Morgunblaðið - 25.10.1975, Side 8

Morgunblaðið - 25.10.1975, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTOBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Jákvæð barátta konunnar Aeinu vígspjaldanna á hin- um stórglæsilega og eftir- minnilega baráttufundi kvenna á Lækjartorgi i gær stóð stórum stöfum: „Ást er — sameiginleg barátta". Vonandi verður leiðarahöfundum Morgun- blaðsins fyrirgefið að hefja skrif sín í tilefni kvennadagsins með því að vitna í þetta skemmti- lega vígspjald, þar sem hug myndin er sótt í einn af vin- sælustu föstu dálkum blaðsins. Þessi orð undirstrika rækilega þann kjarna kvennabaráttunn- ar, að hér á landi ríki fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og að úrbótum verði unnið, þar sem þörf er á. Fyrrnefnd orð minna jafnframt á þær yfir- lýsingar ræðukvenna að bar- átta þeirra sé jákvæð, og jafn- framt þá hvatningu, sem fram var borin af hálfu alþingis- manna úr kvennaröðum þess efnis, að konur standi vörð um réttindi sín, kristilegt siðgæði og þjóðréttindi. Baráttufundurinn á Lækjar- torgi fór hið bezta fram og var okkur öllum til sóma, eins og raunar dagurinn í heild, bæði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Þung undiralda ólgaði að sjálfsögðu í þjóðlífi ís- lendinga I gær, en yfir degin- um var samt birta og skemmti- legt viðmót, sem hafði meiri áhrif, m.a. á karla, en innan- tóm glamuryrði, sem allir eru löngu orðnir þreyttir á. Sum skeytin, sem send voru Lækjartorgsfundinum, voru einmitt i þessum anda og urðu þess vegna ekki sízt, eins og margt annað, eftirminnilegri en ella. Dæmisaga húsfreyjunnar, sem m.a. flutti ávarp á fundin- um, um músamömmuna, sem áminnti börn sín að fara nú ekki að hugsa — það ætti músapabbi einn að gera enda hugsaði hann mikið, — varð áreiðanlega ýmsum minnis- stæðara veganesti inn í áfram- haldandi jafnréttisbaráttu en sumt annað af alvarlegri toga. Allt'féll þetta i góðan jarðveg og mætti verða þeim nokkurt umhugsunarefni, sem efna til baráttufunda á íslandi í fram- tíðinni. Með Lækjartorgsfund- inum hafa konurnar rutt nýja leið í hagsmunabaráttu hér á landi og kunna betur en karlar, sem slíkum fundum hafa stjórnað, að krydda alvöruna hæfilegu gamni Það voru eng- ar þrælkúgaðar konur, bitrar og húmorlausar, með saman- bitnar varir og forhert hjarta, sem komu saman til funda á kvennadaginn, heldur skemmtilegir og ákveðnir sam- fylgdarmenn karla — konur sem eru staðráðnar í því að halda reisn sinni og auka hana í samræmi við þann arf, sem þær hafa hlotið frá formæðrum okkar, enda var engin tilviljun að stundum var á Lækjartorgs- fundinum vitnað í reisn islenzkra kvenna til forna og að sjálfsögðu voru heimildirnar sumar dýrustu perlur íslenzkra bókmennta eins og Njála og Gisla saga Súrssonar. Hvergi var reisn konunnar meiri en hér á landi á þjóðveldisöld og er því við hæfi og í fullu samræmi við sögulega hefð frá fyrstu öldum íslandsbyggðar, þegar íslenzkar konur taka nú forystu um mannréttindi og jafnrétti kvenna í heiminum, en það er í senn athyglisverð og hörmuleg staðreynd, að konur láta eða geta ekki látið til sín heyra, einmitt í þeim löndum, þarsem ófrelsi þeirra og kúgun er mest. En við fögnum því öll, að rödd íslenzku konunnar heyrist nú um heimsbyggð alla. En það er fyrst og síðast skylda okkar við sjálf okkur, sögu og framtíðar- vonir, að hlusta á þessa rödd, láta hana heyrast áfram á íslandi, ekki sem innantómt orðagjálfur, heldur brýningu og kröfu um fullt jafnrétti milli kynjanna, eins og lög standa til. „Við höfum þá trú," sagði fundarstjórinn á Lækjartorgs- fundinum, „að með þessum að- gerðum hvetjum við allar konur til að standa vörð um réttindi sín og mannréttindi yfirleitt." Morgunblaðið tekur að sjálf- sögðu undir þessi orð og jafn- réttisbaráttu yfirleitt, enda hefur mikið af efni- blaðsins verið helgað konum sérstak- lega á þessu ári — og hefur farið vel á því. Konur hafa jafnan verið stoð og stytta blaðsins og á það ekki sízt velgengni sina að þakka, hve traustir lesendur blaðsins þær eru. Auk þess er tæpur helmingur fastráðins starfsfólks blaðsins konur. Blaðið í dag er einkum helgað baráttu kon- unnar og er þannig framlag þeirra kvenna, sem á Mbl. starfa, og annarra starfsmanna blaðsins, til jafnréttisbaráttunn- ar. En blaðið er aðeins 16 síður. Allt er þetta gert með samkomulagi við konurnar og hafa þær verið með í ráðum um þessar starfsaðferðir. Að lokum sendum við öllum íslendingum, og þá að sjálf sögðu íslenzkum konum sér- taklega, kveðjur og árnaðar- óskir með vonum um, að dag- urinn i gær verði einn eftir- minnilegasti áfangi að lang- þráðu marki. — Útifundur Framhald af bls. 1 réttindi sín og mannréttindi yfir- leitt.“ Laun kvenna aðeins 73% af launum karla. Fyrsta ávarp fundarins flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, verkakona. Hún sagði að snemma í sumar hefðu nokkrar konur af ólíkum stjórnmálaskoðunum komið saman og hafið undirbun- ingsstarf að kvennafríinu og hefðu þær unnið saman allan tím- ann og kvað hún þennan fund vera árangurinn — svo margar væru íslenzkar konur. Þá ræddi hún um launamisréttið í þjóð- félaginu og hún spurði: Hvar er sá kyndill, að hinn sterki skyldi styðja hinn veika. Konur hefðu aðeins 73% af launum karla fyrir sömu vinnu og muninn kvað hún víða muna um 30 þúsund krónur á mánuði. Kvað hún enga mundu frelsa konur, nema þær sjálfar og því þyrfti á samtakamætti þeirra að halda. Hún kvað konur ekki sækjast eftir neinum forrétt- indum umfram karla — aðeins jafnrétti — hvorki meira né minna. Á milli talaðra atriða á fundinum stjórnaði Guðrún Á. Símonar, óperusöngvari, fjölda- söng. Guðrún var Iétt í lund að vanda og sagði ýmsa brandara, sem vöktu kátínu fundarmanna. Hún sagði m.a. að ekki mætti skilja kvennafrí svo að konum væri bannað að vera góðar við karla. Það væri nauðsynleg leik- fimi fyrir karl. Fyrsta lagið, sem Guðrún stjórnaði í fjöldasöng var: „Hversvegna kvennafrí?“ Konur hafa ekki notað kosningarétt og kjörgengi sem skyldi. Næst tóku til máls og fluttu sameiginlega ræðu alþingismenn- irnir, Sigurlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobsdóttir. Atriði þeirra nefndist alþingismannahvatning. Þær sögðust komnar upp á sviðið fyrir framan, Útvegsbankann til þess að sýna % hluta af þingliði kvenna á Alþingi. Ragnhildur Helgadóttir hefði þurft að fara utan á kvennasögusýningu á Norðurlöndum og þar með væri þriðjungur af þingliði kvenna fjarverandi og væri horfinn af landinu. Þær gátu þess að á kjör- skrá fyrir síðustu Alþingiskosn- ingar hefði verið 63.321 karl og hefðu þeir 57 fulltrúa á Alþingi eðá 95% alþingismanna. Konur hefðu verið ívið færri eða 63.070 talsins og hefðu fengið 3 kjörna fulltrúa eða aðeins 5% alþingis- manna. Á þeim 60 árum, sem liðin væru frá því er konur fengu kosn- ingarrétt og kjörgengi hefðu að- eins 9 konur verið kjörnar á Alþingi, en 257 karlar. Kváðu þær hlutfallið vera ein kona á móti tuttugu og átta og hálfum karli. Alþingismennirnir Sigurlaug og Svava sögðu að þetta hlutfall, þrjár konur á móti 57 körlum, væri staðreynd, sem sýndi að kon- ur hefðu ekki notað þann rétt, sem þær hefðu hlotið fyrir 60 árum á réttan hátt. Þær töldu þjóðinni borgið, ef konur fengju að taka meiri þátt I mótun laga, en minntust á það einnig, að hlut- verk móðurinnar í þjóðfélaginu og húsmóðurinnar innan heimilis- ins væri þess eðlis að I gegnum það gæti konan haft áhrif á hag- sýslu og hagstjórn og mikilsvirði væri einnig að uppeldishlutverk hennar færi henni vel úr hendi. Alþingismennirnir hvöttu konur til þess að standa vörð um réttindi sín og skyldur, kristilegt siðgæði og þjóðréttindi. Er alþingismannahvatningin var á enda hóf Guðrún Á. Símonar söng á ný og sungu nú allir fundarmenn lagið „Svona margar“. Þá hófst þáttur Kvenréttinda- félags Islands í fundinum. Flutt var Ijóðið „Til fósturlandsins freyju“ eftir Valborgu Bents- dóttur. Höfundur flutti Ijóðið. Þá fluttu Lilja Ólafsdóttir, Amalía Sverrisdóttir og Elfa Björk Gunnarsdóttir Völvuþátt, sem tekinn var saman af konum í stjórn Kvenréttindasambands Is- lands og Sólveig Ólafsdóttir, for-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.