Morgunblaðið - 25.10.1975, Side 3

Morgunblaðið - 25.10.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTOBER 1975 3 Svipmyndir frá vinnustöðum Söknuðu kvennanna „Það hefur bókstaflega ekkert verið að gera," sögðu til að mynda tveir karlmenn í Útvegsbankanum sem orðið höfðu að hlaupa i skarð stúlknanna í sparisjóðsdeildinni. Og i þvi mátti heyra Guðrúnu Á.SÍmon- ar flytja ofurlitla tölu um góðsemi við karlmenn til að sjá þeim fyrir iþróttum „Það er hugur i þeim þarna hinum megin við þilið," taut- aði þá annar bankastarfsmannanna. Hjá Silla & Valda i Austurstræti var töluvert verzlað og meira að segja mátti sjá þar konur innan um með innkaupakörfur undir hendinni en ekki eina einustu stúlku við af- greiðslu. „Við urðum að setja strák- ana i Kjötinu við afgreiðslukassana," sagði einn af starfsmönnunum, „og jafnvel orðið að kalla inn bilstjórana sem keyra út vörurnar, til að af- greiða Þess vegna verður ekkert keyrt heim i kvöld né tekið á móti pöntunum í sima i dag. Þetta hefur þó allt bjargazt sæmilega vegna MEÐAN um 25 þúsund konur stöppuSu stálinu hver ( aðra með ræðum og baráttusöngvum á útifund- inum á Lækjartorgi i gær, reyndu karlmennirnir af fremsta megni að halda rekstri fyrirtækja og stofn- ana í miðbænum gangandi. Raunar mátti sjá konur við störf á örfáum stöðum, en í flestum tilfellum voru þær þó á vinnustað sínum með hugarfari miskunnsama Samverjans — a.m.k. var því þannig farið um konurnar í Reykjavíkur- apóteki og á Talsamband- inu við útlönd. Það var yfirleitt sam- dóma álit þeirra karlmanna sem Morgunblaðsmenn hittu í gær í upp undir það kvenmannslausum fyrir- tækjunum, að sæmilega gengi að halda þeim gang- andi og þökkuðu þeir það hversu litið væri að gera þennan dag — m.a. vegna þess hversu mörg fyrirtæki hefðu orðið að loka vegna almennrar þátttöku í kvennafríinu. KARLKYNS KENNARAR GÁFU SIG HVERGI OG STUNDUOU KENNSLU ÞÓTT ÞEIR YRÐU AÐ TAKA BÖRNIN MEÐ i SKÓLANN, EINS OG STEFÁN HALLDÓRSSON, SEM HÉR ER AÐ HLÝÐA YFIR EINUM NEMANDANUM f VALHÚSASKÓLA. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M) • KARLMENN TÓKU VIÐ AFGREIÐSLUKASSANUM f SILLA & VALDA f AUSTURSTRÆTI. • EINN KARLMAÐUR VANN 9 KVENNA VERK I PÓSTHÚSINU. • SUMIR URÐU AÐ TAKA MEÐ SÉR BÖRNIN f VINN UNA. þess að það hefur ekki verið mikið að gera I dag. Hins vegar var hér allt brjálað að gera i gær (fimmtudag) og við vorum að keyra út pantanir alveg fram til kl 10 um kvöldið Okkur var einnig tjáð að alla jafnan ynnu um 30 stúlkur i verzluninni, „en þær tóku sér allar fri i dag — hver og ein einasta." Tvær konur voru við afgreiðslu i Reykjavikurapóteki „Á nú að fara að auglýsa fyrir alþjóð að við séum að svikja lit," sögðu þær er Ijósmynd- arinn mundaði myndavélina en bættu við „en þá ætlum við að láta ykkur vita að venjulega vinna hér um tiu konur við afgreiðslu en núna erum við bara tvær. Við höfum skipzt á að vinna hér i dag en aldrei fleiri en tvær í einu — þvi að við teljum annað ekki forsvaranlegt vegna okkar þáttar i heilsugæzlunni. Karlmennirnir þarna innanbúðar sjá að öðru leyti um afgreiðsluna þegar við höfum ekki undan " I Pósthúsinu voru fáeinir karl- menn að vinnu — engin kona Einn karlmaður annaðist frímerkjasöluna þar sem hann undir venjulegum kringumstæðum vinnur með niu stúlkum „Nei, það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið dauflegur dagur," sagði hann. „Öll útibúin eru lokuð út af kvennafriinu svo að allur straumurinn liggur hingað í dag Ég er þvi orðinn sveittur eins og þið sjáið En það er ósköp tómlegt að vera án stúlknanna og ég sakna þeirra, mikil ósköp." Og það er varla skrítið þótt honum þætti tómlegt, þvi að alla jafnan starfa um 25 stúlkur í aðalsalnum í Pósthúsinu en í gær voru þar innan við tíu karl- menn Þeir Landsbankamenn minntust naumast náðugri daga en i gær. Sólon Sigurðsson, fulltrúi i vixla- deild aðalbankans og formaður Sambands isl bankamanna, sagði okkur að störfin i bankanum hefðu gengið nokkurn veginn eðlilega fyrir sig, enda óvenju rólegt um að vera „Ég geri ráð fyrir að alls hafi um 5—10 konur verið að störfum hjá Landsbankanum i dag — af um 500 konum i allt, svo að það má einna helzt likja þátttöku kvennanna hér við kosningaþátttökuna austur á Fjörðum, þar sem að 99,99% kusu i einum kosningunum." Oddur félagi hans Guðmundsson hafði orðið að taka börn sin tvö með i vinnuna og voru þau að leik innan um bankastarfsmennina í vixladeild Sólon lét vel yfir krökkunum og kvað þau ekki hafa valdið truflunum á neinn hátt — „þetta eru svo góðir krakkar", sagði hann í sparisjóðs- deildinni hittum við lika annan eiginmann, sem eins var ástatt fyrir en eins og Oddur og börn hans, tóku þau hlutskipti sinu með jafn- aðargeði Við höfðum af þvi fréttir, að ef komið hefði til tals innan bankans að koma upp barnagæzlu innan bfnkans, hefðu eiginkonur bankamannanna almennt krafizt þess að eiginmennirnir önnuðust börnin þennan dag „Svo fór þó ekki," sagði Sólon, „en þvi er ekki að neita að i gamni var um það rætt meðal okkar, að réttast væri að fá einhverjum bankastjóranum barna- gæzlustarfið, ef karlmennirnir kæmu með börn sín til vinnu i miklum mæli " Karlmenn önnuðust öll gjaldkera- störf i vixladeildinni, en þau annast konur alla jafnan Karlmennirnir þar kváðust þó ekki kvarta undan þessum störfum, þar eð þeir væru vanir þeim frá fyrri tið en kváðust samt sakna stúlknanna. Hvers sökn- uðu þeir mest varðandi fráhvarf kvennanna? „Að sjá þær — horfa á þær," var svarið. í þann mund sem við vorum að yfirgefa bankann komu starfsstúlkur i sparisjóðsdeild bankans askvaðandi inn um dyrnar og afhentu karlmönnunum sem þar stóðu í þeirra sporum eina stóra rauða rós. Einhvern veginn virtist AUÐ SKIPTIBORÐIN A TALSAM- BANDINU VIÐ ÚTLÖND EN STÚLKURNAR ERU EKKI FJARRI EF NEYÐARTILFELLI SKYLDU KOMA UPP. svo sem karlmennirnir vissu ekki hvernig þeir áttu að taka þessari óvæntu auðsýndu samúð og það kom á daginn, að það er álika árangursrikt fyrir konur að gefa karl- mönnum blóm og fyrir íslendinga almennt að leggja peningana inn á sparisjóð — þeir höfðu ekki einú sinni vit á þvi að setja rósina i vatn, svo að gefendurnir urðu að annast það Loks höfðum við viðkomu hjá stúlkunum á Talsambandinu við út lönd. Þar sitja venjulega i kringum tiu önnum kafnar stúlkur við mæla- borð en að þessu sinni voru þau auð en tvær stúlkur sátu i dálitilli setu- stofu. drukku kaffi og nörtuðu i köku „Hér veitum við ekkert nema neyðarþjónustu i dag," sögðu þær „Við byrjuðum vaktina kl 2 í dag og það hefur bókstaflega ekkert verið að gera nema hvað öðru hverju skreppum við fram til að slökkva pöntunarljósin þegar okkur virðast borðin vera að brenna yfir Annað gerum við ekki." Við spurðum þær hvort ekki hefði frétzt um aðgerðir íslenzkra kvenna til samsvarandi stöðva erlendis „Jú, við höfum bæði fengið hvatmngu og stuðning frá stúlkunum i Kaup- mannahöfn og Montreal, og raunar höfum við heyrt að í Kanada standi til að gripa til einhverra svipaðra aðgerða " STARFSSTÚLKURNAR i SPARISJÓÐSDEILD LANDSBANKANS FÆRÐU STAÐGENGLUM SÍNUM STÓRA RAUÐA RÓS OG ÞAÐ VAR KÁTT Á HJALLA. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) SIGLUFJÖRÐUR um, söng og skemmtiatriðum og stanzlaust rennerf var á könnuna eins og lfklega víða um land í gær, en ekki gengu Eyjakonur algjör- lega karlmannslausar til leiks, því bumbuslagurinn í göngu þeirra var karlkyns. Nokkrir Eyjapeyjar úr gagnfræðaskólanum göntuðust með kröfuspjöld á móti göngu kvenna þar sem á stóð m.a. Við viljum vinnufrið, en konurnar héldu sfnu striki að sjálfsögðu. Á Siglufirði var opið hús í Hótel Höfn og má segja að algjört fri hafi verið hjá konum á vinnu- markaðinum, en f Höfn skemmtu þær sér með spjalli og skemmti- atriðum. BORGARNES Almennt tóku konur sér frí frá störfum í gær og varð Kaup- félagið t.d. að loka að hluta. Ekki var slátrað sauðfé i Borgarnesi í gær vegna kvennafrfsins, en hins vegar var slátrað nautgripum, því karlmenn sjá um þá vinnu. Konur hittust í hótelinu sér til dundurs i gamni og alvöru. HUSAVlK Dagskrá kvennadagsins byrjaði kl. 8 f gærkvöldi í Félagsheimil- inu og stóð til kl. 5. Þar skemmtu konur sér við spil, söng og ýmis- konar dagskráratriði, en almennt lögðu konur á Húsavik niður vinnu f gær og margar búðir voru hálf lamaðar vegna kvennaleysis. Annars var óvenju rólegt i bænum miðað við virkan dag, en þeim mun líflegra í félagsheimil- inu. Nokkuð var um að konur úr nærliggjandi sveitum kæmu í bæinn til þátttöku í dagskrá stall- systra sinna. AKRANES Fjölmennur hópur Akranes- kvenna fór til fundahalda kvenna á Lækjartorgi i gær og ferðuðust konurnar með Akraborginni. Gengu þær fylktu liði frá skips- hlið til Lækjartorgs syngjandi sælar og glaðar, en f gærkvöldi héldu þær samkomu í Röst á Akranesi þar sem sitthvað var á dagskrá í gamni og alvöru. NESKAUPSTAÐUR Konur komu saman kl. 9 i gær- morgun f félagsheimilinu Egils- búð og var þar ýmislegt til skemmtunar i gær. Svo til allt atvinnulif, sem konur koma nálægt lá niðri. HÖFN I HORNAFIRÐI . Þar komu konur saman kl. 9 i gærmorgun f félagsheimilinu Sindrabæ, en þar var opið hús i gærdag. Ymislegt var til skemmt- unar, leikir og ræðuhöld. Þá fóru konur í kröfugöngu um bæinn og tóku lagið um leið. Konur lögðu undir sig hótelið í gærkvöldi. SELFOSS í morgun var samkoma kvenna í Selfossbiói. Voru þar höfð uppi ýmis skemmtiatriði og ræður fluttar. Um hádegisbilið fór hóp- ur kvenna til Reykjavikur á úti- fundinn. Opið hús var i Tryggva- skála.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.