Morgunblaðið - 16.11.1975, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÖVEMBER 1975
— Viljum eitt
Framhald af bls. 3
leggja mjög mikla áherzlu á að
fslenzk skip haldi áfram að
selja fisk þar. íslendingar eiga
þeim líka mikið að þakka, því
þrátt fyrir þrýsting ríkisstjórna
nokkura ríkja, sem vildu banna
Islendingum fisksölur á megin-
landinu, létu þau ekki undan og
hvert íslenzkt skip, sem þangað
kemur er aufúsugestur.
— Nú hafa sölur íslenzku
skipanna gengið nokkuð mis-
jafnlega í Belgíu sérstaklega þó
á tímabili f fyrra. Hver er
ástæðan fyrir þvf?
— Já, í fyrra var það þannig
um hríð, að mikill fiskur kom
til Belgíu með skipum frá öðr-
um Evrópulöndum en íslandi
og þvf fór sem fór, en nú er
þetta allt breytt, íslendingum í
hag. Það vantar fisk á alla
markaði og v-þýzku tog-
ararnir hafa ekki undan að
koma með góðan fisk að landi.
Og það sem við vonum er
að Ostende verði framtíð-
arhöfn fyrir íslenzk fiski-
skip í söluferðum. Það er
ekki nema einni mflu lengra til
Ostende en til Bremerhaven frá
Reykjavík og Belgar eru sú
þjóð, sem hafa sýnt mestan
skilning, ég myndi segja algjör-
an skilning á málstað Islend-
inga í fiskveiðilögsögumálum
sfnum, sem ég styð heilshugar.
Til
afgreiðslu
strax og á næstunni
1 8" bandsög
12x4” þykktarhefill
225 amp rafsuðuvélar. Loft-
pressur 368 l/mín.
1 0" hjólsagir í borði.
G.
Þorsteinsson
og Johnson
Ármúla 1. Sími 85533.
AlKiLY'SINÍiASÍMINN KK:
^22480
/ JWorBxmbtnbib
Yfir hafið með
HAFSKIP
SKIP VOR MUNU
LESTA ERLENDIS Á
NÆSTUNNI SEM HÉR
SEGIR:
HAMBORG:
Skaftá 1 2. nóvember +
Langá 24. nóvember +
Skaftá 8. desember +
Langá 1 5. desember +
Skaftá 29. desember +
ANTWERP:
Langá 27. nóvember +
Skaftá 10. desember +
Langá 1 8. desember +
Skaftá 31. desember +
FREDRIKSTAD:
Laxá 12. nóvember
Laxá 26. nóvember
Laxá 10. desember
Laxá 27. desember
GAUTABORG:
Selá 13. nóvember
Laxá 27. nóvember
Laxá 1 1. desember
Laxá 30. desember
KAUPMANNAHÖFN:
Skaftá 17. nóvember
Laxá 28. nóvember
Laxá 1 2. desember
Laxá 29. desember
HELSINGBORG:
Laxá 29. nóvember
Laxá 1 3. desember
HELSINKI.
Rangá 19. nóvember
(Rangá 17. desember)
VENTSPILS:
Rangá 1 7. nóvember
Rangá 1 5. desember
GDYNIA/GDANSK:
Rangá 21. nóvember
Rangá 19. desember
+ = Losun/lestun á Akur-
eyri og Húsavik.
HAFSKIP H.F.
hafnarhusinu reykjavik
t
ST M N C F N ; HAFSKIP SIMI 21160
— Aðalfundur
Framhald af bls. 2
grein fyrir störfum nefndarinnar
nú i haust. Fimm alþingismenn,
einn frá hverjum flokki, munu
koma sem gestir á fundinn og lýsa
afstöðu sinni til þeirra skoðana,
sem fram hefur verið sett af hálfu
trygginganefndar. Meðal þeirra
krafna eru:
— að meðlag/barnalífeyrir hækki
nú þegar í samræmi við visitölu
vöru og þjónustu í kr. 11.951.—
Meðlag/barnalffeyrir er nú um
8.200 krónur, en dagvistunargjöld
hjá Sumargjöf 9.000. — fyrir barn
á mánuði.
— að leiðrétting verði gerð á
mæðralaunum
— að tekjutrygging komi til fyrir
einstæð foreldri með þrjú börn
eða fleiri
— að einstæðri móður verði
greiddir sjúkradagpeningar sem
fyrirvinnu, en ekki aðeins sem
húsmóður
— að skattaafsláttur verði gefinn
einstæðu foreldri sem stofnar
heimili fyrir barn sitt.
— að inn í könnun á framfærslu-
kostnaði barna einstæðra foreldra
verði kannaður sérstaklega
kostnaður vegna barna með sér-
þarfir.
Þá skal þess getið að jólakort
FEF, fjórar nýjar tegundir, verða
afhent félögum til sölu frá kl.
20.30.
Heimdallur
Heimdallur
Hvernig á að breyta
námslánakerfinu?
Heimdallur efnir til fundar um námslánakerfið
og hvernig eigi að breyta þvl, þriðjudaginn t8.
nóvember n.k. kl. 8.30 e.h. i Miðbæ
v/Háaleitisbraut.
Framsögumaður: Ellert B Schram alþíngis-
maður.
Fjölmennið Stjórnin.
Mosfellssveit — Kjalarnes —
Kiós.
Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins „Þorsteins Ingólfssonar” í Kjósasýslu
sem halda átti að Hlégarði n.k. þriðjudag er frestað um eina viku.
Verður aðalfundurinn haldinn að Hlégarði þriðjudaginn 25. nóvember
n.k. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf.
Matthías Á Matthíesen, flytur ræðu. Sjálfstæðisfólk sem nýlega hefur
flutt á félagssvæði er sérstaklega hvatt til að mæta.
Hafnarfjörður
Þór félag sjálfstæðismanna í launþegastétt heldur aðalfund þriðju-
daginn 18. nóvember kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði.
Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál.
Stjórnin.
Akureyringar — nærsveitar-
menn
Munið spilakvöld sjálfstæðisfélaganna
fimmtudaginn 20. 1 1. kl. 20.30.
Glæsileg verðlaun.
Dans að lokinni félagsvist til kl. 1
sjálfstæðishúsinu Akureyri
Spilanefnd.
Aðalfundur
Hvöt Félag Sjálfstæðiskvenna
hefdur aðalfund þirðjudaginn 18. nóvember kl. 20.30. að Miðbæ við
Háaleitisbraut. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Félag sjálfstæðismanna í
Fella og Hólahverfi
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember n.k.
Nánar auglýst síðar.
Stjórnin.
Hafnfirðingar
F.U.S. Stefnir heldur fund fimmtudaginn 20.
nóvember kl. 20:30 i sjálfstæðishúsinu.
Dagskrá:
Ellert B. Schram ræðir framtiðarskipan náms-
lána.
Stjórnin
Félag Sjálfstæðismanna í
Árbæjar- og Seláshverfi
Aðalfundur félags Sjálfstæðismanna i Árbæjar- og Selásherfi verður
haldinn miðvikudaginn 1 9. nóvember kl. 20.30. í MIÐBÆ v/Háaleitis-
braut 58—60.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður
ræðir stjórnmálaviðhorfir, og svarar fyrirsprnum.
3. Önnur mál.
Félagar fjölmenniðl
Stjórnin.
— Hagleiksverk
Framhald af bls. 23
En Jónas bróðir Ingibjargar geymdi þetta erindi í minni
sér:
En á lokið lét eg þó
líknaranda fljúga,
sem að veitir frið og fró
frelsi og huggun drjúga.
„Líknarandinn" er krýndi engillinn á lokinu. Kvæði þetta er
eina kvæðið sem vitað er að Hjálmar léti fylgja smíðisgrip.
Ekki er laust við að óeðlilegt sé að kalla svo virðulegan kistil
tvinnastokk.
Að sögn Ingibjargar á Hjálmar að hafa verið orðinn gamall
og örvasa þegar hann færði Ingibjörgu Einarsdóttur þennan
kistil til sátta. Það er ekki trúlegt. Á kistlinum er það
handbragð að líklega hefur Hjálmar gert hann meðan hann
var enn við fulla krafta. Sennilega er hann frá sama tíma og
Vídalínsskápur sem reyndar er ártalslaus en einnig ber vitni
um óbilaðan handstyrk.
9. KISTILL sem var f eigu Sigurðar Nordals prófessors,
„Nordalskistill ', úr furu, geirnegldur, botninn nýr, 1. 30, br.
19,5 hæð 19 sm. Á öllum fimm flötum, loki, hliðum og
göflum, er sama tilhögun: Fletinum er skipt í þrjú bönd eða
bekki að endilöngu og er á efsta og neðsta bekk höfðaletur,
en á miðbekknum er létt rist skrautverk sem skilgreina mætti
sem eins konar stílfærða útfærslu á teinungamunstri. Við
báða jaðra bekksins eru litlir kringlóttir fletir, en á milli þeirra
er svo fyllt með skásettum grönnum blöðum sem ekki eru
alltaf rökrétt eða í fullu samhengi. En verkið er áferðargott
og sérkennilegt og hefur verið fljótunnið. Áletrunin er
þannig: kistanlæs / tgafullegl / æstgeime / rsteinaki /
æraec / kinæs / tormabol / nieurheni / idskiæ / fæstr. Vísa
þessi þekkist á fleiri gömlum kistlum. Hér er nú nokkuð
rangt stöfuð og línurnar á kistlinum ekki alltaf i beinu
framhaldi, en vísan er hér eins og oftast á þessa leið:
Kistan læst af gulli glæst
geymir steina kæra,
ekki næst né úr henni fæst
orma bólið skæra.
Vísan er annars eftir Arngrim Jónsson lærða og er rétt á
þessa lund:
Kistan læst ef gullið glæst
geymir og steina skæra,
ekki næst né úr henni fæst
orma bólið kæra,
sbr. nr. 1 1 og bls. 1 1 2 hér á eftir.
Árið 1923 bað Sigurður Nordal Símon Eiríksson í Litladal í
Blönduhlið að útvega sér eitthvað eftir Hjálmar. Simon segir
í bréfi til Nordals, dags. 25. okt. 1 923: „Þú minnist á i bréfi
þínu að ef ég gæti útvegað þér smíðisgrip eftir Hjálmar. En
það er ekki heiglum hent að fá það; ég veit um rúmfjöl en
hún mun trautt fást, því sá er á hana er ekki í þörf fyrir aura
og er líka fastur á sínum munum. Enda veit ég ekki hvað má
bjóða fyrir hana. Þó er ég búinn að rekast á stokk, Ijómandi
fallega útskorinn af karli, með rósum og letri er ég skil ekki
. . . Kistilinn á Þrúður, ekkja bróður míns Vagns, og gefur
hann falan." — í öðru bréfi Simonar til Nordals, dags. 12.
febr. 1 924, sést að þá eru þessi kaup gerð og Símon sendir
kistilinn suður.
í bréfi til min, dags. 26. sept. 1959, segir Stefán
Vagnsson að hann telji liklegt að móðir sín, Þrúður Jóns-
dóttir í Miðhúsum, hafi fengið þennan kistil eftir sína móður,
sem einnig hét Þrúður Jónsdóttir, og Hjálmar hafi gefið
henni hann, því þeim hafi verið vel til vina þótt einhvern
tíma kunni að hafa kastast í kekki með honum og Jóni manni
hennar. Meira er þó um það vert að hafa áðurgreind ummæli
Símonar I Litladal. Hann veit sýnilega fyrir víst að kistillinn er
eftir Hjálmar, enda mundi hann vel eftir honum frá æsku-
árum sínum (f. 1843) og var honum kunnugur. Minningar
hans um Hjálmar eru prentaðar í Skírni 33, 1927, bls.
95—96. Símon var mjög greinargóður maður, sbr. nr. 34.
Mikilsvert er að fá svo vel staðfest að þessi kistill sé eftir
Hjálmar því að bæði letrið og skrautverkið vísar með vissu á
marga hluti sem sami maður hlýtur að hafa gert. Þetta er
önnur leturgerð en á kistli Ingibjargar Jóhannsdóttur, og á
skrautverkinu mundi ekki þekkjast sama skurðhöndin og á
þeim hlutum sem taldir hafa verið hér á undan. En kistlar
þeir sem taldir eru hér á eftir (nr. 10 og 11) sýna hvor á sinn
hátt að allt getur þetta verið eftir sama manninn, skáparnir,
kistill Ingibjargar og allur sá hópur sem þekkist af kistli
Nordals.