Morgunblaðið - 25.10.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.10.1975, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTOBER 1975 Minning: Agúst Olason bóndi Mávahlíð Fæddur 21/81897 Dáinn 13/9 1975 „Hver er maðurinn að þú minn- ist hans.“ Máriudaginn 22. september fór fram útför Ágústs Ólasonar frá Mávahlíð að Brimilsvöllum að við- stöddu miklu fjölmenni. Þó var það lítill hluti af öllum samferðar- mönnum hans, á Iangri lífsleið, ég fullyrði einnig að lítill hluti af þeim mörgu sem hafa notið gest- risni og fyrirgreiðslu á heimili hans i meira en hálfa öld sem þau hjón hafa búið í Mávahlíð. Ágúst var fæddur á Stakkhamri í Miklaholtshreppi 21/8 1897. Sonur Lilju Benónfsdóttur og Óla Jónssonar. Þar ólst hann upp og átti heima fram yfir tvítugsaldur. Árið 1921 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni Þuríði Þorsteins- dóttur frá Hólkoti i Staðarsveit. Það ár byrjuðu þau búskap á Ingj- aldshóli i Neshreppi. Árið 1922 kaupir hann hálfa jörðina Máva- hlíð í Fróðárhreppi, seinna eign- aðist hann jörðina alla. Þar hafa þau hjón búið síðan. Nú um nokk- ur ár hefur heilsu hans farið hnignandi, hefur þvi búskapur- inn hvilt á sonum hans, Þorsteini og Leifi, sem nú hafa algjörlega tekið þar við búskap. Þau hjón eignuðust sex mann- vænleg og drengileg börn, sem öll eru á lífi, en fjögur þeirra eru flutt í burtu en fyrrnefndir bræð- ur eru heima i Mávahlíð. Nöfn systkinanna eru þessi: Elínborg, Jóna, Þorsteinn, Ragnar, Hólm- fríður og Leifur. Mávahliðin má teljast í röð bezt setinna bænda- býla að húsakosti, ræktun og allri umgengni. Þó að hjónin Ágúst og Þuríður eigi snarastan þátt i þessu uppbyggingarstarfi verður ekki fram hjá því horft.að börnin þeirra hafa líka lagt þar hönd að verki. Þó nokkuð af systkininum sé búsett annars staðar hafa þau oft rétt þangað hjálparhönd. Þessu fólki er hjálpsemi og sam- heldni í blóð borin. Hjálpsemi þeirra nær líka til vandalausra sem þurfa á hjálp að halda. Þegar þau hjón byrjuðu búskap var bústofninn of lítill til að geta staðið undir jarðakaupum og um- bótum á jörðinni. Til að bæta úr því hafði Ágúst póstferðir frá Ól- afsvík að Gröf í Miklaholtshreppi um áratugabil. Þeir sem fara þá leið í bíl eins og hún er nú verða að líta aftur í tímann til þeirra ára þegar Ágúst hafði póstferðir á þeirri leið. Lítið var um upp- byggða vegi á þessari leið, ár og lækir óbrúuð. Þegar komið var að þeim fullum af krapi, ófærum yf- irferðar fyrir menn og hesta i blindhríð, þá varð að leita fyrir sér um yfirkomuleið. Fróðárheiði, þar er oft stórviðrasamt, gamli vegurinn oft i kafi af snjó, oft varð að fara langt afvega til að komast fyrir skafla sem voru ófærir yfirferðar. Þá var erfitt að ná réttri stefnu á þá leið sem fara skyldi því misvindasamt er i kringum háar borgir. í hríð og myrkri er reynt að átta sig á vind- stöðu en á þessum slóðum er hún ekki örugg. Þá var stundum reynt að styðjast við eðlisgáfu hests og + Eiginmaður minn og faðir, KJARTANHARALDSSON bif reiðastjóri, Grundarstlg 26. andaðist i sjúkrahúsi Sauðárkróks, miðvikudaginn 22. október, Maria Harmannsdóttir, Ómar Kjartansson. Bróðir okkar + GUNNAR ÓLAFSSON. Véltæknifræðingur Verður jarðsettur frá 10.30 Fossvogskirkju, mánudaginn 27. október kl. Fyrir hönd aðstandenda Nanna, Sigrún og Kristin Ólafsdætur. t Konan mín ODDNÝ JÓHANNA ZÓPHANÍASDÓTTIR frá Göngustöðum, Svarfaðardal. lést á Landspitalanum að kvöldi 20 október Minningarathöfn fer fram i Fossvogskirkju þriðjudaginn 28 þ m kl 10,30 Jarðsett verður að Urðum Svarfaðardal miðvikudaginn 29 þ m kl 14 00 Blóm og kransar áfþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Sjálfsbjörg Fyrir mina hönd barna, tengdabarna, barnabarna og annarra vanda- manna Þórarinn Valdimarsson. + Innilegt þakklæti færum við öllum þeim fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útfær, HARÐARJÓNASSONAR, Rauðagerði 1 6, Sérstakt þakklæti færum við samstarfsfólki hins látna við Gjaldheimt- una i Reykjavík Fyrir hönd aðstandenda. Kristin B. Árnadóttir. hunds, ratvisina. Þessar ferðir voru ekki færar nema afburða duglegum ferðamönnum. Það tel ég, að Ágúst Ólason hafi verið. Þú ókunnugi maður sem lest þessar línur skalt fletta upp i Öld- inni okkar II B bls. 105, þá veistu hver maðurinn er sem ég minnist. Þar er stutt frásögn af einni póst- ferð hans. Ágúst andaðist á Stykkishólms- spítala 13/9 s.l. og var þá nokkr- um dögum meir en 78 ára. Ég var svo heppinn að eiga Mávahlíðar- hjónin að nágrönnum i 43 ár. Leitaði ég oft til þeirra þeg- ar mér lá á bæði til hjálpar mönnum og skepnum. Það var alltaf efst í huga mín- um þegar erfiðleikar voru á mínu heimili að biðja um hjálp í Mávahlíð, ég fór aldrei ómaksferð þangað. Ef læknis þurfti að vitja á nótt eða degi voru synirnir jafnt fljótir til að ræsa bílinn. I vondum næturferð- um fór Ágúst með, aldrei ók hann bíl, hann kunni betur taumhald- inu á hestinum. Samferðamenn- irnir sakna hans og kveðja hann með þökk og virðingu. Hann var sá maður, sem ekki var eitt í dag, annað á morgun, honum mátti ávallt treysta. „Sorgin hin bljúga og blíða, er brúðir hins æðsta í heimi.“ Ástvinirnir syrgja hann, þeir sjá sætið hans autt. Dauðinn ber líkn til þeirra sem þjáðir eru og þarfnast hvíldar. Það er huggun í harmi. Við hjónin vottum Þuríði í Mávahlíð og vandamönnum henn- ar samúð okkar. Við þökkum góðum samferðar- manni góða og langa samfylgd á lifsleiðinni. Það er ekki ofsagt að Ágúst Ólason var góður drengur. Þegar við hefjum búskap á landi eilífðarinnar óskum við að eiga Mávahlíðarfólkið fyrir ná- granna. Ágúst Lárusson frá Kötluholti. Sveinn Sigurð- ur Gunnarsson Fæddur 7/8 1955 Dáinn 20/9 1975. Kveðja frá bekkjarfélögum Það Iiggur fyrir öllum að deyja.: Samt er það nú svo að engum er það gefið að geta tekið dauða ná- ins vinar eða ættingja með tómri léttúð. Sárust verður sorgin þegar hann er ungur og á lífið fyrir sér. Sumir segja: Er maður ekki ein- ungis að vorkenna sjálfum sér? Ekkert þýðir að vorkenna hinum látnu. En er maður ekki einmitt áhorfandi að hinum eina og sanna harmleik þegar líf, ólifað líf ungs manns ásamt öllum hans draum- um er tekið frá honum? Svenni er dáinn. Hér verður ekki gerð tilraun til að lýsa persónueinkennum hans. Öll slík orð verða á sama veg og í raun- inni tilgangslaus. Og fyrir þá, sem þekktu Svenna, eru orð svo óendanlega lítilf jörleg. Dauðinn hefur höggvið skarð í þann fámenna hóp nýstúdenta, sem útskrifaðist frá Mennta- skólanum að Laugarvatni í vor er Ieið. Skarð sem aldrei verður fyllt. Eftir eru aðeins óteljandi fagrar minningar um góðan dreng og vin. Svenni er farinn frá okkur, en hann skilur eftír ómetanleg áhrif og minningar, sem aldrei glatast. Mestur er missirinn foreldrum hans og sytkinum. Við vottum þeim okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Sveins Gunnarssonar. Bekkjarsystkin frá Laugarvatni. „Þegar Kristur kemur” Þannig hljóðar yfirskrift æskulýðsviku K.F.U.M. og K„ sem hefst sunnudaginn 26. október og lýkur sunnudaginn 2. nóvember. I samræmi við yf- irskrift vikunnar mun verða fjallað um ýmis kjarnaatriði kristinnar trúar, þar sem Jesús Kristur er þungamiðja og afl- vaki. Bent er á komu Jesú Krists gegnum allar aldir, að hann kemur inn í dag- legt lif nútímamannsins og hefur orð að segja þér, manninum á götunni. Yfir- skriftir eða stef kvöldanna bera því merki, því þegar Jesús kem- ur, menn vænta hans, hann kallar, sýknar og sendir ásamt fleiru. Fjöldi manns mun koma fram á samkomum þessum, sem fram fara á hverju kvöldi þessa viku i húsi K.F.U.M. og K., Amt- mannsstíg 2B. Nefna má m.a. skólaprestinn Jón Dalbú Hró- bjartsson, sr. Guðmund Óla Ólafsson auk hóps ungs fólks og þar á meðal nokkra guðfræði- nema. Þá munu sönghópar koma fram, og einsöngur og tvi- söngur verður einnig á sam- komunum auk fjöldasöngs. Æskulýðsvika K.F.U.M. og K. er orðinn fastur liður í lífi borg- arinnar, þvf f um 40 ár hafa þessar samkomuvikur verið haldnar. Ungt fólk hefur öll árin sett sinn svip á og mun svo einnig verða nú. Allir eru þó velkomnir á samkomurnar, sem hef jast kl. 20.30. VOLVOSALUHINN Fólksbílar til sölu. Lögtaksúrskurður Bessastaðahreppur Samkvæmt beiðni oddvita Bessastaðahrepps ú. .urðast hér með, að lögtök geta farið fram fyrir gjaldföllnum en ógreiddum útsvörum, aðstöðugjöldum, fasteignagjöldum og vatnsskatti, álögðum ! Bessa- staðahreppi árið 1 975, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtökin geta farið fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa, hafi ekki verið gerð skil fyrir þann tima. Skrifstofu sýslumannsins í Kjósarsýslu, Hafnarfirði, 20. október 1975. Austurbær Miðbær Uthverfi Kambsvegur Vesturbær Melabraut Volvo 145 De Luxe 1974, 5 dyra sjálfskiptur með aflstýri og 130 ha vél. Ekinn 38 þús. km. Litur blá- sanseraður. Verð kr. 1.8 millj. Volvo 144 De Luxe 1973 4ra dyra, beinskiptur, Iitur Orange, ekinn 70 þús. km. Verð kr. 1.320 þús. Volvo 144 De Luxe 1972 4ra dyra, beinskiptur, litur ljósgrænn, ekinn 60 þús km. Verð kr. 1.150 þús. Volvo 144 De Luxe 1971 4ra dyra, beinskiptur, litur dökkblár, ekinn 90 þús. km. Verð kr. 900 þús. Volvo 144 De Luxe 1970 4ra dyra, beinskiptur, litur guldrapp, ekinn 120 þús km. Verð kr. 720 þús. Volvo 144, 1969 4ra dyra, beinskiptur, Iitur dökkblár, ekinn 85 þús km. Verð kr. 580 þús. Volvo 144, 1967 4ra dyra, beinskiptur, litur Ijósblár, ekinn 150 þús km. Verð kr. 450 þús. útfaraskreytingar blófnouol Groóurhusió v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.