessar þrjár gömlu konur höfðu komið sér fyrir á góðum stað við Lækjartorg. Ein þeirra hefur sett merkii dagsins á veskið sitt. Ljósm. Mbl.: E.B. — Jafn stórkostlegur fundur og þessi hlýtur að styrkja okkar baráttu KONURSÝNA LOKSINS SAMSTÖÐU — Þetta er frábær fundur, og konur sýna nú mikla samstöðu, sagði Brynjar Snorrason, sem við hittum að máli i Ingólfsstræti — Telur þú að þessi barátta kvenna eigi eftir að bera árangur? — Að sjálfsögðu á hún eftir að bera árangur, en það kemur auðvit- að ekki allt! einum hvelli. TEK MÉR FRlí KVÖLD [ Bankastræti hittum við unga konu með tvö börn, hún sagðist heita Hrönn Hreiðarsdóttir og að- spurð sagði hún, að reynslan yrði að skera úr um árangur baráttunnar — A hvaða sviði vildir þú ná árangri strax? — í launamálum Við erum núna að berjast fyrir launajafnrétti fyrst og fremst — Hefur þú notið dagsins á sérstakan hátt? — Ekki get ég sagt það, en ég vinn oft á kvöldin, og núna ætla ég mér að taka fri. LOSNAÐI AÐ MESTU VIÐ HEIMILISSTÖRFIN — Ég verð að segja, að mér lizt Ijómandi vel á þetta ár okkar kvenn anna og ég vona sannarlega að það eigi eftir að bera góðan árangur, þannig að jafnrétti i framkvæmd eigi ekki langt í land sagði Elisabet Þór- arinsdóttir — Hefur þú orðið að sinna heimilisstörfum i dag? — Nei, mér hefur liðið sérstak- lega vel í dag og hef losnað svo til alveg við heimilisstörfin og dagur- inn hefur verið eins og ég hafði hugsað mér. AÐALATRIÐIÐ AÐ SÝNA SAMSTÖÐUNA — Ég er mjög ánægð með þetta allt og held að árangurinn verði göður Aðalatriðið er að við konur sýnum samstöðuna, sagði Maria Guðvarðardóttir. — f hverju vilt þú fyrst ná árangri? — Það eru mörg atriði sem koma til greina, en ætli launamálin séu ekki stærsta málið — Hvernig hefur þér liðið i dag? — Hreint stórkostlega, rétt eins og ég ætlaði mér HUGURKARLMANNA NÆR OFT SKAMMT — Árangurinn af þessu starfi hlýtur að vera sá, að við stöndum jafnfætis körlum eftir nokkur ár, sagði Inga Kjartansdóttir — Hvar ætti hann að láta sjá sig fyrst? — í launamálum, þau eru aðalat- riðið Eftir þátttökuna á fundinum i dag, er sýnilegt að við konur getum náð árangri þótt allt komi ekki á morgun — Ertu ánægð með þátttöku karla i fundinum? — Karlmenn segjast margir vera mjög hrifnir af þessari baráttu okkar og samstöðu, en oft nær hugurinn ekki lengra en það — Hefur þú notið þessa dags sem er tileinkaður konum? — Alveg eins og ég hafði ætlað mér. LEIÐ Á ÞESSU KJAFTÆÐI — Ég er orðin dauðleið á þessu kjaftæði um kvennaárið, það er látið eins og við séum að deyja út, sagði Sigrún Hermannsdóttir, og bætti við, hins vegar er ég hrifin af þeim árangri sem virðist ætla að nást. — Hvernig finnast þér konur hafa tekið þessari baráttu, sem verið hefur á þessu ári? — Sumar hverjar láta þannig að þæra vita ekkert hvað þær meina og aðrar vilja helzt ekki taka þátt i þessu, þar sem þær segjast hafa það mjög gott Það verður bara að taka það með í reikninginn, að margar konur búa við mjög mikið óréttlæti T.d hafa fullorðnar konur eyðilagt mikið fyrir okkur oft á tiðum. Það vita allir að i verksmiðjum og frysti- húsum búa konur við gifurlegt órétt- læti. — Annars held ég. að karlmenn fari nú að átta sig á þvi að það er ekki hægt að bjóða konum allt — Ertu ánægð með daginn? — Já, það er ég, en ég er líka feginn að hann er að verða búinn Ef þessu mali hefði haldið öllu lengur áfram, hefði það ekki orðið okkur til góðs Rabbað við þátttakendur á útifundinum á Lækjartorgi Hrönn HreíóarsdóUii Emil Heigason Hiidar Fiiðriksdóttir Elísabet Þórarinsdöttir Launajafnrétti er höfuðmálið Astrid Guómnndsdóttir Brynjar Snorrason Marfa GuAvardsdóttfr Inga KJartansdóttir Sigrún Hermannsdóttir Skipstjórar helltu uppá fyrir konumar MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við 12 staði á lands- byggðinni f gærkvöldi til að fá fréttir af þátttöku kvenna f þeim hátfðarhöldum, sem voru skipulögð í tilefni dagsins, en almennt lögðu konur niður vinnu í gær og fjölmenntu þar sem konur höfðu ákveðið að koma saman. Fara hér á eftir f stuttu máli fréttir af kvenna- frísdeginum úti á landsbyggðinni, þ.e. flestum þeirra staða sem einhver skipulögð dagskrá fór fram. Almenn kvenna- dagstilþrif á landsbyggðinni AKUREYRI Mikil þátttaka var í kvennafrí- inu á Akureyri og mjög mikil aðsókn að dagskrá Kvennadagsins í Sjálfstæðishdsinu. Þar var þá drepið í hverja smugu. Konur sá- ust við afgreiðslu i tiltölulega fáum verzlunum og sumar verzlanir voru lokaðar. Amaróbúðirnar t.d., nokkrar af kjörbúðum KEA, Vöruhúsið og fleiri verzlanir. Kennsla í skólum gekk skrykkjótt þar sem bæði vantaði kvenkennara og náms- meyjar, en dagskrá dagsins stóð til kl. 6. Landsbanki Islands á Akureyri tók í gær í notkun sitt gamla húsnæði eftir gagngerðar endur- bætur, en fremur var þar fátæk- Iegt inni, því konurnar vantaði. Hins vegar sendu starfskonur bankans starfsbræðrum sínum í bankanum veglegan blómvönd með kvennadagsmerkinu. SAUÐARKRÓKUR Sumar búðir voru lokaðar í gær, en unnið var að slátrun í báðum sláturhúsunum. I öðru sláturhús- inu mættu allar konurnar nema 4 ti! vinnu, en í hinu mættu mjög fáar til vinnu. Opið hús var í Samkomuhúsinu þar sem konur komu saman, en skipstjórar, stýri- menn og kokkar af togurunum helltu upp á könnuna og báru konunum molakaffi. fSAFJÖRÐUR Kl. 10 árla dags hófst dagskrá kvennanna með miklu stuði f félagsheimilinu í Hnífsdal þar sem íþróttakennarar stjórnuðu morgunleikfimi kynsystra sinna og mættu nokkrir tugir kvenna til leiks. Kl. 13.30 hófst síðan dag- skrá í Alþýðuhúsinu, var þar troð- fullt og aldrei hefur eins margt fólk verið þar inni. Þar voru flutt ávörp, skemmtiatriði og kammer- tónlist og auk heimakvenna voru þar konur frá Flateyri, Þingeyri, Súgandafirði, Bolungarvík og Súðavfk. Þá fylgdust konur með æfingum hjá Litla leikklúbbnum þar sem 4 karlmenn dönsuðu m.a. fyrir þær, en almennt voru konur frá vinnu. Þó mættu t.d. 11 konur til vinnu hjá ísfélaginu. PATREKSFJÖRÐUR Frystihúsið var lokað f gær vegna kvennafrísins, en búðir voru yfirleitt opnar. Nokkuð var um að konur á skrifstofum legðu niður vinnu og kvenkennarar kenndu ekki. Var ýmis gangur á f þessum efnum hjá konunum á Patreksfirði, en samkomuhald var ekkert og almennt munu hús- mæður hafa sinnt sfnum venju- legu heimilisstörfum. VESTMANNAEYJAR Konur hópuðust saraan á Stakkagerðistúninu kl. 2 og þaðan gengu síðan um 500 konur fylktu liði undir islenzka fánanum og nokkrum kröfuspjöldum að Félagsheimilinu þar sem var opið hús fram á kvöld með ræðuhöld-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.