Morgunblaðið - 09.12.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975
3
Hörður og Þórir
Rvíkurmeistarar
REYKJAVlKURMÓTINU í
bridge, tvlmenning, lauk sl.
sunnudag. Alls tóku 28 pör þátt í
úrslitakeppninni. Sigurvegarar
urðu Hörður Blöndal og Þórir Sig-
urðsson sem hlutu 1652 stig eða
rúmum 100 stigum meira en parið
sem varð I öðru sæti, en það voru
hinir margföldu Rvíkur- og Is-
landsmeistarar Hjalti Ellasson og
Asmundur Pálsson.
Hörður og Þórir höfðu náð
örlitlu forskoti fyrri daginn sem
þeir juku smám saman sfðari dag-
inn. Aftur á móti hafði Hjalta og
Ásmundi gengið mjög illa fyrri
daginn.
I þriðja sæti urðu Jón Asbjörns-
son og Sigtryggur Sigurðsson.
Nánar verður sagt frá mótinu í
bridgeþætti síðar.
Gáfust upp við Máritaníu
ÞÆR fregnir hafa nú borizt frá
Máritanfuströndum, að íslenzku
skipin, sem þar hafa verið á veið-
um séu nú að leggja af stað til
Islands, eingöngu vegna afla-
tregðu. Vitað er að Asberg, óskar
Halldórsson og Reykjaborg eru
lögð af stað til Las Palmas á
Kanaríeyjum, þar sem höfð
verður viðdvöl, áður en lagt
verður f siglinguna tif Islands. Þá
hefur heyrst, að hin skipin þrjú,
Börkur, Guðmundur og Sigurður
séu einnig í þann veginn að hætta
veiðum.
Aflahæsta íslenzka skipið mun
vera búið að fá um 3 þúsund tonn,
en það sem minnst hefur fengið
mun ekki hafa náð 1000 tonnum.
Hins vegar munu norsku bátarnir
tveir, sem þarna eru á veiðum
vera búnir að fá hátt í 12000 lestir
af markíl og sarinellu, eða yfir
5000 lestir hvort skip.
Það hefur komið fram, að
ástæðan fyrir þvf, að fslenzku
skipin hafa ekki aflað nógu vel á
þessum slóðum er, að nætur
þeirra eru engan veginn nógu
stórar né sterkar.
Stórskemmdir
á lager Norð-
urstjörnunnar
BROTIST var inn ð lager niður-
suðuverksmiðjunnar Norður-
stjörnunnar f Hafnarfirði um
heigina og stórskemmdir unnar.
Heiium stæðum af niðursuðu-
dósum var hent um koli og eru
þúsundir dósa ósöluhæfar á eftir.
Þá voru meiri skemmdir unnar á
sjálfu húsnæðinu, sem er við ös-
eyrarbraut, m.a. voru öll ljósa-
stæði brotin. Tjðnið nemur
hundruðum þúsunda að sögn
kunnugra.
Þetta er í þriðja skiptið á
stuttum tíma sem brotist er inn á
þennan lager, en nú voru lang-
mestar skemmdir unnar. Eru það
tilmæli rannsóknarlögreglunnar í
Hafnarfirði, að allir þeir sem ein-
hverjar upplýsingar geta gefið
um þessi skemmdarverk hafi sam-
band við sig sem fyrst. Líklegast
er talið að unglingar hafi verið
þarna að verki, og ætti það að
gefa vísbendingu ef unglingar
hafa sést vera með í fórum sfnum
niðursuðudósir frá umræddri
verksmiðju.
BBC um Helga Hallvarðsson skipherra:
Kjarkmikill sjómaður
Helgi Hallvarðsson, skipherra
á Þór.
BREZK BLÖÐ og fjölmiðlar
hafa mikið skrifað um atburð-
ina á miðunum og er Helgi
Hallvarðsson skipherra þar
einkum f sviðsljósinu. Frétta-
maður BBC sagði f sérstakri
fréttaútsendingu af miðunum,
en hann er um borð f dráttar-
bátnum Lloydsman, að Helgi
Hallvarðsson væri yfirvegaður
og kjarkmikill sjómaður.
I fréttaskeyfi frá Reuter-
fréttastofunni f London, segir
að Helgi Hallvarðsson, sem sé
44ra ára, hafi á mjög snjallan
hátt leikið á brezku freigáturn-
ar og verndarskipin og þessi
frammistaða hans hafi vakið
mikla aðdáun Islendinga, sem
Ifti á hann sem hetju.
Þá rekur fréttastofan feril
Helga og segir m.a. að hann
hafi unnið það afrek f sfðasta
þorskastrfði, að hafa klippt á
togvfra f jögurra brezkra togara
á 8 mfnútum, en þá hafi hann
verið yngsti skipherra Land-
helgisgæzlunnar. Fréttaskeytið
um Helga Hallvarðsson endar
sfðan á þvf að haft er eftir 11
ára gömlum syni hans, sem
einnig heitir Helgi: „Ég held
að pabbi ætti bara að taka þá í
karphúsið."
Stjórnarfrumvarp:
Lækkun lögbundinna framlaga á
fjárlögum um fimm af hundraði
1 gær var lagt fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um lækkun lög-
bundinna framlaga á fjárlögum
áranna 1976 og 1977 sem nemur
allt að fimm af hundraði. Þetta
ákvæði nær þó ekki til framlaga
vegna slysa-, Iffeyris- eða sjúkra-
trygginga og ekki til hreinna
markaðara tekjustofna f gjalda-
hiið fjárlaganna, þ.e. tekjustofna
sem koma fram án mótframlags
af nokkru tagi f gjaldahlið fjár-
laga.
Frumvarp þetta er flutt f sam-
ræmi við stefnumörkun rikis-
stjórnarinnar, sem kunngjörð var
f framsögu fjármálaráðherra með
frumvarpi að fjárlögum fyrir
komandi ár, um nauðsyn þess að
gera sérstakar ráðstafanir til að
sporna við vexti ríkisútgjaida á
næsta ári, vegna hins alvarlega
efnahagsástands, sem þjóðin
stendur nú frammi fyrir, einkum
varðandi viðskiptastöðuna gagn-
vart útlöndum og þróun verðlags-
mála. Er hér um einn lið að ræða f
fleiri samvirkandi aðhaldsað-
gerðum stjórnvalda.
Frumvarp þetta nær til þeirra
ríkisútgjalda allra, sem ákveðin
eru með sérstökum lögum, nema
almannatrygginga, en lagt verður
fram sérstakt frumvarp um að-
haldsaðgerðir í tryggingakerfinu,
og varðandi tekjustofna (skatt-
lagning til ákveðinna fram-
kvæmda), sem koma fram með
sömu fjárhæð bæði á tekju- og
gjaldhlið fjárlaga.
Lausir úr gæzluvarðhaldi
PILTINUM 16 ára, sem úr-
skurðaður var f gæzluvarðhald
vegna láts Guðbjargar Óskars-
dóttur f Keflavfk, hefur verfð
sleppt. Hann sat f gæzluvarðhaidi
f rúman sðlarhring. Rannsókn
málsins er vel á veg komin, að
sögn Guðmundar Kristjánssonar,
fulltrúa við embætti bæjarfóget-
ans f Keflavfk. Er nú beðið eftir
niðurstöðum krufningar.
Þá var á laugardaginn sleppt úr
gæzluvarðhaldi manni þeim sem
var í gæzlu vegna innbrotsins í
vélsmiðjuna Héðin á dögunum.
Hann hafði verið í gæzluvarð-
haldi í 7 daga. Maðurinn hefur
algerlega neitað þvf að hafa átt
hlutdeild f umræddu innbroti.
LEIKFONG A
SERTILBODS VERÐI
* JÖf' A* :-t£*
Sértilboo
í eina viku
eða meoan bnvðir
endast.
SKEIFUNN115
.